Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 14
14 . MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978 Þetta gerðist 2. júní 1977 — Tilraunir ríkra þjóða og snauðra til að leysa orku- kreppuna fara út um þúfur. 1969 — Árekstur ástralska flugvélamóðurskipsins „Melbourne" og bandaríska tundurspiilisins „Frank E. Evans": 74 bandarískir sjóliðar farast. 1%7 — Rússar saka Banda- ríkjamenn um loftárás á rússneskt kaupskip í Campah, Norður-Víetnam. 1966 — Surveyor lendir mjúkri lendingu á tunglinu fyrst bandarískra geimfara. 1953 — Krýning Elísabetar I! Englandsdrottningar. 1946 — Stofnun lýðveldis á Ítalíu samþykkt við þjóðar- atkvæði. 1942 — Bretar hörfa frá víg- línunni Gazala-Bir Hakeim í vestureyðimörkinni. 1941 — Fundur Hitlers og Mussolinis í Brenner-skarði. 1878 — Önnur tilraun rót- tækra til að ráða Vilhjálm I Þýzkalandskeisara af dögum. 1815 — Napoleon gefur út frjálslynda stjórnarskrá. 1771 — Rússar ljúka við að leggja undir sig Krím. 1622 — Sigismund af Pól- landi semur vopnahlé viö Gústaf Adolf Svíakonung. 1567 — írski uþpreisnar- maðurinn Shan 0‘Neil, jarl af Tyrone, veginn. Afmæli dagsins. Jóhann Sobieski, konungur Póllands (1624-1696) - Cenon de Sonodeville, spænskur stjórn- málaleiðtogi (1702-1781) - Konstantín fv. Grikkja- konungur (1940---) — Charles Conrad bandarískur geimfari (1930---) — Thomas Hardy, enskur rithöfundur (1840-1928). \ , Orð dagsins. Þekkingin kemur smám saman, en vizkan lætur bíða eftir sér — Aifred Tennyson lávarður (1809 — 1892). Nýttfiá Kaaber 0. JOHNSON & KAABER Danskir sjómenn f á bætur Kaupmannahöfn, 1. júní. AP. DANSKA þingið samþykkti í dag lög sem veita dönskum fiski- mönnum skaðabætur fyrir íjár- hagslegt tjón sem þeir hafa orðið fyrir vegna alþjóðlegra samninga um skerðingu aflakvóta. Lögin gera ráð fyrir greiðslum að upphæð allt að 25 milljónir danskra króna (um 112 milljarðar ísl. kr.) til skipstjóra sem hafa lagt fiskibátum sínum í þrjá mánuði á þessu ári. Enn fremur verður varið 50 milljónum danskra króna (um 2,3 milljarðar ísl. kr.) til veitingu lána með lágum vöxtum til þess að hjálpa fiskimönnum sem hafa orðið fyrir tekjumissi vegna skerðingar aflakvóta aðallega fiskimönnum við Eystrasalt. Ríkisstjórnin hét því einnig að kalla saman fund í Eystrasalts- nefndinni um fiskveiðar til þess að reyna að fá fram endurskoðun á aflakvóta Dana. Fund'artími hefur ekki verið tilkynntur. Aðgerðir stjórnarinnar fylgja í kjölfar hafnbannsaðgerða reiðra fiskimanna, aðallega frá Borgundarhólmi. Kafbát í vörpuna Gallipoli, Ítalíu, 1. júní AP. FISKIBÁTUR frá þorpinu Gallipoli á Italíu fékk óvænta veiði í nótina aðfararnótt fimmtudags — myndarlegan ítalskan kafbát. Kafbáturinn slapp þó úr vörpunni og komst undan að því er segir í frétta- skeytum. Að öðru leyti segir um þetta óvenjulega mál að báturinn sem er 30 tonn að stærð ög heitir Angela Marti hafi verið að veiðum um það bil 20 mílur fyrir utan ströndina, í Tarantoflóa, þegar skipstjór- inn Sosimo Buccarella tók