Morgunblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1978 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. Aóalstræti 6, sími 22480. Askriftargjald 2000.00 kr. i mánuói innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Vilja Reykvíkingar vinstri stjórn og sósíalisma í höfuðborginni? Borgarstjórnarkosningarnar, sem fram fara eftir rúma viku, snúast fyrst og fremst um þaö, hvort núverandi meirihluti borgarstjórnar heldur áfram um stjórnvölinn eöa hvort vinstri stjórn tekur viö í borgarmálum Reykjavíkur undir forystu Alþýöubandalagsins. Einn af talsmönnum Alþýðubandalagsins geröi í sjónvarpsumræöum í fyrrakvöld tilkall til forystuhlutverks flokksins, ef vinstri flokkarnir næðu meirihluta í Reykjavík, og annar talsmaður Alþýðubandalagsins lýsti því yfir, aö flokkurinn berðist fyrir sósíalisma, m.ö.o. kosningarnar snúast um þaö, hvort Reykvíkingar vilja kalla yfir sig sósíalíska stjórn undir forystu kommúnista með framsóknarmenn og Alþýðuflokkinn sem eins konar fylgihnetti kommúnista í borgarmálum. Um þetta snýst kosningabaráttan og kosningarnar: meirihluta sjálfstæöismanna í borgarstjórn Reykjavíkur eöa vinstri stjórn undir sósíalískri forystu Alþýöubandalagsins. Einn talsmanna minnihlutaflokkanna í sjónvarpsumræöunum spurði hvort nokkru væri hætt, þótt Reykvíkingar geröu tilraun meö vinstri stjórn í höfuðborginni. Ólafur B. Thors, einn af frambjóöendum Sjálfstæöisflokksins, svaraði þeirri spurningu meö því aö minna reykvíska kjósendur á, aö á 4 árum er hægt að byggja mikiö upp, en á 4 árum er líka hægt aö rífa mikið niður. Og Ólafur B. Thors minnti enn á, að bæöi Reykvíkingar og raunar landsmenn allir hafa nýlega reynslu af því, hvaöa árangri vinstri flokkarnir geta náö í niöurrifsstarfsemi. Enn hefur þjóðarbúskapurinn ekki rétt viö eftir þriggja ára vinstri stjórn frá 1971—74. Vilja Reykvíkingar kalla slíka óstjórn yfir höfuöborg- ina? Kommúnistar krefjast forystu fyrir vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, en þeir lýsa því yfir um leiö, aö reginmunur sé á stefnu Alþýðubandalagsins og hinna minnihlutaflokkanna í atvinnumálum, veigamestu málum, sem nú eru á döfinni á vettvangi borgarstjórnar. Þegar atvinnumálatillög- ur borgarstjóra voru afgreiddar í borgarstjórn greiddu borgarfulltrúar Framsóknarflokksins atkvæöi með tillögunum, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins sat hjá, en borgarfulltrúar Alþýöubandalagsins greiddu atkvæöi gegn tillögunum af þeirri einföldu ástæöu, að þeir vilja byggja atvinnulífiö í höfuðborginni upp á sósíalískum grunni. Trúa menn því, að borgarfulltrúar Framsóknarflokksins og Alþýöuflokksins mundu hafa þrek til þess aö standa gegn sósíalisma Alþýðubandalagsins? Sannleikurinn er auðvitað sá, að vinstri stjórn í Reykjavík undir sósíalískri forystu Alþýðubandalagsins mundi kalla yfir höfuö- borgina slíka óstjórn, hrossakaup milli flokka og öngþveiti, að það mundi taka mörg ár aö koma málefnum höfuðborgarinnar á réttan kjöl á ný. Davíð Oddsson, einn af frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins, benti á í sjónvarpsumræðunum, aö forysta Alþýðubandalagsins í borgarmálum Reykjavíkur mundi þýöa afturhvarf til fortíöarinnar í skipulagsmálum, en eins og kunnugt er, er það eitt helzta stefnumál Alþýöubandalagsins í borgarmálum aö takmarka notkun fólks á bifreiðum sínum, en þvinga þaö þess í staö til þess aö nota strætisvagna. Stefnumál af því tagi verða áreiðanlega ekki aö skapi reykvískra kjósenda. Minnihlutaflokkarnir í borgarstjórn hafa ekki upplýst hver yröi borgarstjóraefni þeirra næðu þeir meirihluta. Krafa Alþýöubanda- lagsins um forystuhlutverk í borgarmálum undir vinstri stjórn bendir til þess, að kommúnistar telji sig eiga heimtingu á því aö borgarstjórinn veröi