Morgunblaðið - 23.05.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÖIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1978
39
Sigurlaug Lárus-
dóttir—Minning
Fædd 31. maí 1894
Dáin 13. maí 1978
Fátt er hversdagslegra en dauði
gamals fólks. Og þó er það nú svo,
að þegar hún amma gamla hefur
verið borin út úr Dómkirkjunni
undir þessu eina blómstri látinna
íslendinga, þá reikar hugurinn á
vit löngu liðinna atburða.
Ég var ekki hár í loftinu, enda
aðeins 5 ára, þegar afi minn dó
norður á Akureyri, þar sem þau
hjón höfðu búið í rúma þrjá
áratugi.. Eftir það lá leiðin suður,
enda var amma Reykvíkingur
langt aftur í aldir, aettuð úr
Þingholtunum. Foreldrar hennar
voru þau hjón Málfríður Jónsdótt-
ir og Lárus G. Lúðvíksson skó-
kaupmaður.
Amma var sem sé alin upp við
hugsunarhátt hinnar ungu borg-
arastéttar síðari hluta 19. aldar og
fram á þessa. Sigrar þessa fólks
voru hennar sigrar, ósigrunum
deildi hún einnig með því.
En þegar hin framsækna borg-
arastétt aldamótaáranna hrapaði
á fluginu, með þeim afleiðingum,
að arftakar hennar týndu glórunni.
í stríðsbraski og landsölu, þá bar
amma mín ekki gæfu til að átta sig
á rás atburðanna. Upp frá þeirri
stundu hætti hún að fylgjast með
dagatalinu. Slík urðu örlög hennar
líkra, þegar tötraborgarinn reið í
hlað, menningarsnauður með
gróðann einan að trú.
Sú kynslóð íslenskra borgara,
sem í æsku dáði Einar Ben. og
bláhvíta fánann, eyddi ellinni
flettandi Hjemmet og Familie
journal, líkt og menn gera á
biðstofum lækna. Og kannski er
þetta mannlíf ekki annað en
biðstofa hvort sem er.
Ýmsir sem dvöldu með ömmu á
þessari biðstofu eiga henni margt
að þakka, en enginn þó jafn mikið
og ég. Enda er ég þess fullviss, að
sé einhver í herberginu innaf
biðstofunni, mun hann taka henni
vel.
Pjetur H. Lárusson
Minning — Sunna
Mjöll Svavarsdóttir
Hún Sunna er dáin. Nú kemur
ekki lengur lítil yndisleg stúlka
með stór blákornótt augu að
dyrum okkar og spyr um beztu
vinkonuna sína, hana Kristínu.
Þær sem voru svo góðar vinkonur,
að þær ætluðu að verða systur,
þegar þær yrðu stórar og aldrei að
skilja — en margt fer öðruvísi en
ætlað er.
Litla stúlkan átti við erfiðan
sjúkdóm að stríða, en þrátt fyrir
það naut hún oft lífsins. Hún var
í eðli sínu dul og hæglát, en gat
verið geislandi glöð á góðri stund.
Við fullorðna fólkið, sem þekktum
hana, vissum innra með okkur, að
hún mundi ekki fá að dvelja lengi
meðal okkar, þó að hún fullvissaði
mömmu sína og pabba um að hún
ætlaði ekki að missa andann, eins
og þeir gerðu, sem dæju. Þroski
þessa fimm ára barns var mikill,
hún skildi og hugleiddi margt og
hafði svör við ótrúlegustu hlutum.
Við lásum gjarnan sögur og þá
einkum söguna um hvolp, sem var
yngstur og gat ekki hlaupið eins
hratt og systur hans og bræður og
varð því einn eftir og fann sér þá
margt til dundurs. Þessa aðstöðu
skildi Sunna vel og var þetta
uppáhaldssagan hennar.
Sunna Mjöll fæddist í Reykjavík
28. maí 1972 og voru foreldrar
hennar Sigríður Sigurðardóttir og
Svavar Benediktsson, bæði ættuð
úr Dalasýslu. Hún átti 3 systkini,
tvo eldri bræður og yngri systur.
Foreldrarnir, systkinin og amma
hennar önnuðust hana öll af
einstakri alúð og gerðu allt sem
þau gátu til að gera henni lífið sem
léttast.___
Styrkir
Norræna
menningar-
málasjódsins
NORRÆNI menningarmála-
sjóðurinn hefur úthlutað styrkjum
til 53 aðila á Norðurlöndum og
komu nokkrir þeirra í hlut Islend-
inga. Þeir aðilar íslenzkir eða
tengdir íslenzkum málefnum sem
fengu styrk eru:
Háskólabókasafnið, Einar Sig-
urðsson, til að standa undir
nokkrum kostnaði við norrænt
mót bókasafnsfræðinga á íslandi,
kr. 1,1 • m.; Tónlistarskólinn á
Akureyri til að fara í tónleikaför
til Noregs og Danmerkur, kr. 1800
þúsund; Palle Petersen Ballerup til
að gefa út kennslubók um guði,
hetjur og bændur í íslendingasög-
unum og til íslandsferðar í því
sambandi, kr. 270 þúsun,d, og
Iþróttasamband íslands vegna.
íþróttamóts fyrir fatlaða eins og
skýrt hefur verið frá, kr. 2,3
milljónir tæpar.
Mikill er söknuður þeirra og
allra vina hennar nú, megi trúin
og minningin um litlu stúlkuna,
sem kvaddi þennan heim á hvíta-
sunnudagsmorgun vera huggun í
harmi.
