Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978 Frjálsriyggja og alræöísliyggja þær, sem Dubchek og stjórn hans beittu sér fyrir, voru tvíþættar. I fyrsta lagi, svo sem áður hefir verið á minnzt, breytingar á hagkerfinu í átt til meiri valddreifingar og virkari markaðsbú- skapar. í öðru lagi róttækar breytingar á stjórnkerfinu, þannig að nú skyldi afhema ritskoðun og leyfa starfsemi fleiri stjórnmálaflokka. Fyrra atriðið hefði aldrei orðið tilefni innrásar, því að sams konar breytingar á hagkerfi Ungverjalands hafa verið látnar óátald- ar af Sovétstjórninni. En siðara atriðið gerði hún sér ljóst, að myndi stofna í hættu sósíalismanum, ekki eingöngu í Tékkóslóvakíu, heldur einnig í öðrum Austur-Evrópulöndum og sennilega í Sovétríkjunum sjálfum. Ef ritskoðun hefði verið aflétt í Tékkóslóvakíu og aflétt banni við myndun óháðra stjórn- málaflokka, hefðu þá ekki komið fram kröfur um það sama í Póllandi, Austur-Þýzkalandi og jafnvel í Sovét- ríkjunum? En frjáls gagnrýni á stefnu stjórnvalda í efnahagsmálum, stjórn- málum og menningarmálum myndu stofna öllu valdakerfi kommúnismans í þá hættu, að engin von er til þess, að stjórnvöld þeirra ríkja, er hlut eiga að máli, sætti sig við slíkt. Sem annað dæmi má nefna það, sem torskilið hefir verið mörgum sósíalist- um á Vesturlöndum, sem ekki átta sig á þeim mun, sem er á alræðishyggjunni og hugmyndafræði „borgaralegs" lýð- ræðis, en það er sá háttur sovéskra stjórnvalda í seinni tíð, að ráðstafa þeim, sem gerst hafa andófsmenn, á geðveikrahæli. A Stalín-tímunum mun slíkt ekki hafa tíðkazt nema þá mjög takmarkað, því að andófsmenn voru þá annaðhvort teknir af lífi eða haldið ævilangt í fangabúðum. Hvort það er veikleika- eða styrkleikamerki, að gripið hefir verið þannig til nokkru mildari refsiaðgerða, skal ósagt látið. En það er nokkur kaldhæðni, að hugmyndir þeirra Huxleys og Orwells um meðhöndlun andófsmanna í alræðisþjóðfélagi sem geðsjúklinga, sem settar voru fram fyrir 30—40 árum, skuli svo alllöngu síðar hafa komið til framkvæmda í Sovétríkj- unum. En í sjálfu sér er rökrænt að álykta sem svo í þjóðskipulagi, sem byggist á því, að allir fylgi stefnu stjórnvalda í blindni, að þeir, sem ekki geri það, séu andlega afbrigðilegir og þurfi því meðhöndlun sem sálsjúkiing- ar. Það er þannig skipulagið, en ekki mannvonzka stjórnendanna, sem gerir nauðsynlegt, að beitt sé aðferðum, sem mjög brjóta í bága við ríkjandi siðgæðishugmyndir í borgaralegum þjóðfélögum. Þar með er auðvitað ekki sagt, að stjórnendur alræðisríkjanna séu ein- hverjir heiðursmenn hvað þá englar. Einn kafli bókar Hayeks, Leiðin til ánauðar, ber fyrirsögnina “Why the worst get to the top“ (Hvers vegna verstu mennirnir komast á toppinn). Leiðir hann þar rök að því, að í alræðisríkjum verði það jafnan hinir verstu menn, sem skipi æðstu valdastól- ana. Þetta leiðir einfaldlega af því, að alræðisskipulagið krefst þess, að tækj- um þeim, sem nauðsynlegt er að beita því til viðhalds, sé beitt af fullkominni hörku, og hlýtur því að vera brýnt, að aðalmennirnir séu sem lausastir við þann eiginleika, sem kallast samvizka. Það hefði ekki verið hægt að notast við nein ljúfmenni eða sérstaka drengskap- armenn sem yfirmenn, og e.t.v. varla sem undirmenn heldur, í útrúmingar- búðum nasista. (Vissulega er enginn vísindalegur mælikvarði til á það, hvort maður eigi að teljast góður eða vondur. En telja verður, að það sé í samræmi við almennan skilning á merkingu þessara orða, að menn án samvizku og siðgæðiskenndar séu ekki góðir menn). Það er dálítið eftirtektarvert, að sami mælikvarði virðist á það lagður í vinstri og hægra alræði, hvers konar menn séu hæfastir til forystu. Göbbels dregur í dagbók sinni enga dul á aðdáun sína á Stalín og segir meðal annars, að ef Þjóðverjum auðnist að sigra Sovétríkin, þá sé Stalín einmitt