eftir því að öll ummerki bentu til þess að eitthvað mikið og voldugt væri í nótinni, og dró nú mjög úr hraða bátsins. Skipstjóranum til óblandinn- ar undrunar sá hann síðan útsýnispípu kafbátsins koma upp á yfirborðið, hvarf síðan augnabliki síðar og sást ekki meira til kafbátsins. Aftur á móti var ljóst að nótin var rifin og tætt og kannski ónýt fyrir vikið. Buccarella sagði sögu sína þegar hann kom að landi og festi enginn trúnað á orð hans fyrr en talsmaður ítalska flot- ans staðfesti frásögn hans. Þjóðverjarnir fjórir sem voru handteknir í Júgóslavíu fyrir skemmstu og eru grunaðir um að vera félagar í Baader Meinhof samtökunum. Efri mynd frá vinstri Sieglinde Gudrun Iloffmann. Birgitte Mohnhaupt og í neðri röð frá vinstri Pcter Boock og Rolf Clemens. Króatar framseldir í stað þjóðverjanna? Belgrad, 1. júní. Reuter. TALSMAÐUR júgóslavnesku stjórnarinnar neitaði í dag að beiðni hennar um framsal á júgóslavneskum hryðjuverka- mönnum í Vestur-Þýzkalandi væri tilraun til eins konar fanga- skipta. Sagði hann að milli þessara beiðna bæru engin tengsl. Júgóslavneskir Króatar í Ástra- líu hófu hungurverkfall í dag vegna ótta um að Júgóslavía væri að reyna að þvinga fram samning Fleiri hand- tökur í óperu- hneyksli HómaborK. 1. júní. AP. LÖGREGLA hefur handtekið fimm leikhúsumboðsmenn til við- bótar og leitar að sex öðrum í hneykslismáli því sem kallað hefur verið „óperuhneykslið“ og sagt hefur verið frá hér í blaðinu og gengur út á að spilling mikil dafni innan óperuheims Italiu. Yfirheyrslur fara og fram yfir þeim sem teknir hafa verið, en nýjustu handtökurnar voru í Mílanó og Rómaborg. Verða sak- borningar ákærðir fyrir mútur, spillingu og fjárkúgun. Stærsta blað Italíu Corriere della Sera, sagði fráiþví í dag að ýmsir erlendir listamenn þar á meðal Leonard Bernstein, Zubin Mehta, Isaac Stern o.fl. hefðu sent skeyti til embættismanna ríkis- stjórnarinnar þar sem þeir láta í ljós samstöðu með hinum fangels- uðu starfsbræðrum sínum. til að ná fjórum króatískum þjóðernissinnum sem sitja í haldi í vestur-þýzkum fangelsum. Stjórnin í Bonn hefur einnig neitað því að hér væru á ferðinni hrossakaup í fangaskiptum, en hefur ekkert farið dult með að það sé álitið mjög nauðsynlegt að júgóslavneska stjórnin skili hið fyrsta fjórum eftirlýstum mönn- um sem taldir eru Baader-Meinhof félagar og viðriðnir ýmis hryðju- og glæpaverk eins og frá var sagt fyrir helgina. VEÐUR víða um heim Amsterdam 28 sól Apena 27 bjart Berlín 30 sól Brussel 28 sól Chicago 31 skýjaó Kaupmannahöfn 26 sól Frankfurt 26 bjart Genf 22 sól Helsinki 23 sól Jóhannesarborg 20 sól Lissabon 22 sól London 27 sól Los Angeles 25 skýjað Madrid 23 bjart Miami 30 skýjað Montreal 28 skúrir Moskva 14 bjart Núja Delhi 45 bjart New York 29 bjart Ósló 25 sól París 26 bjart Rómaborg 22 bjart San Francisco 19 skýjað Stokkhólmur 23 sól Tel Aviv 26 skýjað Tókíó 28 bjart Toronto 27 skýjað Vancouver 17 sól Vínarborg 24 bjart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.