Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 1
48SÍÐUR 114. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Nazista- f oringi í fangelsi Sao Paulo, 1. júní. Reuter. BRAZILÍSKA lögreglan handtók í dag Gustav Franz Wagner. sem er sakaður um að hafa borið ábyrgð á dauða 250.000 Gyðinga í fangabúðum nazista. cftir að tilmæli höfðu borizt frá Vest- ur-bjóðverium um að maðurinn yrði hafður í haldi unz lögð yrði fram formleg beiðni um framsal hans. í Dússeldorf birti vestur-þýzkur dómstóll skipun um handtöku Framhald á bls. 18 Harðnandi átök í Chad París, 1. júní. — Reuter. BARDAGAR hafa aftur blossað upp milli stjórnarhermanna sem Frakkar styðja og uppreisnar- manna sem Líbýumenn styðja í MiðAfríkuríkinu Chad sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum í París í dag. Jaguar-flugvél franska flug- hersins var grandað með eld- flaug. líklega sovézkri SAM-7, á bardagasvæðinu í gær en flug- maðurinn bjargaði sér í fallhlíf. AIIs hafa verið 10 franskar Jaguar-flugvélar í Chad og þær voru sendár þangað ásamt 1200 frönskum hermönnum eftir sókn uppreisnarmannahreyfingarinnar Frolinat suður á bóginn fyrr á árinu. Bardagarnir hörðnuðu fyrir tveimur dögum á Ati-svæðinu norðaustur af höfuðborginni N'djamena. Uppreisnarmenn hafa næstum því tvo þriðju landsins á sínu valdi og bæinn Ati sem er um 300 km norðaustur af höfuðborg- inni. Ati er á leiðinni til Mongo þar sem franskir hernaðarráðunautar reka æfingarbúðir fyrir her Chad. Callaghan fær meðbyr Símamynd AP Carter forseti á blaðamannafundi í lok leiðtogafundar NATO í Washington í fyrradag ásamt Josef Luns framkvæmdastjóra bandalags- Hamilton, Skotlandi, 1. júní. Reuter. VERKAMANNAFLOKKURINN vann mikinn sigur í mikilvægri aukakosningu í Hamilton í Skot- landi og Skozki þjóðernissinna- flokkurinn (SNP) varð fyrir meiriháttar áfalli. Þar með hefur sú tilgáta styrkst að James Callajíhan forsætisráð- herra efni til þingkosninga í haust. Fyrir nokkrum vikum óttuðust starfsmenn Verkamannaflokksins að flokkurinn mundi tapa þing- sætinu, en þegar til kom fékk frambjóðandi Verkamannaflokks- ins, George Robinson, 18.880 at- kvæði og frambjóðandi SNP, Margo MacDonald, 12.388 atkvæði. Ósigur þjóðernissinna var þeim mun meiri en ella vegna þess aö frú MacDonald er einhver dugleg- asti leiðtogi flokksins og hefur mikið persónufylgi. Það var einnig athyglisvert að Robertson jók fylgi Verkamannaflokksins þótt það sé sjaldgæft að stjórnarflokkur auki atkvæðamagn sitt í aukakosningu. Batnandi efnahagsaðstaða hefur bætt stöðu Verkamannaflokksins í skoðanakönnunum að undanförnu og úrslitin í Hamilton eru einnig túlkuð sem stuðningur við þá stefnu Verkamannaflokksins að veita Skotum heimastjórn. Leiðtogar Verkamannaflokksins segja að úrslitin séu glæsileg og haft er eftir Anthony Wedgewood- Benn orkuráðherra: „Fólkið er að snúa aftur til Verkamannaflokks- Carter fordæmir herumsvif í Afríku Washington 1. júní. Reuter. CARTER forscti og lciðtogar annarra NATOlanda hafa for dæmt hernaðarumsvif Rússa og Kúbumanna í Afrfku á fundi sínum í Washington en án þess að loka dyrunum fyrir frekari um- leitunum til þess að bæta sambúð austurs og vesturs. Jafnframt lögðu leiðtogarnir drög að framtíðarstefnu banda- lagsins í varnarmálum til þess að Listahátíðafblað fylgir Mbl. í dag SÉRSTAKT blað, helgað lista- hátíð í Reykjavík, fylgir Morgunblaðinu í dag og er það sextán síður að stærð. Þar eru jRttjpfltiHMMfe ERR0 Éphef gamanaf skrípamyndum ætli óg sé ekki farsamálari... kynntir flestir dagskrárliðir listahátíðar og meðal efnis má nefna viðtal við Erró, stuttar kynningargreinar um erlendu listamennina sem koma á