Morgunblaðið - 02.06.1978, Side 2

Morgunblaðið - 02.06.1978, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978 Greiðir borgin fast- eignagjald fyrir garð í Grjótaþorpinu? -ÉG vona að það sé komin lausn Kcrður Karður á lóðinni. Er gert ok máiið þar með ieyst. Það lÍKKur fyrir af hálfu lóðarcigand- ans. Þorkels Valdimarssonar, samninKur við íbúa í Grjóta- þorpinu. þess efnis að á ný verði Nýi borgarstjórnar- meirihlutinn: Viðræður eru að hefj- ast um mál- efnasamning í UPPIIAFI Borjíarstjórnar- fundar í KaerdaK kvaddi Sigur- jón Pétursson (Abl) sér hljóðs utan dagskrár. Þar las hann yfirlýsinjfu vegna hins nýja meirihluta Borgarstjórnar. I yfirlýsinsunni sagði. að AI- þýðubandalaK. Alþýðuflokkur ojí Framsóknarflokkur hefðu ákveðið að hafa samstarí um kjör forseta BorKarstjórnar ok Borsarráð. Nú væru að hefjast viðræður þessara flokka um málefnasamninK og yrði hann kynntur síðar. Al- bert Guðmundsson (S) sagði þessa yfirlýsingu koma sér á óvart. Ilinum nýja mcirihluta hefði þcgar gefist tækifæri til að ræða saman og lýsti hann furðu sinni. að nú fyrst væru viðræður að hefjast um mál- efnasamning. ráð fyrir að lóðareigandi leggi fram cfni en ibúarnir í Grjóta- þorpi vinnu við lagfæringarnar." sagði Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi cr blaðið spurði hana hvað liði afskiptum borgar- yfirvalda af framkvæmdum við lóðina að baki Fjalakattarins í Grjótaþorpi. Adda Bára sagði að hún teldi að hér væri á ferðinni smámál, sem vonandi tækist að leysa. „Lóðar- eigandi hefur aðallega óskað eftir því í viðræðum við Jón G, Tómas- son, sem nú gegnir störfum borgarstjóra, að hann þurfi ekki að greiða fasteignagjöld af því svæði, sem garðurinn er á. Jón hefur greint lóðareiganda frá því að hann muni á fyrsta fundi borgarráðs leggja fram tillögu um að borgin greiði þetta fasteigna- gjald, ef það megi verða til að leysa deiluna. Adda Bára var spurð, hvort hinn nýi meirihluti borgarstjórnar væri samþykkur því að borgin greiddi þetta fast- eignagjald? „Ég get ekki talað fyrir allan hópinn en mér persónu- lega finnst það sanngjarnt að borgin greiði þetta fasteigna- gjald,“ sagði Adda Bára. Torfusamtökin, íbúasamtök Vesturbæjar og Ibúasamtök í Grjótaþorpi hafa sent borgarfull- trúum bréf þar sem segir að fyrir nýafstaðnar borgarstjórnar- kosningar hafi það virst vera skoðun flestra frambjóðenda, sem tjáðu sig um húsvernd, að þar væri um að ræða mál, sem taka þyrfti Framhald á bls. 19 Breyting á tollskrár- lögum og bráðabirgða- lög um vörugjald LÖG UM breytingu á toilskrá o.íl. voru birt í Stjórnartíðind- um í gær og voru samtímis gefin út bráðabirgðalög um sérstakt tímabundið vörugjald til samræmingar og einnig var sérstakt tímabundið vörugjald fellt niður af nokkrum vöruteg- undum sem tollar féllu niður af um áramótin að því er segir í frétt frá fjármálaráðuneytinu. I frétt ráðuneytisins segir að nýju lögin hafi í för með sér verulegar breytingar á flokkun vara frá því sem áður gilti og að nauðsyn bráðabirgðalaganna hafi byggzt á því að vöruflokkun til gjaldskyldu ræðst af flokkunar- reglum tollskrárlaga. Fjármálaráðuneytið hefur gefið út nýja sérútgáfu í lausablaða- formi á lögum nr. 120/1976 um tollskrá o.fl. ásamt áorðnum breytingum til þess að auðvelda notendum tollskrárinnar að átta sig á þeim breytingum. Lausa- blaðaskrá þessi verður fáanleg bæði á íslensku og ensku. Einar Tjörvi Elíason Sindra Stál hf. hefur nú lokið við stækkun á minnismerki sjómanna eftir Ásmund Sveinsson og tók Kristinn þessa mynd í gærkvöldi þegar Iistaverkið var sett á bíl en það var unnið fyrir Keflavíkurbæ og átti að flytja það þangað í nótt. S jávarafurðadeild Sam- bandsins velti 14,9 milljörðum á sl. ári HEILDARVELTA Sjávarafurða- deildar Sambandsins varð 14.916 millj. kr. á s.l. ári, sem er 71,1% aukning frá 1976, Jægar veltan var 8.719 millj. kr. Ástæðan fyrir þessari miklu veltuaukningu á rætur sínar fyrst og fremst að rekja til þess að um nokkra magnaukningu var að ræða, ennfremur mikla verðmætis- aukningu í útflutningi frystra fiskafurða, einnig var tvöföldun magns og þreföldun verðmætis í mjölviðskiptum. Þá má og benda á breytingar á gengi íslenzku krónunnar. I sambandsfréttum segir, að framleiðsla allra frystra afurða hjá Sambandsfrystihúsunum hafi numið alls 26.652 lestum á s.l. ári, á