Morgunblaðið - 23.05.1978, Síða 31

Morgunblaðið - 23.05.1978, Síða 31
25 þúsund flýja gos Manila, Filipseyjum, 22. maí Reuter. UM 25 ÞÚSUND manns hafa orðið að flýja heimili sín í nágrenni við eldfjallið Mayon, sem tekið er að gjósa og eys eldi og eimyrju. Mayon, sem er 2.420 metra hátt, er um 320 km suður af Manila. Óttazt er að gosið færist mjög í aukana næstu daga, en eldtungurnar teygja sig nú upp í 200 metra hæð yfir fjallinu. — Framkvæmdir Framhald af bls. 32. víkurhöfn um 80 milljónir króna. Aætlað er að koma upp húsi til viðgerðaraðstöðu á Ægisgarði á þessu ári. Þá eru í gangi fram- kvæmdir við að breyta Bakka- skemmu í kælda fiskmóttöku og rafvæðingu hafnarsvæðis í Gömlu höfninni. Unnið hefir verið að því að fullgera 1. áfanga Sundahafnar í Vatnagörðum. Land hefir verið aukið og úthlutað lóðum fyrir frystigeymslu, fóðurvinnslu og vörugeymslustarfsemi. Götur og hafnarbakkar hafa verið malbik- aðir og ræsi lögð. Lenging Korn- garðs og Sundabakka, hvors um 50 m fjölgar viðlegum úr 3 í 5, en framkvæmdir þessar eru á loka- stigi. Eimskipafélag íslands h.f. hefur tekið í notkun 6000 fermetra vörusekmmur á Sundabakka, og frekari framkvæmdir munu hefj- ast á þessu ári. Gerðar hafa verið líkantilraunir af Sundahöfn til ákvörðunar á gerð og legu hafnarbakka og er hönnun Kleppsbakka á lokastigi og áætlaðar framkvæmdir við hann á þessu ári. Framkvæmdir við fyllingu á svæði S.I.S. við Holtaveg eru í gangi og áætlaðar framkvæmdir við dýpkun og efnisútvegun á þessu ári. Viðræður hafa farið fram við MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJÚDAGUR 23. MAÍ 1978 31 starfandi járniðnaðarfyrirtæki um að koma á fót skipaviðgerðarstöð og er skýrsla um hagkvæmisat- hugun og staðarval væntanleg á næstunni. Þá fer fram endurskoð- un á fyrri athugunum um stað- setningu olíuhafnar. — Alfreð Þorsteinsson Framhald af bls. 5. Alþýðubandalagsins heldur en hún var á kjörtímabilinu þar á undan, 1970—74, þegar Fram- sóknarflokkurinn stjórnaði samstarfinu, en þá hafði Fram- sóknarflokkurinn einum borgar- fulltrúa fleira en Alþýðubandalagið. — Nú þurfa borgarfulltrúar að hafa töluverð samskipti við embættismenn borgarinnar. Hafa borgarfulltrúar minni- hlutans eitthvað undan þeim samskiptum að kvarta? — Almennt held ég að það sé ekki. A.m.k. hef ég ekki undan neinu að kvarta. Hafi þeir verið beðnir um upplýsingar hafa þeir verið fljótir til svárs. Yfirleitt eru starfsmenn Reykjaviðkur- borgar hæfir starfsmenn, þó að auðvitað megi segja í því sambandi, að misjafn sauður sé í mörgu fé. Ég vil nota tækifær- ið og þakka embaéttismönnum Reykjavíkurborgar, þeirra, sem ég hef þurft að leita til, fyrir ánægjulegt samstarf á undan undanförnum árum. — Nú þegar þú hættir þátt- töku í borgarstjórn, hvað tekur þá við? — Borgarstjórn og allt, sem henni er viðkomandi, hefur tekið gífurlegan tíma. A vissan hátt er léttir að losna undan því fargi, hvað sem síðar verður. Ég þarf ekki að kvarta undan verkefnaleysi, því að