Morgunblaðið - 23.05.1978, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1978
Borgarfulltrúi Alþýðubanda-
lagsins Þorbjörn Broddason lagði
fram eftirfarandi tillögu á síðasta
fundi borgarstjórnar:
1. Borgarstjórn Reykjavíkur
þiggur vald sitt frá Reykvíkingum
og starfar eingöngu í þágu borgar-
búa. Til að tryggja þetta megin-
sjónarmið er nauðsynlegt að borg-
arstjórn starfi fyrir opnum tjöld-
um. Þess vegna skulu fundir
hennar, stjórna, nefnda og ráða
borgarinnar og embættismanna
hennar vera opnir almenningi og
fjölmiðlum. 2. Fundi borgarstjórn-
ar skal ávallt auglýsa rækilega
með minnst tveggja daga fyrir-
vara í fjölmiðlum þar með taldir
ríkisfjölmiðlar. Almenningi skal
gefinn kostur á áskrift af fundar-
gerðum nefnda og ráða borgarinn-
ar. 3. Ákvæði 2. mgr. 10. gr.
Samþykktir um stjórn Reykja-
víkurborgar skulu endurskoðuð
með þeim hætti, að þar verði að
finna tæmandi upptalningu. Skulu
ákvæði greinarinnar einnig taka
til kjörinna stjórna, nefnda og
ráða borgarinnar eftir því sem við
á. 4. Óheimilt skal að halda lokaða
meirihlutafundi fulltrúa í borgar-
stjórn eða kjörnum nefndum og
ráðum borgarstjórnar, þar sem
mál, er varða almenning, eru rædd
og ákvarðanir kunna að vera
teknar. 5. Allir fundir, sem haldnir
eru brjóta í bága við 1,—4. lið
þessarar samþykktar, skulu
ómerkir og ógildir. 6. Borgarstjórn
beinir þeim tilmælum til Alþingis
að sveitarstjórnarlögum verði
breytt til samræmis við samþykkt
þessa og að tryggt verði, að
almenningur geti leitað til dóm-
stóla til að koma í veg fyrir leynd
ef nauðsyn krefur.
Þorbjörn Broddason sagði m.a. í
framsöguræðu sinni, að það væri
þrifnaðaratriði að halda opna
meirihlutafundi og sjálfstæðis-
mönnum væri það ósæmilegt að
halda lokaða meirihlutafundi
borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis-
flokksins. Ef tillaga þessi yrði
felld bæri slíkt glöggt merki um
pólitískan ofþroska. En Þorbjörn
sagðist vona að tillagan fengi
samþykki því að hún gæti byggt
upp lýðræðisleg vinnubrögð hjá
borginni.
Davíð Oddsson (S) tók næst til
máls og sagði:
Borgarfulltrúi Þorbjörn Brodda-
son gerir það ekki endasleppt við
okkur borgarfulltrúana hér í
borgarstjórn, því eins og menn
vita, þá hefur því verið þannig
komið fyrir hjá Alþýðubandalag-
inu, að ekki eru líkindi til þess að
hann sitji hér áfram í borgar-
stjórn á næsta kjörtímabili. Eg
hygg nú að hann hafi reyndar
sjálfviljugur komið því þannig
fyrir, en hann hafi ekki fallið í
húsdýrabyltingunni miklu, sem
nýverið hefur verið gerð í Alþýðu-
bandalaginu. En um það verður
ma,ður að láta sér nægja getgátur
einar, vegna þess að framboðsmál
í flokki þessa mikla lýðræðissinna
eru öll ákveðin bak við tjöldin í
löngum skuggalegum viðræðum,
meira að segja svo skuggalegum,
að fréttastjóri Þjóðviljans telur
nauðsynlegt, sér sjálfum sem
fréttamanni til varnaðar, að skýra
frá því í pislum sínum, „klippt og
skorið", að Þjóðviljinn sé svo
Davíð
%
Oddsson:
Þá veiða menn geitur og dá-
dýr (í Hljómskálagarðinum)
eins og fommenn í útlöndum
furðulegt blað og flokkur hans,
Alþýðubandalagið svo furðulegur
flokkur, að jafnvel í flokksblaðinu
megi ekki ræða framboðsmálin
opinberlega fyrr en allt sé klappað
lg klárt. Þannig er nú unnið fyrir
opnum tjöldum í flokki lýðræðis-
sinnans mikla, sem stóð hér í
þessum virðulega ræðustól rétt
áðan. Þess vegna fór vel á því að
einmitt maður, sem nú er að hætta
að vera borgarfulltrúi fyrir þenn-
an lýðræðissinnaða flokk, senni-
lega af eigin hvöt, en hefur ekki
fallið í húsdýrabyltingunni miklu,
byltingunni, sem á að vernda
Hljómskálagarðinn, kannski til að
koma þar upp geitum og dádýrum
svo menn geti veitt í matinn svona
eins og fornmenn í útlöndum — þá
myndu þeir geta hjólað heim þegar
með feng sinn þegar húsdýrabylt-
ingin hefur bannað bílinn. En það
var einmitt virkilega ánægjulegt
að jafn dásamleg tillaga eins og
þessi skyldi koma hér frá jafn
dásamlega lýðræðislegum flokki
eins og flokki þessa borgarfull-
trúa. En svo maður hætti þessari
alvöru og snúi sér að gríninu, sem
er tillaga borgarfulltrúans, þá
verð ég að gera athugasemdir við
nokkuð, sem kom fram í máli hans
hér áðan. Hann taldi að það
fyrirkomulag sem hér er haft á hjá
bæði meirihluta og minnihluta,
hann gleymdi reyndar minnihlut-
anum, að halda undirbúningsfundi
fyrir borgarstjórnarfundina, væri
gert til að afskræma lýðræði hér.
