Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1978. Dregið í Bik- arkeppni KSÍ DREGIO hefur verið í aðra umferð í bíkarkeppni KSÍ sem hefst 13. júní næstkomandi og leika þá eftirtalin liö: 13. júní: Ármann—Selfoss kl. 20.00 Þróttur, Nes.—Austri kl. 20.00 14. júní: KR—Haukar kl. 20.00 Hekla (Hellu)—Fylkir kl. 20.00 Víkingur, Olafsvík —Njarðvík kl. 20.00 ÍBÍ — Bolungarvík kl. 20.00 Einherji (Vopnaf.)—Leiknir kl. 20.00 15. júní: Óðinn—Grindavík kl. 20.00 á Mela- velli. V-Þýzkalandi ÞEIR Jón Diðriksson og Ágúst Ásgeirsson hafa að undanförnu æft og keppt í V-Þýzkalandi. Á frjáls- íþróttamóti í Bonn 1. júní varð Jón annar í 1500 m hl. á 3,52,4 mín. og Ágúst fimmti á 3,52,9. Einnig keppti Jón í 800 m hl. og sigraöi á 1,52,9 mín. eftir að hafa verið í forystu allt hlaupið. Badmintonmót í Vestmannaeyjum UM NÆSTU helgi veröur endahnút- urinn rekinn á badmintonkeppnis- tímabilið ‘77—‘78. Milli 40 og 50 manns úr T.B.R., K.R. og Í.A. munu feröast til Vestmannaeyja til aö keppa í badminton, en par veröur haldið mót á laugardaginn með Þátttöku heimamanna og hinna aðkomnu gesta. Badmintonípróttin á mikla framtíö fyrir sér í Vest- mannaeyjum, með tilkomu hins nýja ipróttahúss peírra, enda hefur áhugi manna á ípróttinni aukist mikið að undanförnu. Þátttakendur í mótinu veröa á öllum aldri, enda veröur keppt bæði í flokkum unglinga og fullorönis- flokki. Margir bestu badminton- menn landsins munu verða með, p.á m. íslandsmeistararnir í einliða- leik, pau Jóhann Kjartansson og Kristín Magnúsdóttir. Auk peirra keppa í mótinu flestir núverandi íslandsmeistarar unglinga. Það verður pví glæsilegur endir á góðri „badmintonvertíð“ um næstu helgi í „Eyjum“. _______ Ársþing KKÍ HIÐ árlega ping Körfuknattleiks- sambands íslands, K.K.Í., verður haldið á Hótel Esju föstudaginn 10. júní og hefst klukkan 20.00. Jón gerir samning við Puma JÓN Diðriksson hlauparinn ágæti úr UMSB, hefur nýverið gert samning við Puma íþróttavöruframleiðend- urna og skuldbundiö sig til að nota framleiðsluvörur fyrirtækisins við æfingar og keppni. Það er umboðs- aðili Puma hér á landi, sportvöru- verslun Ingólfs Óskarssonar, í sam- vinnu við framleiöendurna sem bauð Jóni þennan samning. í samningnum, sem er útaf fyrir sig sérstæður og naer til tveggja ára, er gert ráð fyrir því að Puma og sportvöruverzlun Ingólfs sjái Jóni algjörlega fyrir þeim íþróttafatnaði sem Jón þarf að nota. • Johann Krankl skorar úr vítaspyrnu fyrir Austurríki á móti Svíþjóð í gær. Mark þetta kom Austurriki í átta liða úrslit. Krankl var besti maðurinn á vellinum og var potturinn og pannan í leik Austurríkis. Símamynd AP. Austurríkismenn í átta liða úrslitin AUSTURRÍKI sisraði Svíþjóð 1—0 í Heimsmeistarakeppninni í gær og trytíKði sér þar með rétt til að leika í átta Iiða úrslitum. Það var markamaskínan Krankl sem skoraði markið úr vítaspyrnu sem dæmd var cr Björn Nordqvist felldi hann inni í vítateig á 42. minútu leiksins. Krankl tók sjálfur