Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ; FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1978 Varahlut varpað úr flugvél FLUGVÉL írá FluKþjónu.stu Elíeser Jónssonar íór í gær með varahlut. 10 til 14 kg að þyngd. sem íestur var við flotholt ok varpaði honum 1 sjóinn hjá bát sem var með bilaða vél 15 til 18 mílur í suðvestur frá Inuólfshöfða. Mun allóvenjulejít að þessi háttur sé hafður á. F^líeser sanði í samtali við MorKunblaðið í gær að beiðni hefði komið frá skipstjóra bátsins um að hann kastaði varahlutnum í sjóinn. Bátur- inn, Sæunn Sæmundsdóttir, var að því er Elíeser taldi með bilaða vél þannifí að kælibúnað- ur hennar virkaði ekki. Gat skipið siglt en aðeins stutta stund í senn. Pakkinn, sem varpað var niður, skall á sjóinn rétt við bátinn sem náði honum um borð litlu síðar. Gott veður var á þessum slóðum og hæfí- viðri. Vitni vantar AÐ MORGNI miðvikudaKsins 7. júní klukkan 11.05 varð árekstur milli Datsun- og Saabbifreiðar á Katnamótum Laugavegar og Ingólfsstrætis. Báðir bifreiðastjór- arnir segjast hafa ekið á móti grænu ljósi og eru það tilmæli slysarannsóknadeildar lögregl- unnar í Reykjavík að vitni gefi sig fram svo skera megi úr ágreiningnum. Þá var sama morgun ekið á gráa Datsun leigubifreið, R-8630, þar sem hún stóð gegnt Skúlagötu 2. Var hægra framhorn bifreiðarinn- ar skemmt. Eru vitni og tjónvald- ur beðin að gefa sig fram. — Tap frysti- húsanna... Framhald af bls. 44. unnið eftir bónuskerfi og ef jafnframt væri um mikla yfir- og næturvinnu að ræða þá gæti' hækkunin numið um 15%. „Við teljum að meðalhækkunin sé 16—18% eða sem svarar 2500—2800 milljónir á ári.“ „Nú hefur verið ákveðin hækkun allra aðalfisktegunda að meðaltali 13.5% og þar sem ýmsar aukateg- undir hækka ekki minna má telja að útgjöld frystihúsanna til fisk- kaupa á ári hækki um 3.500 milljónir króna. Hækkun þessara tveggja kostn- aðarliða frystihúsanna, þ.e. launa og hráefnis, er því a.m.k. 6000 milljónir á ári. Á sama tíma hefur nær engin hækkun orðið á mörk- uðum og gengi krónunnar gagn- vart dollar verið nær óbreytt að undanförnu," sagði Eyjólfur. Þegar Morgunblaðið spurði Eyjólf hvernig frystihúsin gætu staðið undir þessari hækkun, sagði hann: „Það er náttúrlega augljóst að miðað við rekstrarstöðuna eins og hún var í maí þá geta þau í raun engar hækkanir tekið á sig heldur hefðu þau þurft að fá rýmri rekstrarskilyrði. Ef ekkert hefði komið hér á móti væri öllum frystihúsum á landinu lokað nú þegar. Vonandi getur meginþorri þeirra haldið áfram rekstri í það minnsta næstu tvo mánuði þar sem Verðjöfnunarsjóður fiskiðn- aðarins mun greiða uppbætur á markaðsverðið sem nema nálægt 6000 milljónum á ári eða mestum hluta þeirra hækkana sem orðið hafa á launum og hráefni. Hér ber þó að hafa í huga að staða frystihúsanna versnar samt veru- lega, bæði vegna þess að miklar hækkanir hafa orðið á flestum öðrum kostnaðarliðum í rekstrin- um og þá sérstaklega vöxtum að ógleymdri þeirri óáran, sem út- fLutningsbannið hefur í för með sir.' Eyjólfur ísfeld var spurður hvort staða Verðjöfnunarsjóðs væri þannig að hann gæti staðið undir þessum greiðslum. „Nei, því miður, þá er staða Verðjöfnunar- sjóðs alltof veik enda mun aldrei hafa verið til þess ætlazt að hann stæði undir innlendri verðbólgu- kröfupólitík, heldur jafnaði sveifl- ur útflutnings okkar á mörkuðun- um. I stuttu máli sagt, þá má segja um hann eins og stundum er sagt um frystihúsin að hann var á núlli er upp var staðið um síðustu mánaðamót. Innistæða í sjóðnum er nú einungis hluti hans af gengishagnaði vegna gengisfell- ingarinnar í. febrúar s.l., sem má áætla um 1000 milljónir. Að óbreyttu markaðsverði og gengi þá getur hann staðið við skuldbind- ingar sínar næstu tvo mánuði enda hefur hann ekki skuldbundið sig til lengri tíma þótt fiskverðið gildi í fjóra mánuði eða til 30. septem- ber.