Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1978 21 Tekur ekki mark á kosningaúrslitum Bógóta — 7. júní — Reuter RIMMA mikil er nú hafin í Bógóta um úrslit forsetakosninganna sem fram fóru í Kólombíu á sunnudag- inn var en frambjóðandi íhalds- manna, Belisario Betangur, neitar að taka mark á niðurstöðum þeim sem hin opinbera hagstofnun landsins hefur birt. Þegar nokkur þúsund atkvæði voru enn ótalin birtu íhaldsmenn yfirlýsingu þar sem sigurvegarinn í kosningunum, Julio Cesar Turbay Ayala, fram- bjóðandi frjálslynda flokksins, er sakaður um að hafa haft rangt við en samkvæmt síðustu tölum hafði Cesar 87 þúsund atkvæði umfram Betangur. Hópur játar á sig sprengjutilræðið í jámbrautarstöðinni Moskvu — 7. júní — llouter. TASS-fréttastofan sovéska skýrði frá því í dag, að KGB hefði á sínum tíma handtekið hóp manna sem nú hefði játað á sig sprengjutilræði í neðan- jarðarjárnbrautinni í Moskvu í fyrra auk fleiri afbrota. Atburður þessi átti sér stað 8. janúar 1977, en þá var haft eftir áreiðanlegum heimildum að fjórir hefðu látið lífið og allmargir særzt, sumir mjög alvarlega. í Tass-fréttinni í dag var ekki minnzt á slysfar- ir, aðeins sagt að fólk hafi beðið bana af. Ekkert var látið uppi um tildrögin eða hversu margir hefðu verið handteknir en andófsmenn setja tilvísun Tass til „fleiri afbrota" í samband við handtöku þriggja armenskra þjóðernissinna í haust. Tveir þeirra voru hand- teknir í Moskvu, en hinn þriðji í Jerevan. Armenarnir, sem KGB handtók í neðanjarðar- stöð í Moskvu og sakaði um að bera ábyrgð á ferðatöskum með sprengiefni í sem fundizt hefðu í biðsal stöðvarinnar, neituðu því að töskurnar væru á þeirra vegum. Sá, sem tekinn var í Jerevan, var einnig sakaður um að hafa undir höndum sprengiefni en ^llir voru mennirnir félagar í sam- tökum sem berjast fyrir að- skilnaði Armeníu frá Sovét- ríkjunum. Ándrei Sakharov, Nóberl- sverðlaunahafinn sem er einn helzti leiðtogi sovézkra andófs- manna, varaði sovézk yfirvöld við því að setja á svið atburði sem ætlaðir væru til að koma fólki í vandræði, um leið og hann sagðist óttast að spreng- ingin hefði í rauninni verið ögrun lögreglunnar við andófs- menn. Austur-Þýzkaland: Biskupar herþjálfun 15 mótmæla löára AP Berlín — 7. júní — ÞRÍR austur-þýzkir biskupar hafa mótmælt opinberlega þeirri fyrirætlun Austur-Þýzkalands á herþjálfun fyrir stjórnar að koma 15 og 16 Höldum áfram hvalveið- um hvað sem það kostar - segja Japanir Tókýó — 7. júní — AP. JAPANIR munu halda áfram hvalveiðum „hvað sem þaö kostar“ auk þess sem þeir munu berjast gegn hvers konar ráðstöfunum til Ekki framseldur París 7. júní — Reuter FRANSKUR dómstóll hafnaði í dag kröfu ítalskra stjórn- valda um framsal fertugs prentara sem grunaður er um aðijd að Rauðu herdeildinni. Maðurinn, Antonio Bellevita að nafni er ítalskur að þjóðerni en hefur verið búsettur í París síðan 1975. Hann var handtek- inn í marz s.l. að kröfu saksóknara í Tórínó en síðar látinn laus gegn tryggingu. Á Ítalíu hefur Bellevita verið sakaður um aðild að vopnuðum ofbeldishópi, að hafa undirbúið stofnun undirróðurssamtaka og að hafa opinberlega hvatt til glæpsamlegrar starfsemi gegn ríkinu. Féllst franski dómstóllinn á það í dag að þessar sakargiftir heyrðu ekki undir ákvæði gagnkvæms framsalssamnings ríkjanna frá 1970 en fyrir réttinum hélt verjandi Bellevita því fram að sakargiftirnar væru af póli- tískum toga spunnar. að draga úr árskvóta að því er fulltrúi japönsku hvalveiði- stofnunarinnar sagði þegar hann gerði grein fyrir afstöðu Japana í sambandi við fund Alþjóða- hvalveiðinefndarinnar sem hald- inn verður í Lundúnum síðar í þessum mánuði. Sagði Shigeru Hasui, sem er í stjórn stofnunar- innar, að Japanir myndu þó ekki krefjast þess að fá hærri kvóta en áður. Hins vegar væri ljóst að frekari kvótatakmörkun mundi rýra til muna lífskjör þeirra 200 þúsund Japana, sem atvinnu hefðu af hvalveiði. Alls voru veiddir 19.337 hvalir í veröldinni á síðasta ári að