Morgunblaðið - 23.04.1978, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978
49
Byltingar og rómantfskur skáld-
skapur, framfarir í visindum og
órói í trúmálum settu mark sitt á
hina „eirðarlausu“ 19 öld. Fólk
gerði sér brátt ljóst, að þjóðfélags- '
skipuninni var hægt að bylta á
skammri stund. Og þó að líkamleg
fegurð lyti hefðbundnum lögmál-
um enn, þá lá í loftinu vissa um
hræringar, hreyfingar, aðgerðir
og breytingar i aðsigi, — að venj-
um yrði bylt jafnt sem ríkisstjórn-
um. Andi óánægju hafði snortið
hið staðfasta og alvarlega mann-
kyn.
Breytingarnar komu fljótt í ljós
í tizkunni. Þó að fínir kjólar yrðu
aftur fyrirferðarmiklir, þá hafði
ákveðin sérvizka, hvað sneri snið
og skraut, reglubundin áhrif á
klæðnað kvenna. Kvenlíkaminn
átti helzt að vera mikill um sig að
ofan og neðan , en afskaplega'
mjór í mittið. Karlmenn skyldu
helzt verða vöðvamiklir og sterk-
byggðir, en með fötunum var
þeim gert nær ókleift að hreyfa
sig eða beygja.
Feimni- og tepruskapur
Þótt undarlegt megi virðast, þá
gætti þess í ríkum mæli i klæða-
burði, að fólk væri í senn alls
ófeimið og einkar teprulegt. Til
dæmis huldi kvenfólk á daginn
nær hvern blett líkamans, en
henigðist til að klæðast mjög
flegnum kjólum á kvöldin.
Þetta óeðlilega og tímabundna
ástand mála í klæðaburði hlaut að
kalla á endurbætur — og þegar
mátti sjá merki um breytingar í
aðsigi á sviði stjórnmálanna. Þar
urðu grannir menn i stífum fötum
tákn hins sanna endurbóta- og
uppreisnaranda, andlegrar
óþreyju og óánægju með ríkjandi
ástand. Þar af leiðandi risu brátt
upp hreyfingar til að stuðla að
endurbótum í klæðaburði, og þær
voru af hugmyndafræðilegum rót-
um runnar. Á fyrri tímum þegar
skrautlegur klæðnaður var talinn
heilög forréttindi og jafnvel
skylda æðri stétta, gátu engar
slikar hryfingar orðið til. En í
hinum borgaralega heimi, sem
var gagnsýrður af hreintrúar-
stefnu (púrítanisma) og félags-
legri samkennd, tók iburðarmikill
klæðnaður og heldri manna fita
að virðast ekki lengur við hæfi
eða vera sæmandi. Smám saman
fór sekt að leynast undir lífs-
stykkjum.bryddingum og silki-
höttum, eins og síðar kom fram í
byltingum þeim, sem Freud var
upphafsmaður að.
20. öldin sá margar ef tilraun-
um 19 aldar til endurbóta verða
að veruleika. Tvær heimsstyrjald-
ir flýttu breytingum, sem þegar
voru hafnar. Það varð til þess, að
hinn granni endurbótasinni í lát-
lausum fötum varð leiðtogi tízk-
unnar í stað hins leynda óvinar
hans.
Heilsan og holdafarið
Á fyrri öldum þurfti ekki að
taka -tillit til læknavísindanna,
hvað snerti smekk manna og
mælikvaða á líkamsfegurð. Góð
heilsa var tryggilega tengd þrif-
legu holdafari. Lágmarks neyzla
matar og mikil hreyfing — sem
hvort tveggja er nauðsynlegt til
að halda sér grönnum — átti
greinilega engan þátt í hefð-
bundnum hugmyndum manna um
fegurð líkamans og gott heilsufar.
Þvert á móti var naumur matur
og erfiðisvinna álitin vera hið
ólukkulega hlutskipti þjóna og
verkamanna. Heilbrigði táknaði
þá ekki vöðvaþrótt og eðlilega
blóðrás. Hún táknaði, að viðkom-
andi væri laus við sjúkdóma.
Nú á dögum eyða menn fé, tíma
og orku til að ná beinagrindar
útliti galeiðuþrælanna. Fitan,
sem um aldaraðir var stöðutákn,
hefur týnt allri virðingu með
tveimur kynslóðum. Nú er hún í
rauninni almennt tekin sem
merki um andlega ánauð — veik-
lyndi, taugabilun eða fastheldni
við þjóðlegar venjur, sem byggist
á því, að kolvetnisrík fæða sé
aðalefni mataræðis. Og það sem
jafnvel verra er, að fita bendi til
heilsuveilu og stuðli að skammlífi
— alveg eins og þunnir vangar og
holdleysi var talið gera áður fyrr.
Algengasta skýringin á astríðu
20. aldar, hvað megrun snertir, er
uppgötvanir læknavísindanna.
Sambandið milli fitu og hjarta-
sjúkdóma hefur verið mjög til
umfjöllunar í fjölmiðlum og sleg-
ið milljónir sálna miklum óhugn-
aði. Óttinn við dauðann er að
sjálfsögðu stóralvarlegt mál.
Fólk, sem var hrætt við að verða
horað, svo að það jafnvel tærðist
upp, er núna hrætt við að verða
svo feitt, að það springi. Það er
líka hrætt við að sitja kyrrt, því að
það gæti stirðnað, og því hefur
ströng líkamsþjálfun ásamt hóf-
semi í mataræði hjá mörgum ekki
aðeins orðið heilbrigðisatriði,
heldur stöðugt umhugsunarefni
og þá sérstaklega meðal hæggerðs
fólks með margar tómstundir.
Að sjálfsögðu er um vissar al-
gildar staðreyndir að ræða varð-
andi offitu, sem voru óþekktar á
tímum Rubens og fyrirmynda
hans en nú á dögum verður að
taka tillit til. Og mikill líkams-
þungi getur stuðlað mjög að
slæmri heilsu og jafnvel dauða.
En þó er almenn þekking á
heilsufarslegum hættum af offitu
mjög ný í samanburði við hinn
almenna smekk fyrir grönnum
líkömum. Reyndar hefur granna
tízkan haft oskoruð völd frá lok-
um fyrri heimsstyrjaldar. Það
virðist eins og leitað hafi verið til
vísindanna vegna áhrifavalds
þeirra eftir góðri, raunhæfri
ástæðu til þess, sem alltaf hefur
verið og er flókið, fagurfræðilegt
atriði. Margt fólk vill vera grannt,
þó að það hafi alls engar áhyggjur
af heilsu sinni — til dæmis
milljónir táninga. Það hefur orðið
aðalatriðið, hvað snertir glæsilegt
útlit, að vera grannholda, og það
er ekki aðeins heilbrigðisatriði,
heldur varðar það viðurkénndan
smekk, sem er stöðugt haldið við
— alveg eins og á tímum Rubens
— með myndrænum lofgjörðum.
s ekk
nur.*
n /
nn í
Myndavélin og holdafarið
Sennilega var það auga mynda-
vélarinnar fremur en þjóðfélags-
breytingar eóa læknisfræðileg
vitneskja, sem kom aðallega óorði
á fituna. Löngu fyrir lok 19 aldar
var farið að líta á ljósoyndir æ
meir sem miðla hins myndræna
sannleika. Ljósmyndunumm var
ætlað að sýna, hvernig hlutirnir
litu raunverulega út, en ekki
hvernig þeir kæmu myndlista-
mönnum fyrir sjónir. En í raun-
inni skilaði ljósmyndarinn —
listamaðurinn sem slikur mynd-
inni eftir sínu höfði. Ljósmynda-
vélin varð tæki til að lagfæra og
fegra raunverulegt útlit af slótt-
ugri kænsku en nokkru sinni
fyrr, og sú lagfæring mótaði og
markaði nútíma smekk.
Kyrr ljósmyndun grípur hið lið-
andi augnablik, sem kvikmyndun
nemur hreyfingaunasjálfa. í báð-
um tilfellum hneigist auga ljós-
myndavélarinnar til að auka við
vöxt fyrirmyndarinnar. Það virð-
ist umvefja hana geislahjúp, ytri
útlinum. Þess vegna verður hin
ákjósanlega fyrirsæta að vera í
raun mjög grönn til að geta bætt
við sig því, sem gerist á filmunni.
Þegar ljósmyndavélin á öðrum
tug þessarar aldar tók að fegra
allar sýnilegar stærðir í venju-
legu lífi með kvikmyndum fyrir
almenning, þá varð hið ákjósan-
lega útlit fólks að vera sem næst
því, sem myndirnar sýndu. Likaminn
varð að birtast í augnabliksmyndum
eða myndaröðum, sem augað
gat fangað á augabraði — og
dáðst að. Auðnumin löngun
og skarpar línur urðu
að einkenna persón-
una — engar óljósar
útlínur, ekki klæða >
neitt burtu með
. fötum og alls ekk
neinar ójöfnur.
