Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 1
44 SIÐUR ttgmibMtíb 119. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kúbumenn sækja fram í Angóla að sögn UNITA London, 7. júní — AP FIMM þúsund manna lið Kúbumanna hefur hafið harða sókn gegn þeim skæru- liðum sem enn berjast gegn marxistastjórninni í Angóla að því er talsmaður UNITA skæruliðahreyfingarinnar sagði í London í dag. Sagði talsmaðurinn að Kíibii- mennirnir hefðu sér til styrkt- ar þyrlur og sovétsmíðaðar MIG herþotur. UNITA hreyf- ingin var önnur tveggja skæruliðahreyfinga sem beið ósigur fyrir MPLA hreyfingu Netos sem nú er forseti Angóla. Talsmaður UNITA, Tony Fernandes, sem er fulltrúi hreyfingar sinnar í London, sagði að framsókn Kúbumanna hefði hafizt á sunnudaginn og að margir óbreyttir borgarar hefðu þegar beðið bana. þótt staðfesting á tölu þeirra hefði ekki borizt. Hann sagði að hreyfing sín hefði haldið áfram baráttu sinni frá því MPLA tók völdin í landinu og heföi hún nú tögl og hagldir í stórum hlutum landsins. Væri sókn Kúbumanna hin sjöunda frá því borgarastríðinu gegn UNITA lauk, og nytu þeir engrar aðstoðar stjórnar- hersins í Angóla. Sovétríkin; Fjórir fyrir af- tökusveit Moxkvu — 7. jún( — AP. DÓMSTÓLL í rússnesku borginni Rostov við Don hefur dæmt fjóra menn til dauða fyrir að hafa liðsinnt nazistum í síðari heims- styrjöldinni að því er verka- lýðsblaðið Trud segir frá í dag. Mennirnir verða Ieiddir fyrir aftökusveit og skotnir til bana. I frétt blaðsins segir að þrír aðrir menn hafi fengið 15 ára fangelsis- dóma og annar 13 ára dóm. Mennirnir hlutu dómana fyrir að hafa aðstoðað Þjóð- verja í aðgerðum þeirra gegn andspyrnuhreyfingu Rússa á stríðsárunum. Karl 16. Gústaf Svíakonungur er í opinbcrri heimsókn í Sovét- ríkjimum og er myndin tekin á flugvellinum í Moskvu er Brezhnev forseti Sovétríkjanna tók á móti konungi og Sylvíu drottningu í gær. Sænsku konungshjónin verda í níu daga í Sovétríkjunum en í för með þeim er utanríkisráðherra Svía. Karin Sb'der. Sjónvarpað var frá komu þcirra um gervö'U Sovét- ríkin í gær. í ræðu sem Brezhnev hélt í gærkvöldi í veizlu til heiðurs konungi hrósaði hann m.a. Svíum fyrir hlutlcysisstefnu þeirra og hvatti þá til að styðja afvopnunartillögur Sovétmanna á afvopnunarráðstefnunni í New York. Svíakonungur fór lofsam- lcgum orðum um .samvinnu Svíþjóðar og Sovétrikjanna á ýmsum sviðum. Karl Gústaf er fyrsti þjóðhöfð- ingi Svíþjóðar sem kcmur til Rússlands í rúm hundrað ár. Kúbanskir hermenn i Angoia. (Mynd New York Times) Valið milli sam- vinmieða andstöðu segir Carter Bandaríkjaforseti um sambúð stórveldanna Annapolis. Maryiand. — 7. júní. AI\ Keutcr. CARTER Bandaríkjaforseti sagði í dag að Sovétríkin ættu á hættu versnandi sambúð við Bandaríkin nema þau sýndu alvarlega við- leitni til þess að draga úr spennu í heiminum. Hann sagði Banda- ríkjastjórn ákveðna í að fram- fylgja stefnu sem hefði að mark- miði að slaka á spennunni í samskiptum rikjanna. „detente-stefnunni", en afskipti Sovétríkjanna af málefnum Af- ríku og hernaðaruppbygging þeirra í Evrópu væri þrándur í götu þess að árangur næðist. Carter sagði að Sovétmenn ættu tveggja kosta völ í samskiptum við Bandaríkin, annars vegar aukna samvinnu eða andstöðu. Væru Bandaríkjamenn reiðubúnir að mæta hvorum kostinum sem væri. Bandaríkjaforseti flutti ræðu sína við slit sjóliðsforingjaskólans í Annapolis og var efnis hennar beðið með nokkurri eftirvæntingu þar sem vitað var að hann mundi fjalla um samskiptin við Sovétrík- in, og vegna þess að nokkur ágreiningur hefur verið meðal ráðgjafa forsetans um stefnuna í garð Sovétríkjanna á næstunni. Carter gagnrýndi að nýju harð- lega