Morgunblaðið - 23.05.1978, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1978
27
Erlendaríþróttafréttir
Enn vinnur
Stevenson
KÚBUMAÐURINN Teofilo
Stevenson sigraði með yfirburð-
um í þungaviktarflokki í Heims-
meistarakeppni áhugamanna á
hnefaleikum, sem fram fór í
Belgrad í Júgóslavíu. Stevenson
sló Júgóslavann Vujkovic niður
undir lok 1. lotu og þegar 2.
lotan átti að hefjast tilkynnti
Júgóslavinn að hann vaeri
hættur. Kúbumenn höfðu mikla
yfirburði á mótinu, unnu alls
fimrri heimsmeistaratitla. Þetta,
var annar heimsmeistaratitill
Stevensons og hann hefur einnig
tvívegis sigrað á Olympíuleik-
um. Nú er reynt að koma á
keppni milli hans og Muhamed
Alis.
Óskemmti-
leg af-
mælisgjöf
NORSKA félagið Brann á 100 ára
afmæli á þessu ári og í tilefni þess
kom félagið á móti, þar sem
hollenska liðið Ajax var meðal
þátttakenda og einnig Manchester
United. I fyrsta leiknum léku Ajax
og Brann og er skemmst frá því
að segja að Ajax vann 12:1 og
skoraði hollenski landsliðsmaður-
inn Rudi Geels 6 markanna, en
hann lék sem gestur með liðinu,
þar sem hann var nýlega seldur til
Anderlecht. Þetta var stærsta tap
Brann síðan 1954 og var því um
heldur óskemmtilega afmælisgjöf
að ræða.
I gær lék Ajax við Manchester
Utd. og vann 3:0. Rudi Geels
skoraði öll mörk liðsins.
Skírði soninn
eftir leik-
mönnum í Liv-
erpoolliðinu
Liverpool-aðdáandinn Michael
Hayes, sem býr í Lincoln í
Englandi, varð svo yfir sig ánægð-
ur þegar Liverpool varð Evrópu-
meistari í annað sinn á dögunum
að hann skýrði son sinni uhgan í
höfuðið á öllum leikmönnum liðs-
ins og framkvæmdastjóra aö auki.
Drengurinn heitir því eftirfarandi
nafni. í sviga eru eftirnöfn viðkom-
andi leikmanna: Thomas (Smith)
James (Case) Emelyn (Hughes)
David (Fairclough) Reymound
(Kennedy) Terence (McDermott)
Phillip (Neal) Kenneth (Dalglish)
Stephen (Heighway) Alan (Hansen)
Phillip (Thompson) Greame (Soun-
ess) Raymound (Clemence) Robert
(Paisley) Hayes.
Wales
vann 1:0
WALES sigraði Norður-írland
1:0 í Meistarakeppni brezku
landsliðanna á föstudagskvöld
en leikið var í Wrexham. Áhorf-
endur voru með fæsta móti' éöa
9.077 og fengu þeir að sjá heldur
slakan leik.
Leikmenn Wales voru mun
betri í leiknum og sérstaklega
var Carl Harris hættulegur á
vinstri kantinum. írski mark-
vöröurinn Jim Platt varði tvisv-
ar frábærlega vel frá Harris og
Phil Dwyer og Dwyer átti auk
þess skot í stöng. Sigurmarkið
kom á 70. mínútu. Nick Deacy
var brugðið innan vítateigs af
Jimmy Nicholl og skoraði Deacy
sjálfur úr vítaspyrnunni.
Wales: Davies, Jones, Steven-
son, Gareth,Davies, Roberts,
_____ Stevensori geíur Tonv Tnhhs hnrkn ' -ihar
heimmeistarakeppni áhugamanna.
Yourath, Mahony, Flynn, Dwy-
er, Deacy, Harris.
N-írland: Platt, Hamilton,
Scott, Chris Nicholl, Jimmy
Nicholl, David, McCreery, Mcll-
roy, 0‘Neill, Anderson, Arm-
■strong, McGrath.
Lokastaðan
Lokastaðan í Meistarakeppn-
inni varð þessi:
England 3 3 0 0 5:1 6
Wales 3 111 3:4 3
Skptland 3 0 2 1 2:3 2
N-írlands 3 0 12 1:3 1
Skotland
átti leik-
inn en Eng-
land vann
SKOTLAND varð að þola tap
fyrir Englandi liO á Hampden
Park í Glásgow á laugardaginn
í síðasta leik liðsins fyrir
Ileimsmeistarakeppnina f
Argentínu, sem hefst eftir
rúma viku. Leikurinn var liður
í Meistarakeppni brezku iands-
liöanna og með sigrinum yfir
Skotum tryggðu Englendingar
sér sigur í keppninni. Unnu
þeir alla leiki sína. Sigurmark-
ið gegn Skotum skoraði Steve
Coppell sjö minútum fyrir
leikslok.
