Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1978 43 Martröð hjá Skotum MÖGULEIKAR Skotlands á að komast áfram í HM keppninni knattspyrnu ruku út í veður og vind er liðið náði aðeins jafntefli 1 — 1 á móti íran í Cordoba í gærkveldi. Allur leikur skoska liðsins var í molum og var sem enginn vilji væri fyrir hendi hjá leikmönnun- um. Fyrsta markið í leiknum var sjálfsmark. Bakvörður Iran Adranik sendi knöttinn í eigið mark. Ætla mætti að þessi heppni Skota hefði glætt hjá þeim áhuga á leiknum en það var öðru nær. Lið íran, sem barðist hetjulegri baráttu allan tímann, náði að jafna leikinn á 60 mínútu, og var þar að verki Danaifard, sem skoraði með góðu skoti. Leikurinn var ekki vel leikinn hjá liðunum. Áttu íranir síst minna í leiknum. Um tíma réðu þeir lögum og lofum á miðju vallarins svo ólíklega sem það kann nú að hljóma í eyrum margra. Skotland sótti nokkuð framan af leiknum og átti nokkur hættuleg tækifæri en þau fóru öll forgörðum. Dalglish átti gott marktækifæri á 24. mínútu en skaut yfir, var þetta ekki eina tækifærið sem hann fór illa með. Hann lék sinn 56. landsleik fyrir Skotland og þótti standa sig illa og var honum skipt út af í lokin. Iranir komu á óvart með getu sinni og dugnaði í leiknum. Þessi heimsmeistara- keppni hefur verið martröð fyrir skoska liðið og þjálfara þess. Áður en keppnin hófst var Allie Mc Leod ófeiminn að láta í ljós þá skoðun sína hve langt Skotland ætti eftir að ná í keppninni og jafnvel að taka bikarinn heim til Skotlands. En samkvæmt frétta- skeytum hafa leikmenn hans verið eins og lítil lömb sem verið er að leiða til siátrunar. Þeir fáu Skotar sem horfðu á leikinn söfnuðust saman fyrir utan búningsklefan og hrópuðu á liðsmennina og þjálfar- ann „þvílíkt rusl". Lið Skotlandsi Alan Rough, Sandy Jardine, Wille Donachie, Kenny Burns, Martin Buchan, Archie Gemmill, Lou Macari, Asa Hartford. Kenny Dalglish, Joe Jordan (Harper), John Robertsson. Lið írani Nasser, Nazari, Nasroilah, Kazerini, Andranik, Parvin, Chasempoor, Sadegi, Iraj, Faraki, Jahani. Dómari, Youssou Diaye, Senegal. 3. riðil II 1 4. riðii II Staðan ( 3. riðli eftir leikina ( gærkvöld: Austurríki — Svípjóö 1:0 Brasilía — Spónn 0:0 Austurríki 2 2 0 0 3:1 4 Brasilía 2 0 2 0 1:1 2 Svípjóð 2 0 1 1 1:2 1 Spánn 2 0 1 1 1:2 1 Staðan í 4. riðli eftir leikína í gærkvöldi: Holland — Perú 0:0 Skotland — íran 1:1 Holland 2 1 1 0 3:0 3 Perú 2 1 1 0 3:1 3 Skotland 2 0 1 1 2:4 1 íran 2 0 1 1 1:4 1 mm • Það er enginn ánægjusvipur á markverði Skota Alan Rough þar sem knötturinn rúllar út úr markinu eftir hörkuskot írana eftir að þeir höfðu jafnað leikinn 1 — 1. Símamynd AP. Litlaust jafntefli HOLLAND og Perú gerðu jafntefli ( leik sínum í 4. riðli Heimsmeistara- keppninnar sem fram fór í Mendoza í gærkvöldi. Telja mó vist að pessi tvö lið hafi tryggt sór rétt til áframhaldandi pátttöku í keppninni. Bæði liðin virtust stefna að jafntefli pví ekki var annað að sjó í leikslok en að pau sættu sig við úrslitin. Bæði liðin virtust vera með hugann við leikina um helgina en þá mætir Holland Skotlandi og Perú mætir íran. Jafntefli í þeim leikjum tryggir Hollandi og Perú öruggt