“ „Hvort eigum við heldur að segja að guð hjálpi þeim sem hjálpar sér sjálfur eða að þú leggir þéssa spurningu fyrir næstu ríkis- stjórn?" sagði Eyjólfur þegar hann var spurður um hvað tæki við eftir þessa tvo mánuði eða í lok júlí n.k. Að lokum sagði hann, að ef litið væri fram á við þá bæri að hafa í huga að ný holskefla launahækk- ana riði yfir 1. september og síðan nýtt fiskverð frá 1. október o.s.frv. Þá gætu frystihúsin heldur ekki lengur búið við þau rekstrarskil- yrði sem þau hefðu haft undanfar- ið nema ætlunin væri að ganga af þeim dauðum eða koma þeim í álíka niðurlægingu og varð eftir verðfallið 1967. — Unnið að stofn- un lífeyrissjóðs Framhald af bls. 44. reiðanum undanfarið. Nú hefðu hins vegar verið samþykkt lög sem sk.vlduðu alla landsmenn að vera í lífeyrissjóðum. Sagði Úlfur að þá hefði hann átt tal af Guðmundi H. Garðarssyni alþingismanni sem lagt hefði fram á Alþingi umfangsmikið frumvarp um gegnumstreymislíf- eyrissjóði. Hefur Guðmundur síðan unnið ásamt Pétri Blöndal' tryggingastærðfræðingi að þessu máli fyrir bifreiðastjórana eftir að stjórn lífeyrissjóðs BILS leitaði til Guðmundar. Úlfur Markússon sagði að Guðmundur hefði þegar gert þeim grein fyrir að endurskoða þyrfti lög samtaka leigubifreiðastjóra, sem hefðu verið orðin úrelt, með tilliti til slíks sjóðs og einkum vegna þess að í stéttinni er fremur hár meðalaldur, Síðan þyrfti að aðlaga lög lífeyris- sjóðs leigubifreiðastjóranna að svo- kölluðum SAL-lögum. Úlfur kvað þá einnig hafa komið upp á yfirborðið spurninguna hvort bílstjórarnir væru atvinnurekendur eða laun- þegar. Ljóst væri að bílstjórarnir væru launþegar, þar sem inni í gjaldskránum væru aðeins laun bílstjórans og rekstrarkostnaður bifreiðarinnar og þeir hefðu enga menn í vinnu. „Þegar málið var þannig -komið þá var það draumur minn að unnt yrði að stofna stofnlánasjóð fyrir bíl- stjórana svo að þeir gætu endur- nýjað atvinnutæki sitt eðlilega. Bílstjórarnir hafa engan sérstakan aðgang að lánsfé og ekki er tekið tillit til þess að þeir séu að endurnýja atvinnutæki sín. Stofn- aðir hafi verið lánasjóðir á ein- stökum bifreiðastöðvum en þeir hafi brunnið upp í verðbólgunni og ekki komið að fullu gagni. Greiðslubyrði bílstjóranna væri mikil og rekstrar- kostnaður hefur aukizt á sama tíma og vinnan hefur dregizt saman vegna fjölgunar einkabíla," sagði Úlfur. Til þess að stofna stofnlánasjóð fékk Guðmundur H. Garðarsson, að sögn Úlfs, til aðstoðar við sig Jón Zoéga lögfræðing og liggja nú fyrir drög að reglugerð fyrir slíkan sjóð. Lífeyrissjóðir hafa verið skyldaðir til þess að kaupa fyrir 40% af ráðstöfunarfé sínu verðtryggð spari- skírteini ríkissjóðs en umfram það eru þeir frjálsir af að nota. „Ekkert vit er í að láta þetta fjármagn fara út úr stéttinni og verði það notað tíl þess að fjármagna stofnlánasjóðinn geta bílstjórarnir fengið fyrir- greiðslu á einum stað í stað þess að_ þurfa að fara banka úr banka. T.d. geta bílstjórarnir í dag ekki keypt nýjan bíl fyrr en sá gamli er seldur en þetta gæti breytzt með tilkomu stofnlánasjóðsins. Þá eru