Morgunblaðið - 23.05.1978, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 23. MAÍ 1978
29
Fræðsluráð Reykja-
víkur afhendir verð-
laun f yrir barnabækur
Fræðsluráð Reykjavíkur af-
henti í gær verðlaun fyrir beztu
barnabók ársins 1977 og beztu
þýðingu á barnabók á liðnu ári
og hlutu þau Ármann Kr. Einars-
son fyrir beztu barnabókina og
Silja Aðalsteinsdóttir og Heimir
Pálsson skiptu með sér verðlaun-
um fyrir þýðingar sínar á barna-
bókum.
Birgir ísl. Gunnarsson borgar-
stjóri sagði í ávarpi að Fræðsluráð
hefði í fimm ár veitt þessi
verðlaun, en þau sem fjölluðu um
málið væru Matthías Haraldsson,
Jenna Jensdóttir og Teitur Þor-
leifsson. Jenna Jensdóttir hafði
orð fyrir nefndinni og fór nokkrum
orðum um æviatriði verðlauna-
hafa. Ármann Kr. Einarsson fékk
verðlaun fyrir bók sína Ömmu-
stelpu, en hann hefur um 40 ára
skeið skrifað bækur fyrir börn.
Hafa þær m.a. verið þýddar á
Norðurlandamál. Silja Aðalsteins-
dóttir hlaut verðlaun fyrir þýðingu
sína á bókinni Sautjánda sumar
Patriks eftir Payton, en Silja
hefur þýtt margar barnabækur.
Heimir Pálsson hefur einnig lagt
stund á þýðingar og fékk hann
verðlaunin fyrir þýðingu bókar-
innar Elsku Míó minn eftir Astrid
Lindgren.
Að loknu ávarpi Jennu Jensdótt-
ur afhenti borgarstjóri verðlaunin
og síðan sagði Ármann Kr. Einars-
son nokkur orð og mælti m.a. á
þessa leið:
„Haft hefur verið á orði að
tilgangur þessara verðlaunaveit-
inga væri sá, að skrifaðar séu betri
barnabækur og vandað sé til
þýðinga á erlendum barna- og
unglingabókum. Það er vel. Það
verður þó aldrei gefin formúla
hvernig eigi að skrifa barnabækur.
Hitt er annað mál að ábyrgð
barnabókahöfunda er mikil.
Framar öllu ber að forða æskunni
frá hvers konar sora og ofbeldi, en
gefa henni hlutdeild í fegurð,
hamingju og frelsi.
Að mínu rnati er aðalkosturinn
við þessa verðlaunaveitingu sá, að
vekja athygli á stöðu barnabókar-
innar. í orði kveðnu njóta barna-
bókahöfundar sama réttar og aðrir
höfundar, — barnabækur sama
réttar og aðrar bækur. En þegar
til kastanna kemur er mikill
misbrestur hér á. Greidd eru oft
lægri laun fyrir efni ætlað börn-
um. Hvenær hafa barnabækur
verið lagðar fram til bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs? Hve-
nær hefur barnabókahöfundur
hlotið Nóbelsverðlaun? Mikið
skortir á að barna- og unglinga-
bækur hljóti sömu umfjöllun í
fjölmiðlum og hinar svokölluðu
fullorðinsbækur. Sum dagblöð
birta aldrei gaghrýni um barna-
bækur."
Þá varpaði Ármann fram þeirri
hugmynd að þessi verðlaunaveit-
ing yrði bundin við ákveðinn dag
og haldinn yrði eins konar barna-
dagur. Að lokum þakkaði hann
fræðsluráði og kvaðst vona að
verðlaunaveitingarnar mættu
verða til þess að auka veg
barnabóka.
Ljósm.
Heimir Pálsson, Silja Aðalsteinsdóttir og Ármann Kr. Einarsson fengu verðlaun
Fræðsluráðs fyrir beztu barnabók og beztu þýðingar barnabóka á liðnu ári.
að þar höfðu orðið töluverð
umbrot af völdum vatna. Senni-
lega hefur orðið minniháttar
hlaup undan jöklinum og var
bíllinn horfinn. Hans var svo
leitað af og til, en ekkert fannst
af honum. Leið nú hálft annað
ár eða þar til sl. fimmtudag að
maður frá Orkustofnun, Guð-
mundur Ingi Haraldsson, kom
með svonefnt segulmótstöðu-
mælitæki. Við leit í jöklinum
kom fram greinileg svörun á
tækinu á svæði um það bil um
180 metra frá núverandi jökul-
brún. Sl. föstudag var svo hafizt
handa að grafa á þessum stað
með jarðýtu og stórri vélgröfu
og kom grafan ofan á þak bílsins
á um 2,7 metra dýpi. I gær tókst
svo að ná bílnum upp og
reyndist hann furðu lítið
skemmdur miðað við aðstæður,
eins og áður greinir.
