Morgunblaðið - 23.05.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.05.1978, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ Í978 •' • Skúli stekkur hæð sína í loft upp í öllum herklæðum eftir að hafa sett tvöfalt met. Eins og sjá má er Skúli í nýju stálbuxunum sínum alveg níðþröngum. Ljósm. Mbl. RAX. SÍÐASTA júdómótið á þessu keppnistímahili fór íram s.l. sunnudag. Það var hin árlega Tropicana-keppni. A þessu móti keppa júdómenn scm eru í þremur léttustu þyngdarflokkunum í júdó, þ.e. undir 71 kg, og keppa þeir í einum opnum flokki. Þetta er eina mótið af þessu tagi sem haldið er hér á landi. Urslit urðu þau að Gunnar Guðmundsson UMFK sigraði.eftir jafna keppni við félaga sinn ómar Sigurðsson. Þriðji varð Steinþór Skúlason JFR sem er ungur og efnilegur júdómaður. Þetta er í þriðja sinn sinn sem þetta mót er haldið. Halldór Guðbjörnsson sigraði 1976, en hann var ekki meðal þátttakenda nú vegna meiðsla og ekki heldur í fyrra. Gunnar sigraði einnig á Tropicana-mótinu í fyrra. Á þessu móti er keppt um Tropicana bikarinn sem Sól h.f. hefur gefið til þessarar keppni. • Sigurvegarinn, Gunnar Guðmundsson UMFK, í baráttu við einn andstæðinga sinna. Ljósm. Mbl. RAX. Landsliðin leika saman f Keflavík I KVÖLD kl. 20.00 fer fram í Keflavík leikur milli tveggja úrvalsliða, sem dr. Youri Ilitchev landsliðsþjálfari hefur valið. Annars vegar er það lið, sem kemur til með að leika gegn Stjörnuliði Bobby Charltons á Laugardalsvellinum 29. maí n.k., og svo lið, sem skipað er leikmönn- um 21 árs og yngri, en íslendingar munu leika landsleik við Norð- menn í Fredrikstad 30. maí. Verður það í fyrsta skipti, sem íslendingar leika landsleik í þeim aldursflokki. Rétt er að geta þess, að liðið er skipað leikmönnum, sem fæddir eru eftir 1. ágúst 1957, en auk þess má nota tvo eldri og hafa þeir Valsmennirnir Atli Eðvaldssón og Guðmundur Þor- björnsson verið valdir í 21 árs liðið. í landsliöið undir 21 árs hafa rftirtaldir Irikmenn vrriö vaidir, Jón Þurbjdrnssun, ÍA. Guömundur Bald- ursson, Fram, Börkur Innvarsson. KR. Guðmundur Kjartansson, Val, Róbert Agnarsson, Víkingi, Úlfar Hróarsson, Þrótti, Rafn Rafnsson. Fram, Einar Ás- bjiirn Ólafsson, ÍBK. Siguröur Björgvins- ann ÍBK, Albe't Guðmvndsson, Vil, Guðmundur Þorbjornsson, Val. Atli Eð- valdsson, Val, Arnór Guðjohnsrn, Víkingi, Pétur Pétursson. ÍA. Ingólfur Ingólfsson. Stjörnunni. Pétur Ormslcv, Fram. -og Bcnrdikt Guðmundsson, UBK. Liðið gcgn Bobby Charlton. Þorstcinn Bjarnason, ÍBK, Dirtrik Ólafs- son, Vfkingi, Viðar Halldórsson, FH, Jón Gunnlaugsson, ÍA. Gfsli Torfason, ÍBK. Knattspyrnan Þaö er ekki mikið skrifaö um knattspyrnu hér á for- síöu ípróttablaös Morgun- blaösins en bess meira er um hana skrifað inni í blaöinu, sjá bls. 22,23,24,25, 26, 27 og 28! Árni Sveinsson, ÍA, Sigurður Indriðason, KR, Janus GuÓlauKsson, FH, Karl Þórðar son ÍA, Injri Björn Albertsson, Val, Jóhann Torfason, Vfkingi, Kristinn Björnsson, ÍA, Einar Þórhallsson, UBK, Ásgeir Elfasson, Fram, Hörður Hilmarsson, Val, og Þór Ilreiðarsson, UBK. Guðni Kjartansson mun stjórna þessu liði, en dr. Youri hinu yngra. Norðurlandamet hjá Skúla Kraftlyftingameistaramót íslands fór fram síöastliðinn föstudag í anddyri Laugardals- hallarinnar. Alls voru sett eitt Norðurlanda- met og fjögur íslandsmet og var árangur góður í öllum flokkum. Maður mótsins var tvímæla- laust Skúli Óskarsson, en hann setti Norðurlandamet og þrí- bætti Islandsmetið í hnébeygju- lyftu. Þá