bílstjór- arnir um leið að verðtryggja sitt eigið sparifé og safna til elliáranna þegar þeir fá fé sitt verðtryggt til baka. Þetta verður stórkostlegt ef þetta tekst og Guðmundur H. Garðarsson hefur unnið mjög ötul- lega að þessu máli fyrir okkur. Af leigubifreiðaakstri hafa 630 fjöl- skyldur framfæri sitt og alla afkomu og um 250 sendiferðabifreiðastjórar einnig. Að mínu viti er þetta mesta hagsmunamál stéttar okkar frá því er ég tók við formennsku í Frama fyrir 5 árum. Ef við tryggjum ekki framgang þessa máls nú lendum við í lífeyrissjóði með einhverjum öðrum sem hvergi eiga heima, ótryggðum sjóði sem við höfum engan beinan ráðstöfunarrétt yfir. Til þess að þetta mál komist í höfn mun svo Guðmundur H. Garðarsson leggja fram á Alþingi frumvarp til laga sem gerir þetta mögulegt. Þess vegna verða leigubifreiðastjórar að tryggja Guðmundi öruggt þingsæti í komandi kosningum," sagði Úlfur Markússon. — Vinstri flokkarnir... Framhald af bls. 44. náð samstöðu um ítrekun stefnu sinnar áður en til stjórnarslita kom þá. Stjórnarslitin urðu vegna efnahagsmála, vegna úr- ræðaleysis og öngþveitis í efna- hagsmálum. Ekkert er líklegra, ef sömu flokkar ná meirihluta á Alþingi nú, en að þetta sam- komulag um uppsögn varnar- samningsins og brottför varnar- liðsins verði ítrekað. Alþýðu- bandalagið hefur lýst því skor- inort yfir svo og Samtökin og yfirlýsingar Framsóknarflokks- ins verða ekki túlkaðar á annan veg en að hann bíði eftir því, hvort hentara þyki að geta snúið aftur til fyrri afstöðu í nýrri vinstri stjórn. — En hvað um afstöðu Al- þýðuflokksins? — Á Alþýðuflokkinn er því miður vart að treysta í þessum efnum þrátt fyrir yfirlýsingar for.vstumanna hans nú. — Hvers vegna ekki? — Ég minni á afstöðu Al- þýðuflokksins vorið 1956, þegar hann stofnaði til Hræðslu- bandalagsins með Framsókn ekki sízt á þeim grundvelli að varnarliðið skyldi á brott. Á árum seinni vinstri stjórnar 1971 — 1974 fluttu þingmenn Alþýðuflokksins tillögu um at- hugun á því að gera Island að óvopnaðri eftirlitsstöð. Nú telja forystumenn Alþýðuflokksins sér henta að breyta um andlit í varnarmálum en ástæða er til að vara við því að það getur breytzt fljótlega á ný að kosn- ingum loknum. Þess vegna er það svo að atkvæði greitt Alþýðuflokknum getur verið atvkæði greitt vinstri stjórn og varnarlausu landi. Af þessu má ljóst vera, sagði Geir Hallgrímsson, að eingöngu styrkur Sjálfstæðisflokksins — kosningasigur Sjálfstæðis- flokksins 1974 — kom í veg fyrir að landið yrði varnarlaust og öryggi þjóðarinnar væri teflt í tvísýnu. Með sama hætti er það styrkur Sjálístæðisflokksins einn sem kemur í veg fyrir það nú að vinstri flokkarnir taki upp þráðinn, þar^sem hann slitnaði 1974. Baráttan stendur því um vinstri stiórn eða Sjálfstæðis- menn í st|orn — um varnarlaust land eða varið land. — Arangurslaus sáttafundur Framhald af bls. 44. kjarasamningi milli aðila og hafn- aði Verkamannasambandið því boði. Þá fóru vinnuveitendur fram á að útflutningsbanni VMSÍ yrði aflétt og hafnaði VMSÍ því einnig. Lauk síðan fundinum. Vinnuveitendasamband íslands sendi út svohljóðandi fréttatil- kynningu eftý- fundinn: samninganefnda Verkamannasambands íslands, Vinnuveitendasambands íslands og Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna sem haldinn var í dag fyrir milligöngu sáttasemjara ríkisins gerðu fulltrúar vinnuveit- enda grein fyrir erfiðri stöðu og vaxandi rekstrarerfiðleikum at- vinnurekstrarins í landinu. í