rétti maðurinn til að stjórna þar í umboði Þjóðverja, ef slíks væri kostur. En í rauninni þarf engan að undra þetta. Án tillits til þess hvort alræði er boðað í nafni einhverra trúarbragða, þjóðernisstefnu eða stéttabaráttu, þá eru það vitaskuld ávallt sömu aðferðirn- ar — aðferðir ógnarstjórnar — sem við eiga til þess að knýja þegnana til skilyrðislausrar hlýðni við stjórnvöldin. Trúvillingadómstólar miðaldakirkjunn- ar, fangabúðir nasista og vistun andófs- manna í Sovétríkjunum á geðveikrahæl- um eru því í rauninni allt greinar á sama meiði. Hin nýja bókstaístrú Karl Marx átti einhvern tíma að hafa sagt, að hann tilheyrði ekki hinum „marxiska skóla“. Þó að vera megi, að þetta hafi verið mælt í hálfkæringi, tel ég víst, að töluverð alvara hafi fylgt ummælunum. Marx vildi leggja áherzlu á, að ekki mætti líta á þau fræði, er hann boðaði, sem steinrunnar kenni- setningar og sjálfur áskildi hann sér rétt til þess að skipta um skoðun, ef ný þekking gæfi tilefni til slíks. Enda þótt margt sé gagnrýnt í kenningum Marx í þessu riti, þá breytir það engu um það, að hann var að mínu áliti merkur vísindamaður á sviði þjóðfélagsfræða. Búningurinn, sem hann klæddi kenningar sínar í, var að vísu ógeðfelldur frá sjónarhóli hlut- lausrar vísindamennsku. En ef hann er ekki látinn villa sýn, þá var margt frumlegt í vísindaaðferðum Marx, sem leitt hefir til vísindagreina. Sem dæmi má nefna áhrif Marx á sagnfræðinga. Þótt söguhyggjunni í þeirri mynd, sem hann og Hegel boðuðu hana, sé hafnað, þá sæti það sízt á hagfræðingum, eins og þeim, sem þetta ritar, að neita því, að það hafi verið framför, að sagnfræð- ingar tóku að rita hagsögu í stað þess að fást nær eingöngu við ævisagnaritun keisara, páfa og annarra slíkra. En í þeirri þróun hefir Marx átt meiri þátt en nokkur annar. En lærisveinar Marx hafa gert gamla manninum þann óleik að gera hann að guðspjallamanni og þar með fengið honum hlutverk, sem hann líkiega sízt af öllu hefði óskað sér. í þessu felst hlíðstæð trú og hjá þéim sem trúa á bókstaf biblíunnar og telja þar að finna öll þau sannindi, sem máli skipta fyrir mannlífið. Lærisveinar Marx telja hann hafa uppgötvað í eitt skipti fyrir öll allt það sem máli getur skipt í félagsvísind- um. Af þessu leiðir svo, t.d. að hagfræðikenningar Marx eru gjarnan metnar á vog nútíma þekkingar í vísindagreininni, sem ekki er sann- gjarnt og leiðir til vanmats á gildi þeirra. Læknisfræði Hippokratusar er sjálfsagt ekki upp á marga fiska skoðuð í ljósi nútíma þekkingar, þótt öðru máli gegni frá sjónarhóli þeirra tíma þekk- ingar. Áðurnefnd bók austur-þýzka heim- spekingsins Filipecs er gott dæmi um hina nýju bókstafstrú, og raunar er varla hægt að fá betri staðfestingu á því, sem Hayek o.fl. hafa haldið fram um afstöðu stjórnvalda í ríkjum A- Evrópu til félagsvísinda. Allar deilur og álitamál eru afgreidd með tilvitnunum í rit Marx, Engels og Lenins, algerlega hliðstætt tilvitnunum bókstafstrúar- manna í biblíuna. En biblíuna má túlka á marga vegu og sama máli gegnir um rit Marx, Engels og Lenins. Miklu máli er í bók Filipecs varið til þess að berja niður villutrú, einkum þá, sem að hans dómi hefir skotið upp meðal heimspekinga auastan járntjalds, en menn eins og Lefebre, Marcuse og Sartre, sem vestan tjalds hafa verið taldir dyggir marxist- ar, fá það líka óþvegið. í Póllandi hefir einhverra hluta vegna, ríkt meira tjáningarfrelsi í félagsvísindum en í öðrum austantjalds- ríkjum. Því k.emur það ekki á óvart, að það eru einkum pólskir heimspekingar, sem Filipec telur nauðsynlegt að hirta fyrir það, að hafa oltið út af línunni. Höfuðsyndir þessara heimspekinga, sem Filipec tekur til bæna, eru einkum tvær. Önnur er að dómi Filipecs rangtúlkun á kenningum Marx, sem yfirleitt er fólgin í því, að heim- spekingarnir leggja mannlegan (húmaniskan) skilning í kenningarnar, þannig að einstaklingurinn eigi rétt og hamingja hans sé eftirsóknarverð. Hér sézt yfir það, segir Filipec, að ein- staklingurinn sé hluti af heildinni. Það sé auðvitað æskilegt, að hann njóti frelsis og sé hamingjusamur, en ofar slíkum markmiðum beri þó að setja hagsmuni heildarinnar. En hverjir þeir hagsmunir séu, ákvarðast auðvitað af stjórnvöldum. Einstaklingarnir verða m.