vítaspyrnuna og urðu ekki á nein mistök skoraði öruggletía. Sagt er að lið Austurríkis sé nú það besta sem þeir hafa átt í 20 ár og víst er að þeir hafa komið mjög á óvart í keppninni. Liðið leikur mjög skynsamlega. Það leggur mikla áherslu á varnarleik og byggir á skyndisóknum þar sem reynt er að nýta hinn stórhættulega Krankl sem var markhæsti maður í knattspyrnunni í Evrópu siðastliðið keppnistfmabil. Fyrri hálfleikur var daufur og þótti mjög flatneskjulegur hjá báðum liðum og ekki var mikið um hættuleg marktækifæri. Heldur áttu þó Austurríkismenn meira í leiknum en gekk illa að ráða við sterkan varnarleik Svía. Á 36. mín. meiddist' Tapper hjá Svíum og Conny Thorsteinsson kom inn á. Staðan í leikhléi var 1—0. í síðari hálfleik lifnaði aðeins yfir leiknum og þá sérstaklega hjá Austurríkismönnum. Voru þeir mjög nærri því að skora annað mark er Kreuz komst í gegn en Hellström bjargaði mjög vel með úthlaupi. Aby þjálfari Svía reyndi að lífga upp á sóknina hjá sænska liðinu með því að setja Ralf Edström inn á þegar 15 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en það bar ekki tilætlaðan árangur. Svíar áttu sitt besta tækifæri á 52. mínútu leiksins er Thomas Sjö- berg átti gott skot sem rétt sleikti þverslána. Nokkrum mínútum síðar tók Edström tvær auka- spyrnur rétt utan við vítateig með stuttu millibili en báðar fóru beint í varnarvegg Austurríkismanna. Stjarna leiksins var Austurrík- ismaðurinn Krankl sem átti stór- leik og var allt í öllu hjá liði sínu. Þá átti miðvallarspilarinn Herbert Prohaska góðan leik hjá Austur- ríki. Hjá Svíum var markvörður- inn Hellström mjög góður, og bjargaði liðinu frá enn stærra tapi. Kom það töluvert á óvart hve sænska liðið náði illa saman eftir góða frammistöðu á móti Brasilíu. Austurríkismenn eru nú komnir áfram eiga einn leik eftir í riðlinum. Leika við Brasilíu á sunnudag. Mikil spenna er nú í riðlinum því þrjú lið eiga mögu- leika á að komast áfram með Austurríki. Svíar leika við Spán- verja á súnnudag og úrslitin í þeim leik geta ráðið miklu. Gera má ráð fyrir því að Brasilíumenn lendi í miklum erfiðleikum á móti Aust- urríki ef þeir leika ekki betur en þeir hafa gert til þessa. LIÐ AUSTURRÍKISi Kocilia. Zara, Obei- mayer, Breitenberiíer, Bruno, Josef. Her bert, Krankl. Kreuz. Jara, Krieger, (Weber kom inn á). LIÐ SVÍÞJÓÐARi Heilatröm, Bora. Anders- son, Linderroth, (Edström) Larsson, Lennart Larsson, Sjöberg, Wendt. DÓMARI, Dusan Maksimovic frá Júgó- slavfu. Næstu leikir í HM NÆSTU leikir t HM keppninni fara fram á laugardag og sunnu- dag. Ekkert er leíkiö á fimmtudag og föstudag. Þá hvíla liðin sig og búa sig undir leikina. Leikirnir á laugardag eru (ath. íslenzkur tími): Ítalía — Argentína kl. 22.15 í Buenos. Aires Frakkland — Ungverjaland kl. 16.45 í Mar Del Plata Mexico — Pólland kl. 19.45 í Rosario Túnis — V-Þýskaland kl. 19.45 í Cordoba Sunnudagur 11. júní: SvíÞjóð — Spánn kl. 16.45 í Veles Sarsfield Brasilía — Austurríki kl. 16.45 í Mar Del Plata Perú — íran kl. 19.45 í Cordoba Skotland — Holland kl. 19.45 í Mendosa Kemst Brasilía ekki áfram? BRASILIA, sem Þrisvar hefur oröið heimsmeistari í knattspyrnu, á Það á hættu að komast ekki í 8-liða úrslit Heimsmeistarakeppninnar í Argentínu. Brasilía lék í gær við Spán í 3. riðli undankeppninnar í Mar del Plata og náði aöeins jafnteflí, 0:0. Verða Brasilíumenn að sigra Austurríki í síöasta leiknum í riðlinum til Þess að tryggja sér áframhald í keppninni. Fyrirliði liðsins, hinn skeggjaði Revelino, verður væntanlega með gegn Aust- urríki en hann lék ekki með í gær vegna meiðsla og kom pað auðsjá- anlega niöur á leik Brasilíu. Brasilíska framlínan var ekki nema skugginn af sjálfri sér í leiknum í gærkvöldi og hún misnotaði herfilega tækifæri sem miöjumönnum Brasilíu tókst að skapa. Spánverjarnir hugs- uöu lengst af um vörnina og oft mátti sjá sjö spænska leikmenn verjast fyrir framan mark sitt. Þeir nutu góðrar aðstoöar markvaröarins Miguel Angel en þessi 30 ára gamli markvörður átti mjög góðan leik að þessu sinni. Hættulegustu sóknarmenn Brasilíumanna voru Nelinho sem átti tvö góð tækifæri sem mistókust, Zico sem átti þrumuskot í þverslána og Reinaldo sem komst þrívegis í dauöafæri í seinni hálfleik en skaut ætíð beint á spænska markvörðinn. Það er táknrænt að Nelinho er einn varnarmanna liðsins. Bæöi Nelinho og Zico voru orðnir úthaldslausir í lokin og komu Gil og Mendonca í þeirra stað. En það voru ekki Brasilíumenn sem fengu bezta tækifæri leiksins heldur féll þaö í skaut Spánverja þegar 16 mínútur voru til leiksloka. Brasilíumenn höfðu þá um hríð sótt hart að marki Spánverja en þeir komust í skyndisókn. Juanito, sem var sprækasti framherji Spánverja í leiknum, brunaði upp vinstra megin og gaf boltann fyrir markið. Leao í markinu misreiknaði sendinguna algerlega og tveir Spánverjar, Santlll- ana og Cardenosa, stóöu skyndilega með boltann fyrir opnu marki. En þeir hikuöu og þegar Santiflana skaut var Amaral kominn á línuna til bjargar, boltinn barst aftur út í teiginn og Cardenosa skaut að markinu en nú var Oscar til staöar á Ifnunni og tókst aö bægja hættunni frá. Þúsundir brasilískra áhorfenda á pöllunum létu óánægju sfna í Ijós með langvinnu púi og víst er að brasilísku leikmennirnir og einvaldur- inn Coutino munu ekki eiga skemmti- lega heimkomu ef þeim tekst ekki að tryggja Brasilíu áframhaldandi þátt- tökurétt í keppninni. Völlurinn í Mar del Plata var f herfilegu ástandi og kom það niður á leiknum. Lið Brasilfui Leao. Nelinho (Gil). Oscar. Amaral, Edinho. Batista. Cerezo, Dirceu, Toninho. Iteinaldo. Zico (Mendonca). Lið Spinar, Miguel Angel. Perez. Olmo. Uria. San Jose, Leal, Asensi. Gomez. Santillana. Cardenosa. Dómarii Sergio Gonella. ftalfu. • Fyrirliði Brasilíu, Rivelino gat ekki leikið með vegna meiðsla og kom það niður á leik liðsins. Sjá einnig íþrótta- fréttir á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.