Morgunblaðið - 23.04.1978, Page 7

Morgunblaðið - 23.04.1978, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978 39 sama eðli og uppruna. Það sem er sameiginlegt öllum hans áhuga- málum, er trúin á frelsið, og trúin á þetta sjálf, sem þröngvaði sér beinlínis inn í marxíska meðvitund Koestlers, á meðan hann sat í fangelsi, en sá innblástur gjör- breytti öllu lífi hans eins og Goronwy Rees bendir á. Þegar öllu er á botninn hvolft, hafa bæði vísindin og stjórnmálin að geyma báða þessa þætti á afgerandi hátt: þessi staðreynd, að jafnt huga sem sérkennum ein- staklingsins geti stafað hætta bæði af einstrengingslegum vísinda- kenningum og af einstrengingsleg- um pólitískum kerfum. Af þessu leiða árásir Koestlers á stefnu hinnar hegðunarbundnu sálfræði, sem meðhöndlar mannin allt að því eins og eitthvert vélrænt tæki, eins og rottu eða eins og einn af hundunum hans Pavlos ... Á einum veggnum við vinnustof- una á heimili hans í London hangir innrammað veggspjald, sem Sósíal- demókrataflokkur Þýzkalands sendi Koestler — innrammað, skrifaði Koestler, eins og eitthvert meistarabréf. Annar helmingur veggspjaldsins sýnir Göbbels fleygja bók á bál, á meðan Hitler horfir á; hinn helmingur sþjaldsins sýnir Pieck fleygja annarri bók í eldinn, á meðan Stalín horfir á. Bækurnar tvær á veggspjaldinu eru einfaldlega merktar „KOESTLER". Nú var mér vísað inn í vinnustof- una til fundar við hann. En Koestler leit skyndilega á mig eins og eitthvað ylli honum heilabrot- um. „Höfum við ekki hitzt áður?“ spurði hann, þótt við hefðum aldrei sézt áður. „Nei, en ég er alveg viss um það,“ endurtók Koestler og starði enn á mig. „En ég veit, að við höfum aldrei sézt,“ svaraði ég, „nema við höfum hitzt í öðru lífi.“ „Má vera,“ sagði Koestler, „þótt það sé ólíklegt." Eins og fangaklefi Litla vinnustofan hans, sem er með litlum gluggum, var hálfrokkin eins og fangaklefi. Koestler leit út eins og hann hefði eytt allri sinni ævi þarna inni, umkringdur bókum og alls staðar lágu pappírar. Hann var lotinn og orðinn nokkuð heyrn- arsljór, 73 ára að aldri. En það sem ég tók mest eftir í fari hans var þessi óskaplega angurværð. Hann talaði þýðum rómi, valdi orðin af nákvæmni, var á varðbergi og kom fram við gest sinn af eins konar dísætri kurteisi. Það brá einnig fyrir óvæntri feimni í fari hans. Enda þótt aldrei væri minnst á það á þessari samverustund okkar, var það þessi angurværð, sem ég tók mest eftir; hún féll að honum eins og líkklæði. Og við kjöftuðum saman stund- arkorn eins og til þess að meta hvor annan og vega. Hann talaði svolítið um England ög hrifningu sína af landi, sem byggt væri gömlum strúthium (dregið af latneska orðinu struthio, sem þýðir austur- ríkismaður). Málhreimur hans vitnaði um sambland af ungversku og austur- rískri þýzku, og hreimurinn var þykkur eins og baunasúpa, og gerir hann vandræðalegan. Þess vegna forðast hann eins og heitan eld að koma fram í sjónvarpi. Hann talar sjö tungumál. „Það er nóg til að geta bjargað sér,“ sagði hann, og bætti svo óvænt við, „sem dyra- vörður á gistihúsi eða sem fangi." „Ertu kunnugur Proust?“ spurði ég skyndilega. „Já,“ svaraði Koestl- er og tók þessari óvæntu uppákomu með mesta jafnaðargeði. Ég út- skýrði þá, að Proust hefi verið vanur að fara í spurningaleik. Mundi Arthur Koestler kæra sig um að svara spurningum Prousts? Það kynni að verða gaman og — hver veit — kynni að leiða mann á óvæntar hugsanabrautir. „Það kynni að vera,“ svaraði Koestler og virtist fara að öllu með gát. Ég lágði þvi fram fyrstu spurn- ingu Prousts: „Hvað er þér ímynd mannlegrar hamingju?" „Nú, þetta er auðvelt!" svaraði Koestler, „það að geta skrifað eitt þúsund orð á dag.“ „I stað hve margra?