Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JUNI 1978 3 Biðstaða í kiaramálunum Verkamannasamband íslands hefur ákveðið að framlenKja út- flutninKsbann það, sem kom til framkvæmda um miðjan apríl ok að hinn 10. júni' komi til framkvæmda yfirvinnubann, sem standi rétt yfir kosninKar eða til 30. júní, en þá skal staðan endurmetin ok ákveðið hvort yfirvinnubann skuli Kilda áfram eða ekki ÚtflutninKshannið hefur orðið þess valdandi að frysti- hús um allt land, nema á Suðurnesj- um ok Vcstfjörðum, þar sem bannið hefur ekki verið boðað. eru nú yfir full af fiskafurðum. Verkamanna- sambandið hefur þó veitt undan- þáKur frá útflutninKsbanninu í hvert sinn. sem það hcfur ætlað að leiða til stöðvunar atvinnufyrir tækja. cnda cr það yfirlýst stefna VMSÍ að það sé ekki tilKanKur bannsins. Upp úr samningaviðræðum milli ASI, VMSÍ annars vegar og Vinnu- veitendasambands íslands og Vinnu- málasambands samvinnufélaganna hins vegar slitnaði hinn 19. maí, þar sem vinnuveitendur lýstu því að þeir sæju ekki ástæðu til framhaldsvið- ræðna og töldu það þýðingarlaust. Þá hafði verkalýðsforystan haft til umfjöllunar í nokkra daga tillögur að leiðum til þess að nálgast samkomulag, sem vinnuveitendur höfðu lagt fram á sáttafundi hjá sáttasemjara. Verkalýðsforystan hafnaði öllum tillögunum, en kom með gagnboð um að greiddar skyldu óskertar vísitölubætur á öll dag- vinnulaun, sem væru 130 þúsund krónur á mánuði og lægri miðað við laun 1. desember. Laun, sem væru hærri áttu að fá sömu krónutölu í verðbætur. Þessu höfnuðu vinnuveit- endur og hefur ekki verið ræðzt við frá 19. maí. Um mánaðamótin apríl maí til- kynnti Verkamannasambandið um olíuinnflutningsbann. Þetta bann kom til framkvæmda eftir fyrstu viku af maí. Var það boðað til hálfs mánaðar en síðan fram%engt til 15. júní. 19. maí kom svo bensínskip til landsins og var fyrirsjáanlegt að bensínbirgðir þrytu tétt um það leyti sem sveitastjórnarkosningar áttu að fara fram. Dagsbrún veitti síðan heimild hinn 23. maí til losunar úr skipinu, þar sem VMSÍ við nánari athugun komst að því, að bensínleysi myndi fyrst og fremst koma niður á almenningi í landinu og sambandið lýsti því yfir að það væri ekki í deilum við almenning í landinu. Hinn 24. maí gaf ríkisstjórnin út bráðabirgðalög um breyting á lögum um efnahagsráðstafanir frá 17. febrúar, þar sem vísitöluskerðing láglauna var aftur tekin á daglaun- um. Hins vegar hélzt skerðing yfirvinnu- og álagsgreiðslna. Áður en bráðabirgðalögin höfðu séð dagsins ljós höfðu verkalýðs- félögin á Vestfjörðum boðað verkfall frá og með 1. júní, en um leið og lögin komu út, endurskoðaði Alþýðu- samband Vestfjarða afstöðu sína og frestaði verkfalli um óákveðinn tíma. Suðurnesiamenn höfðu einnig fyrir útgáfu bráðabírgðalaganna aflað sér verkfallsheimildar í því augnamiði að verða samstíga Vest- firðöingunum. Þeir boðuðu ekki verkfall eftir að bráðabirgðalögin tóku gildi. Verkamannasambándið hélt síðan hinn 30. maí sambandsstjórnarfund, þar sem einnig sátu formenn félaga innan VMSÍ. Var þar tekin ákvörðun sem áður er getið um að útflutnings- bann yrði áfram og að aðildarfélög sambandsins boðuðu vfirvinnubann dagana 10. til 30. júní, sem að þeim tíma liðnum skyldi endurmetið og athugað hvort ástæða væri til frekari aðgerða. Kunnugir innan verkalýðshreyf- ingarinnar telja ólíklegt að til frekari aðgerða verði gripið nú milli kosninga og verður beðið úrslita alþingiskosninganna 25. júní — er það talin greinileg afstaða, a.m.k. stjórnar Verkamannasambandsins. Hve mikið hækkar kaupið? KAUPIIÆKKUNIN, scm verður nú vegna hráðabirgðalaganna, hefur þau áhrif að 100 þúsund króna mánaðarlaun ■ maí án sérstakra verðbóta hækka um 24,7%, 150 þúsund króna mánaðarlaun í maí hækka um 18% og 200 þúsund króna laun hækka um 12%. 