Morgunblaðið - 23.05.1978, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1978
vik>
M0R<Sd(V'
kafhnu
■'.y
■ '■•■A' ■
.Vv„
k ' >C
GRANI göslari
Helurðu gert þér grein fyrir
því, hve mörgum kaffitímum
við töpum verði vinnuvikan
stytt niður í fimm daga?
Hvern fj... ertu lika að gera hér á þessu horni, cinmitt núna!
Tvöföld umferð í
bikarkeppninni?
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Varla er hægt að álasa vestri
fyrir að dobla lokasamninginn í
spili dagsins. Það kom fyrir í
Evrópukeppni, studdri af Philip-
Morris fyrirtækinu, í London um
páskana.
Gjafari suður, allir utan hættu.
Norður
S. KDG4
H. 654
T. 5
L. K10983
Vestur
S. 109832
H. ÁG72
T. D1064
L. -
Austur
S. 765
H. 9
T. K72
L. ÁDG765
Suður
S. Á
H. KD1083
T. ÁG983
L. 42
Suöur Vestur NorAur Austur
1 H pass 1 S 2 I,
2 T pass 2 H pass
H pass 1 H pass
pass rlohl allir pass
(C'PIB
cspinkmii
7S85
COSPER
Mér finnst það vera tímabært fyrir okkur að gefa hvort öðru
nytsamar afmælisgjafir í ár. t.d. pels og slifsi.
„Ég hef mikinn áhuga að knatt-
spyrnu og sumum öðrum íþrótta-
greinum og vil ég þeim vel.
Ástæðan fyrir þessum skrifum er
fyrst og fremst sú, að ég hef orðið
fyrir miklum vonbrigðum með
stefnu stjórnar K.S.Í. í mörgum
málum.
Ég vil fyrst nefna, að það er
ákaflega lítil reisn yfir bikar-
keppni K.S.I. og undarlegt er það,
að lið, sem sigrar í bikarkeppninni
hverju sinni, þarf oftast nær að
leika aðeins fjóra leiki til þess að
ná þeim áfanga. Það má mikið
vera ef það er ekki einsdæmi í
heiminum. Það er mín skoðun að
það þurfi að breyta bikarkeppn-
inni á þann veg, að leiknar verði
tvær umferðir, á heimavelli og
útivelli, en með því fengist betri
mælikvarði og réttlátari á getu
liðanna og úrslitin einnig, enda
leikirnir fleiri. Einnig mætti koma
á fót deildarbikarkeppni hér á
landi, það myndi lengja keppnis-
tímabilið töluvert og væri það vel.
Ég tel að stjórn K.S.Í. gæti alveg
eyðilagt Litlu bikarkeppnina einn-
ig með því að fækka þar leikjum
þannig að nú er svo komið að engin
reisn er yfir því móti miðað við
það sem áður var að mínu áliti
a.m.k. Einnig ætti stjórn K.S.Í. að
verðlauna og heiðra þann knatt-
spyrnumann sem að hennar áliti
er talinn hafa staðið sig bezt á
árinu, en slíkt er gert víða annars
staðar og hefur þótt hinn mesti
heiður fyrir leikmennina.
• íþróttir fyrir
þroskahefta
Það er mín skoðun að það sé
orðið mjög nauðsynlegt að koma af
stað íþróttamótum fyrir þroska-
heft fólk hér á landi, enda á það
fólk sama rétt á því og aðrir
þegnar í þessu landi. Ég skora á
stjórn K.S.Í. að koma á fót
sérstökum knattspyrnumótum
fyrir vangefna unglinga og unga
menn sem hafa áhuga á knatt-
spyrnu og þetta þurfa aðrar
stjórnir innan K.S.Í. að athuga og
skipuleggja íþróttamót og leiki
fyrir þroskaheft fólk.
Þroskaheftir eru jafnan mun
einangraðri en annað fólk, það er
jafnvel Iokað inni á hælum og
vistheimilum. Það þarf að koma
þessu fólki út í það iðandi líf og
ekkert er einmitt eins heilsusam-
legt og gott og það að fá að taka
þátt í heilbrigðum leikjum og
mótum.
E.K. 1730-6804.“
Ekki er nú Velvakandi viss um
að stjórn K.S.Í. sé að öllu leyti
sammála þessu og nefna má einnig
að til er íþróttafélag fatlaðra
þannig að eitthvað er gert í
málefnum þeirra sem minna mega
sín, þó e.t.v. megi segja, að gera
megi enn meira. En næst er horfið
á vit stjarnanna og ritar bréfritari
undir fyrirsögninni:
Óþægilegt reyndist að eiga ekki
spil í lit makkers. En vestur
spilaði út spaðatíu. Suður tók
slaginn og fór inn í blindan með
því að trompa tígul. í spaðakóng
og drottningu lét suður lauf. En
spaðagosann trompaði austur þó
betra hefði verið að láta tígul.
