Morgunblaðið - 23.05.1978, Síða 28

Morgunblaðið - 23.05.1978, Síða 28
28 M0RGUNBLAÐIÐ. .ÞRIÍ5JUDAGUR 23. MAÍ 1978 FYLKIR SOTTI 2 STIG NORDUR NÝLIÐARNIR í 2. dcild, Fylkir, sóttu óvænt tvö stig í greipar Þórsara norður til Akureyrar á laugardag. Fylkir sigraði með einu marki gegn engu og skoraði Hilmar Sighvatsson markið með góðu skoti úr teig á 65. mínútu. Leikurinn var leikinn við fremur slæmar aðstæður, mikið hvassviðri var, einkum í fyrri hálfleik, en þá léku Þórsarar undan rokinu. Það var því ekki mikið um fínt spil sem gerir knattspyrnuna svo skemmti- lega. Hins vegar var baráttan í lagi hjá báðum liðum, en upp- skeran ekki mikil. Þórsarar sóttu stíft í fyrri hálfleiknum undan rokinu en höfðu ekki árangur sem erfiði. Þó skall eitt sinn hurð nærri hælum við mark Fylkis, þegar knötturinn small í slá Fylkis- marksins, eftir gott skot Halldórs Reimarssonar. Inn á milli áttu Fylkismenn skyndi- upphlaup og skapaðist á stund- um hætta við mark Þórsara sem þó var ávallt bægt frá. I síðari hálfleiknum snerist dæmið nokkuð við, en þá lék Fylkir undan vindinum. Þó var sókn Fylkis ekki mjög beitt, en uppskeran eitt mark, sigur- markið sem fyrr getur. Þórsarar áttu þó nokkur færi í síðari hálfleiknum, einkum síðustu mínúturnar, en tókst ekki að skora og í lokin var það Fylkir sem hampaði sigrinum, lagði að velli liðið sem féll niður úr fyrstu deild fyrir ári. Lið Fylkis er skipað ungum og leiknum leikmönnum, sem berj- ast mjög vel. Er ekki ástæða til að ætla annað en Fylkir muni standa sig vel í sumar og geti orðið hvaða liði sem er skeinu- hættur. í þessum leik voru Þórsarar lítt sannfærandi. Það sem eink- um virðist að í þeim herbúðum er að miðvallarspilara skortir og rætist ekki úr þeim málum verður vart mikils að vænta af Þórsurum í sumar. Hitt er svo aftur ljóst, að flestir leikmanna Þórs hafa talsverða reynslu, sem mun geta fleytt liðinu nokkuð áfram í sumar. Það er ekki gott að átta sig á liðinu enn sem komið er, næstu leikir liðsins munu skera úr um það. Bestu menn Fylkis í þessum leik voru þeir Baldur Rafnsson, hættulegur framherji, Ögmund- ur markvörður sýndi mikið öryggi og Gunnar Gunnarsson sívinnandi á miðjunni. í Þórsliðinu voru það helst Árni Stefánsson, ungur og yfirvegaður varnarmaður, Sigurður Lárusson, hinn sterki varnarspilari, og Eiríkur mark- vörður, sem sýndu eitthvað. Ef til vill hefði jafntefli verið eðlilegustu úrslit þessa leiks, en þetta var einn þessara jöfnu leikja þar sem eitt óvænt mark skilur milli gráturs og gleði. Vilhjálmur Vilhjálmsson dæmdi leikinn og komst all vel frá því hlutverki. Gunnar • Boltinn í markinu eítir þrumuskot Birgis Guðjónssonar og þriðja mark KR er staðreynd. KR-ingar fagna en varnarmenn Völsungs og markvörður eru niðurlútir. Ljósm. Mbl. RAX. KR-ingar á toppinn eftir stórsigur yfir Völsungi KR-INGAR eru strax komnir á toppinn í 2. deild að loknum tveimur umíerðum og margt bendir til þess að þeir sleppi ekki toppsætinu í deildinni héðan af. KR-ingar léku við Völsung frá Húsavík á Laugardalsveliinum á sunnudaginn og er skemmst frá því að segja að ieikurinn var alger einstefna að marki Völsungs og 4i0 sigur KR var sízt of stór miðað við gang leiksins og tækifæri. KR-ingar höfðu á móti vindi að sækja í fyrri hálfleiknum en þeir voru þrátt fyrir það miklu meira með boltann. Skall oft hurð nærri hælum við mark Völsungs en aðeins einu sinni tókst KR að koma boltanum í markið. Það var á 8. mínútu leiksins að vörn Völsungs urðu á mistök er annar bakvörðurinn skallaði ónákvæmt frá markinu og boltinn barst fyrir fætur Sigurðar Indriðasonar á víta- teig. Sigurður var ekkert að hika heldur skoraði örugglega fram- hjá illa staðsettum markverðin- um. Völsungar fengu tvö þokka- leg tækifæri í f.h. en misnotuðu þau bæði. Með vindinn í bakið í s.h. sóttu KR-ingar nær látlaust og mark þeirra komst aldrei í hættu allan hálfleikinn. Reynd- ar skoraði Völsungur eitt mark, en það var dæmt af vegna rangstöðu. Á 5. mínútu s.h. bjargaði Gísli Haraldsson á línu og 10 mínútum síðar fengu KR-ingar dæmda vítaspyrnu þegar Stefáni Sigurðssyni var brugðið innan vítateigs. Stefán tók sjálfur spyrnuna en skaut framhjá. En markvörðurinn hafði