Morgunblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1978
Varöeldur við gömlu Dyngju.
Nýja Dyngja.
Chevrolet Caprice station árg. 1976
Lítið ekinn og með öllum aukabúnaði.
Þessi glæsilegi bíll er til sýnis og sölu hjá Véladeild S.Í.S., Ármúla
3, sími 38900.
Til sölu
Matvöruverzlun
Vorum aö fá í sölu litla matvörubúö í
austurborginni. Örugg og vaxandi viöskipti.
Tilvaliö tækifæri fyrir fjölskyldu aö skapa
sjálfstæðan atvinnurekstur.
Frekari upplýsingar á skrifstofunni.
Iðnaðarhúsnæði
300 fm iönaöarhúsnæöi á 2. hæö viö Auðbrekku
í Kópavogi. Húsnæöiö er laust til afnota í júlí í
sumar. Hagstætt verö. Hugsanlegt aö taka íbúö
upp í hluta kaupverös.
Frekari upplýsingar á skrifstofunni.
FASTEIGNA
HÖLLIN
FASTEIGNAVIÐSKIPTI
MIÐBÆR - HÁALEITISBRAUT 58-60
SÍMAR-35300 & 35301
Agnar Ólafsson, Arnar Sigurðsson, Hafþór Ingi Jónsson hdl.
Morgunblaðið óskar
aftir blaðburðarfólki
Austurbær:
Sóleyjargata,
/L~ Ingólfsstræti.
Kópavogur:
Vesturbær
Lynghagi
Upplýsingar í síma 35408
Kven-
skáta-
félagið
Val-
kyrjan
Frá afmælishófi Valkyrjunnar 17. maí 1968.
50 ára
ísafirði, 17. maí.
ÞANN 17. maí 1978 eru liðin
50 ár frá því að kvenskáta-
félagið Valkyrjan á ísafirði
var stofnað.
Tildrög þess að félagið var stofnað
voru þau, að þann 29. febrúar 1928
var stofnað hér á ísafirði skátafélag
drengja, „Einherjar“. Vaknaði þá mikill
áhugi hjá stúlkunum fyrir að stofna
kvenskátafélag. Varð svo úr, að
Guðrún Stefánsdóttir frá Kvenskáta-
félagi Reykjavíkur kom hér og stofn-
aði kvenskátafélag er hlaut nafnið
Valkyrjan. Stofnendur voru 8 og fyrsti
félagsforingi var Elísabet Guðmunds-
dóttir. Litlu síðar tók Auróra Halldórs-
dóttir við félagsforingjastarfi, en
aðstoðarfélagsforingi var Unnur Gísla-
dóttir og störfuðu þær sem slíkar lil
ársins 1934, en þá flutti Auróra úr
bænum.
Starfsemi félagsins lá þá niðri í 1V4
ár, en þann 26. september 1936 var
boöaður fundur, þar sem mættu 11
stúlkur, allar ákveðnar í aö hefja
félagsstarfsemina á ný. Var þá kjörin
félagsforingi María Gunnarsdóttir og
var það upphafið að rúmlega 25 ára
starfi hennar sem félagsforingja
Valkyrjunnar. Á því tímabili efldist
félagið mjög og var það ekki hvað sízt
að þakka ötulli og traustri stjórn
félagsforingja.
Áriö 1940—1941 er María Gunnars-
dóttir var fjarverandi úr bænum, sinnti
Helga Kristjánsdóttir félagsforingja-
starfinu og 10 árum síðar eða
1950—1951 var Halla Kristjánsdóttir
félagsforingi f eitt ár. Áriö 1960 tók
María R. Gunnarsdóttir við félagsfor-
ingjastarfi og gegndi því til ársins
1965, en þá tók við því Auður H.
Hagalín, til ársins 1976, aö núverandi
félagsforingi, Kristín Oddsdóttir, tók
viö.
Húsnæöismál félagsins voru mjög á
reiki í mörg ár og fundir voru haldnir
á víð og dreif um bæinn. Árið 1938
fengu skátastúlkurnar herbergi til
afnota í húsi Bárðar Tómassonar að
Túngötu 1. Það herbergi, sem kallað
var „Kátakot", var svo aðalaðsetur
Valkyrjunnar allt fram til ársins 1954.
