Morgunblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MAI 1978 31 Sigurlaug Lárusdótt- — Minrtingarorð ir Fædd 31. maí 1894. Dáin 13. maí 1978. Sigurlaug Lárusdóttir lést að morgni hins 13. maí s.l. í Land- spítalanum í Reykjavík. Hún fæddist 31. maí 1894 og hefði því orðið 84 ára eftir fáa daga. Sigurlaug var dóttir hjónanna Málfríðar Jónsdóttur og Lárusar G. Lúðvígssonar, skókaupmanns í ' Reykjavík. Þau hjónin voru bæði Re.vkvíkingar langt fram í ættir og lifðu og störfuðu í Reykjavík allan sinn dag. Þau eignuðust 12 börn, en misstu þrjú þeirra ung. Upp komust sex drengir og þrjár stúlkur, og var Sigurlaug yngst þeirra og það systkinanna, sem síðast’ kveður þennan heim. Ekki get ég að því gert, að mig grípur dálítiö einkennileg tilfinn- ing, nú þegar heill ættliður svo stórrar fjölskyldu er að fullu horfinn sjónum. Mér finnst eins og þá séu nokkur þáttaskii. Allur þessi systkinahópur fædd- ist og ólst upp í veröld, sem var — en er ekki lengur. Því að lífið í Reykjavík um og- eftir aldamótin var harla ólíkt lífinu í Reykja- víkurborg eins og það er nú. Börn Málfríðar og Lárusar þekkti ég öll, því að eitt þeirra var móðir mín, en Sigurlaugu kynntist ég best af móðursystkinum mín- um, og henni er það að þakka, að ég fékk nokkra hugmynd um lífið í Reykjavík á þessum árum. Eins og algengt er um gamalt fólk varð Sigurlaugu tíðrætt um bernskuheimili sitt. Hún minntist eldri bræðra sinna, en þeir voru: Jón, Lúðvíg og Karl, Lúther, Ágúst og Óskar, og systranna tveggja, Emilíu og Hrefnu. Yngstu bræðurnir tveir, Kjartan og Adolf, dóu ungir, Kjartan aðeins tveggja ára, en þótt Sigurlaug væri þá sjálf aðeins fjögurra ára, mundi hún vel eftir því, hve hnuggin hún var, þegar hann hvarf úr hópnum. Eins og að líkum lætur hafa foreldrarnir, Málfríður og Lárus, oft átt erilsaman dag. Lárus var aðeins 17 ára, þegar hann stofnaði skósmíðaverkstæði sitt og skó- verslun þá, sem flestir Reykvík- ingar munu kannast við, því að hún var fyrsta skóverslunin í Re.vkjavík. Málfríður hafði einnig í mörg horn að líta, því að barnahópurinn var stór og margt þurfti að annast. Auk þess hafði Lárus menn í þjónustu sinni við skósmíðarnar, og þeir munu einnig hafa verið í fæði hjá þeim hjónum. Heimilið var að vissu leyti eins og lítill heimur út af fyrir sig, og við þann heim voru endurminning- ar Sigurlaugar mjög bundnar hin síðari ár. Hún talaði um, hve oft var þar mikið um að vera og glaöværð ríkjandi, þar sem svo margt ungt fólk var saman komið, og hún minntist leyndarmálanna miklu, sem systurnar trúðu hver annarri fyrir og pískruðu um sín á milli, þegar þær voru háttaðar á kvöldin. En tímar liðu, börnin yfirgáfu heimili foreldra sinna eitt af öðru og stofnuðu sín eigin heimili. Síðust fór Sigurlaug — yngsta barnið — en hún giftist árið 1920 Pétri Hafstein Lárussyni, syni Lárusar H. Bjarnasonar, hæsta- réttardómara, og Elínar Hafstein, konu hans, sem þá var raunar löngu látin. Sigurlaugu var ætíð mjög hlýtt til tengdaföður síns og hafði oft orð á því, hversu góðúr hann hefði verið henni. Pétur hafði stundað nám við Búnaðarskólann á Hvanneyri og AUGI.ÝSINGASIMINN ER: 22480 3Mer0unblabife útskrifast þaðan sem búfræðingur. Árið 1922 stofnuðu þau Sigurlaug bú að Eskiholti í Borgarfirði og bjuggu þar í 3 ár.. Eftir það fluttust þau til Akureyrar, og stofnaði Pétur þar skóverslun, sem hann rak til dauðadags, en hann lést árið 1956, tæplega sextugur að aldri. Þau Sigurlaug og Pétur eignuð- ust 3 börn, einn son og tvær dætur. Lárus, sonur þeirra, lést árið 1974, en hann starfaði sem fulltrúi hjá Rafmagnsveitum ríkisins í Reykjavík. En dæturnar tvær, Elín og Hrefna, eru báðar á lífi. Hefur Elín lengst af verið búsett í Kaupmannahöfn, en Hrefna býr í Reykjavík. Heimili þeirra Sigurlaugar og Péturs á Akureyri var fram- úrskarandi vistlegt, og voru þau hjón einkar góð heim að sækja. Sigurlaug var með