100 þúsund króna mailaun fara í 124.727 krónu dagvinnulaun, 150 þúsundin fara f 176.785 krónu dagvinnulaun ug 200 þúsundin fara í 223.542 krónur fyrir dagvinnu. Sem dæmi um þessi laun og hvernig þau hækka er unnt að taka sem dæmi 100 þúsund krónur maílaun. Þau fá áfangahækkunina 5.266 krónur, sem eru 5 þúsund króna áfangahækkunin með verðbót. Eru launin þá orðin 105.266 krónur. Á þau laun er reiknuð hálf vísitala og verða launin þá með 6,4% verðbót 112.003 krónur. Sú tala verður grunntala fyrir eftir- og næturvinnu. Til þess að finna dagvinnulaunin í júni skal síðan hækka þennan grunn eftir- og næturvinnu um 11,36% og koma þá út dagvinnulaunin 124.727 krónur á mánuði. Sé síðan tekið dæmið fyrir 150 þúsund krónurnar, byrjar maður að leggja við áfangahækkunina með verðbót og fær þá 155.266 krónur. Þessi tala fær síðan hálfa verðbót 6,4% og verður talan þá 165.203 krónur, sem verður grunntala eftir- Framhald á bls. 20 Almanna- tryggingar hækkuðu um 15% BÆTUR almannatrygKÍnga hækk- uðu nú um mánaðamótin um 15% f samræmi við lög ríkisstjórnarinnar frá í fehrúarmánuði og með tilvísan til hráöabirgðHlaganna. sem sett voru 24. maí. Ellilífeyrir, sé hann tekinn við 67 ára aldur. ha'kkar í 44.400 krónur, en ásamt tckju- trygKÍngu fær einstaklingur 84,106 krónur. Iljónalífeyrir verður 79.920 krónur og hjónalifeyrir ásamt tekjutryKKÍngu hjóna verður 151.391 króna Ellilífeyrir er misjafn, eftir því hvenær hann er fyrst tekinn. Við 67 ára aldur er hann eins og áður segir 44.400 krónur á mánuði, en sé hann tekinn við 68 ára aldur fyrst verður hann 48.172 krónur á mánuði, við 69 ára aldur 53.748 krónur, við 70 ára aldur 59.287 krónur, frá 71 árs aldri 66.590 krónur og frá 72 ára aldri verður hann 74.175 krónur á mánuði. Tekjutrygging einstaklinga verður 39.706 krónur á mánuði, en ásamt 67 ára lífeyri 84.106 krónur. Tekju- trygging hjóna verður 71.471 króna, en ásamt lífeyri 151. 391 króna á mánuði. Barnalífeyrir verður 22.719 krónur á mánuði og heimilisuppbót 13.800 krónur, vasapeningar samkvæmt 50 Framhald á bls. 20 þúflýgurí vcstur til New York. Svosudur á sólarstrendur Florida. Flatmagar á skjannahvítri Miami ströndinni eða buslar í tandurhreinum sjónum. Tekurí hendina á Mikka mús á fimmtugsafmælinu. Snæðir safaríkar amerískar steikur. (Með öllu tilheyrandi). Býrð á lúxus hóteli í tveggja manna herbergi, með eða án eldunaraðstöðu, eða í hótelíbúð. Skoðar Cape Kennedy Safari Park, Everglades þjóðgarðinn og hin litríku kóralrif Florida Keys. Slærð til og færð þér bílaleigubíl fyrir 19-23 þúsund kr. á viku. Ekkert kílómetragjald. r Islenskur fararstjóri verður að sjálfsögðu öllum hópnum til halds og trausts. FLUGFÉLAG ÍSLANDS LOFTLEIDIR Nánari upplýsingar: Söluskrifstofur okkar Lækjargötu 2 og Hótel Esju, sítni 27800, farskrárdeild, sími 25100, skrifstofur okkar úti á landi, umboðsmenn og ferðaskrifstofur. GYLMIR ♦ G&H 3.1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.