Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978 19 Bandalag kvenna ályktar um uppeldis- BANDALAG kvenna geröi eftir- farandi samþykktir um uppeldis- og skólamál á aðalfundi sínum: 1. Aðalfundurinn skorar á yfir- völd fræðslumála að auka veg ' heimilisfræðslu á grunnskólastigi, og njóti hún jafnréttis á við aðrar námsgreinar. Þær greinar, sem einkum skal leggja áherzlu á, eru: Undirbúningur að stofnun heimilis, hlutverk og ábyrgð for- eldra, matreiðsla, vöruþekking, næringarfræði o.fl. 2. Aðalfundurinn skorar á fræðsluyfirvöld að fjölga kennslu- stundum í hand- og myndmennt á öllum stigum grunnskóla. 3. Aðalfundurinn skorar á fræðsluyfirvöld að sjá svo um, að hinn almenni grunnskóli geti sinnt Orlof reyk- vískra hús- mæðra í Eyjafirði ORLOFSIIEIMILI fyrir reykvísk- ar húsma'ður verður starfra'kt í Ilrafnagilsskóla í Eyjafirði í sumar. eins og undanfarin sum- ur. Rétt til að sækja um dvöl á heimilinu hafa reykvískar hús- ma'ður. sem veita eða veitt hafa heimili forstöðu. Eins og s.l. sumar munu einnig dveljast þar húsmæður víðs vegar af Norðurlandi og af Ströndum. Þegar er ákeðið um átta hópa. Fimmtíu konur munu fara frá Reykjavík en tíu að norðan hverju sinni. Fyrsti hópurinn fer laugardaginn 24. júní með Flug- félagi íslands til Akureyrar. Barnaheimili verður starfrækt í ágústmánuði í Saltvík á Kjalar nesi fyrir börn á aldrinum 4—7 ára. Þessi fyrirgreiðsla er hugsuð til þess að auðvelda ungum mæðrum dvöl í Eyjafirði. Frá og með 5. júní verður tekið á móti umsóknum á skrifstofu orlofsnefndar i Traðarkotssundi 6. og skólamál því mannréttindamáli að taka við sem flestum nemendum viðkomandi skólahverfis, án tillits til þess, hvernig þeir eru í stakk búnir í upphafi skólagöngu, s.s. heyrnarskertir, hreyfihamlaðir o.s.frv. 4. Aðalfundurinn skorar á aðila vinnumarkaðarins að vinna að því, að launþegar geti átt kost á sveigjanlegri vinnutíma og að léttara verði að fá hálfsdagsvinnu fyrir foreldra með það í huga, að þeir geti verið meira með börnum sínum. 5. Aðalfundurinn skorar á Skipulagsnefnd Reykjavíkur- borgar að ætla börnum, gangandi og hjólandi fólki meira svigrúm í öllum hverfum borgarinnar og að leiksvæðum barna verði þannig fyrir komið að foreldrar eigi hægt með að fylgjast með börnum sínum. 6. Aðalfundurinn skorar á Æskulýðsráð Reykjavíkur að leggja megináherslu á að ná til þess æskufólks, sem utangarðs er ýmissa orsaka vegna, og laða það að heilbrigðu tómstundastarfi. Jafnframt þakkar fundurinn Æskulýðsráði Reykjavíkur það, sem áunnist hefur í þessum efnum. 7. Aðalfundurinn fagnar því, hve allur þorri skólafólks hefur haft góða aðstöðu til þess að taka þátt í atvinnulífi landsmanna í leyfum sínurh, og leggur áherslu á, að þennán þátt þurfi að efla á allan hátt. 8. Aðalfundurinn skorar á aðila vinnumarkaðarins að auðvelda fólki með skerta starfsorku að fá vinnu við sitt hæfi. — Greiðir borgin Framhald af bls. 2 föstum tökum og vinna rösklega að. í bréfi samtakanna kemur fram að meðal verkefna á þessu viði, sem bíði úrlausnar sé verndun Bernhöftstorfu og Grjótaþorps. Nýorðnir atburðir í Grjótaþorpi taki af öll tvímæli um að marka þurfi skýra stefnu í þessum málum og því þurfi borgarstjórn að hefja nú þegar undirbúning að varðveizlu húsa á fyrrnefndum svæðum. Valþór seldi Siglufirði 1. júní VALÞÓR frá Siglufirði seldi í Hull í morgun 60 tonn fyrir 14,1 milljón króna, meðalverð 236 krónur kílóið. _Fréttaritari. — Hæstiréttur Framhald af bls. 2 í máli þessu krefur áfrýjandi stefndu um vangreidd laun fyrir tímabildið frá 1. janúar 1973 til aprílloka 1974, en þá lét hún af störfum hjá Alþingi. Áfrýjandi hefur hvorki sannað, að henni hafi verið greidd lægri laun en hún átti tilkall til samkvæmt ráðningarsamningi sínum, kjara- samningum eða ákvæðum laga, né að henni hafi verið mismunað vegna kynferðis, svo sem hún heldur fram, er henni voru ekki greidd sömu laun og fulltrúa, sem einnig starfaði hjá Alþingi. Þegar af þessum ástæðum ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Samkvæmt 35. gr. laga nr. 38/1954 fara forsetar Alþingis með aðild varðandi réttindi og skyldur starfs- manna þingsins. Var því eigi ástæða til að beina málssókn þessari að stefnda fjármálaráðherra. Það er athugavert, að svonefnd aðiljaskýrsla áfrýjanda, sem lögð var fram í héraði, hefur að geyma málflutning af hennar hendi. Enn- fremur athugast, að í greinargerð lögmanns áfrýjanda hér fyrir dómi felst skriflegur málflutningur. í skjölum málsins, greinargerð lögmanns áfrýjanda fyrir Hæsta- rétti og í málflutningi hans hér fyrir dómi eru sett fram óhæfileg ummæli um nafngreindan mann vegna skýrslna hans í málinu. Ber að víta lögmanninn, Gunnlaug Þórðarson hæstaréttarlögmann, harðlega fyrir ummælin. