Morgunblaðið - 23.05.1978, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1978
17
Tvær þjónustumiðstöðvar
fyrir farþega SVR á árinu
Tilboð í verzlunaraðstöðu í
þjónustumiðstöð SVR á Hlemmi
verða opnuð um næstu mánaða-
mót, en reiknað er með að
starfsemi hússins hefjist upp úr
miðju sumri. Að sögn Eiríks
Ásgeirssonar, forstjóra SVR, er
byggingarkostnaður hússins tal-
inn cerða 130—150 millj 'nir
króna. Á Lækjartorgi er að rísa
bygging með svipaðri aðstöðu
fyrir farþega SVR og verður á
Hlemmi og sagði Eiríkur að
hann ætti von á því að aðstaðan
á Lækjartorgi yrði tekin í
notkun á þessu ári. Varðandi
leiðakerfi SVR sagði Eiríkur að
Byrjað með
hraðferð í
Seljahverfi
í sumar
ætlunin væri að gera í sumar
tilraun með hraðferð í Selja-
hverfi, fyrst einn vagn kvölds og
morgna, og mun sá vagn aka um
Breiðholt I líka, en leið 13,
hraðferðin, sem nú er, fer þá
Fálkabakkann í Breiðholt III.
Nú er unnið að frágangi á lóð
SVR á Kirkjusandi og sagðist
Eiríkur vona að það tækist að
loka svæðinu á þessu ári.
Skrifstofur SVR hafa verið
fluttar á efri hæð verkstæðis-
hússins á Kirkjusandi og þar
hefur einnig verið tekið í notkun
mötuneyti. Umferðarstjórn og
bækistöð vagnstjóra var flutt af
Hlemmi að Hverfisgötu 115, þar
sem skrifstofur SVR voru áður.
Fimmtán nýir strætisvagnar
hafa verið teknir í notkun á
síðustu árum, en að sögn Eiríks
kostar nýr strætisvagn nú um
25—30 milljónir króna. SVR á
nú 62 vagna og er meðalaldur
þeirra aðeins 5 ár, en talið er að
stræ'tisvagn endist í minnst 12
ár. Sagði Eiríkur að vagnakost-
ur SVR hefði aldrei verið betri
en nú. Samgönguaukning síð-
ustu ára hefur aðallega beinst
að Breiðholti.
Þá hafa verið byggð 45 bið-
skýli á síðustu árum, en fyrir
voru þau 70 og einnig hafa verið
reist 7 söluskýli, sem eru í eigu
einstaklinga. Síðustu 20
bi skýlin
eru byggð úr steinsteyptum
einingum og sagði Eirikur að
hvert skýli kostaði nú um 400
þúsund krónur.
Fjarskiptatækjum hefur verið
kömið fyrir í strætisvögnunum
til að auka öryggi og bæta
þjónustuna og er kostnaðurinn
við fjarskiptakerfið um 18 mill-
jónir króna.
Rekstur SVR á síðasta ári
kostaði 830 milljónir króna og
voru gjöld umfram tekjur 324
milljónir króna, sem borgar-
sjóður greiddi. Sagði Eiríkur að
með framlagi til fjárfestinga og
reksturs fyrirtækisins lét%
nærri að borgarsjóður greiddi
eargjöld SVR niður um helming.
Þjónustumiðstöðin á Hiemmi. Gangstéttir í kring verða upphitaðar og austan hússins verða vatnsþró og klukkuturn.
Ljósm. MbL: Kristinn.
Dr. Jón Gíslason:
Eitt orð
til tveggja
Grein undirritaðs „Nýi sátt-
máli“, sem birtist hérna í
blaðinu 29. apríl s.l., virðist hafa
komið talsverðu róti á hugi
manna. En því miður kemur í
ljós, að þeir, sem hafa látið til
sín heyra um efni greinarinnar,
hafa misst sjónar á merg
málsins. Hann er í fæstum
orðum þessi spurningi Er rétt-
lætanlegt og eðlilegt að danska
sé skyldunámsgrein í íslenzk-
um skóium?
