Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978 Hækkar smjörið? Framleiðsluráð vill breytingu á verðlagningu mjólkurvara EINS og fram kom í frétt af nýju búvöruverði f blaðinu í gær hækkar verð á smjörlíki ekki að þessu sinni. Fulltrúar bænda í sexmannanefnd lögðu í nefndinni fram þá tillögu Framleiðsluráðs landbúnaðarins að sú breyting yrði gerð á verðlagn- ingu mjólkurvara, að breytt yrði verðhlutföllum á milli smjörs ann- ars vegar og nýmjólkur og annarra vinnsluvara úr mjólk hinsvegar, þannig að smjör hækkaði minna en ella. Fuiltrúar neytenda í nefndinni töldu sig ekki geta með skömmum fyrirvara tekið afstöðu til þessa máls og var því niðurstaðan sú að unnið skyldi að könnun þessa máls á næstu vikum. Smjör hefur að undanförnu verið selt á niðursettu verði og er nú búið að selja um 790 lestir af smjöri á þessu setta verði. Hvert kíló af 1. flokks smjöri kostar nú í smásölu 880 krónur og er það þvi greitt niður um 1349 krónur, ríkissjóður greiðir 1010 krónur og verðmiðlunarstjóður, sem myndaður er með framlögum bænda, greiðir 339 krónur með hverju kílói. Samtals hafa bændur til þessa greitt um 380 milljónir króna með smjörinu á þessu niður- setta verði og telur Framleiðsluráð landbúnaðarins að það sé ekki fært öllu lengur að bændur gefi með smjörinu. Nauðsynlegt sé því að hækka verð þess fljótlega, ef ekki semst um aðrar leiðir í verðlagningu mjólkur en farnar hafa verið fram til þessa. Torfi Ásgeirsson formaður full- trúa neytenda í sexmannanefnd sagði í samtali við Mbl. að tillaga bændafulltrúanna um að breyta verðhlutfallinu hefði ekki komið fram á fundi í nefndinni fyrr en á þriðjudag í þessari viku og því hefðu neytendafulltrúarnir ekki getað samþykkt hana án nokkurrar at- hugunar á málinu. Samþykkt hefði verið að hvor hluti sexmannanefndar tilnefndi menn til að kanna þetta mál og yrði tekin afstaða til þess, þegar þær niðurstöður lægju fyrir. Að sögn Torfa er kjarninn í tillögu bændafulltrúanna sá að hætt verði að verðleggja mjólkurafurðir aðal- lega eftir fitu, en nú þarf t.d. að greiða meira fyrir 45% ost heldur en 35% ost. í stað þess yrði meira tillit tekið til innihalds eggjahvítu, fjör- efna og fleiri efna við verðlagning- una. Nái þessi tillaga fram að ganga er gert ráð fyrir að fitumiklar mjólkurafurðir s.s. smjör og rjómi geti lækkað hlutfallslega en þær fiturýrari hækki þá að sama skapi. — Við neytendafulltrúar erum opnir fyrir þessari hugmynd en gátum ekki tekið afstöðu til hennar með þetta skömmum fyrirvara og án nægilegrar athugunar, sagði Torfi að síðustu. Sumaráætl- un S.V.K. að hefjast MÁNUDAGINN 5. júní 1978 geng- ur í gildi sumaráætlun Strætis- vagna Kópavogs. Verður þá ekið á 15 mín. fresti í stað 12 mín. í vetraráætlun, akstur um helgar og á kvöldin er óbreyttur. Það er orðin venja hjá S.V.K. að breyta áætlun yfir sumarmánuðina og hefur það verið gert þrjú undanfarin sumur. Farþegar geta fengið „SUMAR- ÁÆTLUN" í vögnunum og á Skipti- stöðinni i Kópavogi. au(íi.ysin<;asiminn kr: 22480 Þessir hvítu miöar eru vörumerkin ~ sem er sportfatnaöur hannaöur og frarn- leiddur eftir ströng- ustu kröfum tískunn- ar. sportfatnaöur fæst i verslunum Karna- bæjar, svo og öllum verslunum sem hafs umboö fyrir Karní Ekki bara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.