Það væri afleiðing af hinni ára-
löngu setu sjálfstæðismanna í
meirihluta borgarstjórnar. Auð-
vitað veit borgarfulltrúinn ef hann
vill vita, að þetta sama fyrirkomu-
lag er hjá öllum sveitarstjórnum á
landinu. Allir meirihlutar og allir
minnihlutar, hvar sem er á land-
inu, hverjir sem þar sitja í stjórn,
halda slíka undirbúningsfundi, og
slíkir undirbúningsfundir eru af
hinu góða. Menn koma þá betur
upplýstir á borgarstjórnarfundina
og minni tíma þarf að eyða í það
að fræða kollegana um einstök
framkvæmdaatriði, sem átt hafa
sér stað í hinum fjölmörgu nefnd-
um.
I sjónvarpinu í gærkvöldi ljóstr-
aði borgarfulltrúi Þorbjörn
Broddason á síðustu stundum
sínum í borgarstjórn upp þeirri
miklu leynd, að borgarstjórnar-
flokkur Sjálfstæðismanna héldi
hinn óhugnanlega fund á miðviku-
dögum klukkan 3.00. Þar væri
ráðum ráðið. Það er klíkufundur
segir borgarfulltrúinn. Fundurinn,
sem minnihlutinn heldur á
mánudögum í hádeginu, það er
ekki klíkufundur! Fundirnir þeir
eru sjálfsagt opnir almenningi og
sjálfsagt stöðugur straumur fólks!
Fundirnir sem haldnir eru í kaffi
heima hjá Öddu Báru hálfsmánað-
arlega að sögn Guðrúnar Helga-
dóttur, það eru ekki klíkufundir.
Þangað flykkist múgur og marg-
menni, almenningur, nýkominn af
að veiða dádýr í Hljómskálagarð-
inum eða fisk í Tjörninni, mætir
þar á hjólunum sínum til að fjalla
um borgarmálin. Þaðan berast þó
ekki margar fréttir. Fyrstu frétt-
irnar sem venjulegur almenningur
fréttir af þessum fundum eru
upplýsingar Guðrúnar Helgadótt-
ur. Eg að vísu fyrir mína parta sé
ekkert á móti því að fólk hittist
heima í kaffi hjá Öddu Báru.
Reyndar er ég fyrir mitt leyti
sannfærður um að hún geri mjög
gott kaffi og þarna fari fram oft
hinar hugguleg ustu umræður, þó
að niðurstöður þeirra séu nú
kannske ekki á þann veg, sem við
hinir frjálslyndari borgarfulltrúar
hér í borgarstjórn Reykjavíkur
helzt hefðum kosið. Borgarfulltrú-
inn sagði, að þetta fyrirkomulag
hefði orðið til þess að Reykvíking-
ar væru orðnir afvanir því að
fylgjast með borgarmálefnum.
Sannleikurinn er auðvitað sá, að
með málum engrar sveitarstjórnar
á Islandi er fylgzt eins vel og
málum borgarstjórnar Reykjavík-
ur. Þar eiga auðvitað þakkir þeir
fjölmiðlar, sem hingað senda
reglulega blaöamenn. Borgin send-
ir út tilkynningar um dagskrá
funda til fjölmiðla, fundargerðir
borgarstjórnar og ráða og nefnda
eru aðgengilegri heldur en fundar-
gerðir flestra annarra ráða og
nefnda hér hjá sveitarstjórnum í
landinu. Þetta er auðvitað allt af
hinu góða. Borgarfulltrúinn vill
láta taka það fram, að borgar-
stjórn þiggi vald sitt frá Reykvík-
ingum og starfar eingöngu í þágu
borgarbúa. Þetta er náttúrlega það
sem hefur legið fyrir, sennilega
siðan sveitarstjórnir komu til og
sveitarstjórnir eru nú elzta stjórn-
formið hér á landi. Það hefur nú
tekið borgarfulltrúann fjögur ár
að komast að þeirri niðurstöðu, að
borgarstjórn þiggi vald sitt frá
Reykvíkingum. Það eru sennilega
kosningarnar sem hafa komið
honum í skilning um þetta. Hann
hefur haldið að borgarstjórn fengi
vald sitt frá einhverjum öðrum.