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður." Mál þetta dæmdu hæstaréttar- dómararnir Ármann Snævarr, Bene- dikt Sigurjónsson, Logi Einarsson og Magnús Þ. Torfason og Þorsteinn Thorarensen borgarfógeti. Héraðsdóminn kváðu upp Már Pétursson setudómari og samdóm- endurnir Hákon Guðmundsson fyrr- verandi yfirborgardómari og Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfræðingur. | Furðulegur dómur hœstaréttar mó\ ekki verða ráðandi um kjörskrá til alþingiskosninga I lÍMif vitr mgarÉtUr í ÞJÓÐVILJANUM í gær birt- ist grein merkt — h, þar sem fjallað er um íslenzka náms- menn og kosningarétt þeirra hér á landi í ljósi nýlegs Hæstaréttardóms, sem staðfesti undirréttardóm, þar sem kæru námsmanns inn á kjörskrá var synjað á þeim forsendum að fyrir lá samnorrænt flutnings- vottorð undirritað af viðkom- andi. Aðalfyrirsögn greinarinnar er: Verða námsmenn á Norður- löndum sviptir kosningarétti? og undirfyrirsögnin er: „Furðu- legur dómur hæstaréttar má ekki verða ráðandi um kjörskrá til alþingiskosninga". Rvmólfur stórskemmd- ist ekki í Slippnum Athugasemd frá Slippfélaginu í Reykjavík Blaðinu hefur borizt eftirfar- | andi athugasemd frá Slippfélag- inu í Revkjavíki Mikils ósamræmis við raunveru- leikann gætir í viðtali við Guð- mund Runólfsson, útgerðarmann í Grundarfirði, í Morgunblaðinu þann 1. júni í sambandi við óhapp er varð við upptöku togarans Runólfs. Engar stórskemmdir urðu á skipinu eins og segir í fyrirsögn. Þær urðu óverulegar enda viðgerðarkostnaður ekki meiri en 5—6 milljónir króna. — Bolungarvík Framhald af bls. 32 Forseti bæjárstjórnar var kjör- inn Ólafur Kristjánsson af D-lista með 6 atkvæðum, einn seðill var auður, 1. varaforseti var kjörin Kristín Magnúsdóttir af H-lista með 5 atkvæðum, tveir seðlar voru auðir og 2. varaforseti var kjörinn Guðmundur Magnússon af B-lista með 6 atkvæðum, einn seðill var auður. Skrifarar voru kjörnir Hálfdán Einarsson af D-lista og Hörður Snorrason af H-lista og varamenn Guðmundur Magnússon H-lista og Guðmundur B. Jónsson D-lista. í bæjarráð voru kjörnir Guð- mundur B. Jónsson af D-lista og Valdimar Gíslason og Hörður Snorrason af H-lista. Varamenn; Ólafur Kristjánsson af D-lista og Kristín Magnúsdóttir og Karvel Pálmason af H-lista. Fréttaritari. Viðgerð hófst strax og tekur vikutíma en ekki 2—3 vikur eins og sagt er í viðtalinu. Hefur viðgerðin farið fram á sama tima og öxulviðgerðin en skipið kom upp hennar vegna. Hafa því engar tafir orðið á skipinu vegna þessa óhapps og því alrangt að þurft hafi að segja upp fólki á Grundarfirði þess vegna. Það má taka fram að á undan- förnum árum hafa um 3000 skip verið tekin upp á þennan slippvagn samtals yfir ein milljón tonn, án þess að nokkurt óhapp hafi komið fyrir. Tæki Siippfélagsins eru tekin út árlega af skoðunarmanni tryggingarfélagsins, ennfremur var verkfræðingur frá framleið- anda slippvagnsins hér s.l. sumar og lýsti hann ánægju sinni yfir ástandi vagnsins. Leiðrétting í FRÉTT Mbl. í gær um kjörskrár- dóma í Reykjavík og undirrituð flutningsvottorð 15 þeirra, sem dæmdir voru inn á kjörskrá, féll orð niður úr setningu og gjör- breytti merkingu hennar. Það rétta er, að Hrafn Bragason borgardómari sagði í samtaii við Mbl., að venjan hefði verið að dæma námsmenn erlendis inn á kjörskrá hér heima, þegár ekki hefur legið fyrir að þeir hafi sjálfir undirritað flutningstil- kynningar. Liixemborg er friösæll töfrandi feröamanna- staöur, mótaöur af frönskum og þýskum menningaráhrifum - þar sameinast franska glaölyndiö og þýska nákvæmnin. Þar sem landiö er lítið, er stutt að skjótast til ýmissa stórborga í nágrannalöndunum. Þannig er 25 mínútna akstur til borgarinnar Trier í Þýskalandi og klukkustundar akstur til Koblenz, sem stendur þar sem frægustu fljóta- héruö Evrópu sameinast, á mótum Mosel og Rinar. Luxemborg — einn fjölmargra staða í áætlunarflugi okkar. fí»c unam

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.