Skrokkurinn
varð að
grannur,
klæðnaðurinn
kvikmyndunum . '*
varð að vera lát- ðj* .
laus og snyrtilegur og þannig
sniðinn, að hann færi vel i hreyf-
ingu — og myndaðist vel í svörtu
og hvítu. Bein, sem myndavélin
afhjúpaði óhjákvæmilega, urðu
smám saman ómissandi hlutir
hinnar nýju fyrirmyndar. Kjálka-
bein kvenna, viðbein, rifbein,
herðablöð og mjaðmargrind
öðluðust nú loksins sitt eigið gildi
í heimi tizkunnar, þar sem kveðið
var á um yndisþokka og kyntörfa.
Þrátt fyrir allt hafa menn
aldrei hætt með öllu að sýna hin-
um gömlu goðum virðingu. Lítum
aðeins á hin einstaka feril Mae
West. Allar kvikmyndir hennar
sýna, hvernig skapandi kik-
my.ndavél gat gert mynd
þroskaðrar, feitlaginnar konu
eins töfrandi og aðlaðandi og nú-
tíma auga gat óskað sér. I flestum
kvikmyndum sinum var Mae
West skrýdd sams konar skraut-
klæðum og önnur þokkadís
fyrri tima, Lillian Russell,
fellingalíni og fjöðrum, stunda
glasa-lífstykki, stórum hatti
og pompadourhárkollu. Og
í þessum hefðbundna
útbúnaði með glettnisleg
svefnherbergisaugun í holdugu
andlitinu sigraði hún karlkynið,
um leið og hún sveif yfir gólfið.
í raun og veru var Mae West
ekki feit, en eins og á timum
Rubens sýndu fötin og það, hvern-
ig hún klæddist þeim, á hvern
hátt hún leit á sjálfa sig: hún væri
hlý og mjúk undir öllu skrautinu.
Hún var áhyggjulaus i lífinu út af
sinum þriflega kroppi. Hún var
eins og gangandi rúm i Holly-
wood, sem naut sín á sínum eigin
koddum undir silkiábreiðu. í
rauninni hættum við aldrei að
hrifast af þeim eiginleikum, sem
Mae West var gædd, og við kunn-
um vel við hana végna hennar
eigin ánægju yfir þeim, jafnvel
þótt við og allur heimurinn ein-
beittum okkur að þvi að hugsa
grannt.
gætu skapað nýjan mælikvarða á
það, hvað séu kyntörfrar eða kyn-
ferðislega eftirsóknarvert. Alveg
eins og rangsnúinn smekkur fyrir
horuðum, kinnfiskasognum og
sjúklegum manngerðum skapaði
smám saman nýjan átrúnað á
rómantiska tímabilinu, þá gætu
hinar óeðlilega hrifandi fituboll-
ur hinna nýju kvikmynda hrund-
ið af stað undiröldu tízku, sem í
framtiðinni mun skjóta upp á
yfirborðið nýjum fyrirmyndum
að skapnaði. Sannleikurinn er sá,
að á þessum megrunartimum hef-
ur þrifleg fegurð yfirburði — öllu
meiri líkur til að verða nýjasta,
ósvífnasta framúrstefnu tilhneig-
ingin, hvað snertir smekk i ásta-
málum. Þegar höfum við fengið
tækifæri til að dást a nokkrum
fyrirmyndum: Mama Cass á sjö-
unda áratugnum og Barbara Cook
á hinum áttunda. Svo getur jafn-
vel farið, að minningin um Zero
Hin
sællega
Mae West, kvik-
rtiyndastjarnan þriflega sem
karlmönnum fannst flestum
stjörnum girnilegri fyrir fjörutíu
árum
Hvað næst?
Ný andlit i kvikmyndum, aðal-
lega innflutt frá ítaliu, kunna að
valda nýjum breytingum á mynd-
rænum smekk fólks. Hinar
feiknalega þriflegu konur i kvik-
myndum Fellinis og Wertmúllers
Mostel og hinn umfangsmikla
þokka hans eigi eftir að skapa
timabil hins eftirsóknarverða,
feita manns. Önnur stórmenni
eins og James Coco og Robert
Morley hafa þegar látið i ljós
ánægju sína yfir sinni eigin
stærð. Og einhvern tíma á næst-
unni kann svo að fara, að flestir
okkar séu á leiðinni til Fituborgar
— á réttum tíma og betur til þess
fallnir að taka þátt í næstu hátíða-
höldum vegna listar Rubens.
—svá—
Magazine"
úr „New York Times