var samanlagður árangur hans einnig nýtt ís- landsmet. Kári Elísson, Ármanni, setti Islandsmet í hnébeygju í 67,5 kg flokki, lyfti 180,5 kg, og Óskar Sigurpálsson setti Islandsmet í 110 kg flokki í hnébeygjulyftu, lyfti 292,5 kg. Skúli Óskarsson virðist í góðri æfingu um þessar mundir og gerði hann sér lítið fyrir og þríbætti metið í hnébeygjulyftu, lyfti 277,5 kg, en það er nýtt Norðurlandamet í þessum flokki. Þá setti Skúli ísl.met í rétt- stöðulyftu, lyfti samanlagt 295 kg. Lofar þessi árangur Skúla góðu fyrir haustið en þá fer fram í Finnlandi Norðurlanda- mót og Heimsmeistaramót í kraftlyftingum. - ÞR. Úrslit í kraftlyftingameistara- móti íslands 1978» Flokkur 56 kg. Kristján Kristjánsson, ÍBV HB. BP. RL. Samanl. 100 kg 60 kg 125 kg 285 kg Flokkur 67,5 kg Kári Elísson, Ármanni HB. BP. RL. Samanl. 172.5 kg 100 kg 182,5 kg 455 kg Flokkur 75 kg. Ólafur Emilsson, Ármanni HB BP. RL. Samanl. 177.5 kg 140 kg 222,5 kg 552,5 kg Flokkur 82,5 kg Skúli Óskarsson, ÚÍA - HB BP. RL. Samanl. 277.5 kg 100 kg 295 kg 672,5 kg Nl. met ísl. met Isl. met Flokkur 90 kg Helgi Jónsson, KR HB. BP. RL. Samanl. 210 kg 132,5 kg 210 kg 552,5 kg Flokkur 110 kg Óskar Sigurpálsson, ÍBV. HB. BP. RL. Samani. 292.5 kg 150 kg 280 kg 722,5 kg Yfirþungavigt Arthur Bogason, ÍBA. HB BP. RL. Samanl. 205 kg 120 kg 240 kg 565 kg CHARLTON, MOORE, HURST OG GREAVES Á LAUGARDALSVELLI STJÖRNULIÐ Bobby Charlton verður hér á íerðinni um næstu helgi og leikur einn leik, gegn úrvalsliði KSI mánudagskvöldið 29. maí. Svo sem menn rekur eflaust minni til var Charlton hér á ferðinni í fyrra með lið sitt og þá vann íslenzka úrvalið 5«2 í skemmtilegum leik. Það er KRR sem stendur að heimsókn stjörnuliðsins eins og í fyrra. Liðið kemur hingað á sunnudaginn, leikur gegn úrval- inu á mánudag og fer utan aftur á þriðjudag. Eins og í fyrra eru margir þekktir kappar í liði Bobby Charlton og skal fyrst fræga telja þrjá leikmenn, sem voru í hinu fræga landsliði Englands, sem varð heimsmeistari í knatt- spyrnu árið 1966. Þeir eru Bobby Charlton, Bobby Moore og Geoff Hurst. Annar þekktur kappi frá fyrri árum er í liðinu, Jimmy Greaves, einn mesti markaskor- ari ensku knattspyrnunnar fyrr og síðar. Greaves var í landsliðshópn- um enska 1966 en lék ekki síðustu leikina vegna meiðsla og þar á meðal úrslitaleikinn, en • Bobby Charltoii er enn ¥ fullu fjöri þótt kominn sé yfir fertugt. Hann mun stjórna liði sínu á Laugardalsvellinum mánudaginn 29. maí gegn úrvalsliði KSÍ. hann hafði verið fastamaður í liðinu. • Stöðu hans tók Geoff Hurst, sem skoraði þrjú mörk í úrslitaleiknum gegn Þjóðverjum eins og margir muna eflaust eftir. Að leik loknum tók Bobby Moore. við heimsbikarnum úr hendi Elísabetar drottningar. En lítum á stjörnuliðið eins og K A L •• ««/»%.. X I 1« . M n X lii.1 U1 VCl IU LUÍY^yUllL iltU^dU til lands. Það er skipað eftirtöld- um leikmönnum: Ray Wilkins, Chelsea, Kenny Hibbitt, Wolves, Graham Rix, Arsenal, Tony Towers, Birmingham, Tony Dunne, Bolton, Peter Lorimer, Leeds, Alan Sunderland, Arsen- al, Bobby Charlton, Geoff Hurst, Francis Burns, Preston, Jimmy Greaves, Joe Royle, Bristol City, Mick Doyle, Man- chester City, David Harvey, Leeds og Bobby Moore. Vera kann að einhverjar smávægilegar breytingar verði gerðar á hópnum og fleiri leikmenn bætist við, en það skýrist væntanlega um helgina. Jtlox'jjimtilnðið Gunnarsigur- vegari á asta júdómóti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.