þeim efnum sígur stöðugt á ógæfuhlið- ina, nú síðast vegna gífurlegra launahækkana 1. júní. Hefur komið í ljós að launahækkanir frá og með 1. júní munu verða miklu meiri en ráð var fyrir gert. Samkvæmt athugun sem Vinnu- veitendasamband íslands hefur gert hækkuðu laun helztu starfs- hópa innan ASÍ hvorki meira né minna en frá 17—20% frá 1. júní og eru til grundvallar þeim útreikningum lagðar fram fyrir- liggjandi upplýsingar um vinnu- tímaskiptingu og. bónushagnað, þar sem unnið er samkvæmt bónuskerfum. Hér við bætist síðan vandi útflutningsatvinnuveganna vegna þess tjóns sem útflutningsbannið hefur valdið og sérstakir rekstrar- erfiðleikar fiskvinnslunnar sem nú hafa aukizt til muna vegna nýrra fiskverðsákvörðunar. Með hliðsjón af þessu lýstu fulltrúar vinnuveitenda yfir því á fundinum í dag að ekki væri neinn grundvöllur fyrir samningum um frekari kauphækkanir." Á miðsíðu Morgunblaðsins í dag er nánar skýrt frá rökstuðningi Vinnuveitendasambands Islands fyrir þeim fullyrðingum að kaup hafi hækkað „miklu meira en ráð var fyrir gert“ eins og segir í fréttatilkynningunni hér að ofan. — Niður- greiðslur Framhald af bls. 5. verðhækkunum. Orðrétt sagði Eyjólfur: „Ljóst er því að einhver þýðingarmesta úrbótin fyrir bændastéttina væri sú að rekstr- ar- og afurðalán hækkuðu og yrðu greidd beint til bændanna, sem þá gætu notað fjármunina á hinn hagkvæmasta hátt.“ í ræðu sinni lét Eyjólfur einnig í Ijós þá skoðun að hann teldi rétt að leita leiða til að greiöa niður- greiðslur og útflutningsuppbætur beint til bænda. Um þetta atriöi sagði Eyjólfur: „Sá háttur er á hafður að því er þær varðar, að greiða þær til afurðasölufyrirtækja eins og rekstrar- og afuröalánin í flestum tilfellum. Ekki fæ ég séð, aö minnsta þörf sé á þessu. Úr því að ríkisvaldiö ákveður að greiða landbúnaöarvörur niður, fyrst og fremst sem hagstjórnartæki, virð- ist liggja alveg beint viö að greiða eigendum vörunnar þá fjármuni, sem þeim ber, en ekki einhverjum öðrum. Ef verðbæta á vöru við útflutning á eigandi hennar líka aö fá þær bætur. Afurðirnar eru í umboössölu, en ekki í eigu afuröa- sölufyrirtækjanna. Þess vegna getur ekki verið aö þau eigi neitt tilkall til niöurgreiöslnanna og útflutningsbótanna. Þær eru hluti af því fé, sem bændur eiga að fá fyrir framleiösluvöru sína og eiga því aö ganga beint til þeirra, en ekki að staðnæmast annars staðar í lengri eða skemmri tíma." Verulegar umræður urðu um tillögu þeirra Eyjólfs og Jóhanns á þessu þingi en þess má geta aö Eyjólfur flutti þessa sömu tjllögu á þinginu þar áður og lýstu þá tveir af forustumönnum stjórnarand- stöðunnar stuðningi við tillöguna en það voru þeir Lúðvík Jósepsson og Gylfi Þ. Gíslason. í umræðum um tillöguna á Alþingi í vetur tóku meöal annars þátt Ingi Tryggvason sem sagði að ekki heföu komið fram óskir um að rekstrar- og afurðalánin yrðu greidd beint til bænda á þeim bændafundum sem haldnir hefðu verið. Afurðasölufé- lögin hefðu enda oftast lánað viðskiptavinum sínum sem svaraði þessum lánum. Ingi sagöist vera ósammála tillögunni og hún skipti bændur ekki máli hagsmunalega. Páll Pétursson sagöist ekki vera sammála þeirri aðferð sem tillagan gerði ráð fyrir en sagöi að það væri bóndanum geysimikilvægt að útborgunarverðið bærist sem allra fyrst til bænda. Páll sagði að það kynni að vera nauövörn ef afurða- sölufélögin stæöu ekki viö aö greiöa bændum rétt verð á réttum tíma aö „taka upp eitthvaö svipaö fyrirkomulag og hv. flutningsmaö- ur leggur hér til. En ég hygg og legg áherslu á að þaö sé ekki tímabært.