Eftir að hafa valdið vonbrigð-
um gegn Norður-írum og
Wales-mönnum en í þeim leikj-
um náði Skotland aðeins jafn-
tefli vonuðust skozku landsliðs-
mennirnir eftir þvi að geta sýnt
góðan leik gegn Englendingum
og unnið þá. En enda þótt
Skotar væru betri tvo þriðju
hluta leiksins máttu þeir þola
tap. Englendingar skoruðu sitt
eina mark sjö mínútum fyrir
leikslok. Peter Barnes sendi þá
knöttinn fyrir markið og Rough
markvörður reyndi að slá bolt-
ann frá en mistókst og Cóppell
náði að sendá boltann í markið.
I miðju vallarins réðu þeir
Rioch, Masson og Hartford
lögum og lofum lengst af en í
seinni hálfleik fóru ensku tengi-
liðirnir Currie og Wilkins loks
að ná tökum á leiknum og voru
þeir Cemmill og Souness þá
settir inn fyrir Rioch og Masson.
En þrátt fyrir að Skotarnir ættu
meira í leiknum tókst þeim ekki
að nýta tækifærin en næst því
að skora var Hártford en hann
skaut framhjá í dauðafæri.
Skozku landsliðsmennirnir
létu tapið ekki á sig fá og eftir
leikinn hlupu þeir heiðurshring
á Hampden og áhorfendur hróp-
uðu „Við verðum heimsmeistar-
ar“. Áhorfendur voru 88.000.
Skotland: Rough, Kennedy,
Burns, Forsyth, Donachie,
Masson, Rioch, Hartford,
Dalglish, Jordan, Johnston,
Varamenn: Cemmill og Souness.
England: Clemence, Neal,
Watson, Hughes, Mills, Currie,
Wilkins, Coppell, Mariener,
Francis, Barnes. Varamenn:
Greenhoff og Brokking.
Þjóðverjar
unnu Dani
V-Þjóðverjar sigruðu Dani með
20 mörkum gegn 15 í landsleik í
handknattleik í Hamborg um
helgina. V-Þjóðverjar höfðu
nokkra yfirburöi í leiknum og áttu
Danir litla möguleika. Staðan f
hálfteik var 13—6. Markhæstir
Þjóðverja í leiknum voru þeir
Kluspies með 7 mörk og Freisler
með 5 mörk. Hjá Dönum skoruöu
Erik Bue Petersen 4 og Morten
Stig Christensen 3. Áhorfendur
voru 4.000.
• Mike Tully fagnar eftir
metstökkið.
Heimsmet í
stangarstökki
21 ÁRS GAMALL Bandaríkja-
maður Mike Tully frá UCLA
háskólanum setti nýtt glæsilegt
heimsmet í stangarstökki
síðastliðinn föstudag. Stökk
hann 5,71 metra, og hnekkti
hann þar með tveggja ára
gömlu meti. Tully fór yfir
methæðina í fyrstu tilraun.
Heimsmetið var sett á miklu
frjálsíþróttamóti í Oregon.
Holland vann
AUSTURRÍKISMENN löpuðu sín-
um fyrsta landsleik í knattspyrnu
síöan 13. okt. 1976, er Holland
sigraði þá í vináttulandsleik 1—0
í Vín á laugardag. Það var Arie
Haan sem skoraði mark Hollands.
Austurrfkismenn áttu ágæt tæki-
færi í leiknum sem þeim tókst ekki
að nýta. Hollenski landsliösþjálfar-
inn Ernst Happei var að reyna
ýmsar leikaðferðir og leikmenn í
nýjum stööum í leiknum.
Áhorfendur voru 65.000.
Liö Hollands: Jongbloed,
Suurbier, Krol, Rijsebergen-Poort-
vliet, Neeskens, Jansen, van
Hanegem, Kerkoff, Arie Haano,
Rensenbrink.
Austri krækti
óvænt í stig
í Sandgerði
^ Sandgerði 21. maí.
Á LÁUGARDAGINN leiddu saman hesta sína á
Sandgerðisvelli í 2. deild íslandsmótsins Reynir og
Austri írá Eskifirði. Leiknum lauk með jafntefli 1*1 en
í hálfleik var staðan OiO.
Leikmenn Reynis léku á móti
allsnörpum vindi í fyrri hálfleik
en tóku eigi að síður leikinn
fljótlega í sínar hendur og segja
má að það hafi verið endurtekn-
ing frá leiknum við Þór um
síðustu helgí að þeir léku mun
betur úti á vellinum og sýndu
oft á tíðum mjög skemmtilega
samleikskafla og sköpuðu sér
mörg allgóð marktækifæri en
mörkin létu á sér standa. Næst
því að skora komust þeir strax
á 5. mínútu leiksins þegar
Þórður Marelsson skallaði hár-
fínt framhjá. Lið Austra átti
aftur á móti auðsjáanlega við
ofurefli að etja og skapaði sér
nánast engin marktækifæri í
hálfleiknum. Á 32. mínútu var
einum leikmanna þeirra,
Hlöðver Rafnssyni, sýnt gula
spjaldið fyrir hrindingu.