“ Æviatriði Fæddur í Budapest í Ungverja- iandi árið 1905. Hlaut menntun sína við háskólann í Vínarborgi fréttaritari Vínarblaða í nálæg- ari Austurlöndum. í París og Berlín á árunum 1926—31i þátttakandi í hinum sögulega heimskautaleiðangri með loft- skipinu „Zeppelin greifa“ árið 193L ferðalög um Rússland og Sovésku Mið-Asíu 1932—33» var fréttamaður breska blaðs- ins Ncws Chronicle á Spáni í borgarstyrjöldinni 1936—37» fangelsaður af Franco, dæmd- ur til dauða. látinn laus og settur í franskar fangabúðiri enn látinn laus og tókst að flýja undan Gestapo( geugur í frönsku útiendinga hersveitina 1939, kemst undan til Englands og verður meðlimur bresku framliðasveitarinnar 1941—42. Fékk þá breskan ríkisborgararétt... - 0 - Prentsmiðjan Oddi gaf út kunnustu bók Koestlers, Darkness at Noon, í ágætri þýðingu Jóns Eyþórssonar. Bókin kom út hér fyrir liðlega þr jatfu árum. íslenska nafniðt Myrkur um miðjan dag. „Stundum 200 eða 100 orða, eða jafnvel mínus 100 orð, sem þýðir að ég hef þurft að fleygja þeim frá mér.“ Og samt hefur þessi maður skrifað 30 bækur... „Það er skemmtilegur dagdraum- ur,“ bætti hann við, „ég á mér reglubundinn dagdraum, ef þú hefur áhuga á að heyra um hann. Það er ósköp heimskulegur dag- draumur. Ég læt mig dreyma um að ég sé andalæknir. Þetta að leggja hendurnar á og sjá sársaukann hverfa.“ Hann fór að verða vand- ræðalegur á svip. „Þetta er dag- draumur minn úr frumbernsku...“ Fjörutíu ár frá fyrstu bók___________ Freistaðist hann nokkru sinni til þess að lesa sínar eigin bækur, ef til vill til þess að geta hrópað upp yfir sig eins og Pasteur hafði gert, þegar hann las sín eigin verk: „En hvað þetta er fallegt! En fallegt! Og hugsa sér, að ég skrifaði allt þetta. Ég hafði gleymt því!“ Koestler brosti með sjálfum sér. „Þú verður að hafa í huga, að ég skrifaði mína fyrstu bók fyrir 40 árum. Það væri eins og að hitta fyrir gamalt, umliðið sjálf, ókunn- ugan mann. Það væri eins og hundur, sem sneri aftur til þess að lepja upp sína eigin köldu ælu. Og samt sem áður, þegar ég finn til þunglyndis, þá lít ég á bókahillurn- ar, sem eru fullar af bókunum mínum í ýmsum þýðingum, og þá hugsa ég: „Það hlýtur að vera eitthvað athyglisvert í því, sem þú ert að skrifa." „Hvað vildir þú helzt vera?“ Þetta var önnur spurning Prousts. „Ég er búinn að segja það,“ sagði Koestler, „andalæknir." Hvort hann gæti getið upp á því, hvert svar Prousts var? „Hertogi?" stakk Koestler upp á og hló. „Það var skakkt," svaraði ég og útskýrði svo, að Proust hefði mest langað til að vera hann sjálfur. Koestler hugsaði sig um í nokkur andartök og bætti svo við: „Maður sjálfur endurbætt- ur, ef til viíl..,“ Og ein lokaspurning Prousts, áður en ég væri fullviss um að Koestler myndi fylgja okkur til dyra. „Hver er mesta óhamingjan í þínum augum?" „Sjáðu til“, sagði Koestler, „spurningar Prousts voru mjög... ónákvæmar. Mesta óhamingjan? Er það ástand eða atburður? Eg fæ ekki séð það. Er hún ímynduð eða raunveruleg? Ég skil ekki spurninguna...“ POLSKÍ ER HANN GÓÐUR — ÞÆGILEGUR? KRAFTMIKILL? SPARNEYTINN? Hann er allt þetta og mikið meira. Pólski Fíatinn hefur nú verið seldur á íslandi í nokkur ár með góöum árangri. Sem dæmi um það sem fylgir með í kaupunum þegar þú kaupir Pólska Fíatinn má nefna: kraftbremsur með diskum á öllum hjólum, radial dekk, tvöföld framljós meö stillingu, læst bensínlok, bakkljós, teppi horn í horn, öryggisgler, 2ja hraða miðstöð, 2ja hraöa rúöupurrkur, rafmagnsrúðusprauta, kveikjari, Ijós í farangurs- geymslu, 2ja hólfa karprator, synkromeseraður gírkassi, hituð afturrúða, hallanleg sætisbök, höfuðpúðar o.fl. Þaö er óhætt aö segja aö þú færö mikið fyrir peninginn þegar þú kaupir Pólskan Fíat. Aö innan og utan er bíllinn laglega unninn og þægilegur. HAGSTÆÐASTA BÍLVERÐIÐ í DAG. Kominn á götuna með ryðvörn og öllu tilheyrandi um 1.760.000 kr. Skoðið pólska Fíatinn á sýningunni % Mandeville International TAKIÐ EFTIR Hann mun fús að ræða við yður i fullum trúnaði og án skuldbindingar Hann mun kynna hina nýju fram- leiðslu á Mandeville International á fisléttum hároppum REYKJAVÍK Rakarastofan Klapparstíg, sími 12725, 24., 26. og 28. apríl AKUREYRI Jón Eövarð rakarastofa Strandgötu 6, sími 11408, 25. apríl. KEFLAVÍK Klippotek Hafnargötu 25, sími 3428, 27. apríl. í hártoppum er staddur hér Sérfræöingur Mandeville International

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.