“ Lúðvík Jósepsson sagðist vera sammála tillögunni og hann teldi aö höfuönauösyn væri á að gera þá skipulagsbreytingu, þá formbreytingu, sem tillagan gerði ráð fyrir. Jón Helgason sagöi að annað skipulag ríkti í afuröa- sölu sunnlenzkra bænda en gilti víöast á landinu. Þar réöu bændur því hvort þeir létu greiðslur sínar ganga inn á bankareikninga eöa til viðskiptafyrirtækja þeirra. Taldi Jón ekki einfalt aö framkvæma það fyrirkomulag sem tillaga þeirra Eyjólfs og Jóhanns gerði ráö fyrir. Tillagan varð eins og áður sagöi ekki útrædd á þessu þingi. — 50 mílurnar... Framhald af bls. 23 alþingismaður, sem er nýlega kominn frá fundum hafsbotns- nefndarinnar að það verði í fyrsta lagi á árinu 1975 og jafnvel ekki fyrr en 1976, jafnvel síðar, sem tekin verður endanleg af- staða til þessa 200-mílna máls. Þannig að það cr fyrirsjáanlegt alveg í næstu framtíð, ekki bara næstu vikur, ekki bara næstu mánuði, heldur líka næstu ár, sem 50 mflurnar eru okkar höfuðverkefni og mér finnst það ábyrgðarleysi að gera lítið úr þessum 50 mílum af nokkrum íslenzkum aðilum á þessu stigi málsins enda þótt mikill meiri- hluti þjóða í dag virðist halla sér að 200 mílunum, það er.ánægju- legt en okkar dagsverk hér eru 50 mflur.“ — Krefst 12,5 milljóna kr. Framhald af bls. 2 sjónvarpsdagskrá en starfandi stjórnmálaflokkum. Því virðist þeir telja að útvarpsráð hafi ekki metið réttilega hvernig skipta ætti kynningar- og umræðutíma í sjónvarpi milli framboðsaðila. Þeir ætli dómstólunum að meta hver tími sé þar hæfilegur en það stríði gegn ákvæðum útvarpslaga þar sem i 6. gr. segi að ákvaröanir ráðsins um útvarpsefni séu endan- legar. í því felist að æðri stjórn- völd en útvarpsráð geti ekki breytt tilhögun dagskrár og því síður dómstólar. Hvergi sé að finna beina lagaheimild fyrir því að dómstólar geti bannað að tilteknir þættir séu fluttir ísjónvarpi vegna þess eins að ekki hafi verið gætt fyllstu óhlutdrægni og það leiði ekki af stjórnarskrárákvæðum né grundvallarreglum laga að dóm- stólar geti það. Það sé því ekki á valdi dómstóla að kveða á um efni sjónvarpsdagskrár né banna flutn- ing sjónvarpsþátta þó að telja megi að í þeim sé ekki gætt fyllstu óhlutdrægni. Það sé gert ráð fyrir því í lögum að leggja megi lögbann við athöfn stjórnvalds ef dómstól- ar eiga úrlausn máls eða telja megi þann, sem fer með fram- kvæmdavald hafa farið út fyrir valdsvið sitt. Útvarpsráð miði við það að það sé í samræmi við lýðræðislegar grundvallarreglur að hliðsjón sé höfð af því í hve mörgum kjördæmum flokkur hafi menn í framboði, þegar metið sé hve langur tími flokknum er ætlaður í takmörkuðum dag- skrártíma til að k.vnna viðhorf sín og stefnumið. Útvarpsráð hefði ekki farið út fyrir valdsvið sitt við ákvörðun tilhögunar sjónvarps- dagskrárinnar. Af málskjölum í þessu máli megi sjá að gerðarbeið- endur virði þessi sjónarmið þó þeir metí eðlileg hlútföll milli tíma stjórnmálaflokkana á annan hátt en útvarpsráð. Ennfremur sé óeðlilegt að kveða upp úrskurð í þessu máli án þess að þeim stjórnmálaflokkum sem gætu orð- iö fyrir verulegri réttarskerðingu, ef úrskurþur fellur gerðarbéiðend- um í vil, sé ekki gefinn kostur á að gæta réttar síns. Til tryggingar greiðslu tjóns- og miskabóta var krafizt kr. 12.500.000.- m.a. vegna kostnaðar sjónvarps af dagskrár-, breytingu ef hún yrði trerð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.