áframhald. Væntanlega hafa liðin aðeins verið aö spara púðrið fyrir þessa mikil- vægu leiki. Varla er hægt að tala um nein alvarleg marktækifæri í leiknum í gærkvöldi. Hollendingarnir voru þó öllu aðgangsharðari við mark and- stæöinganna og markvörður Perú var sá leikmaður á vellinum sem hafði mest að gera. Varla er þó hægt að tala um að hann hafi fengið umtalsvert skot á markið ef undan- skilið er skot frá Rensenbrink í fyrri hálfleik sem hann varöi vel. Var Rensenbrink einna frískastur í liði Hollendinga ásamt Jan Poortvliet sem lék nú sinn fyrsta HM-leik. Neeskens og Rene van der Kerkhof meiddust í leiknum. Áhorfendur voru 48 þúsund og voru þeir ákaflega óánægðir með þennan litlausa leik og láir þeim þaö enginn. Lið Ilollands, Jonghlod. Krol. Risjbcrgcn. Suurbier. Poortvliet. Neeskens (Hanninga). Jansen. Haan. Willy van der Kerkhof. Rene van der Kerkhof (Rep) ok Rensenbrink. Lið Perúi Quiroga. Duarte. Manzo. Chumpitaz. Diaz, Velasqyez. Munante, Cueto. Cuhillas. Oblitas. La Rosa (Sotil). Dómarii Adolf Prokop. Vesturhýzka landi. Markhæstir Markhæstu leikmenn Heims- meistarakeppninnar: Rensenbrink, Hollandi 3 Cubillas, Perú Rossi, Ítalíu Luque, Argentínu Flohe, Þýzkalandi Rummenigge, Þýzkalandi Krankl, Austurríki Línurnar teknar að skýrast NÚ ERU línurnar teknar að skýrast ( HM keppninnl í Argentínu. í fyrsta riðli hafa Argentína og Ítalía tryggt sér sæti í átta liða keppninni. Þau eiga eftir að leika sanyan innbyrðis og má búast við jafntefli í þeim leik. Þó má vera að Argentína leggi áherslu á að sigra til að fá að leika áfram í Buenos Aires en völlurinn þar tekur flesta áhorfendur og er það ekki lítill ávinningur fyrir heimamenn þegar í úrslitakeppnina er komið. Staöan í öðrum riðli er þannig að V-Þýskaland og Pólland hafa tryggt sér áframhald. Má búast viö því aö bæöi þessi lið nái langt ( keppninni í þriöja riöli er barátta geysihörð um að ná ööru sæti í riölinum. Austurríki er komið áfram. Þaö yröi saga til næsfa bæjar ef Brasilía kæmist ekki í lokakeppnina, liöið sem flestir spáðu HM titlinum. Spánn og Svíþjóö eiga sína mögu- leika. Eitt er víst aö ómögulegt er aö spá um hvaöa lið fer áfram með Austurríki. Gæti fariö svo að þaö kæmi mörgum á óvart. Holland ætti að vera nokkuð öruggt ( fjóröa riðli ásamt Perúmönnum um sæti í átta liða keppninni. Að öllum líkindum fara Skotar og íranir heim. ÞAÐ blæs ekki byrlega fyrir FHingujn í 1. dcildinni þessa dagana. Um hclgina síóustu sárt tap fyrir ÍA og í gærkvöldi tap fyrir ÍBV úti í Vestmannaeyjum. FH-ingar eru því komnir á hnén í dcildinni og verða aó taka sig verulega á ef þeim á að verða unnt að reisa sig við áður en í óefni er komið. Eyjamenn, sem léku loks eftir nærri þriggja vikna hlé, komu mjög ákveðnir til leiksins í gær- kvöldi og með góðri baráttu og mjög góðri knattspyrnu á köflum unnu þeir sannfærandi sigur vfir FH. 3:Ö. Það var vestan strekkingur í Eyjum í gærkvöldi og völlurinn háll og þungur eftir rigningar. FH lék undan vindi í fyrri hálfleik og sótti meira fyrstu 15 mínúturnar en smám saman náði ÍBV betri tökum á leiknum, notaði stutt spil og jarðarbolta. Sókn ÍBV þyngdist eftir því sem leið á leikinn og