Vertu sæl. vor litla ljúfan blíða.
lof sé Guði. búin ertu ad stríða.
Upp til sælu sala
saklaust barn án dvala.
Lærdu ung viú engla GuÚs ad tala.
M. Joch.
Edda.
ífj ÚTBOÐ
Tilboö óskast í leigu á
verslunar- og veitingaaö-
stöðu í Áningarstað SVR á
Hlemmi
Leigö veröa út alls 9 rými fyrir eftirfarandi
vöruflokka:
a) Ljúfmeti („Delikatessen") (Ávextir, grænmeti,
álegg, brauövörur, mjólkurvörur o.fl.)
b) Snyrti- og hreinlætisvörur.
c) Blóma- og gjafavörur.
e) Leikföng.
f) Blöö og bækur.
g) Skyndimyndir, Ijósmyndavörur o.fl.
h) Sælgæti og tóbak og aörar vörur, aö
undanskildu öli og gosdrykkjum.
i) ís.
j) Veitingar.
Teikningar af húsnæöinu ásamt líkani af því veröa
til sýnis á skrifstofu Strætisvagna Reykjavíkur að
Kirkjusandi mánudag 22. maí og þriðjudag 23. maí
n.k. kl. 14—16.
Útboösskilmálar og tilboöseyðublöö veröa afhent
á sama stað og tíma.
Tilboöum skal skila á skrifstofu Innkaupastofnunar
Reykjavíkurhorgar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, fyrir
kl. 12.00, fimmtudaginn 1. júní 1978 og veröa þau
opnuð á skrifstofu SVR, Kirkjusandi sama dag kl.
14.00 e.h.
INNKAUPASTOFNUN HEYKJAVÍKURBORGAR
i Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Sonur minn er öðru hverju haldinn einhverjum
ótta, þó að engin augljðs ástæða sé til að óttast.
Getið þér hjálpað okkur?
Ef sonur yðar er enn þá barn að aldri, má vera, að
það sé aðeins ótti yðar, sem kemur fram í honum.
Það er ekki víst, að hann geri sér grein fyrir, af
hverju óttinn stafar, en hugsanlegt er, að hann sýni
merki hræðslu, af því að þér eruð hræddur. Ef til
vill skortir hann öryggiskenrtd, því að þar sem menn
finna öryggi, þar hverfur óttinn. Biblían segir:
„Fullkomin elska útrekur óttann.“ Ég held, að hann
verði að glíma við þennan vanda, þangað til hann
lærir að standa á eigin fótum, óháður yður. Uggur
yðar kann að vera á rökum reistur — eða ekki.
Skoðið hug yðar vandlega, svo að þér fáuð úr þessu
skorið.
Margt fólk óttast hið liðna, þó að vandaml þess séu
þegar úr sögunni. Ég þekki marga menn, sem hafa
ríka ástæðu til að óttast, af þvi að þeir hafa ekki látið
sættast við Guð. Þeir eru ókunnir Guði og fráhverfir
honum. Það er ekki fyrr en þeir hafa sætzt við Guð,
sem þeir geta að fullu sigrazt á því, er þeir skelfast.
VIÐTALSTÍMAR
FRAMBJÓÐENDA
Frambjóöendur Sjálfstæöisflokksins viö
borgarstjórnarkosningarnar munu skiptast
á um aö vera til viötals á hverfisskrifstofum
Sjálfstæöismanna næstu daga.
Frambjóöendurnir veröa viö milli kl. 18 og
19 e.h. eöa á öörum tímum, ef Þess er
óskaö.
Þriöjudaginn 23. maí veröa eftirtaldir
frambjóöendur til viötals ó eftirtöldum
hverfisskrifstofum:
NES- OG MELAHVERFI, Ingólfsstrœti 1 a
Elín Pálmadóttir, blaöamaöur.
VESTUR- OG MIÐBÆJARHVERFI,
Ingólfsstræti 1 a
Ólafur B. Thors, forstjóri.
AUSTURBÆR OG NORÐURMÝRI
Hverfisgötu 42, 4. hæó
Sigríöur Ásgeirsdóttir, lögfræöingur.
HLÍÐA- OG HOLTAHVERFI, Valhöll,
Háaleitisbraut 1
Markús Örn Antonsson, ritstjóri.
LAUGARNESHVERFI, Bjarni v/Sundlauga-
veg
Davíö Oddsson, skrifstofustjóri.
LANGHOLT, Langholtsvegi 124
Ragnar Júlíusson, skólastjóri.
HÁALEITISHVERFI, Valhöll,
Háaleitisbraut 1
Hulda Valtýsdóttir, húsmóöir.
SMÁÍBÚÐA- BUSTAÐA- OG FOSSVOGS-
HVERFI,
Langageröi 21 (kjallara)
Albert Guömundsson, stórkaupmaöur.
ÁBÆJAR- OG SELÁSHVERFI,
Hraunbæ 102 (aö sunnanveröu)
Sveinn Björnsson, kaupmaöur.
BAKKA- OG STEKKJAHVERFI,
Seljabraut 54, 2. hæö
Margrét S. Einarsdóttir, ritari.
FELLA- OG HÓLAHVERFI,
Seljabraut 54, 2. hæö
Hilmar Guölaugsson, múrari.
SKÓGA- OG SELJAHVERFI,
Seljabraut 54, 2. hæö
Bessí Jóhannsdóttir, kennari.
-listinn