I seinni hálfleik var sama
sagan uppi á teningnum. Leik-
menn Reynis óðu í marktæki-
færum ef svo má segja, sem ekki
nýttust og ef litið er á minnis-
blaðið eru þessi einna opnust. Á
6. mínútu átti Ari Arason skalla
rétt utan við stöng. Á 13. mínútu
átti Pétur Sveinsson hörkuskot,
sem markvörður varði naum-
lega í stöng og síðan í horn, og
á 20. mínútu -var Sigurður
Guðnason í dauðafæri en skot
hans fór yfir.
Á 37. mínútu s.h. kom loks
markið langþráða hjá heima-
mönnum er Sigurður Guðnason
skoraði með skalla eftir góða
fyrirgjöf frá Jóni Ólafssyni. En
Reynismenn voru ekki lengi í
Paradís, því þeir voru ekki
meira en svo búnir að fagna
markinu þegar Austramenn
höfðu jafnað metin með marki,
sem hinn eldsnöggi miðherji
þeirra, Björn Kristjánsson,
skoraði er honum tókst að slíta
sig úr gæzlunni og komast einn
inn fyrir og í markið rúllaði
laust skot hans framhjá út-
hlaupandi markverði. Var þetta
í þriðja skiptið, sem Björn lék
þennan leik, en í hin skiptin tvö
hafði markverði Reynis, Jóni
Örvari, tekizt að bjarga með
úthlaupi. Voru þetta einu mark-
tækifæri Austramanna í s.h.
Þær mínútur, sem eftir voru
leiksins, sóttu Reynismenn
ákaft en tókst ekki að knýja
fram sigur.
Um liðin vil ég fátt eitt segja
nema hvað mér fannst Björn
Kristjánsson miðherji Austra
mjög laginn og snöggur leik-
maður og markvörður þeirra
stóð sig einnig með prýði.
Leikmenn Reynis virka mjög
léttleikandi og nokkuð jafnir og
vörnin er þeirra sterkari hlið,
a.m.k. þangað til framlínumenn-
irnir finna leiðina í mark
andstæðinganna því enginn
leikur vinnst án markskorunar.
— Jón.
ísfirðingar
byrja vel
ÍSFIRÐINGAR byrjuðu baráttu sína í annarri deild með því að
gera sér lítið fyrir og sigra Ilauka á heimavelli þeirra í
Hafnarfirði á laugardag, 2>1. ÍBÍ var vel að sigrinum komið og
voru úrslit leiksins sanngjörn, lék lið þeirra bráðvel og oft brá
fyrir stórgóðum samleiksköflum, auk þess sem barátta var góð.
Gangur leiksins var sá að í á markteigshornið kom Axel
byrjun var leikurinn í jafnvægi, markvörður á móti og reyndi að
bæði liðin sóttu til skiptis.
Haukarnir urðu fyrri til að
skora og var þar að verki Lárus
Jónsson sem fékk góða skalla-
sendingu frá Elíasi Jónassyni
inn í vítateig og sendi hann
knöttinn beint í netið. Þannig
var staðan í leikhléi. ísfirðingar
komu ákveðnir til leiks og með
baráttuvilja og ljómandi sam-
leik tókst þeim að ná tökum á
miðju vallarins óg sækja stíft. Á
17. mínútu síðari hálfleiks fengu
Isfirðingar innkast við enda-
mörk, og eftir iangt innkast
fyrir markið tókst Gunnar
Péturssyni að renna sér á
knöttinn og skora framhjá Axei
markverði Hauka.
Var sem Haukarnir misstu
baráttuviljann er líða tók á
leikinn, jafnframt J)ví sem ÍBÍ
sótti í sig veðrið. Á 30. mínútu
í seinni hálfleik braust Jón
Oddsson skemmtilega í gegnum
vörnina og er hann var kominn
loka markinu en Jón sá við
honum og skaut á stöngina nær
og skoraði. Þannig urðu úrslit
leiksins óg þrátt fyrir að bæði
liðin fengju tækifæri tókst þeim
ekki að skora fleiri mörk. Þó
skall hurð nærri hælum alveg í
lok leiksins er Jón Oddsson lék
laglega í gegn og plataði mark-
manninn líka en skaut yfir autt
markið. Ekki verður annað sagt
en Isfirðingar byrji dável og er
óhætt að reikna með þeim í
toppbaráttunni í 2. deild í sumar
leiki þeir eins vel og þeir gerðu
í Hafnarfirði. Jón Oddsson var
besti maður liðsins, er hann
sókndjarfur og hefur dágóða
knattmeðferð. Haukaliðið var
frekar slakt og var enginn einn
öðrum betri. Leikmenn sýndu
ekki nægilega baráttu þegar
mest á reyndi, en væntanlega á
liðið eftir að ná sér betur á strik
er á líður mótið.
- ÞR.