á 40. mínútu kom fyrsta markið. Þá lék Örn Óskarsson laglega upp kant- inn og gaf síðan hnitmiðaða sendingu inn á Valþór Sigþórsson sem stóð óvaldaður fyrir miðju marki um metra frá vítateigslínu. Valþór lagði boltann fyrir sig og skaut síðan föstu jarðarskoti og hafnaði boltinn í netinu út við • Sigurlós Þorleifsson skoraói tvö mörk ó móti FH i gærkveldi í Eyjum. IBV vann FH með yf- irburðum stöng. Gullfallegt mark hjá Val- þóri. Þannig var staðan í hálfleik og eins og búast mátti við sótti ÍBV mun meira í seinni hálfleik þegar liðið hafði vindinn í bakið. FH-ing- ar börðust þó vel í upphafi og náðu IBV-FH 3:0 nokkrum vel uppbyggðum sóknum gegn vindinum en Ársæll Sveins- son hirti allt sem komst framhjá varnarmönnum ÍBV. Annað mark ÍBV kom á 61. mínútu og var það hreint gull af marki. Eyjamenn léku saman upp allan völlinn með stuttum sendingum og allt í einu sendi Óskar Valtýsson snögga stungusendingu inn fyrir vörn FH, Sigurlás Þorleifsson geystist á eftir boltanum og af vítateigslín- unni sendi hann boltann upp í þaknetið með þrumuskoti án þess að markyörður FH kæmi vörnum við. Það liðu aðeins. 10 mínútur og enn skoruðu Eyjamenn glæsilegt mark. Tómas Pálsson lék upp hægri kantinn að endamörkum og gaf boltann vel fyrir markið þar sem Þórður Hallgrímsson kom á fullri ferð og skallaði af alefli en í stöngina fór boltinn og þeyttist þaðan út í teiginn fyrir fætur Sigurlásar sem skoraði auðveld- lega með föstu skoti. Sem sagt 3 skemmtileg mörk, sem öll komu eftir góða knattsp.vrnu Eyjaliðs- - ins. Þetta urðu úrslit leiksins og má fullyrða að eftir gangi leiksins og tækifærum hafi FH sloppið vel með 3:0 tap. Eyjamenn léku þennan leik mjög vel og eru greinilega að ná sér á strik. Beztu menn liðsins voru Sigurlás Þor- leifsson og Þórður Hallgrímsson. FH-liðið á greinilega við vandamál að stríða. Liðið lék oft laglega úti á vellinum en allan brodd vantaði í sóknina og vörn liðsins var slök. Janus Guðlaugsson átti í vandræð- um vegna meiðsla en var samt áberandi bezti maður liðsins. í STUTTO MALIi Vestmannaeyjavöllur 7. júní. (slandsmút- ið 1. deild. ÍBV-FH 3.0 (1.0). Mörk ÍBV, Valþór Siyþúrssun á 40. mínútu og SÍKurlás Þorleifsson á 61. ok 71. mínútu. Áminningt ólafur Danívalsson Kult spjald. STAÐAN Staöan: ÍA 4 3 10 14—3 7 Valur 3 3 0 0 10—3 6 Fram 4 3 0 1 7—4 6 Víkingur 4 2 0 2 7—8 4 Þróttur 4 12 1 5—8 4 ÍBV 3 2 0 1 5—3 4 ÍBK 4 0 2 2 5—7 2 KA 4 0 2 2 2—4 2 FH 4 0 2 1 3—12 2 UBK 4 0 13 3—11 1 Markhæstu menn: Matthías Hallgrímsson ÍA Arnór Guðjohnsen Víking Albert Guðmundsson Val ÍBV: Ársæll Sveinsson 3, Örn Óskarsson 3, Snorri Rútsson 2, Þórður Hallgrímsson 4, Friðfinnur Finnbogason 2, Sveinn Sveinsson 2, Valpór SigÞórsson 2, Óskar Valtýsson 2, Sigurlás Þorleifsson 4, Tómas Pólsson 3, Karl Sveinsson 2. FH: Þorvaldur Þóröarson 2, Pólmi Jónsson 2, Jón Hinriksson 2, Gunnar Bjarnason 2, Janus Guðlaugsson 3, Pólmi Sveinbjörnsson 1, Logi Ólafsson 2, Ólafur Danivalsson 3, Leifur Helgason 2, Andrés Kristjónsson 2, Viöar Halldórsson 2, Ásgeir Arnbjörnsson (vm.) 1, Benedíkt Guðbjartsson (vm.) 1. DÓMARI: Valur Benediktsson 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.