afbrigðum myndarleg húsmóðir og hafði lag á að búa fjölskyldu sinni hlýlegt heimili, hvar sem þau dvöldust á iandinu. Pétur var maður mjög bókhneigður og átti mikið safn góðra bóka, sem einnig settu sinn svip á heimilið. Sigurlaug var fríð kona og bar aldurinn vel. Hún hafði mikið yndi af börnum, og þau löðuðust líka að henni. Henni var ávallt vel til vina, enda lá henni jafnan gott orð til allra þeirra, sem hún umgekkst. Eftir lát manns síns fluttist Sigurlaug til Reykjavíkur, og hér, í fæðingarbæ sínum, bjó hún síðustu ár ævi sinnar. Hún var mjög frændrækin, og hér átti hún mikinn fjölda frændsystkina, sem hún heimsótti oft. Hér bjó Ásta, dóttir Péturs, manns hennar, en með þeim Sigurlaugu var alla tíð góð vinátta, enda reyndist Ásta henni vel. Og hér bjuggu tvö börn Sigurlaugar og þeirra börn, sem hún unni mjög, enda var Pétur, dóttursonur hennar, langdvölum hjá ömmu sinni, á meðan hann var barn. Sigurlaug var orðin háöldruð kona og gerði sér fulla grein fyrir því, að senn yrði komið að leiðarlokum. En hún óttaðist ekki dauðann. Ekki er langt síðan hún spurði mig, hvort ég tryði því, að líf væri eftir þetta líf. Nú vildi ég geta spurt hana sömu spurningar. Ef svarið yrði jákvætt — sem við trúðum raunar báðar — þá efast ég ekki um, að henni hefur verið vel fagnað af foreldrum, systkin- um, eiginmanni og syni, sem farin voru á undan henni. Guð blessi vegferð hennar. Guðrún Arnalds. Laufey Eiríksdótt- ir - Minningarorð I dag verður til moldar borin frá Fossvogskirkju Laufey Eirísk- dóttir er andaðist í Borgarspítal- anum 11. maí. Laufey fæddist á Stokkseyri 22. júlí 1925. 12. janúar 1950 kvæntist hún Barða G. Jónssyni skipstjóra og eignuðust þau 6 börn. Hlutverk sjómannskonunnar skilja þeir, sem hafa átt við þá aðstöðu að húa að vera í fjarveru eiginmannsins bæði móðir og faðir. En Laufey átti þann dugnað og kjark, að taka því sem að höndum bar með einstöku æðru- leysi. Undirstaðan var traust hjá þeim hjónum. Félagssystur í kkvenna- deildinni Hrönn vita hve dýrmætt það er, að hafa þá skapgerðarlist, sem henni var gefin. Fjölskyldu sinni og tengdafólki var Laufey sá sterki stofn, er allir gátu leitað til og fengu þá hjálp og skilning, sem með þurfti. Laufey mín gaf landi sínu mikinn og góðan arf með börnum sínum, og okkur hinum, sem vorum það gæfusöm að kynnast henni. Eg veit hversu mikils virði hún var tengdamóður sinni, og stjúpu minni. Mættum viö öll mikið af því læra og aldrei gleyma. Lofgerð eða hól myndi Laufey ekki vilja að ég skrifaði, enda tala verkin hennar sínu máli. Minningarnar eigum við, það er eitt af því sem aldrei er frá okkur tekið. Að lokum. Auðnuríku sporin hennar urðu inörg, hún átti hug og þor. Bi*óður mínum og börnunum hið ég að gefa líkn í þraut. Hvíli mín kæra mágkona í friði. Jóna 1. Jónsdóttir. AF GEP'NU tilefni skal það enn ítrekað. að minningar- greinar. sem birtast skulu í Mbl.. og greinarhöfundar óska að hirtist í blaðinu útfarardag. verða að berast með nægum fyrirvara og eigi síðar en árdegis tveim dögum fyrir birtingar dag. Kos'YÚngaháttö med ungu fólki veröur haldin sunnudaginn 21. maí í Sigtúni kl. 20.00 — 01.00 Viö, ung|r Sjálfstæðismenn i Reykjavík, viljum stuöla aö kynnum milli frambjóöenda D-listans til borgarstjórnar og ungra kjósenda. Þess vegna efnum viö til kosninga- hátíöar, þar sem bæöi gefst kostur á góöri skemmtan og á því aö hitta og kynnast frambjóðendum D-listans. Kynnist frambjóðendum D-listans, ungu fólki á öllum aldri. Birgir ísleifur Gunnarsson Bessý Jóhannsdóttir Björgvin Björgvinsson. Við bjóðum upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. 1. Modelsamtökin sýna föt frá Karnabæ. 2. Halli og Laddi skemmta.' 3. Þuríður Pálsdóttir syngur með Brimkló 4. Hljómsveitin Brimkló leikur fyrir dansi til kl. 01.00. Ókeypis aðgangur. : ******** Ungir Sjálfstæöismenn í Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.