framkomu Sovétmanna heima fyrir í garð andófsmanna og án þess aö nefna Ýouri Orlov með nafni gerði hann mál hans að umtalsefni og sagði að allir frelsíselskandí menn hvar sem væri í heiminum fordæmdu að- gerðir Sovétstjórnarinnar í máli þessu. Forsetinn fordæmdi Sovétmenn harðlega fyrir afskipti þeirra í Afríku en bauð þá þó velkomna til Framhald á bls. 25. Egyptaland sendír Senegal hermenn kinshasa 7. júní. Routor. AP. EGYPTAR hafa ákveðið að senda vopn og menn til að kenna meðferð þeirra til Zaire til þátttö'ku í samciginlegu gæzluliði Afrfkuþjóða í Shaba-hcraði að því cr skýrt var frá í Kinshasa. hbfuðborg Zaire, í dag. Mun utanríkisráðherra Egyptalands. Mohammcd Ibrahim Kaincl. vera væntanlegur til Zaire til við- ræðna við stjórn Mobutus um ástandið í Shaba og á hvern hátt Egyptar geti helzt orðið að liði en hernaðarscndinefnd frá Egypta- landi hefur verið í landinu að undanförnu til undirbúnings komu Egyptanna. Stjórn Senegal tilkynnti einnig í dag að hún hefði ákveðið að leggja fram liðsmenn í gæzluliðið í Shaba en ekki var látið uppi hve margir hermenn það yrðu. Hermenn annarra Afríkuþjóða voru í dag að koma sér fyrir í Shaba-héraði á meðan fallhlífa- hermenn Belga og Prakka bjuggu sig til heimfarar. Bandaríski flugherinn aðstoðar við flutning frönsku herdeildarmannanna heim á leið og einnig við flutning á afrísku liðsmönnunum til Shaba. Mobutu Sese Seko forseti Zaire sneri í dag til Kinshasa eftir vikudvöl í Lubumbashi höfuðborg Shaba-héraðs en þar átti hann m.a. fund með Kenneth Kaunda forseta Zambíu í gær og fékk hann vopn og til Zaíre til að lofa því að í framtíðinni yrði komið í veg fyrir umferð innrásar- manna frá Angóla um Zambíu. Belgíska stjórnin vísaði í dag úr landi í Belgíu einum talsmanna innrásarliðsins, Paul Roger Mo- kede, fyrir að hafa haldið ólögleg- an blaðamannafund í landinu. Brottvísun Mokedes er talin nokk- ur friðþæging fyrir stjórn Zaire sem kvartað hefur sáran undan því að Belgíumenn skytu skjóls- húsi yfir skrifstofur og talsmenn innrásarhreyfingarinnar. Er nú talið að sambúð Zaire og Belgíu sé aö komast í sæmilegt horf eftir stirt samband aö undanförnu í kjölfar atburðanna í Shaba. Kína: Enn ráðizt á Lin Piao Tokyo 7. júní — AP TENG Hsiao-Ping. varafor- maður kínverska kommúnista- flokksins og aðstoðarforsætis- ráðherra landsins. hefur fyrir- skipað herafla landsins að taka upp að nýju baráttuna gegn Lin hcitnum Piao fyrrum landvarnarráðherra Kína. Teng sagði að baráttuna gegn Lin Piao og glæpum hans ætti að tengja gagnrýni á ..fjögurra manna klíkuna" frá Framhald á bls. 25 Urslit í gær URSLIT í Heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu í Argentínu urðu sem hér segir í gærkvöldi: Austurríki — Svíþjóð 1:0 Brasilía — Spánn 0:0 Skojland — Iran 1:1 Hqlland — Perú 0:0 ítalía, Argentína og Austur- ríki hafa þegar tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Sjá nánar á íþróttasíðum blað- sins á bls. 18, 42 og 43. Eþíópíu- mönnum gerð fyrirsát Khartoum — Nairohi — Al' - Uoiitir. F.IÖLDI cþíópískra hcrmanna bcið bana og flutningabílar þeirra eyðilögðust þcgar þcir óku á jarðsprengjur í fyrirsát scm uppreisnarmenn í Eritreu gerðu stjórnarhermönnum. að því er talsmaður uppreisnarmanna sagði í Kharloiim í Súdan í dag. Fyrirsátin var gerð til að koma í vcg fyrir að stjórnarherinn gæti tryggt sér ákveðin landsva>ði og komið upp aðstöðu til að undir- búa stórsókn gegn upprcisnar mö'nnum. Annars staðar frá í Eþíópíu berast m.a. þær fréttir að v-sómalskir uppreisnarmenn hafi að undanförnu mjög aukið skæru- árásir sínar á her Eþíópíumanna í Ogaden-auðninni þrátt fyrir Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.