Þó að þessari spurningu sé
varpað fram, er út í hött að
álykta, að sá, sem það gerir, sé
Danahatari, mótfallinn nor-
rænni samvinnu og þar að auki
haldinn slíku mikilmennsku-
brjálæði, að hann ætlist til að
tvö hundruð þúsund hræður á
þessu útskeri, segi fimmtán
milljónum skandinavískra
bræðra vorra fyrir verkum.
í grein Stefáns Karlssonar,
handritasérfræðings, í Mbl. 10.
þ.m., segir m.a. orðrétt: „Áður
hafa heyrzt raddir um að við
sæktum of margt til frænda
vorra á Norðurlöndum, ekki sízt
þjóðfélagslega gagnrýni,
(leturbr. mín), en mér er ekki
kunnugt um að fyrr hafi verið
stungið upp á jafnróttækri
lausn þess vanda og hér er gert,
nefnilega þeim að við töluðum
helzt ekki við þessar þjóðir
nema á ensku eða þýzku".
Þó að ég verði að játa, að mér
geðjist ekki að sumu af því, sem
kallast „þjóðfélagsleg gagnrýni"
á Norðurlöndum, þá er ég ekki
svo slyngur og kænn í herstjórn-
arlist og pólitík, að mér hafi
komið til hugar að hefta skoð-
anafrelsi manna á þennan hátt,
enda yrði það skammgóður
vermir. Auðvitað er eðlilegt og
sjálfsagt að rækja mikil og góð
samskipti við frændþjóðir vorar
á Norðurlöndum. En það kemur
harðla lítið við spurningunni um
dönsku sem skyldugrein i ís-
lenzkum skólum.
Stefáni Karlssyni þykir hin
mesta firra að nota ensku á
samnorrænum ráðstefnum, þó
að hann viðurkenni, að hér sé
við málvandamál að glíma.
Drepur hann aðeins á þá lausn,
að fá hverjum ráðstefnugesti
túlk, sem þess óskar. En mér er
spurn: Á hvaða tungu ætti að
þýða? Svíar vildu láta þýða á
sænsku, Danir á dönsku, Norð-
menn á norsku (hvort sem það
ætti nú að vera landsmál eða
ríkismál), Finnar á finnsku,
Samar á lappnesku, Færeyingar
á færeysku, Grænlendingar á
grænlenzku og íslendingar á
íslenzku o.s.frv. Þá höfnuðum
við að lokum í hinu dýra
fjöltúlkunarkerfi, sem mér
skilst að notað sé á ýmsum
alþjóðlegum ráðstefnum, t.a.m.
Sameinuðu þjóðanna: Menn
styðja á hnapp og út fossar
t.a.m. franska, menn styðja á
annan og út bunar þýzka o.s.frv.
Jón Gíslason
Að minni hyggju væri því enska
sem ráðstefnumál á Norður-
löndum ódýrasta og skynsam-
legasta lausn vandans. Vandinn
er mikill og meiri en vér
Islendingar gerum oss grein
fyrir. Mjög margir ráðstefnu-
gestir, meira að segja frá Noregi
og Svíþjóð, eiga oft og einatt
mjög erfitt með að fylgjþast
með því sem Danir segja. Veldur
því framburðurinn. Þeim geng-
ur jafnvel betur að skilja
Islendinga, sem tala dönsku með
íslenzkum framburði. Meira að
segja innan sjálfra hinna ein-
stöku landa eru málsamfélög,
sem aðrir samlandar þeirra eiga
erfitt með að skilja, t.a.m.
skánska í Svíþjóð eða landsmál
og ríkismál í Noregi. Mjösen
nefnist vatn eitt mikið í Noregi,
skammt frá Hamri. Mér var
sagt á þeim slóðum, að fólk, sem
byggi sinn hvorum megin vatns-
ins skildi ekki hvert annað. Ef
markmið ráðstefnuhalds er að
koma öllum þátttakendum í
skilning um þau mál, sem á
dagskrá eru og gefa þeim kost
á að koma skoðunum sínum á
framfæri, þá virðist mér, enn
sem fyrr, að enska leysti
málvandann bezt. Yfir veizlu-
borðum væri mönnum svo
frjálst að mæla á þá tungu, er
þá lysti, enda eru þá sjaldan svo
mikilvæg mál á dagskrá, að
miklu skipti, að hvert orð
komist til skila.