hreyft sig og Stefán fékk annað tækifæri en í þetta skipti skaut hann í slá. En á 62. mínútu leiksins komst Sverrir Herbertsson inn fyrir vörn Völsungs og skoraði framhjá úthlaupandi markverð- inum. Á 75. mínútu bætti KR við 2 Noröfiröingar urðu að lúta haldi fyrir Ármanni i ARMENNINGAR íengu tvö dýrmæt stig þegar þeir unnu Þróttara frá Neskaupstað á Laugardaisvellinum á laugar- daginn 3>2. Hafa Ármenningar nú unnið tvo fyrstu leiki sína í 2. deild. fyrst Austra og síðan Þrótt. hvorttveggja Austfjarða- liðið. Þróttarar voru betri til að byrja með og það kom ekki á óvart þegar þeir tóku forvstuna á 16. mínútu. Aukaspyrna var dæmd a Ármann rett utan vítateigs. Helgi Rarnarsson þjálfari og leikmaður Þróttar tók spyrnuna og renndi boltan- um út á Guðmund Yngvason, fyrrum KR-leikmann, og hann skoraði með lausu skoti alveg úti við Stöng. Við markið var eins og Ár- menningarnir vöknuðu til lífsins og þeir fóru að sækja meira. Á 30. mínútu var knötturinn send- ur inn í vítateig Þróttar, þar sem Þráinn Ásmundsson stóð einn og óvaldaður og skoraði með skalla. Var það létt verk, þar sem markvörðurinn hafði hlaupið vitlaust út úr markinu. Á 32. mínútu urðu Þrótturum á herfileg mistök í vörninni. Guðmundur Yngvason ætlaði að skalla boltann aftur fyrir sig til markvarðar en of laust. Mark- vörðurinn hefði hugsanlega get- að náð knettinum en hann hikaði og Smári Jósafatsson náði knettinum og skoraði. Á 39. *» — mínútu voru Ármenningar enn á ferðinni. Einar Guðnason sendi þá góða sendingu -inn í vítateig Þróttar frá vinstri til Þráins Ásmundssonar, sem drap boltann niður með brjóstinu og skoraði síðan með góðu skoti. Þrjú mörk á níu mínútum og • Þórhallur Jónasson efnaverkfræðingur í Neskaupstað á þarna í harðri haráttu við tvo Ármenninga og virðist hafa betur. Ljósm. Mbl. RAX. Ármenningar voru komnir yfir 3:1, I seinni hálfleik sóttu Þróttarar mun meira og strax á 2. mínútu hálfleiksins skoraði Sigurður Friðjónsson og breytti stöðunni í 3:2. Á 20. mínútu s.h. fékk Helgi Ragnarsson gullið tækifæri til að jafna en Finn- björn Hermannsson í marki Ármanns varði mjög vel skot hans. Tvisvar náðu Ármenning- ar skyndisóknum og einu sinni bjðrguðu Norðfirðir.gar a linu skoti frá Viggó Sigurðssyni. Ármenningar hafa byrjað vel í 2. deildinni að þessu sinni og gaman verður að fylgjast með því hvernig þeim vegnar í sumar en undanfarin ár hafa þeir venjulega verið um miðja deild. En nú eru komnir margir nýjir menn í liðið, sem fróðlegt verður að fylgjast með. Norðfirðingarnir hafa á að skipa frísku og skemmtilegu liði og þeir voru að ýmsu leyti óheppnir að ná ekki jafntefli að þessu" sinni. En mistökin í vörninni í fyrri hálfleik urðu þeim dýrkeypt. -SS. þriðja markinu og var þar að verki Birgir Guðjónsson með skoti af 25 metra færi sem fór í slá og inn. Stórglæsilegt mark. Og á 81. mínútu innsiglaði Stefán Sigurðsson sigur KR. Hann fékk mjög góða stungu- sendingu inn fyrir vörn Völs- ungs frá Sæbirni Guðmundssyni og skoraði örugglega framhjá úthlaupandi markverðinum. Mörg fleiri tækifæri fengu KR-ingar í hálfleiknum, en þau nýttust ekki. KR-ingarnir léku oft á tíðum skínandi knattspyrnu og þeir virðast til alls líklegir í sumar. Vörnin var traust með Ottó Guðmundsson sem sterkasta mann. KR-ingar réðu alveg yfir miðju vallarins og í framlínunni voru þeir sprækastir Sverrir Herbertsson og Stefán Sigurðs- son svo og Sæbjörn Guðmunds- son eftir að hann kom inn á. Völsungarnir voru mjög slak- ir að þessu sinni en enginn vafi er á því að þeir geta mun betur en þetta. Þeir einu sem stóðu sig vel voru miðverðirnir Gísli Haraldsson og Guðmundur Jónsson. Baldur Scheving dæmdi leik- inn og skilaði hann hlutverki sínu prýðilega. - SS. STAÐAN Staðan í 2. deild í knatt- spyrnu er nú þessii IV r» f» O A A O f\ 4 Ut L á* \i \J UlU Ármann ÍBÍ Fylkir Þór Austri Haukar Reynir Þróttur Völsungar Markhæstir í 2. deild: Sverrir Herbertsson KR 2 Stefán Sigurðsson KR 2 Smári Jósafatsson Árm. 2 Sjá einnig um leiki 2. deildar á bls. 27. 2 2 0 0 4.2 4 1 1 0 0 2.1 2 2 1 0 1 1.2 2 2 1 0 1 1.1 2 2 0 1 1 1.2 1 2 0 1 1 2.3 1 2 0 1 1 1.1 1 2 0 1 1 3.4 1 1 0 0 1 0.4 0

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.