Morgunblaðið - 23.05.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.05.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1978 19 Framhald umbrota í Mývatnssveit Greinargerð samstarfshóps um rannsóknir Formaður þingflotka Alþýðubandalags: Óraunhæft að tala um opna þingflokksfundi Áheyrendapallar þyrftu að vera fyrlr hendi Borxarfulltriar Alþýðir barxUlaolnx h«(a kralizl þna. að lundir bor*ar«t)6ri»arflokk« SláltsUHMadokksliu verðl opn ir slmennlniíi ok hala þeir tallð þessa ráðstðliui til -þrilnaðar'. enda þótt þelr feri ráð fyrlr. aö (undlr lainnlhlutans verðl r(tlr sem áður lokaölr lundir. Fund Ir þinicdokkanna á Alþlnfi eru undanteknlnfalaust lokaðlr. Morfunblaðið sneri sár tll lormanna þinf(lokkanna >f spurði þá hvort þeir teldu koma til freina að opna lundl þinfdokkanna. Gunnar Thoroddsen, for- maður þinfdokks SjálfsUeðis- flokksins, svaraði spurninfunni afdráttarlaust neitandi og Þðrarinn Þðrarinsaon. formaður þingdokks Frarasðknardokks- ins. tðk i saraa streng og sagði að þingdokkaíundir hefðu jafn- an farið fram fyrir luktum dyrum_og að hann teldi ekki neina ástseðu til að þar yrði breyting á. Kagnar Arnalds, formaður þingdokks Alþýðubandalagsins. kvaðat ekki telja spurninguna rauntaefa. Hann sagöi. að landa- fundir Alþýðubandalagains vmru yfirleitt opnir en ef nauðsynlegt vmri mjetti loka þeim fundum, þegar um vari að rmða mál sem ekki þatti áateða lil að faru fram fyrir opnum tjöldum. Fraahald á bls. 31 ASl (engju lullar vkdtttluhatur | samband^s Alþýðubandalagið: Vill banna með lögum meiri- hlutafundi sjálfstæðismanna EINN al borgarfuKtrúua AF borgarvt jórnarfuadi f fyrra kvttld þat aea a» er lagt tll. að aelrihluta ajáMaUeðtaaawu I horgarst járn Reykjavlkur rerðt bannað að balda ariri- hlutalundi lyrir luktua dyrua j rildl borfarlulltrúlun skora á Alþingi að srija Ittf þessa elnts. Aðalfulltráar og vara- fulltráar Sjálfateðiaflokkalaa koaa að jafnnðl anaan til fnudar rinu alunl I riku tll þew uð Ijalla ua aálefnl borgarinn ur. Með aaaa hetti kom. þtngdokkar yflrlritt ai fundar tviavur í viku. aeðaa Alþingt ailur. I ttilua tilrikua er aa lokaða luadl að reða. Borgarlulltráiaa rijdi á Unn bðftna ekkl banna lokaða stjðrnar I fyrrakvttld. að það .ðaeaUegt- að kalda I umreðum um þasii tillOgu - borgarfulltrúa Alþýðubnnda lagsins I fyrrakvðld sagði Davið FraahuM á hla. 17 Á að banna fundi Alþýðubandalags í kaffí heima hjá Oddu Báx^l — spurði Davið Oddson þinginu, sem haldnir hafa verið um áraraðir og engum þingmanni dottið í hug að breyta. Mér finnst nú þessi hugmynd svo furðuleg og út í bláinn, að það þarf út af fyrir sig ekki að ræða hana. Ég býst við því, að það sem fari fram á öllum slíkum meirihluta- fundum og reyndar á sama við um minnihlutafundi, sé að menn kynni tillögur, sem þeir eru að bera fram, ræði þær í bak og fyrir og þær upplýsingar, sem að baki búa. Það sem meginmáli skiptir er það, að þar eru engar endanlegar ákvarðanir teknar. Það er á borgarstjórnarfundum, sem end- anlegar ákvarðanir eru teknar í stjórnskipulegri merkingu. Auð- vitað neitar því enginn og ég trúi ekki að Þorbjörn Broddason neiti því, að mánudagsfundirnir hafi ekki komizt að niðurstöðu um það, með hvaða hætti ætti að afgreiða mál eða ráða máli til lyktar af hálfu minnihlutans, jafnvel strax heima í kaffinu hjá Öddu Báru, áður en komið er að mánudags- fundi, þá sé borgarmálaráð Al- þýðubandalagsins búið að koma sér niður á með hvaða hætti það ætlar að reyna að véla Framsókn og Krata inn á hinar dularfyllstu tillögur sem þeir ætla að beita sér fyrir. Nú, þegar ég hef sýnt fram á að þessir fjórir liðir, tillögunnar sem ég hef hér að framan rakið, eru svo gjörsamlega út í bláinn, þá þarf að sjálfsögðu ekki