Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978 31 Gústaf setti nýtt Norðurlandamet GÚSTAF Agnarsson KR setti nýtt Norður- landamet í snörun í 100 kg flokki á innanfélags- móti KR, sem haldið var í lyftingahúsi félagsins í Laugardal í gærkvöldi. Lyfti Gústaf 160 kg og bætti þar með metið um 5 kg. Gamla metið átti hann sjálfur. í jafnhöttun byrjaði Gústaf á 195 kg, sem hefði gefið Norður- landamet í samanlögðum árangri ef honum hefði heppnast að lyfta þyngdinni en því miður mistókst það í þetta sinn. Norðurlandamet í samanlagðri þyngd í 100 kg flokknum á Lennart Dahlgren frá Svíþjóð og er það 352,5 kg. Gústaf á bezt 345 kg en í jafnhöttun á hann bezt 202,5 kg en þeim árangri náði hann í 110 kg flokknum. Gústaf hyggst taka þátt í Evrópúmeistaramótinu í lyfting- um, sem fram fer í Tekkóslóvakíu um miðjan mánuðinn. ÞRÍR leikir eru á dagskrá heims- meistarakeppninnar í Argentínu í dag. Þaö eru eftirtaldir leikir: 1. riöíll, Ungverjaland-Argen- tína í Buenos Aires, dómari Da Silva Garrido, Portúgal. 1. riftill, Frakkland-Ítalía í Mar del Plata, dómari Nicolas Rain- era, Rúmeníu. 2. riftill, Túnis-Mexico í Rosar- io, dómari John Gordon, Skot- landi. Á laugardag eru fjórir leikir á dagskrá, Svípjóð-Brasilía, Íran-Holland, Spánn-Austurríki og Perú-Skotland. Argentina 78 Þotukeppn- in í golfi HIN árlega Þotukeppni í golfi fer fram á laugardag og sunnudag 3. og 4. júní. á vcgum golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Leiknar eru 36 holur með og án forgjafar. Keppnin gefur stig til landsliðs. Tvenn aukaverðlaun verða veitt að þessu sinni ásamt veglegum verðlaunum fyrir keppnina. Völlurinn hjá Keili er í mjög góðu ásigkomulagi miðað við árstima. Þátttöku tilkynningar berist í golfskála Keilis eða til viðkom- andi golfklúbba. Pólverjinn Lato t.v. gerir tilraun til að ná knettinum frá Þjóðverjanum Heinz Flohe í Ieiknum í gærkvöldi. Fyrir miðju á myndinni er Pólverjinn Lubanski en hann þótti standa sig vel í leiknum. (Símamynd AP.) HEIMSMEISTARARNIR HEPPNIR AÐ NÁSTIGI Opnunarleikurinn svo lélegur að áhorfendur heimtuðu liðin útaf HEIMSMEISTARAR Vestur-Þýzkalands máttu teljast heppnir að ná jafntefli 0i0 gegn frísku landsliði Póllands í opnunarleik heimsmeistarakeppninnar í Argentinu, sem fram fór á River Plate leikvanginum í Buenos Aires f gærkvöldi. Leikurinn einkenndist af mikilli taugaspennu og hann þótti fremur slakur. Hinir 80 þúsund áhorfendur á vellinum létu óspart í ljós óánægju sína með leikinn í seinni hálfleiknum með stanslausu bauli. Ef ekki hefði komið til stórleikur Sepp Maier í þýzka markinu hefðu Pólverjarnir hrósað sigri í þessum leik er mat fréttamanna, sem fylgdust með leiknum. Báðar þessar þjóðir eru í riðli 2 ásamt Mexico og Túnis og er fastlega reiknað með því að þau komist bæði áfram í milliriðla. Greinilegt taugaspenna beggja liða var í byrjun að þrúgaði leikmenn og mikið var um mistök í byrjun. Fyrsta tækifæri leiksins fékk Rainer Bonhof og rétt á eftir komst pólski Tilkomumikíl setningarathöfn SETNINGARHÁTÍÐ heimsmeistara keppninnar í knattspyrnu hófst stundvíslega fimmtán mínútur yfir eitt aft staðartíma (16.30 ísl.) í g»r. Fór setning fram á River Plata leikvanginum I Buenos Aires og hófst á pví að lúðrasveit hersins gekk inn á leikvanginn og lék argentínskt hergöngulag. Uppselt var á leikvanginn sem tekur 80.000 manns og um leift og lúftrasveitin bírtist risu allir á fætur og hrópuðu Argentína, Argentína. Fimmtán mínútum síðar birtist forseti landsins, Jorge Videla, ásamt forseta alþjóðaknattspyrnusam- bandsins, Havelange, biskupi landsins og fleiri og gengu þeir í heiöursstúku vallarins. Biskupinn las stutta bæn og baö fyrir að keppnin færi vel fram. Allir viðstaddir lutu höfði, meöan bænin var lesin. Athöfnin hélt síöan áfram og næst birtust á leikvanginum ungmenni sem báru þjóöfána eöa klæddust þjóö- búningi þeirra 146 landa sem eru í alþjóöaknattspyrnusambandinu. Var mikið um litaskrúö í þessum hópi. Síöan komu 16 hópar sem fulltrúar þeirra landa sem taka þátt í loka- keppninni og voru V-Þjóðverjar fremstir sem núverandi meistarar. Meöan