Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1978 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveínsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsíngastjóri Baldvin Jónsson Askriftargjald 2000.00 kr. ð ménuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Alþýdubandalag og skertir kjarasamningar Iumræðum um efnahags- og kjaramál undanfarnar vikur og mánuði hefur mjög. verið að því fundið að núverandi ríkisstjórn hafi með febrúarlögunum svonefndu haft afskipti af gerðum kjarasamningum. Það er rétt að með febrúarlögun- um greip ríkisstjórnin inn í gerða og gildandi kjarasamninga. En það er ekkert einsdæmi að ríkisstjórnir telji nauðsynlegt að grípa inn í gerða kjarasamninga. Afskipti núverandi ríkisstjórnar af kjarasamningum eru þó barnaleikur einn ef borið er saman við aðfarir vinstri stjórnarinnar 1971—1974. í ræðu sem Björn Jónsson forseti ASÍ hélt á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur í byrjun marz 1973 skýrði hann frá því að vinstri stjórnin, sem Alþýðubandalagið átti aðild að, hefði gert átta tilraunir til þess að breyta þeim kjarasamningum sem þá voru í gildi eða skerða þá. Síðustu mánuði vinstri stjórnarinnar greip hún fjórum sinnum inn í gildandi kjarasamninga og sveik að auki gefin fyrirheit við verkalýðsfélögin. Þau fjögur tilfelli, sem hér er um áð ræða, eru í fyrsta lagi að áfengi og tóbak var tekið út úr vísitölunni, að sjálfsögðu til þess að hækkun á þessum munaðarvörum hefði ekki áhrif til hækkunar á kaupgjald í landinu. í öðru lagi var kostnaður við einkabíla tekinn út úr vísitölunni. í þriðja lagi voru nokkur vísitölustig tekin af launþegum um mánaðamótin maí-júní 1974 og í fjórða lagi ákvað vinstri stjórnin að hækkun söluskatts skyldi ekki koma fram í vísitölu. Til viðbótar þessu neitaði vinstri stjórnin að hafa samráð við verkalýðssamtökin um efnahagsráðstafanir eins og hún hafði þó lofað. Alþýðubandalagið, sem undanfarna mánuði hefur barizt með oddi og egg gegn viðleitni núverandi ríkisstjórnar til þess að standa gegn verðbólgu og tryggja fulla atvinnu, stóð að öllum þessum aðgerðum. Alþýðubandalagið stóð að því tólf sinnum í vinstri stjórn ýmist að gera tilraun til þess að skerða gildandi kjarasamninga eða framkvæma það og stóð að auki að svikum á fyrirheitum þeirrar ríkisstjórnar um samráð við verkalýðs- samtök. Þetta er ferill Alþýðubandalagsins í kjaramálum. Flokkur með slíkan feril að baki hefur engin efni á að veitast að núverandi ríkisstjórn fyrir hennar aðgerðir. Full atvinna Núverandi ríkisstjórn hefur fylgt ákveðinni og samræmdri stefnu í efnahagsmálum síðustu fjögur ár. Fyrsta markmið þessarar efnahagsstefnu hefur verið að halda fullri atvinnu. Því markmiði hefur verið náð á sama tíma og mikið atvinnuleysi hefur ríkt í nálægum löndum. í öðru lagi stefndi ríkisstjórnin að því að draga úr þeirri verðbólgu sem komin var í 54% á tímum vinstri stjórnar. Fyrir einu ári hafði sá árangur náðst að verðbólgan var komin niður í 26%. Síðan hefur hún aukizt á ný vegna kjarasamninganna, sem gerðir voru sl. sumar og haust. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ekki sett það markmið að ná verðbólgunni niður ofar því marki að tryggja fulla atvinnu eins og fjölmargar ríkisstjórnir á Vesturlöndum hafa gert. Ríkisstjórnin hefur á þessum vetri fylgt fast fram þessari stefnu í efnahagsmálum. Efnahagslögin í febrúar voru við það miðuð að koma í veg fyrir stöðvun atvinnuveganna. Bráðabirgðalögin í maí hafa í fyrsta lagi tryggt láglaunaíólki bætt lífskjör, í öðru lagi þýða þau launajöfnun í framkvæmd og í þriðja lagi hafa þau tryggt vinnufrið í landinu eftir óróa á vinnumarkaði í vetur og vor. Þessum árangri hefur ríkisstjórnin náð: full atvinna, vinnufriður, batnandi lífskjör láglaunafólks, launajöfnun. Alþýduflokkur og Alþýdubandalag veröa ad svara Stjórnarandstöðuflokkarnir Alþýðuflokkur og Alþýðubanda- lag verða að svara því í þessari kósningabaráttu hver stefna þeirra í efnahagsmálum er. Þeir verða að svara því hvernig þeir ætla að tryggja óhindraðan rekstur atvinnufyrirtækja með því að afnema þá vísitöluskerðingu sem komið var á með febrúarlögunum. Allir vita að verði það gert eins og Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag krefjast munu undirstöðuat- innuvegir þjóðarinnar stöðvast og atvinnuleysi skella á. Hvernig ætla Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag að koma í veg tyrir þá stöðvun og það atvinnuleysi? Þessir flokkar verða að svara því. Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra skýrir frá útkomu minnispeninganna og ritsins um Landgrunns- lögin 1948—1978* með honum eru þeir Þórður Ásgeirsson skrifstofustjóri sjávarútvegsráðuneytisins og Jón L. Arnalds ráðuneytisstjóri. Landgrunnslögin 30 ára: Serstakir minmspeningar og rit um login getin ut Á þessu ári eru liðin 30 ár si'ðan landgrunnslögin voru sett en þau voru sett þann 5. aprfl 1948. Til að minnast þessa 30 ára tímabils hefur sjávarútvegsráðu- neytið látið slá sérstaka minnis- peninga úr silfri og bronsi og ennfremur hefur ráðuneytið sent frá sér bók af þessu tilefni en hún nefnist Landgrunnslögin 1948-1978. Matthías Bjarnason sjávarút- vegsráðherra sagði á fundi með blaðamönnum í gærmorgun að ætlunin hefði verið að minnast þessara tímamóta þann 5. aprfl S.I., þann dag sem iandgrunnslög- in voru sett fyrir 30 árum, hins vegar hefði tekið lengri tíma að undirbúa afmælisritið. „Ritið Landgrunnslögin 1948 — 1978 er ekki gefið út í þeim tilgangi að fegra einhvern, hvorki einstaklinga eða flokka. Ritið er skrifað af hlutlausum embættis- mönnum og í inngangi bókarinnar sem ég skrifa er aðeins einn maður nefndur, Hans G. Andersen sendiherra, sem hefur verið ráðu- nautur allra ríkisstjórna i hafrétt- armálum síðan lögin voru sett. Það er óhætt að fullyrða að landgrunnslögin íslenzku hafi vísað öðrum þjóðum veginn í þessum efnum og fyrir okkur hefði það verið ákjósanlegt að þær hefðu fyrr tekið við sér, þá væri ástand ýmissa fiskistofna hér við land kannski ekki eins alvarlegt og raun ber vitni. Þessi lagasetn- ing á sínum tíma sýnir hins vegar bezt framsýni íslenzkra stjórn- valda," sagði sjávarútvegsráð- herra. Eins og fyrr getur þá hefur sjávarútvegsráðuneytið einnig lát- ið gera sérstaka minnispeninga í tilefni þessara tímamóta. Tvær gerðir voru slegnar, 750 silfurpen- ingar og 3000 bronspeningar, og eru allir peningarnir merktir í númeraröð. Á forhlið peninganna stendur: „Landgrunnslögin 1948—1978 5. apríl. — Lög um vísindalega verndun fiskimiða landgrunns- ins.