Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1978 35 Fengu sólarlandaferð í kaupbætí með 3 þús- undasta Volvo bílnum HJÓNIN Oddný Gestsdóttir og Alfreð Óskarsson hlutu óvænta sólarlandaför í kaup- bæti, þegar þau fengu afhentan nýjan Volvo 245 DL s.l. föstudag. Ferðina gaf Volvo-umboðið á íslandi, Veltir h.f., í tilefni af 10 ára afmælisári fyrirtækisins og vegna þess að bíll þeirra hjóna er 3 þúsundasta öku- tækið, sem Veltir h.f. selur frá upphafi umboðs þeirra. I ár hefur orðið nokkur söluaukning á Volvo-bif- reiðum. Markaðshluti Volvo í dag er 7,2% en var á sama tíma í fyrra 3,8%. Að sögn Veltismanna eru þeir nú komnir í 4. sætið á listanum yfir mest seldu bíla á landinu, en Volvo eru fimmtu í röðinni af bílaeign landsmanna. Volvo umboðið, Veltir h.f. tók við umboðinu af Gunnari Ásgeirssyni h.f. árið 1968, en fyrsti umboðsmaður Volvo hérlendis Halldór Eiríksson, sem jafnframt var einn af fyrstu umboðsmönnum Volvo utan Svíþjóðar, tók við umboði frá Volvo árið 1929. Á afmælisári Veltis h.f. hafa verið gerðar nokkrar breytingar á húsnæði og aðstöðu fyrirtækisins. Núverandi húsnæði hefur verið aukið og endurbætt. Einnig hefur nýtt vörubíla- verkstæði verið opnað og fólksbílaverkstæðið stækkað og endurbúið tækjum. Veltir h.f. hefur einnig opnað nýja varahlutaverzlun með sjálfs- afgreiðslu, en það er nýjung hérlendis. Framkvæmdastjóri Veltis h.f. er Ásgeir Gunnarsson, en sölustjóri Árni Filippus- son. Aðsetur Veltis h.f. er að Suðurlandsbraut 16 í Reykjavík, en þar starfa nú um 80 manns. Hjónin Oddný Gestsdóttir og Alfreð Óskarsson, ásamt sonum sínum og Ásgeiri Gunnarssyni framkvæmdastjóra Veltis h.f. Utankjör- fundar atkvæða- greiðsla erlendis Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna sveitarstjórnar- kosninga 25. júní n.k. getur farið fram á sömu stöðum og tímunyje u tankj ílÖrk'kó'sni ngan na, sem getið er í fréttatilkynningu ráðu- neytisins nr. 15, dags. 23. maí 1978, að frátöldum aðalræðisskrif- stofunum í Tokyo, Singapore og Tel-Aviv. I fréttatilkynningu ráðuneytis- ins nr. 15. var ekki tekíð fram hvenaér utankjörfundarkosning hjá ræðismanninum í Tórshavn Færeyjum, gæti farið fram. Hann verður við til að taka á móti kjósendum vegna nefndra kosn- inga frá 5.-»9. júní kl. 15—17. ak.i.ysinoasiminn KK: 22480 JtlflrormWoíiííi botta er nljómplatan sem vinnur sífellt á og þú kemur til meö aö spila aftur og aftur. Létt og skemmtileg, viö allra hæfi. FÆST HJÁ UMBOÐSMÖNNUM OKKAR UM LAND ALLT Suöurlandsbraut 8 Laugavegi 24 Vesturveri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.