Hann nefnir hér í tillögunni að
menn verði að starfa fyrir opnum
tjöldum, og menn verði líka að
íhuga sín mál fyrir opnum tjöld-
um! Það er anzi hart, ef menn
mega ekki prívat og persónulega
íhuga sín mál annars staðar
heldur en fyrir opnum tjöldum,
helzt þar sem múgur og marg-
menni og blaðamenn eru viðstadd-
ir, en þeir hefðu væntanlega
tiltölulega lítið gagn af slíku.
Varðandi 2. gr. þessarar tillögu, þá
vita menn það, að borgarstjórn eða
borgarstjóri sendir dagskrár borg-
arstjórnarfunda til fjölmiðla og
borgarstjórnarfundir hafa verið
haldnir fyrsta og þriðja virkan
fimmtudag í mánuði í áratugi,
þannig að mönnum þarf ekkert að
koma á óvart fundartími borgar-
stjórnarinnar. En við skulum bara
gera okkur grein fyrir því og ekki
fara að blekkja okkur með því, að
ástæðan fyrir því að pallarnir hér
eru nær tómir fund eftir fund sé
sú að fundirnir séu illa auglýstir.
Fólk hefur bara ekki meiri áhuga
en þetta og koma og hlusta á
okkur. Við sem höfum starfað til
að mynda sem þingfréttaritarar
Alþingis, við vitum það vel, að á
þingfundi Alþingis koma sárafáir
menn og oftast þeir sömu. Auðvit-
að vita allir hvar Alþingi er og
flestir vita hvenær þingfundir eru
haldnir.
I 3. lið er talað um, að 1. mgr.
10. gr. verði breytt svo, að þar
verði tæmandi talið hvenær megi
loka fundum borgarstjórnar. Eg
skil ekki alveg hvers vegna borgar-
fulltrúinn rýkur til og kemur með
þessa tillögu nú. Ef eitthvað hefði
borið við, að lokun borgarstjórnar-
funda hefði verið misnotuð, hefði
verið sjálfsagt og eðlilegt að
borgarfulltrúanum hefði ofboðið
og komið með slíka tillögu. Fund-
um hefur sára sjaldan verið lokað
á þessu kjörtímabili, og hafi það
verið, þá hefur ekki verið um það
mikill ágreiningur. Það er alveg
rétt, að tilefni til þess að loka
borgarstjórnarfundum eru ekki
tæmandi talin í samþykktinni og
reyndar er það svo, að það er
óskaplega erfitt að koma við
tæmandi talningu. í þeim sveitar-
stjórnarlögum, sem ný hafa verið
endurskoðuð og næst okkur liggja,
til að mynda sveitarstjórnarlögin
í Danmörku, er fjallað um þetta
atriði. Þar hafði komið ábending
frá þingnefnd um það, hvort rétt
væri að reyna að telja þetta
tæmandi talningu. ,
Niðurstaðan var su, að það væri
bæði illgerlegt, og tiltölulega
þýðingarlítið. Niðurstaðan varð að
samhljóða var samþykkt, að telja
þetta ekki tæmandi talningu
heldur hafa um þetta leiðbeininga-
reglur. Þessi lög eru aðeins 8 ára,
þannig að við sjáum hvað sam-
þykkt okkar hefur verið framsýn
að þessu ieyti .jtil. Auðvitað er
þetta smá mál, því um þetta atriði
hefpr ekki Vjesið ágreiningur og er
ekki líklegt að verði ágreiningur.
Síðan kemur þessi dásamlega
grein um að óheimilt sé að halda
lokaða meirihlutafundi. Hann vill
áfram fá að halda opnum fundun-
um hjá Öddu Báru og fundunum
minnihlutans á mánudögum, en
það eru bara meirihlutafundirnir
sem á að banna. Þessi hugmynd er
vægast sagt mjög frumleg. En ætli
það yrði ekki líklegt, að þegar
Alþingi fengi beiðni frá borgar-
stjórn, um að setja í lög ákvæði
sem banni fundi meirihlutans í
Reykjavík, að þingmenn færu nú
að hugsa um flokksfundina í
Hvers eiga þœr að gjalda?
„Fundirnir, sem haldnir eru í kaffi heima hjá Öddu Báru hálfsmánaðarlega að sögn Guðrúnar
Helgadóttur, það eru ekki klíkufundir. Þangað flykkist múgur og margmenni, nýkominn af að veiða
dádýr í Hljómskálagarðinum eða fisk í Tjörninni, mætir þar á hjólunum sínum til að fjalla um
borgarmálin.“