“ Á bakhlið peninganna er mynd af íslandi og landgrunninu. Þröst- ur Magnússon teiknaði peningana, en Guðlaugur H. Jörundsson smíðaði líkan það sem stálmót, var gert eftir, en það verk annaðist fyrirtækið Sporrong í Svíþjóð. Peningurinn er sleginn hjá ís- Spor h.f. í Reykjavík. Bronspeningurinn verður seldur sér og kostar þá 6000 kr., en silfurpeningurinn er aðeins seldur með bronspeningi og kostar settið 24 þús. kr. Seðlabanki íslands sér um sölu peninganna og hefst sala þeirra þann 12. júní n.k. og þá í öllum ríkisbönkunum hjá helztu mynt- sölum. Eins og kunnugt er var fisk- veiðilögsaga íslands aðeins 3 sjómílur þegar landgrunnslögin voru sett þann 5. apríl 1948 — en var þá færð út í 4 sjómílur. Matthías Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra, sem ritar inngangsorð að ritinu Landgrunnslögin 1948—1978, segir m.a.: „Með setn- ingu landgrunnslaganna var lagð- ur hornsteinn að framtíðarstefnu íslendinga hvað snerti fiskvernd og hagnýtingu fiskimiðanna við landið. Hafa útfærslur fiskveiði- landhelginnar í 4 mílur 1952, 12 mílur 1959, 50 mílur 1972 og 200 mílur 1975 jafnan verið fram- kvæmdar á grundvelli laganna. Þá hafa aðrar þær stjórnunaraðgerð- ir, sem framkvæmdar hafa verið í því skyni að vernda fiskistofna og fiskimið við landið, oftast verið byggðar á landgrunnslögunum. Sýnir þetta bezt hve lögin hafa verið sett af mikilli framsýni. Jafnan hefur verið talað um útfærslur fiskveiðilandhelginnar sem hinar mikilvægustu fisk- verndaraðgerðir Islendinga vegna þess að þær gerðu þeim fært um að auka veiðar sínar án þess að ganga um of á fiskistofnana þar sem veiðar útlendinga voru minnkaðar að sama skapi. Það var þó ekki fyrr en eftir lokasigurinn í landhelgismálinu, útfærsluna í 200 mílur, sem Islendingar náðu svo nokkru nam að auka hlutdeild sína í aflanum á íslandsmiðum miðað við afla útlendinga. Fram að þeim tímamótum beindust fiskverndaraðgerðir byggðar á útfærslu fiskveiðilögsögunnar fyrst og fremst að því að hamla gegn ~ aukinni sókn, einkum af hálfu útlendinga, í minnkandi fiskstofna. Jafnframt því var áherzla lögð á verndun hrygn- ingarfisks og smáfisks. Aflatölur í VI kafla sýna m.a hve fast útlendingar sóttu á Islandsmið — en þar má greina að árið 1959 veiddu íslendingar aðeins um 52% af heildarbotnfiskaflanum, árið 1969 um 60% og árið 1974 nam hlutdeild Islendinga ekki nema 63%. Árið 1977 nam hins vegar afli íslenzkra skipa 86% af heildarveiði botnfiska við Island. Þessi stóraukna hlutdeild Islend- inga í heildaraflanum á þremur síðustu árum stafar fyrst og fremst af því hve heimildir útlendinga til veiða í 200 mílna fiskveiðilandhelginni hafa verið takmarkaðar. Mun hlutdeild ís- lendinga enn aukast verulega á þessu ári vegna þess að veiðiheim- ildir Vestur-Þjóðverja féllu úr gildi 28. nóvember 1977. Ennfrem- ur hefur íslenzki fiskiskipaflotinn verið stórefldur á síðustu árum. Islendingar hafa þannig öðlazt fullt forræði yfir fiskimiðunum við landið, jafnframt því sem þeir eru fullfærir um að veiða allan þann fisk sem talizt getur skyn- samleg nýting fiskistofnanna." Ritið Landgrunnslögin 1948-1978 er 70 blaðsíður að stærð. Meðal efnis í ritinu er: Lög um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins nr. 44 5. apríl 1948, landhelgismálið og setning land- grunnslaganna, Landhelgisgæzl- an, Hlutur sjávarútvegs í þjóðar- búskapnum, Hafrannsóknir; Fisk- verndun, Fiskveiðar við ísland, aflatölur. Ritið er sett og prentað í Prentstofu G. Benediktssonar, en bundið í Arnarfelli h.f. Gylmir sá um útlit. Þannig líta minnispeningarnir um landgrunnslögin út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.