Nú hefur félagið um árabil haft góða
starfsaðstöðu í húsi Einhverja, Skáta-
heimilinu, en félögin hafa jafnan haft
með sér gott samstarf.
Strax á öðru starfsári félagsins var
hafizt handa um byggingu útileguskál-
ans „Dyngju" á Dagverðardal. Dyngja
gegndi stóru hlutverki í starfsemi
félagsins, því að þangað var farið í
útilegur og gönguferðir og eiga
margar Valkyrjur þaðan hugljúfar
minningar. Saga gömlu Dyngju lauk
svo, að hún fauk í óveðri aðfaranótt
30. janúar 1972. Bygging nýrrar
Dyngju var hafin strax sumaríð 1972
og er það hús ólíkt stærra og
veigameira í smíðum en hið gamla, en
smíði þess er enn ekki full lokið.
Valkyrjur hafa sótt mörg skátamót,
bæði innanlands og utan og staðið
fyrir Vestfjaðarmótum-skáta í sam-
vinnu við Einherja og sömuleiðis hafa
þær í samvinnu við þá gengizt fyrir
ýmsum foringjanámskeiðum fyrir
skáta á Vestfjörðum. Valkyrjur hafa
ætíð verið viðbúnar að leggja hvers
kyns mannúðarmálum lið og hafa átt
samstarf við önnur félög í bænum um
ýmis málefni.
Nú starfa innan félagsins Ijósálfa-
sveit, 2 skátasveitir, dróttskátasveit
og svannasveit.
Skátafélögjn á ísafirði minnast 50
ára afmælis félaganna m.a. með því
að halda í sumar Skátamót Vestfjarða
og verður það í Álftafirði dagana 29.
júnr til 2. -júlí.
Stjórn Valkyrjunnar skipa nú:
Kristín Oddsdóttir, félagsforingi,
ÁsthttdurTIIafsdóttir, aðstoðarfélags-
foringi, Ingibjörg S. Einarsdóttir,
gjaldkeri, Ólöf Jónsdóttir, ritari, Svava
Oddný Ásgeirsdóttir, meðstjórnandi.
(Fréttatilkynning).
— Fréttaritari.
||i 1
Íl£.
Viðtalstímar
frambjóðenda
Frambjóðendur Sjálfstæöisflokksins viö borgarstjórn-
arkosningarnar munu skiptast á um aö vera til viðtals
á hverfisskrifstofum Sjálfstæöismanna næstu daga.
Frambjóöendurnir veröa viö milli kl. 18 og 19 e.h. eöa
á öörum tímum, ef þess er óskaö.
Föstudaginn 19. maí veröa eftirtaldir frambjóðendur
til viðtals á eftirtöldum hverfisskrifstofum:
NES- OG MELAHVERFI, Ingólfsstræti 1 a
Ólafur B. Thors
VESTUR- OG MIÐBÆJARHVERFI,
Ingólfsstræti 1 a
Hulda Valtýsdóttir, húsmóöir.
AUSTURBÆR OG NORÐURMÝRI, Hverfisgötu 42, 4.
hæð.
Sveinn Björnsson, verkfræöingur
HLÍÐA- OG HOLTAHVERFI, Valhöll, Háaleitisbraut
1
Valgarö Briem, hæstaréttarlögmaður.
LAUGARNESHVERFI, Bjargi v/Sundlaugaveg
Magnús L. Sveinsson, skrifstofustjóri
LANGHOLT, Langholtsvegi 124
Elín Pálmadóttir, blaðamaöur
HÁALEITISHVERFI, Valhöll, Háaleitisbraut 1
Albert Guömundsson, stórkaupmaöur
SMÁÍBÚÐA- BÚSTAÐA- OG FOSSVOGSHVERFI,
Langagerði 21 (kjallara)
Ragnar Júlíusson, skólastjóri
ÁRBÆJAR- OG SELÁSHVERFI,
Hraunbæ 102 b (aö sunnanverðu)
Markús Örn Antonsson, ritstjóri
BAKKA- OG STEKKJAHVERFI, Seljabraut 54, 2. hæð
Páll Gíslason, læknir
FELLA- OG HÓLAHVERFI, Seljabraut 54, 2. hæö
Sigurjón Fjeldsted, skólastjóri
SKÓGA- OG SELJAHVERFI, Seljabraut 54, 2. hæð
Hilmar Guölaugsson, múrari
__/
11-lisfinn