Suður yfirtrompaði og trompaði
aftur tígul í borði. Sagnhafi hafði
þegar fengið sjö slagi og ballið var
að byrja. Hann trompaði nú lauf
með kóngnum. Vestur tók réttilega
með ásnum og staðan var þessi.
Norður S. - H. 6 T. - L. K1093
Vestur Austur
S. 9 S. -
H. G72 H. -
T. D T. -
L. - Suður S. - H. D83 T. G9 L. - L. ÁD765
Vestur reyndi hjartatvistinn,
besta vörnin, en suður tók sexið
með áttunni og spilaði tígli. Og þá
fann vestur, að hann gat aðeins
fengið einn af þremur síðustu
slögunum. Slétt unnið.
MAÐURINN A BEKKNUM
Framhaldssaya eftir Georges Sunenon
Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaói
I
47
ekki hvað sízt uppi á fata-
skápnum.
Og enn beið Monique. öðru
hverju sendi Maigret einhvern
fram til að gá að henni.
— Hvað ef hún að gera?
— Ekkert.
Sterkari persónuleikar en
hún væru komnir í rusi eftir
kiukkutíma í „húrinu“ svo að
Maigret hristi höfuðið
undrandi.
Þegar kiukkuna vantaði
kortér í eiiefu andvarpaði hann
og sagðii
— Jæja. látið hana þá koma!
Hann bað hana margfald-
legrar afsökunar þegar hún
kom inn.
— Þar sem ég vildi endilega
fá að ræða almennilega við
yður og gefa mér til þess góðan
tíma varð ég að Ijúka ýmsum
smámálum áður.
— Það skil ég vel.
— Gerið svo vei að fá yður
sæti.
Iiún gerði það og lagði
veskið í kjöltu sér og renndi
fingrunum iétt gegnum hárið.
Hann settist hinum megin við
skrifborðið. kvcikti á cldspýtu
og sagði.
— Eg vona yður sé sama þótt
ég reyki.
— Faðir minn reykti og það
gera líka eiginmenn móður
systra minna.
Hún var ekki eins óstyrk og
kviðafull og í fyrra skiptið. Það
var milt í veðri og Maigret
hafði opnað gluggann út að
götunni.
— Já, það er auðvitað faðir
yðar sem ég ætlaði að tala um
við yður.
Hún kinkaði kolli.
— Og um yður og ýmsa aðra.
Hún veitti honum enga að-
stoð, leit ekki undan. heldur
beið átekta eins og hún vissi
hvaða spurningar myndu
koma.
— Þykir yður vænt um móð-
ur yðar, frökcn Monique?
Það var a'tlun hans að vera
vingjarnlegur við hana og fara
að henni með Jagni svo að hún
neyddist smátt og smátt til að
vera hreinskiiin við hann. En
svar hennar við þessari fyrstu
spurningu kom honum í bohba.
Rólega og eins og ekkert
væri sjálfsagðara sagði hún
nefnilega.
- Nei.
— Þér eigið við að ykkur
semji ekki alls kostar?
— Ég þoli hana ekki.
— Leyfist mér að spyrja
hvers vegna?
Ilún yppti öxlum.
— Þér hafið verið heima hjá
okkur og hitt hana.
— Og þér viljið ekki fara
nánar út f þctta?
— Mamma hugsar aðeins
um sjálfa sig og þessa svoköll-
uðu „sjálfsvirðingu“. Henni
gremst að hún fékk ekki jafn
gott gjaforð og systur hennar
og langar óskaplega mikið til
að ailir haldi að við höfum það
jafn gott peningalega og þau
hin.
Hann varð að ga-ta þess að
brosa ekki en sagði sfðan.
— Þótti yður vænt um föður
yðar?
Hún svaraði ekki og hann
endurtók spurninguna.
— Ég er að hugsa um það.
Ég veit það ekki almennilega.
Mér finnst ekki þægilegt að
viðurkenna það núna þegar
hann er dáinn ...
— Yður þótti scm sagt ekki
heldur sérlega vænt um hann?
— zE. hann var óttalegur
væskill.
— Ilvað eigið þér við með
því?
— Hann gerði aldrei neitt í
málinu.
— Ilvaða máli?
- ÖIlu.
Og af skyndilegri ákefð hélt
hún áfram.
— Þetta svokallaða líf sem
við lifðum. Ég hcf fyrir löngu
fengið mig fullsadda af því og
ég hef aðeins eina hugsun í
kollinum og það er að komast
í burtu frá þessu.
— Þér eigið við að gifta
yður?
— Hvort sem ég gifti mig
eða ekki — bara að komast í
burtu.