Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JUNI 1978 JHíurpi Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvœmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjðrn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480. Askriftargjald 2000.00 kr. ó mánuði innanlands. j lausasölu 100 kr. eintakið. Árangur bráðabirgðalaga Tilgangur ríkisstjórnarinnar meö útgáfu bráðabirgöa- laganna í síöustu viku var í senn aö bæta kjör lægst launaða fólksins og koma á vinnufriöi í landinu. Þegar bráöabirgöalögin voru sett blasti viö verkfall á Suðurnesj- um hinn 1. júní, verkfall um Vestfiröi sama dag, útflutningsbann Verkamannasambandsins og olíubann. Nú er aö koma í Ijós, aö bráöabirgðalögin eru aö ná tilgangi sínum. Um þessi mánaöamót hækkuðu laun láglaunafólks mjög verulega og mun meira en ella heföi orðið vegna bráöabirgöalaganna. Um þessi mánaðamót hækkuöu bætur almannatrygginga einnig verulega. Þetta er sá árangur, sem aö var stefnt. Verkfall skall ekki á í gær á Vestfjörðum. Verkalýössam- tökin á Vestfjörðum tóku ákvöröun um aö fresta boðuðum verkföllum um óákveðinn tíma. Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjaröa, sagði í viðtali við Morgun- blaöiö í gær: „Ég treysti mér ekki til þess að halda áfram þessum aögerðum eftir aö bráöabirgöalögin tóku í gildi, enda uppfylla þau að greitt sé samningsbundin dagvinna." Ekki kom heldur til verkfalls á Suöurnesjum enda höföu Suðurnesjamenn ekki boðað verkfall enda þótt þeir heföu aflaö sér heimilda til þess. Enginn vafi er á því, aö þaö eru bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar, sem ráöa þessari afstööu Suöurnesjamanna. Þaö er því alveg Ijóst, aö bráöabirgöalögin hafa aö mjög verulegu leyti náö þeim tilgangi að koma á vinnufriöi, þegar ekkert veröur af verkföllum, sem stefnt var aö í tveimur landshlutum. Verkamannasamband íslands hefur ekki aflýst innflutningsbanni á olíu eöa útflutningsbanni. En Verkamannasambandið veitti undanþágu vegna löndunar á olíu, þegar eftir að bráöabirgöalögin voru sett. Sýnir þaö, að þeim er ekki eins leitt og þeir láta. Vafalaust mun Verkamannasambandið framkvæma útflutningsbanniö meö þeim hætti, aö ekki komi til stöðvunar atvinnufyrir- tækja og atvinnuleysis af þeim sökum. Þegar á heildina er litiö hafa bráöabirgöalögin því þegar náö því tvíþætta markmiði aö tryggja láglaunafólki og bótajjegnum almannatrygginga verulegar kjarabætur nú um mánaðamótin og vinnufriö í landinu. Að því marki stefndi ríkisstjórnin og því marki hefur hún náö. Kommúnistar fara á bak við Kristján I* upphafi vinstri stjórnar í Reykjavík kom í Ijós, hvernig vinnubrögö kommúnista gagnvart samstarfsaöilum þeirra veröa. Eftir fund vinstri meirihlutans sl. þriðjudag spuröi Morgunblaöiö Kristján Benediktsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, hvort rætt heföi veriö um, aö Reykjavíkurborg greiddi vísitöluskeröinguna frá því í febrúar. Kristján Benediktsson sagöi, aö þaö mál heföi ekki veriö rætt á fundinum. í sama blaöi skýröi Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi Alþýöubandalagsins, frá því, aö einum af embættismönnum borgarinnar heföi veriö faliö aö kanna hver kostnaður yrði viö þaö. Ljóst var hér, að Kristján Benediktsson sagði ekki ósatt í viðtali við Morgunblaðið. Hann vissi einfaldlega ekki betur. En borgarfulltrúi kommúnista haföi hins vegar eftir fundinn faliö viðkomandi embættismanni þetta verkefni og því var síöan slegiö upp í Þjóðviljanum daginn eftir auðvitaö til þess að eigna Alþýöubandalaginu heiöurinn af þessari væntanlegu kauphækkun, því aö vart verður það dregiö í efa, aö Alþýöubandalagiö muni fylgja eftir í verki stefnu sinni og greiða þessar vísitölubætur — eöa hvað? Hins vegar var þess vandlega gætt aö fara á bak við borgarfulltrúa Framsóknarflokksins meö máliö, sjálfsagt bæöi vegna grunsemda um, aö hann kynni ekki aö vera ýkja hrifinn af því og eins til þess aö hann gæti örugglega ekki eignað sér neitt af þessu væntanlega örlæti vinstri • hórnarinnar í Reykjavík. Þannig vinna kommúnistar. Þannig hafa þeir unnið og annig munu þeir vinna og hvorki Kristján Benediktsson ié Björgvin Guðmundsson eru menn til þess að sjá við þeim. Ragnar Kjartansson hjá nokkrum verkanna á höggmyndasýningunni í Ásmundarsal. Listahátíð: 13 sýna höggmynd ir í Ásmundarsal A veBum MyndlistaríélaBs Roykjavíkur og listahátíðar verður opnuð í Asmundarsal hÖKKmyndasýnins sunnudaK' inn 4. júní kl. 16.00. Sýninjfin mun standa út listahátíð og er opin dagleKa klukkan 16—22. Verk á sýningunni eÍKa 12 íélaKsmenn úr félaKÍ mynd- iistarmanna ok erui Ilallsteinn SÍKurðsson. HeÍKÍ Gíslason. ívar VaÍKarðsson. Níeis Ilaf- stcin. Jón Gunnar Árnason. MaKnús Á. Árnason, Magnús Pálsson. Ra^nar Kjartansson. Rúrí. SÍKurður Steinsson, Sík' fús Thorarensen ok Sverrir Ólafsson. Gestur sýninKarinn- ar er Sigurjón Ólafsson og á hann þrjú verk á sýningunni. öll unnin í tré. Það sem einna helst einkenn- ir þessa sýningu er að meira er sýnt í kopar en áður. Einnig eru áberandi verk unnin í Epoxy. Myndlistarfélagið hefur áður tekið þátt í öllum Listahátíðum og þá með útisýningum. Það hefur þó ekki gefið nógu góða raun þar sem verkin hafa orðið fyrir skemmdum af völdum vegfaranda. Nú tekur Mynd- listarfélagið upp það nýmæli að setja einnig upp útimyndir á 100 fermetra svölum hússins, og standa vonir til að þar verði þau óhult. Formaður myndlistarfélags- ins er Níels Hafstein. Sýningar- nefnd skipa Ragnar Kjartans- son formaður, Hallsteinn Sig- urðsson, Helgi Gíslason, Sigrún Guðmundsson og Baltasar. Ásmundarsalur hefur nú ver- ið seldur og eru kaupendur Arkitektafélagið. Myndlistar- skólann vantar því húsnæði undir sína starfsemi næsta haust. Hins vegar hefur Mynd- listarfélagið fengið til afnota húsnæði í Korpúlfsstöðum á vegum Reykjavikurborgar. Nú þegar hafa þrír félagar fengið einkavinnustofu í kjallara Korpúlfsstaða. Einnig hefur félagið til afnota stóra vinnu- stofu sem félagar geta notað til skiptis þegar þeir vinna við stór verk. Stóru vinnustofunni fylgja íbúðir sem næstu daga verða settar í stand. Þessar íbúðir hafa verið hugsaðar sem bráða- birgðaheimili fyrir útlenda myndhöggvara sem hingað koma til starfa. Að sögn Ragnars Kjartanssonar hafa niyndhöggvarar nokkuð verið látnir sitja á hakanum þegar sýningar eru fluttar á milli Ianda þar sem flutningar á höggmyndum eru bæði dýrir og erfiðir. Hin bætta aðstaða gerir því klefit að fá hingað erlenda myndhöggvara sem vinna að verkum sínum hér heima og geta síðan sett upp sýningar. A móti geta svo íslenskir mynd- höggvarar dvalið erlendis og fengið afnot af vinnustofum þar. Mun þetta auðvelda þeim til muna að setja upp höggmynda- sýningar á erlendri grund. Ragnar Kjartansson tjáði Morgunblaðinu að þessi nýbreytni ætti eftir að koma öllum Islendingum til góða þar sem með þessu gæfist þeim kostur á að sjá höggmyndalist á mun víðari grundvelli en áður. Samhygð í Gaulverjarbæjarhreppi 70 ára UMF Samhygð í Gaulverjahreppi er 70 ára um þessar mundir ok er KvenfélaK Gaulverjabæjarhrepps 60 ára. Ungmennafélagið Samhygð var stofnað 7. júní árið 1908 og voru stofnendur þess 24. Félagið hefur frá upphafi unnið að margvíslegum félags- og menningarmálum. Iþróttir hafa einnig verið mikið stundaðar á vegum félagsins. Árið 1958 var tekinn í notkun íþróttavöllur sem félagið byggði við félagsheimilið Félagslund, einnig er Samhygð Stóreignaraðili að félagsheimilinu sem hefur verið aðal félagsmálamið- stöð félagsins í s.l. 30 ár. Félagið hefur einnig unnið nokkuð að landgræðslu og skógrækt. Fyrsti formaður Samhygðar var Ingimundur Jónsson í Holti. í stjórn nú eru Helgi Stefánsson formaður, Guðný Gunnarsdóttir ritari og Markús Ivarsson gjaldkeri. Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps var stofnað 26. maí árið 1918. Fyrsti formaður þess var Sigríður Jóns- dóttir á Fljótshólum. Félagið hefur á þessum 60 árum starfað að menningar- og mannúðarmálum hreppsbúa með ýmiss konar starf- semi. Stjórn félagsins skipa nú: Þóra Þorvaldsdóttir formaður, Arndís Erlingsdóttir ritari og Ólafía Ingólfsdóttir gjaldkeri. Afmælanna verður minnst sunnu- daginn 4. júní n.k. og hefst sú athöfn með guðsþjónustu í Gaulverjabæjar- kirkju kl. 13. Á eftir verður afmælis- hóf' Félagslundi. Hvanney orðin eyja á ný Höfn, Hornafirði, 31/5 1978. FYRIR nokkru birtust í Morgunblaðinu myndir og grein um landbrot og breyting- ar fyrir vestan Hvanney við Hornafjarðarós. Fjörukambinn hefur sjórinn brotið niður á talsvert löngu svæði og á flóðum gekk sjór þar í gegn. Nú er Ilvanney orðin alvöru- eyja á ný. í brælukaflanum undan farið hefur myndast alldjúpur áll fast við eyjuna og rennur nú sjórinn frítt í gegn á öllum föllum. Myndirnar eru teknar í gær á fjöru, en þá sýndi flóðmælirinn í Hornafjarðarhöfn meðal stór- straumsfjöru. Eymundur Sigurðsson hafn- sögumaður telur nýja álinn það djúpan að vandalaust sé að sigla þarna um á lóðsbátnum á flóði. Þetta er mjög uggvænleg þróun því að skipaleiðin mjókk- ar mjög og grynnkar er slíkt skeður. Elías. Állinn. sem myndast hefur við Hvanney. Ljósm. Mbl.: Elías.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.