að ræða 5. liðinn og 6. liðinn, sem lúta að hinum fjórum. En með hliðsjón af þessum orðum um tillögu borgarfulltrúans þá vil ég flytja eftirfarandi tillögu frá borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins: Borgarstjórnarfundir eru haldnir í heyrandi hljóði og á seinustu árum er afar fátítt að fundir hennar séu lokaðir. Enginn ágreiningur hefur verið um slíka lokun. Ljóst er, að tilefni til lokunar fundar verða seint tæm- andi talin og ekkert sem knýr á um að það verði gert. Hvorki er ástæða né heldur aðstaða til að fundir einstakra nefnda borgar- stjórnar séu opnir áheyrendum, enda eru fundargerðir nefndanna opinber plögg og endanlegar ákvarðanir í raun háðar samþykki borgarstjórnar. Dagskrá borgar- stjórnarfunda er send öllum fjöl- miðlum hverju sinni og eiga þau og allir Reykvíkingar sem vilja greiðan aðgang að fundargerðum borgarstjórnar og nefnda hennar. Að öðru leyti eru tillögur Þor- bjarnar Broddasonar óraunsæar, illframkvæmanlegar og í raun spor í andlýðræðislega átt og er því vísað frá. Þorbjörn Broddason tók aftur til máls og sagði áhuga Alþýðu- bandalagsmanna á geitum ekki koma þessu máli við. Hann sagði, að hvorki á fundunum í hádeginu á mánudögum né á fundum borgarmálaráðs Alþýðubandalags- ins væru teknar ákvarðanir. Hann sagði, að fjöldamargt færi fram- hjá fólki sem gerðist í stjórn- sýs%u borgarinnar. Það væri t.d. nauðsynlegt að kynna betur borg- arstjórnarfundi. Það væri svo, að hér í fundarsal borgarstjórnar væru áheyrendapallar oftast tómir og væri trúlega minna um áheyr- endur hér og minni vitneskja um borgarmál en í öðrum sveitarfé- lögum. Hér væru að vísu alltaf tveir tryggir áheyrendur frá Morgunblaðinu og Þjóðviljanum, sem væru ágætisfólk, en það þyrfti alltaf að lesa bæði blöðin til að fá sanna mynd af því sem gerðist á fundi borgarstjórnar. Hann sagð- ist una þessum fréttariturum þess, að þeir ynnu gott starf, en það væri fjarri að þeir skiluðu hlut- lausum frásögnum þó hér væri um ágætisfólk að ræða. Þorbjörn Broddason sagðist ekki hafa átt von á, að Davíð Oddsson upplýsti vankunnáttu sína í þessum mál- um. Þorbjörn sagðist geta upplýst Daví Oddsson um, að ákvæðið um lokaða meirihlutafundi hafi verið um skeið í lögum nokkurra fylkja í Bandaríkjunum. Lokaðir meirihlutafundir séu m.a. bannað- ir í Kaliforníu, Dakota og Minne- sota. Þorbjörn Broddason sagðist hafa búist við annarri mál§með- ferð en þessari hér. Davíð Oddsson sagði, að Þor- björn Broddason vissi vel að ákvæðið um lokaða meirihluta- fundi væri algerlega óframkvæm- anlegt. Greinilegt væri, að borgar- fulltrúi Þorbjörn Broddason hefði mikinn áhuga á að samþykkja reglu, sem ekki væri hægt að framfylgja. Ef menn gengju með slíkar grillur í kollinum myndi það örugglega draga úr réttarvitund þjóðarinnar. Davíð Oddsson sagði, að á þeim fundum sem borgár- stj órnarflokkur Sj álfstæðisflokks- ins héldu væru ekki teknar neinar ákvarðanir. Allar ákvarðanir væru teknar á borgarstjórnarfundum fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar og hvergi annars staðar. I lok máls síns sagði Davíð Oddsson: „Tillagan er óraunsæ og ef hún væri til umræðu á nem- endafundi t.d. í fyrsta bekk menntaskóla væri ekki ólíklegt, að sagt yrði, iss þetta á heima í Gaggó en ekki Menntó." Þorbjörn Broddason spurði hvort Davíð Oddsson væri mcð þessu að segja, að Kaliforníumenn hjóluðu og ræktuðu dádýr. Hann sagði þetta sinn síðasta borgarstjórnarfund á þessu kjörtímabili og nú viki hann úr borgarstjórn með tortryggni um störf hennar. Frávísunartillag- an var samþykkt með 9 gegn 3 og borgarfulltrúar Framsóknar- og Alþýðuflokks sátu hjá. Síðan umbrot hófust í Þingeyj- arsýslum 20. desember 1975 hafa umfangsmiklar rannsóknir