listahátíð, Rostropovich, Oscar Peterson, Birgit Nilsson, France Clidat, Yitzak Perlman svo og Grieg dúó og Stokkvartett Kaupmannahafnar. Getið er um helztu viðburði sem íslenzkir listamenn eiga hlut að, bæði á tónlistarsviði, ballet, leiklist og myndlist, en á listahátíð verða bæði erlendar og innlendar listsýningar. Viðtal er í blaðinu við Hrafn Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóra listahátíðar og grein eftir formann hátíðar- innar, Davíð Oddsson. Þá er birt dagskrá hátíðarinnar og vegg- spjald sem gert var í tilefni hennar o.fl. efni sem miðar að því að kynna lesendum blaðsins hvað á boðstólum verður næsta hálfa mánuðinn. auka viðbúnað NATO í Vestur- Evrópu og vega upp á móti stöðugri eflingu sovézka heraflans. Carter og hinir þjóðarleið- togarnir létu í ljós ugg vegna endurtekinna tilrauna Rússa og bandamanna þeirra til að hagnýta sér ólguástand og átök í þriðja heiminum. Þeir sögðu í sameigin- legri tilkynningu að slíkt hlyti að stofna í hættu tilraunum til að bæta enn frekar sambúð austurs og vesturs. Aðeins nokkrum klukkustund- um áður hafði Leonid Brezhnev, forseti Sovétríkjanna, varað við því í ræðu í Prag að aðgerðir af hálfu vesturveldanna í Afríku gætu líka ógnað slökunarstefnunni í sambúð austurs og vesturn. Kúbumenn og Rússar hafa harðlega neitað ásökunum Banda- ríkjamanna og annarra vestrænna þjóöa um að þeir hafi hjálpað uppreisnarmönnunum sem réðust inn í Shaba-hérað í Zaire. Leiðtogar NATO-ríkjanna eru ekki vissir um hvernig bezt megi bregðast við atburðunum í Zaire og annars staðar í Afríku. For- sætisráðherra Breta, James Callaghan, varaði við því á blaða- mannafundi að vestræn ríki gripu til fljótfærnislegra afskipta af deilumálum í Afríku. Hann sagði: „Margir nýir Kristóferar Kólumbusar virðast leggja upp frá Bandaríkjunum til að finna aftur Afríku í fyrsta skipti, en Afríka hefur verið lengi Framhald á bls. 18 Föngum sleppt Prag, 1. júní. — Reuter. NOKKRIR andófsmenn sem voru handteknir skömmu áður en Leonid Brezhnev. forseti Sovet- ríkjanna. kom í heimsókn sína til Tékkóslóvákíu. voru látnir Iausir í dag en nokkrir þeirra voru fljótlega handteknir á ný. Andófsmenn segja að a.m.k. 36 hafi upphaflega verið handteknir. Um 10 stuðningsmenn mann- réttindahreyfingarinnar voru látnir lausir, en að sögn andófs- manna er vitað að fjórir baráttu- menn hreyfingarinnar voru hand- teknir á ný. Lög heimila 48 tíma varðhald án ákæru. Meðal þeirra sem voru látnir lausir voru Lubos Dobrovsky fyrrverandi blaðamaður og leikar- inn Pavel Landovsky, en hann var aftur handtekinn. Fjórir þeirra sem voru hand- teknir voru frá Brno, þar á meðal heimspekingurinn Jaroslav Framhald á bls. 18 Leonid Brezhnev og Gustav Husak við setningu fundar sovézkra og tékkóslóvakískra leiðtoga í Prag. Uppreisnir hafnar víðs vegar í Zaire Briissel, 1. júní Reuter. AP. ANDSTÆÐINGAR Mobutu Sese Sekos forseta héldu því fram í dag að þeir hefðu gert uppreisn gegn stjórn hans á ýmsum stöðum í Zaire langt frá Shaba héraði sem uppreisnarmenn réðust inn í frá Angola. Því var haldið fram að uppreisn- armenn hefðu sótt inn í Zaire fyrir þremur dögum og ráðizt á herbúð- ir í Aba, litlu virki í landamærum Súdan í norðausturhluta Zaire og í Bunia, allstórum bæ skammt frá Mobutu-vatni sem áður hét Albertsvatn og myndar landamæri Zaire og Uganda. Frá þessu skýrði forseti Kongósku þjóðarhreyfingarinnar Lumumba (MNC/L) sem helgar baráttu sína minningu Patrice Lumumba, herskás leiðtoga Kongómanna sem var drepinn á árunum upp úr 1960. Samkvæmt belgískum heimildum í Brússel er líklegt að þessir uppreisnarmenn Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.