Björn hefur allt frá því að
hann missti snjóbílinn haldið
uppi ferðum á jökulinn með
Vísil-bíl sínum. Auk þess er hér
snjóbíllinn Kraki en á honum
hafa verið farnar tvær ferðir í
Esjufjöll í vor. Þá hafa einnig
Hér er komið niður á snjóbílinn.
menn frá Flugbjörgunarsveit-
inni farið þarna inn úr á
snjósleðum og í gær voru inni á
jöklinum með Vísil fullhugar
frá Hjálparsveitinni.
— Elías
Frá hátíðafundi Félags ísl. stórkaupmanna á sunnudag. Ljósm. J.L.
Gunnar
Fjölmenni sótti
hátíðarfund F.Í.S.
FÉLAG íslenzkra stórkaupmanna
minntist um helgina 50 ára
afmælis og var haldinn á sunnu-
daginn hátíðafundur á Hótel
Loftleiðum. Sóttu fundinn ýmsir
gestir, um 120—130 manns.
Að morgni sunnudagsins var
móttaka og bárust þá félaginu
ýmsar gjafir og kveðjur bæði frá
innlendum og erlendum aðilum.
Einnig var lagður blómsveigur að
leiði Arents Claessen fyrsta for-
manns F.Í.S. Á hátíðarfundinum
sungu þau Sieglinde Kahman og
Sigurður Björnsson, ávarp flutti
Jón Magnússon formaður F.I.S. og
Gunnar Tómasson hagfræðingur
flutti ræðu sem hann nefndi
Verðbólgan, einstaklingurinn og
þjóðfélagið.
Fundarstjóri var Þór-
ir Einarsson prófessor. Um kvöld-
ið var síðan afmælisfagnaður og
flutti þar ræðu Geir Hallgrímsson
forsætisráðherra.
Gunnar Tómasson hagfræðingur
flytur ræðu sína en hún fjallaði
um verðbólguna, einstaklinginn
og þjóðfélagið. —
Sjálfstæðisflokkurinn:
Þörf margra sjálf-
boðahða á kjördag
Sjálfstæðisflokkurinn mun á
kjördag veita kjósendum þá
þjónustu að aka þeim til
kjörstaðar og frá og verða
bílar til taks á fjórum stöðum
í borginni. Stefán Stefánsson
veitti Mbl. upplýsingar um
hvernig starfi sjálfboðaliða
yrði háttað á kjördagi
— Við verðum með bflaþjón-
ustu fyrir þá kjósendur sem
þess óska á fjórum stöðum í
borginnii Seljavegi 2, Reykja-
nesbraut 12, Skeifunni 11 og
Seljabraut 62. Til að annast
þessa þjónustu vantar flokkinn
marga sjálfboðaliða með bfla
sína og hafa frambjóðendur
hvatt stuðningsmenn flokksins
til að láta skrá sig til starfa
bæði í kjördeildum og á hverfa-
skrifstofum, en þörf verður á
fólki til margs konar starfa.
Hægt er að láta skrá sig í
símum 86216 og 82900. Það
hefur oft verið þörf en nú er
nauðsyn og við viljum hvetja
alla til að láta ekki bensfnskort
hamla öflugu starfi á kjördag.
borgin okkar
Gjallarhorn helgað borg-
arstjómarkosningum
KOMIÐ er út blaðið Gjallarhorn, sem Heimdallur, samtök ungra
sjálfstæðismanna í Reykjavík, gefur út. Blaðið er að þessu sinni helgað
komandi borgarstjórnarkosningum og er í því að finna viðtöl við þrjá
frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar, þau Davíð
Oddsson, Bessí Jóhannsdóttur og Björgvin Björgvinsson én öll eru þau
yngri en 35 ára. Þá er í blaðinu rabbað við Birgi ísleif Gunnarsson
borgarstjóra. Blaðið hefur einnig að geyma kynningu á stefnu ungra
sjálfstæðismanna í málefnum Reykjavíkurborgar.