verið gerðar á svæðinu á vegum Orku- stofnunar, Raunvísindastofnunar Háskólans og Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar. Oformlegur sam- starfshópur þeirra, sem við þessar rannsóknir fást kemur saman þegar ástæða þykir til. (Þeir sem tekið hafa virkan. þátt í þessum rannsóknum undanfarið eru: Axel. Björnsson, Eysteinn Tryggvason, Gestur Gíslason, Guðmundur E. Sigvaldasön, Karl Grönvold, Kristján Sæmundsson, Oddur Sig- urðsson, Páll Einarsson,- Sigurður Þórarinsson, Sveinbjörn Björns- son). Innan hópsins er starfið samræmt og niðurstöður túlkaðar. Umbrotum nyðra er engan veginn lokið og yfirgnæfandi líkur til þess að senn dragi til tíðinda. Því telja þeir, sem þessar rannsóknir ann- ast, rétt að gera nokkra grein fyrir því hvernig málin standa nú og hvers má vænta í framtíðinni. Landrek er frumorsök gliðnunar og eldvirkni í gosbeltum íslands. Til jafnaðar nemur gliðnunin 2 sentimetrum á ári. Gliðnunin verður þó hvorki jafnt og þétt né þannig að allt gosbeltið gliðni í einu. Nú er ljóst að einstök sprungukerfi innan gosbeltisins rifna í jarðskjálfta- og eldgosa- hrinum sem standa yfir í nokkur ár. Ein eða fleiri aldir geta liðið m milli þess að slíkar hrinur verði á svipuðum slóðum í gosbeltinu. Nú er það sprungukerfið, sem liggur frá Axarfirði um Kröflu og suður fyrir Bláfjall í Mývatnssveit, sem er að rifna upp. Gliðnunin í þessu 70 km langa sprungukerfi gerist í stuttum umbrotahrinum þar sem 5—15 km langir bútar af sprungu- kerfinu gliðna um 2—3 metra í einu. Meðfylgjandi mynd 1 sýnir hver upptök skjálfta hafa verið innan sprungukerfisins í undan- gengnum sjö umbrotahrinum. Gliðnun hefur orðið á upptaka- svæðum skjálftanna en mismikil. Þeir hlutar, sem minnst hafa hreyfst enn eru við Mófell 17 km norðan við Kröflu og svæðið sunnan Hverafjalls í Mývatns- sveit. Frá því umbrotin hófust hefur 1150 — 1200 gráða heit bergkvika streymt látlaust upp í jarðskorp- una undir Kröflusvæðinu, sem liggur um miðbik sprungukerfis- ins. Fimm rúmmetrar eða um 13 tonn af kviku safnast á sekúndu hverri í tvö eða fleiri geymsluhólf, sem liggja á um 3 km dýpi undir jarðhitasvæðinu í Kröflu. Gas leysist úr kvikunni og streymir í miklu magni upp í gegnum vatns- kerfi jarðhitasvæðisins. Kvikuinn- streymið veldur því að land lyftist yfir geymsluhólfunum. Miðja þess svæðis, sem lyftist er við Leir- hnjúk. Þegar gliðnun á sér stað streymir kvika neðanjarðar til þess svæðis þar sem gliðnunin er mest hverju sinni. Þar myndast ný jarðhitasvæði ef engin voru fyrir, en eldri svæði taka stórum breyt- ingum. Fylgst er með kvikuinnstreymi í geymsluhólf Kröflusvæðisins með mælingum á haUabreytingu lands yfir hólfunum. Mælitæki staðsett í og við stöðvarhús Kröfluvirkjun- ar gefa sífelldan aflestur á halla þess staðar. Mynd 2 sýnir hvernig norðurendi hússins rís eða sígur miðað við suðurendann síðan 19. ágúst 1976. Síðan í apríl 1977 hafa umbrot hafist skömmu eftir að mælirinn sýnir 12 mm. Því er reiknað með að enn megi búast við nýrri umbrotahrinu, sem verða mun í fyrsta lagi um 20. júní ef landhækkun verður með svipuðum hraða og fyrir hrinuna í september 1977. Verði landhækkun með svipuðum hraða og fyrir hrinuna í janúar 1978 verður hættumörk- um ekki náð fyrr en í síðustu viku júlímánaðar. Umbrotahrinan í april 1977 kom næstun 2 mánuðum eftir að þeim hættumörkum var náð, sem reiknað hafði verið með, og svo getur enn orðið. Ekki er með vissu hægt að segja hvert kvikan leitar í næstu um- brotahrinu. Liklegast er að kvikan streymi aftur neðanjarðar til þeirra staða í sprungukerfinu, sem enn hafa ekki rifnað, hjá Mófelli eða sunnan Hverafjalls. Sá mögu- Framhald á bls. 38

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.