móti 20.622 lestum á árinu áður, og er aukningin milli ára 29,2%. Merkast á árinu var frysting á 2.100 lestum af síld, á móti 350 lestum árið áður og fór síldin á markaði til ýmissa landa í V- Evrópu. Sé hins vegar aðeins litið á botnfiskfrystinguna hjá Sam- bandsfrystihúsunum, þá var hún 22.583 lestir, á móti 18.513 lestum 1976, sem er 22,2% aukning, og juku Sambandsfrystihúsin nokkuö þátt sinn í heildarfrystingunni. Sem fyrr voru Bandaríkin þýðingarmesti markaður Sjávar- afurðadeildarinnar, en þangað fóru 83,2% af öllum freðfiskút- flutningi deildarinnar. Á s.l. ári var haldið áfram með endurbætur á vélum og búnaöi Iceland Products Inc. í Banda- ríkjunum, og eru þar nú fram- leiddir verðmætari fiskréttir en Ahugi á samvinnu íslands og Hawai á sviði eldfjalla- fræði og jarðhita í ATIIUGUN er að taka upp samvinnu við Hawai á sviði eldfjallafræði og jarðhita. Val- garður Stefánsson hjá Orkustofn- un heimsótti Hawai snemma árs og ræddi hann þá nokkuð við Gordon Eaton forstöðumann Eld- fjallastöðvarinnar á Ilawai um samvinnu á sviði eldfjallafræði og cinnig ræddi Valgarður við Guðmund Sigvaldason forstöðu- mann Norrænu eldfjallastöðvar- innar sem lýsti vilja til samstarfs. áður. Heildarvelta fyrirtækisins á árinu 1977 varð 61,7 milljónir dollara, sem er 27,1% aukning frá árinu áður. Hæstiréttur sýknar Al- þingi af kröf- um fyrrv. starfsstúlku Lögmaður harðlega víttur fyrir óhæfileg ummæli HÆSTIRÉTTUR kvað í gær upp dóm í máli sem fyrrverandi starfs- súlka við Alþingi höfðaði gegn þinginu vegna vangreiddra launa og þess, að hún taldi að henni hefði verið verið mismunað vegna kyn- ferðis við ákvörðun launa. Krafðist konan rúmlega 100 þúsund króna auka vaxta. I héraði var Alþingi sýknað af kröfum konunnar og Haestiréttur staðfesti þann dóm. í dómi Hæstaréttar segir m.a. svo: „I öllum tilvikum krefst áfýjandi málskostnaðar úr hendi 3tefndu bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast aðallega stað- festingar hins áfrýjaða dóms, og málskostnaðar fyrir Hæstarétti, en til vara lækkunar á kröfum áfrýj- anda, og að málskostnaður verði látinn niður falla. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð nokkur ný gögn. Ætla að beita mér fyr- ir borunum við Kröflu — segir Einar Tjörfi Elíasson sem tekur við starfi framkvæmdastjóra Kröflunefndar „ÉG ætla að beita mér íyrir því að það verði borað við Kröflu og kraftur settur á gufuöflunina,“ sagði Einar Tjörvi Elíason, yfirverk- fræðingur Kröflunefndar sem nú hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra nefndar- innar í samtali við Mbl. í gær. Að ósk formanns Kröflunefndar, Jóns G. Sólnes alþingismanns, hefur iðnaðarráðherra samþykkt að leysa hann frá starfi fram- kvæmdastjóra Kröflunefndar frá og með 1. júní, en Jón gegnir áfram formennsku í Kröflunefnd. „Þetta er nú bara einföldun á staðreyndum,“ sagði Jón G. Sólnes í samtali við Mbl. í gær. „Bygg- ingaframkvæmdum við Kröflu- virkjun er nú að mestu lokið, samningum og innkaupum á vélum svo og samningum við verktaka er lokið, þannig að framhaldið nú er einkum rekstrar- legs eðlis og þá er eðlilegt að yfirverkfræðingurinn taki við framkvæmdastjórastöðunni." í skýrslu um Hawai-ferðina segir Valgarður að jarðhitakerfið á Hawai líkist jarðhita í Kröflu og auk þess líkist Kilauea-eldfjallið á Hawai, sem þarlendir hafa borað í um 45 km frá aðalgígnum, mikið Kröflueldstöðinni. „Á báðum stöðum er innstréymi í kvikuþró sem veldur því að eldfjöllin bólgna út. Skyndilega verður svo kviku- hlaup á þann veg að kvikan streymir annaðhvort út í sprungu- sveima neðanjarðar eða til yfir- borðs. Búast má við að Hawai sé meira gefandi en þiggjandi á sviði eldfjallafræði en ef til vill er málum háttað á hinn veginn á sviði jarðhita," segir Valgarður í skýrslu sinni. „Það styrkir því líklega samningsaðstöðu ís- lendinga að fja.Ha. um bæði atriðin í einu.“ Framhald á bls. 19 Féll sjö metra í götuna SEXTÁN ára piltur féll ofan af þaki Síldar- og íiskimjölsverk- smiðjunnar hf. á Akranesi í gærmorgun og niður á götu um sjö metra fall. Pilturinn slapp með brákaða mjaðmagrind. Drengurinn var að vinna að smíði stromps á þakinu en að sögn lögreglunnar á Akranesi var í gærkvöldi ekki ljóst með hvaða hætti hann féll fram af þakinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.