fyrir utan starf mitt sem forstjóri Sölu varnarliðseigna, sinni ég stjórnarstörfum í framkvæmda- stjórn ÍSÍ, auk annarra starfa fyrir iþróttahreyfinguna. Vænt- anlega eykst frítíminn eitthvað líka. Ég reisti mér sumarbústað að Syðri-Reykjum í Biskups- tungum fyrir tveimur árum. Ég býst við, að ég og fjölskylda mín munum nú hafa meiri tíma til að dveljast þar en áður. Silungs- veiði er uppáhaldsiðja mín og ég er svo heppinn, að hún er við bæjardyrnar hjá mér fyrir austan. XH FRAMFARIR ALP UPPBYGCING 1 TinHf «71 mWk W. gt ■'fpi'* * 1 [Jj 1! ;í y ALMENNUR D-LISTA FUNDUR um bæjarmálefni i Hafnarfjarðarbíói miðvikudaginn 24. maí kl. 20.30 Fundarsetning: Sveinn Þ. Guöbjartsson Fundarstjóri: Oliver Steinn Ávörp flytja: Árni Grétar Finnsson Eggert fsaksson Ellert Borgar Þorvaldsson Guðmundur Guðmundsson Hildur Haraldsdóttir Stefán Jónsson Auk þess koma fram: Sieglinde Kahmann og Siguröur Björnsson undirleikari: Carl Billich Jón Mýrdal (píanóleikur) Halli og Laddi | raðauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Grindavík Kosningaskrifstofa sjálfstæöismanna er opin aö Austurvegi 14 frá kl. 17—22. Sími skrifstofunnar er 8520. Kópavogur Geriö skil í kosningahappdrætti Sjálfstæöisflokksins á kosningaskrif- stofu D-listans í Sjálfstæöishúsinu aö Hamraborg 1, 3. hæö. Símar 40708, 44335 og 44855. Seltjarnarnes Kosningaskrifstofa D-listans Tjarnarstíg 2 Opin: Virka daga kl. 17 til 21. Laugardaga og helga daga kl. 14 til 18. Sími: 23341. Á kosningaskrifstofunni liggur frammi kjörskrá og þar eru veittai upplýsingar um utankjörfundaratkvæöagreiöslu. X D-listinn D-listann í Kópavogi vantar sjálfboðaliða til starfa á kjördag í kjördeildir og á kosningaskrifstofu Hafiö samband viö skrifstofuna aö Hamraborg 1, 3. hæö. Símar 40708, 44335 og 44855. D-listann í Kópavogi vantar bíla á kjördag. Hafiö samband viö kosningaskrifstofuna aö Hamraborg 1, 3. hæö, símar 40708, 44335 og 44855. Hafnfirðingar Þeir stuöningsmenn Sjálfstæöisflokksins sem geta lánaö bíla á kjördag eru beönir aö hafa samband viö skrifstofuna í síma 54592 og 50228. Ennfremur eru þeir sem geta starfaö á kjördag beönir aö hafa samband viö skrifstofuna sem fyrst. Happdrættið Dregiö veröur föstudaginn 26. maí. Vinsamlegast geriö skil. Andvirði miöanna sótt heim ef óskaö er. Sími 50228. Fulltrúaráð sjálfstæöis- félaganna í Reykjavík Áríöandi fundur í Sigtúni, laugardaginn 27. maí kl. 13. Fulltrúar mætiö stundvíslega. Stjórn Fulltrúaráðsins. Hafnarfjörður kosningaskrifstofa D-listans er í Sjálfstæöishúsinu Strandgötu 29, skrifstofan er opin frá kl. 10—22 daglega, sími 54592: Selfoss — Selfoss Stuöningsfólk D-listans heröum sóknina. Hafiö samband viö skrifstofu Sjálfstæöisflokksins aö Tryggvagötu 8, Selfossi, sími 1899. X-D X-D X-D X-D X-D X-D X-D X-D X-D X-D X-D X-D X-D Mosfellssveit Frambjóöendur D-listans veröa til viötals kosningaskrifstofunni aö Bjarkarholti 4, öll kvöld þessa viku kl. 20—22.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.