Morgunblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MAI 1978 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10—11 FRÁ MANUDEGI sóðaskapur að auki. Eina rétta í þessu máli er að taka með sér allt rusl. Það er útbreiddur misskiln- ingur að bezt sé að brenna rusl eða grafa, og viljum við gera okkar til að leiðrétta þann misskilning og fá fólk til að gera það sem landinu er fyrir beztu. Gæzlumaður.“ • Sápumengun „Mikið er nú rætt um hvers konar mengun, og eru það orð í tíma töluð, svo víða er pottur brotinn í þeim efnum út um allan heim. En, maður líttu þér nær. Það er meira að segja innan veggja heimilisins sem mengunarvaldur- inn er á háu stigi og hefur aukist hröðum skrefum núna síðustu 20 árin. Þegar ég stend við uppvaskið og þvæ leirtauið koma mér alltaf í hug öll þau óskapa kynstur af sápu og þvottaefnum alls konar sem koma með uppþvottavatninu frá hverju einasta heimili tvisvar á dag a.m.k. Hugsum okkur t.d. alla kaupstaðina þar sem húsum fer fjölgandi og frá þeim öllum rennur þetta mengaða vatn í ána eg sjóinn. Ég er ekki á móti hreinlæti, en þetta er allt komið út í öfgar miklar, sápuefni er notað alltof mikið núna á síðari árum og alls konar hreinsiefni, klór o.fl. notað gegndarlaust og öll möguleg gervi- efni sem nöfnum tjáir að nefna, eru notuð og svo látin renna í árnar og sjóinn og ógna þar lífríkinu og menga allt vatn. Ég vona að þær húsmæður sem vinna við uppvask lesi þetta og reyni svo að stilla notkun sápu Og hreinsiefna í hóf með .það í huga að menga síður blessaðar auðlind- irnar okkar árnar og sjóinn og það margþætta lífríki sem þar er. • Slys í heimahúsum Annað vildi ég aðeins drepa á sem er líka að fara út í öfgar en ég hef orðið vör við það af því að ég hef unnið í eldhúsum. Fyrir konur sem vinna úti má benda á að hinir oddhvössu hnífar og fleiri beitt áhöld sem eru höfð í skúffu í eldhúsborðinu þar sem Htil börn eiga greiðan aðgang að. Hafa konur hugleitt það hvað ótal mörg slys geta orsakast af svona hnífum ef börn ná í? Það er áreiðanlega hægt að komast af með færri hnífa í eldhúsinu, og það þarf að geyma þá þar sem lítil börn ná ekki til þeirra. Með þakklæti fyrir birting- una. Sigríður G.“ Þessir hringdu . . • Slysagildra? Þórunni Ég er ekki ein um það að undrast og hræðast þennan nýja vegarspotta sem liggur út í Hringbrautina niður frá Landspít- alanum ekki langt frá Kennara- skólanum gamla. Það er ekki aðeins að hann valdi töfum heldur og mikilli slysahættu. Eru ekki feikinógir vegarspottar til innan Landspítalalóðarinnar, þó að þessi slysagildra sé aftur aflögð, hver svo sem ástæðan fyrir henni var í fyrstu. Ég fæ ekki séð neitt sem réttlætir þetta nema ef vera skyldi hvað stutt er á spítalann eftir slysin og skammast mín reyndar fyrir hugdettuna. • Þakkir fyrir erindi Björg: — Ég vildi fá að koma á framfæri þökkum til Matthíasar Johannessen fyrir sérlega gott erindi sem hann flutti í útvarpið á föstudaginn langa. Þar fór SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Hvítur mátar í þremur leikjum saman frábær flutningur, víðsýni, fallegt íslenzkt niái og næmur skilningur á lífinu og tilverunni. Einnig vil ég þakka Matthíasi fyrir flutninginn á ljóðum sínum annan dag hvítasunnu og sömu- leiðis Gunnari Stefánssyni fyrir hans þátt, og að mínum dómi var þetta góður þáttur. Ríkisútvarpið ætti að gera meira að því að fjalla um lífið og tilveruna af slíkum skilningi á lífinu og tilverunni. • Súrar mjólkur- vörur? Þóra Stefánsdóttiri — Mér finnst það nánast grátlegt að þegar hafður er svo fínn matur eins og á hvítasunnu, jólum og páskum og húsmæður vilja gera vel við sitt fólk og nota rjóma í sósuna að hann skuli vera súr. Þetta kom fyrir mig núna um hvítasunnuna og heill peli af rjóma var eldsúr og skemmdi þar með allt fyrir mér. Tekið skal fram að ekki var enn komið að síðasta söludegi. Mér finnst hafa borið nokkuð á því að undanförnu að mjólkurvörurnar væru súrar. Um leið vil ég nefna að það tekur því varla að setja nokkuð í dósirnar sem bláberjaskyrið er í, er ekki alveg eins gott að selja þær bara tómar? • Þreyttur á Serpico Orv Asmuvdsson: — Ég er orðinn þreyttur á þessum Serpico-þáttum, þessum baunabyssumanni sem ég vil nefna svo. Er ekki hægt að fá sýndar í sjónvarpinu myndir alvöru hers- höfðingja, t.d. Rommels eða McArthurs. Þetta voru hershöfð- ingjar sem eitthvað var varið í og eru til margar myndir þar sem þeirra er getið. HÖGNI HREKKVÍSI Hefurðu séð Högna? ‘ann var á harðahlaupum á eftir lágfættum hundi? S2P SIGGA V/öGÁ £ AlLVtRAKl Vinum mínum nær og fjær, sem mundu eftir mér á sjötugsafmæli mínu, á dögunum, færi ég einlægar þakkir. Ólafur Jónsson, Melhaga 1. PRJONAGARN tjanngrðanrrzlmrin éia Sænsk bambushúsgögn stólar — sófar — borö. Vönduö og falleg vara. Opiö til kl. 8. Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1 A, sími 86112. 3369 Margar tegundir Angorina Saba Fleur Fallegt lita- úrval Mikið úrval uppskrifta. R Staðan kom upp á opna alþjóð- lega skákmótinu í Lone Pine í Bandaríkjunum fyrr í vor. Það var Balinas frá Filippseyjum sem hafði hvítt og átti leik, en andstæðingur hans var Banda- ríkjamaðurinn Morris. Lausnin er einföld: 27. Df7+! og Morris gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.