hóparnir gengu inn á leikvanginn hrópaöi mannfjöldinn í sífellu Argentína, Argentína. Frí haföi verið gefið á öllum vinnustööum um eftirmiödaginn svo að fólk gæti fylgst meö setningunni, og má meö sanni segja aö götur borgarinnar sem telur 4 milljónir íbúa hafi algerlega tæmst. Kaffihús og veitingastaöir fylltust af fólki sem horföi á athöfnina í sjónvarpi eöa fór til síns heima og horfði á sjónvarp þar. Mörg hundruö ungmenni flykktust inn á leikvanginn á eftir hópunum 16 klædd bláum og hvítum fötum og dönsuöu um allan lelkvanginn og rööuöu sér síöan upp og mynduðu meö ótrúlegri nákvæmni í bók- stöfum: „Argentína 78“. Þótti þetta takast mjög vel enda þrautæft í marga mánuöi. Þá var sleppt hópi af hvítum dúfum og marglitum blöörum. Unga fólkið myndaöi síðan orðin Sameining FIFA, sýndi síðan fimleika þar sem þaö meðal annars myndaöi fána allra þjóölanda Alþjóöa knattspyrnusam- bandsins. Lokaatriöiö var þaö aö hópurinn myndaöi merki keppninnar 1978, knött sem haldið er á lofti af tveim höndum. Eftir aö þessu stórkostlega sýningaratriói lauk, setti forseti FIFA keppnina. Setningar- hátíðin þótti takast vonum framar og hafa veriö Argentínumönnum til mikils sóma í hvívetna. • Hvítklædd argentínsk ungmenni mynda stafi Alþjóðaknattspyrnu- sambandsins er setningarathöfnin fór fram á River Plate í Buenos Alres 1 gær. Simamynd AP. framherjinn Lubanski í færi en hvorugum þessara kappa tókst að skora. Þýzka vörnin var ákaflega óörugg og aðeins Sepp Maier í markinu virtist í toppformi og oft bjargaði hann mjög vel. í fyrri hálfleiknum voru pólsku leik- mennirnir mun betri, réðu miðju vallarins og þeir settu þýzku vörnina hvað eftir annað í vanda. Hættulegasta tækifæri fyrri hálf- leiks átti Pólverjinn Masztaler en hann átti þrumuskot í stöng eftir hornspyrnu. Þjóðverjarnir voru betri í byrjun seinni hálfleiks og Bonhof átti skot rétt framhjá en brátt náðu Pólverjarnir tökum á leikn- um að nýju og fyrirliðinn Deyna átti hörkuskot að markinu, sem Maier var heppinn að verja. Rétt á eftir var Szarmach í dauðafæri en mistókst að skora. Dofnaði nú mjög yfir leiknum og Pólverjar gripu til þess ráðs að setja tvo varamenn inná en það breytti engu. Nokkru fyrir leikslok hóf áhorfendaskarinn að syngja hvantingasöngva til liðanna. Þau voru ekki hvött til þess að leika betri knattspyrnu heldur voru þau einfaldlega hvött til þess að yfirgefa völlinn hið fyrsta! Bæði liðin ollu vonbrigðum, sérstaklega þó heimsmeistaraliðið. Áherzla var lögð á vörnina og aðeins tveir menn voru í framlín- unni, Fischer og Abramczik, og höfðu þeir lítið að gera í pólsku vörnina. Þrír menn voru í framlín- unni hjá Póllandi, Lato, Szarmach og Lubanski og voru þeir mun sprækari en kollegar þeirra í þýzka liðinu. Fréttamenn sögðu að Pólverjarnir virtust hafa haft einhverja hugmynd um hvar mark andstæðinganna væri að finna, en ekki væri það sama hægt að segja um þýzka liðið. Sepp Maier, sá gamli harðjaxl, hefði bjargað liði sínu frá tapi í þetta sinn. Lift Vestur-pýzkalands. Maier. Vogts, Kuessmann. Kaltz. Zimmermann. Bonhof. Beer. Hans Milller, Flohe. Abramczik og Fischer. Lift Póllands. Tomaszewski, Szyman- owski, Maculewicz. Nawalk, Gorxon. Zmuda. Bohdan, Deyna. Lato. Zzarmach ok Lubanski. Varamenn Kasperczak ok Boniek. Dómari. Coerezzan, Argentinu. Havelange endurkjörinn JOAO Havelange frá Brasilíu var endurkjörinn forseti FIFA á Þingi sambandsins í Buenos Aires í gærkveldí. Það var létt verk fyrir hann, Því aft enginn bauft sig fram gegn honum. Kosift er til fjögurra ára og verður Þetta annaft tímabil Havelanges, en hann tók vift að Bretanum Sir Stanley Rous árift 1974. Fjölga liðum Á ÞINGI Alþjóöa knattspyrnuráösins (FIFA), sem undanfarið hefur fariö fram í Buenos Aires, var samþykkt meö miklum meirihluta atkvæða að fjölga í framtíðinni úrslitaliöum á HM úr 16 og allt upþ í 24. Tillaga þessi var samþykkt með 96 atkvæöum gegn 4. Talið er aö liðin sem koma til með aö bætast við verði frá Afríku og Asíu, enda var þaö fyrir tilstilli þessara heimsálfa, aö tillagan var lögö fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.