því er næst verður komizt en frá því í desember 1977 og þar til í apríl síðastliðnum lönduðu Japanir alls 6.916 hvölum. Japanir keppa að því að Alþjóðahvalveiðinefndin út- hluti kvótum til þriggja ára framvegis í stað árs eins og verið hefur. Sadat hótar stríði ára unglinga í skólum lands- ins. Werner Krusche biskup í Magdeburg hefur skorað á foreldra að standa gegn þessum herþjálfunaráform- um og hann hefur lýst því yfir að kirkjuleiðtogar furði sig á hugmyndum um aukna herþjálfun samtímis því sem áhugi á afvopnun og slökun í samskiptum þjóða sé ríkjandi í stjórnmálaumræðum. Krusche segist andvígur því að mál þetta verði dregið inn í „myllu stjórnmálaáróðurs", eins og hann orðar það. Auk Krusches sem er mót- mælandi hafa kaþólski biskupinn Hugo Afderbeck og Armin Hártel, biskup Meþódistakirkjunnar í Dresden, lýst andstöðu sinni við áform stjórnarinnar. / • nyju Súez — 7. júní — Reuter ANWAR SADAT Egyptalandsfor- Þetta gerðist 1971 — Bandaríkin og Saudi- Arabía semja um samvinnu í efnahagsmálum og hermálum 1973 —Franeo takmarkar völd sín og gerir Carrero Blanco flokksforingja að forsætisráð- herra. 1971 — Allende lýsir yfir ne.vðarástandi í Chile eftir morð á hægrimanni. 1968 — James Eari Ray handtekinn í London fyrir morðið á Martin Luther King. 1967 — ísraelsmenn ráðast á bandaríska fjarskiptaskipið „Liberty" norður af Sinaiskaga og 34 bandarískir sjóliðar bíða bana. 1965 — Bandarískum her- sveitum í Víetnam heimilað að taka þátt í sóknaraðgerðum. 1941 — Bretar og Frjálsir Frakkar ráðast inn í Sýrland. 1905 — Theodore Roosevelt Bandaríkjaforseti býðst til að miðla málum í styrjöld Rússa og Japana. 1867 — Franz Josef I af Austurríki krýndur konungur Ungverjalands í Búdapest. 1866 — Prússneskt herlið innlimar hertogadæmið Holt- setaland. 1762 — Rússland og Prúss- land í bandalag gegn Austurríki. 1663 — Bretar og Portúgalar sigra Spánverja við Amegial. 632 — Múhameð spámaður deyr. Afmæli dagsinsi Giovanni Cassini, ítalskur stjörnu- fræðingur (1625—1712) — Robert Sehumann, þýzkt tón- skáld (1810—1856) — Sir John Everett Millais, brezkur list- málari (1829—1896) — Frank Liovd Wright, bandarískur arkitekt (1869-1959). Innlent. Skaftáreldar hefjast 1783 — F. Gunnlaugur Scheving listmálari 1904 — D. Jón Hjaltalín landlæknir 1882 — Loftvarnaæfing í Rvík 1940 — „Esja komur með þýzkt verka- fólk 1949. Orð dagsins. Þeir sem muna ekki fortíðina eru dæmdir til að endurtaka hana — George Santayana (1863—1952). seti lýsti því yfir í dag að nýtt stríð í Miðausturlöndum væri .fyrirsjá- anlegt innan fimm ára nema ísraelum tækist að finna frambúð- arlausn á vanda Palestínuaraba. Um leið lýsti Sadat því yfir að Egyptar færu í stríð ef Israels- stjórn sinnti ekki friðartillögum hans. Þá upplýsti forsetinn að í viðræðum við Ezer Weizman í marz s.l. hefði komið fram tilboð af hálfif ísraelsstjórnar um að láta Sínaí af hendi við Egy'pta gegn því að þeir semdu frið sérstaklega. Kvaðst Sadat hafa hafnað þessu og sagt að ekki kæmi annað til greina en að gera heildarsamn- inga. Talsmaður Israelsstjórnar sagði í tilefni þessara ummæla Sadats að hvorki yrðu þau til að greiða fyrir samningum né breyta af- stöðu Israela. Haft var eftir háttsettum embættismanni í Tel Aviv að á ýmsu gengi í samninga- viöræðum. Enn væri margt sem stæði í vegi fyrir friðarsamningum en, harýorðar yfirlýsingar ,y.rðy ekki til að greiða fvrir þeim. VEÐUR víða um heim Amsterdam 23 skýjað Aþena 28 heióskírt Berlín 30 skýjaó Briissel 22 rigning Chicago 30 rigning Frankfurt 30 rignmg Helsinki 18 léttskýjað Kaupm.höfn 28 rigning Lissabon 20 skýjað London 22 léttskýjað Los Angeles 27 heiðskírt Madrid 23 skýjað Malaga 23 skýjað Miami 31 akýjaö Moskva 20 heiöskírt New York 25 skýjað Osló 23 skýjað Palma 24 mistur París 21 skýjaö Róm 25 léttskýjað Stokkhólmur 24 léttskýjaö Tel Aviv 26 heiöskírt Tókýó 25 heiðskirt Vancouver 26 heiðskírt Vinarborq 25 heiðskirt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.