Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978
29
VELVAKANDI
SVARAR I SÍMA
0100 KL. 10 — 11
.. FRÁ MÁNUDEGI
YltwfíimvYii&m
— Mér þykir vænt um íslenzka
fánann og vil gjarna sjá hann við.
hún við hátíðleg tækifæri. Lista-
hátíð er vissulega slíkt tækifæri.
En ákaflega kann ég illa við að
fánarnir séu dregnir að húni í
tilefni þess að miðasala sé byrjuð.
Mér finnst það misnotkun á ís-
lenzka fánanum. Hann á ekki að
koma upp fyrr en hátíðin hefst og
vera dreginn niður um leið og henni
lýkur.
Plöntusala
Sala á sumarblómum er byrjuö.
Gróörastöðin Birkihlíö,
Nýbýlavegi 7,
Kópavogi.
Þessir hringdu . . .
• Að bæta
um betur
Maður nokkur hringdi til
Velvakanda vegna skrifa í dálkun-
um með hvatningu um að ganga
betur um. Vildi hann leggja þar orð
í belg. Og hafði fram að færa
nokkrar tillögur til að bæta um
betur umgengni okkar úti við.
í fyrsta lagi ætti að gera
gosdrykkja- og pylsusala ábyrga
fyrir þrifnaði á nærliggjandi lóð
eða götunni fyrir framan búðina,
sagði hann. Þar eru pylsubréf
fjúkandi um allt, og glerbrot
dögum saman. Um leið og leyfi er
gefið fyrir sölunni, á að fylgja
skilyrði um að verzlunareigandinn
beri ábyrgð á umgengni í vissri
fjarlægð frá dyrum sínum. Og
síðan á heilbrigðiseftirlit að ganga
eftir því að eftir þessu sé farið. Þá
mundu menn sjálfsagt setja upp
ruslakyrnur og sjá til þess að
viðskiptavinir, gengju almennilega
um. Og þá yrði þrifið daglega — svo
sem auðvitað ætti að vera í þágu
þeirra, sem vilja laða fólk að til
viðskipta.
í öðru lagi ættu menn að bera
ábyrgð á því rusli, sem þeir henda
á víðavangi og fólk, sem sér til
þeirra að gera aðvart. Eins og er
vita allir að það er alveg tilgangs-
laust, sagði maðurinn, því að
lögreglan gerir ekkert og getur
ekkert gert í málinu.
Hann tók tvö dæmi, bæði urðu á
leið hans eftir sömu götunni,
Skúlagötu og Kleppsvegi, sem hann
ekur jafnan. Annað er nýtt, frá því
á þriðjudag. Þá hafði bíll ekið með
lausa pappakassa á palli þessa
sömu leið og kassarnir fokið af
bílnum og dreifst og voru að fjúka
fram og aftur. Einhver hlýtur að
hafa séð til bílstjórans á allri
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á rúmenska meistaramótinu í
fyrra kom þessi staða upp í skák
alþjóðlegu meistaranna Ghitescu,
sem hafði hvítt og átti leik, og
Ciocaltea.
35. Dh3! — Hg8 (Ef svartur
þiggur hróksfórnina vinnur hvítur
eftir 35.... Dxa2, 36. Hxg6 — Hb7,
37. Dh6 - Hff7, 38. Hxf6) 36. Dh6
(Hvítur hótar nú 37. Hxg6 —
Hxg6, 38. Df8 mát).
Hbb8, 37. IIa3 - Db5, 38.
Dxh7+! og svartur gafst upp. Hann
verður mát eftir 38.... Kxh7, 39.
Hh3+.
Utankjörstaðakosning
Utankjörstaðaskrifstofa
Sjálfstæðisflokksins er Valhöll,
Háaleitisbraut 1 — Símar 84751,84302,84037.
Sjálfstæöisfólk! Vinsamlega látiö skrifstofuna vita
um alla kjósendur, sem veröa ekki heima á
kjördegi. Utankjörstaöakosning fer fram í
Miöbæjarskólanum alla virka daga kl. 10—12,
14—18 og 20—22.
Sunnudaga kl. 14—18.
þessari leið og getað tekið bílnúm-
erið. í öllum alvöruríkjum hefði
manninum auðvitað verið gert að
aka til baka og tína upp allt draslið,
sagði hann.
Hitt dæmið er frá í vetur. Þá
hafði vöruflutningabíll komið frá
Sundahöfn og beygt of hratt af
Kleppsafleggjaranum inn á
Kleppsveginn, svo að flutningur
hans hentist aftur af bílpallinum.
Maðurinn sagðist hafa komið þar
að, þegar búið var að sækja lyftara
frá höfninni og lögregluþjónn var
að leiðbeina lyftaranum, svo hann
kæmist að því að hlaða bílinn aftur.
En ekki tókst þetta nú betur en svo,
að lyftarinn var látinn aka út á
grasflötina milli akreinanna og
sökk þar á bólakaf og rótaði upp
gróðrinum. Þessi andstyggilegu sár
í jarðveginum hafa svo blasað við
öllum síðan, þar til nú að búið er
að stinga upp og fylla með mold í
þau, en á eftir að þekja. Fjöldi
manns sá þetta óhappaverk, og úr
því hvorki lyftarastjórinn né lög-
reglan, sem báru sökina, gerðu við
þetta sár á jörðinni, þá hefði
einhver átt að tilkynna það, svo
þeir yrðu látnir gera það.
Þetta sagði maðurinn og taldi
alveg rétt, að þessi-illa umgengni
okkar hér á Islandi mundi ekki
lagast fyrr en menn bæru einhverja
ábyrgð á sjálfum sér og umgengni
sinni. Ur því það gengur ekki með
hvatningu um betri umgengni, svo
sem ljóst er orðið, þá með sektum,
sagði maðurinn.
Fullt hús
matar
Svínalæri
Svínahamborgarahryggur
Svínahamborgarabógur ..
Bacon síöur
Grill kjúklingar 10 stk.
Nýr svartfugl
Nýtt hvalkjöt.....
Reykt hvalkjöt ...
Saltaö folaldakjöt
Reykt folaldakjöt
Folaldahakk
HOGNI HREKKVISI
W
Allar tegundir af nautakjöti
Úrvals kjöt.
Ali hænur
Kálfalæri
Kálfahryggur
Kálfakótilettur
Kálfahakk
Ný svartfuglsegg
Okkar Leyft
verö verd
1980 2946
3680 4410
1980 2260
2960 2100
1513 1943
300 kr. stk.
530 kr. kg.
690 kr. kg.
690 kr. kg.
790 kr. kg.
815 kr. kg.
1349 kr. kg.
930 kr. kg.
650 kr. kg.
930 kr. kg.
1120 kr. kg.
135 kr. stk.