Um stöðu danskrar tungu sem
valgreinar í skólum á landi hér
leyfi ég mér að vísa til greinar
minnar í Mbl. 13. maí: „Og þú
líka“. Og auðvitað gæfist
nemendum einnig kostur á að
nema norsku eða sænsku í stað
dönsku, enda er það einnig hægt
nú, a.m.k. í orði kveðnu.
Stefán Karlsson er vafalaust
glöggskyggnari á handrit og
æfðari að lesa máð letur á
gulnuðum blöðum en að sál-
greina menn. Ræð ég það af því,
að hann ber mér á brýn tvenns
konar andlega ókosti, sem ég vil
engan veginn meðganga: Van-
metakennd og þjóðrembu, sem á
vist að mekja þjóðernisgorgeir.
Það getur ekki flokkast undir
minnimáttarkennd, þótt greint
sé hreinskilnislega frá reynslu
minni og annarra íslendinga,
sem eru að gera ófullkomnar
tilraunir til að mæla á danska
tungu í Danmörku. Stefán var
sjálfur dönskukennari og því vel
mæltur á þá tungu. Markast
reynsla hans að sjálfsögðu af
því að einhverju leyti. Og þó að
ég beri traust til íslenzku
þjóðarinnar og virðingu fyrir
íslenzkri tungu, væri mikið
rangnefni að kenna slíkt við
þjóðernisgorgeir. Ég þykist
meira að segja vita, að Stefán sé
með sama marki brenndur. Að
öðrum kosti hefði hann ekki
kjörið sér handrit vor að við-
fangsefni.
Að rifja upp sögulegar stað-
reyndir, þegar þess er þörf,
verður heldur ekki flokkað undir
vanmetakennd.
Dr. Hallgrímur Helgason rit-
ar grein í Mbl. 13. maí s.l., sem
hann nefnir „Norræna sam-
vinnu og framtíð Islands". Sem
vænta mátti, er þar margt vel og
viturlega sagt, þó að ég geti ekki
verið honum sammála um allt,
t.a.m. um það, sem þar stendur
um ensku sem ráðstefnumál á
Norðurlöndum. Vísa ég um það
efni til þess, sem ég er búinn að
segja hér að framan. Því miður
virðist dr. Hallgrímur haldinn
þeim misskilningi, að norræn
samvinna af hálfu vor Islend-
inga væri í hættu, ef danska
hætti að vera skyldugrein í
íslenzkum skólum og að þeir,
sem láti sér slíkt til hugar koma,
séu andvígir norrænni sam-
vinnu. Mér er nær að halda, að
áhugi á skandínavískum málum
færi vaxandi hérlendis, þegar
einungis þeir, sem brennandi
eru í andanum, næmu þær
tungur í skóla. Tengslin við
Norðurlönd standa þá ekki eins
djúpum rótum á Islandi og ég
hygg vera, ef svo mundi eigi
verða.
Því miður hygg ég, að sú
vernd, sem dr. Hallgrímur telur,
að Norðurlandaþjóðir geti oss í
té látið, ef í harðbakkann slær,
sé næsta haldlítil. Er hollt í því
sambandi að minna á atburða-
rás sögunnar á þessari öld.
Menningarleg samskipti eru
hinsvegar eðlileg og sjálfsögð.
Get ég tekið undir flest af því,
sem dr. Hallgrímur segir um
það efni, þó að hann verði á
köflum full ljóðrænn eða
rómantískur, eins og t.a.m.
þegar hann segir um Noreg:
„Þar gróa sömu grös á jörðu,
sömu fuglar fljúga utn geim og
Framhaid á bls. 38