úr þeirra rööum. Vilja Reykvíkingar það? Vafalaust mundu framsóknarmenn og Alþýðuflokksmenn eiga erfitt með að kyngja því. Þá mundi koma upp sú staða, að allir flokkarnir þrír krefðust þess aö fá borgarstjóra og Reykvíkingar sætu uppi meö þríhöföa þurs viö stjórnvöl borgarinnar. Vilja reykvískir kjósendur þaö? Þegar þessi mál eru skoðuð ofan í kjölinn er Ijóst aö áhættan, sem reykvískir kjósendur mundu taka meö því aö kjósa yfir sig vinstri stjórn í Reykjavík, er of mikil. Á hinn veginn er traustur, samhentur og öruggur meirihluti sjálfstæöismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Meirihluti, sem Reykvíkingar þekkja af verkunum. Meö því aö veita þessum meirihluta áfram brautargengi í borgarmálum vita borgarbúar aö hverju þeir ganga í framtíöinni. -,eö því að kjósa yfir sig vinstri stjórn kjósa borgarbúar yfir i jfuöborg landsins glundroöa og misklíö. Það er því mikið í húfi, íð Sjálfstæöisflokkurinn haldi meirihluta sínum undir forystu farsæls borgarstjóra. Hluthafar á aðalfundi Eimskipafélags íslands í gær. Ljósm. Mbi. RAX. Eimskipafélagið: Heildartekjur 1977 nám millj.kr., afskriftir 844 og hagnaður 78 milljc AÐALFUNDUR Eimskipafélags íslands h.f., sá sextugasti og þriðji í röðinni var haldinn í gær. Á fundinum kom frm að hagnaður af rekstri félagsins á sl. ári nam 78 milljónum króna en var árið 1976 63 milljónir. Afskriftir af eignum námu 844 milljónum en voru árið áður 704 milljónir. Heildartekjur félagsins árið 1977 voru alls 8.811 milljónir króna en 6.762 milljónir króna 1976. Heildargjöld án fyrninga voru 7.574 milljónir króna, en voru árið 1976 6.121 milljónir.^Hvern dag ársins hafa því rekstrarútgjöld félagsins numið 20,75 milljónum króna. Á aðalfundinum var að tillögu stjórnar félagsins samþykkt að greiða hluthöfum 10% arð en hlutafé Eimskipafélags íslands var í árslok 1977 um 449 milljónir króna og skráðir hluthafar um 13 þúsund. Fundurinn samþykkti að félagið neytti heimildar í skattalögum til útgáfu jöfnunarhlutabréfa og tvöfalda þannig hlutafé félagsins. Halldór H. Jónsson, formaður stjórnar Eimskipafélagsins sétti fundinn og skipaði Henrik Sv. Björnsson ráðuneytisstjóra fundarstjóra og Guðmund Bene- diktsson ráðuneytisstjóra fundar- ritara. Þá bauð Halldór sérstak- lega velkominn Matthías A. Mathiesen fjármálaráðherra. Á fundinum flutti Halldór H. Jóns- son skýrslu stjórnar félagsins og Axel Einarsson hæstaréttarlög- maður, gjaldkeri félagsins, skýrði reikninga þess. Heildarveltan 1977 varð 8.800 milljónir króna I upphafi ræðu sinnar minntist Halldór H. Jónsson sex manna úr hópi starfsmanna félagsins, sem látist höfðu frá síðasta aðalfundi, þeirra Hauks Hólm Kristjánsson- ar loftskeytamanns, Magnúsar Höskuldssonar, fyrrverandi skip- stjóra, Kristjáns Elíassonar, fyrr- verandi verkstjóra, Óskars Ágústs Sigurgeirssonar, fyrrverandi skip- stjóra, Ragnars Halldórssonar gjaldkera og Halldórs Ólafssonar, fyrrverandi skipstjóra. Fundar- menn risu úr sætum til þess að votta hinum látnu virðingu og þakklæti. Um niðurstöður rekstursreikn- ings Eimskipafélagsins, sem getið var hér að framan sagði Halldór, að þó segja mætti að afkoma félagsins væri góð, miðað við íslenzkar aðstæður og íslenskar krónur væri augljóst að afkoma Einar Guðfinnsson og kona hans Elísahet IIjaltadóttir i' aímælishófinu. Ljósm. Mbl.i Úlfar. Bolvíkingar í afma Einars Guð Bolungarvík, 18. maí. BOLVÍKINGAR fjölmenntu í afmælisboð Einars Guðfinns- sonar í félagsheimilinu í Bol- ungarvík í gær, en þar hafði Einar opið hús fyrir Bolvíkinga í tilefni 80 ára afmælis síns. Flestöllum atvinnufyrirtækjum bæjarins var lokað síðdegis vegna afmælishófsins, en íbúar Bolungarvíkur eru nú um 1200 talsins. Meðal gesta voru Matt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.