ö.o. að sætta sig við það frelsi, sem þeim er skammtað af stjórnvöldum. Önnur höfuðorsök hinna villuráfandi heimspekinga var sú að dómi Filipecs, að þeir héldu fram rétti til þess að hugsa sjálfstætt. Hann tiifærir ummæli tékknesks heimsepkings, Novy að nafni, sem hljóða svo: „I heimspekinni verður hver að vinna sig áfram eftir eigin leiðum og eigin hugsun" (zur Philosophie sich jeder selbst, auf seinem eigenen Weg und durch sein eigenes Denken durcharbeiten muss) og eru þessi ummæli honum mikil hneykslunarhella. Eftir að hafa for- dæmt harðlega þá einstaklingshyggju, sem í þessum ummælum felist, vísar hann til bókar eftir annan tékkneskan heimspeking, þar sem þessi afstaða sé tekin rækilega í gegn. Þá bók hefi ég ekki séð, en titill hennar segir talsvart. Hann er: Athugasemdir við innrás endurskoðunarstefnu og and- kommúnisma í heimspekina (Bemerkungen zum Eindringen des Revisionismus und Antikommunismus in die' Philosophie). Stjórnmálin hljóta að gegnsýra allt, einnig heimspekinga. Filipec telur sig yfirleitt hafa fullt umboð til þess að túlka heimspeki þeirra Marx og Lenins í samræmi við stefnu stjórnvalda, en þá sjaldan hann telur sig þurfa að vitna til páfaúrskurðar um það, hver sé hin rétta túlkun á Marx, þá vitnar hann ekki í heimspekinga, heldur stjórnmálaleið- toga, t.d. ræðu Bresnévs á 24. þingi Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Ekki myndi Filipec vera að skapi bók eins og fyrr nefnt rit Brynjólfs Bjarnasonar, Á mörkum mannlegrar þekkingar, eina ritið, sem mér er kunnugt um, að hafi verið skrifað um þekkingarfræði á íslenzku. Brynjólfur lítur á hin heimspekilegu viðfangsefni frá háum sjónarhóli. Hann lýtur þar engum páfa né fyrirframmótuðum kennisetningum, marxiskum né öðrum, en fjallar um allar slíkar kennisetning- ar á gagnrýninn og málefnalegan hátt. Mig skortir þekkingu til þess að vera dómbær á þær niðurstöður, sem Brynjólfur kemst að, en hvað sem því líður, þá er það hugarfar að leita sannleikans „eftir eigin leiðum", sem Filipec vítir Tékkann Novy svo harðlega fyrir, það sem sízt af öllu má leyfa sér í alræðisríki. Eins og felst í fyrirsögn þessa undirkafla, þá er margt líkt með „baráttuvísindunum" og boðskap heit- trúarsafnaða, og þá umfram allt bókstafstrúin. En sá munur er þó á, að uppistaða boðskapar baráttuvísindanna er hatrið, þar sem heittrúarsöfnuðirnir boða kærleika. 1 „Nýja vinstri stefnan“ í Sovétríkjunum og öðrum Aust- ur-Evrópuríkjum hefir „leiðin til sósíal- ismans“ verið sú að koma á fót „alræði öreiganna", sem í framkvæmd hefur verið alræði eins flokks jafnt á sviði efnahagsmála, stjórnmála og menning- armála. I sambandi við þá spurningu, sem hér hefir verið rædd, er þó ástæða til þess að gera því nokkuð fyllri skil, hvort ekki sé hægt að hugsa sér aðrar ieiðir til sósíalisma en þá, sem farin hefir verið í þessum löndum, leiðir sem gæfu sósíalsmanum „mannlegri" ásjónu og betur samrýmdust frelsishugsjónum Vesturlanda, sem gera má í rauninni ráð fyrir, að þorri þeirra Vesturlanda- búa, sem annars telja sig sósíaliska, aðhyllist. Á árunum kringum 1970 kom upp hreyfing á „vinstri væng“ stjórnmál- anna sem kölluð hefir verið „nýja vinstri stefnan" (The new Left). Atti hún einkum ítök í stúdentum og yngra fólki. Fór í kjölfar hennar mikil alda kröfugerðar um aukna aðild stúdenta að stjórn háskóla í Evrópu og tóku út af fyrir sig margir stúdentar, er ekki voru vinstri sinnaðir, undir þá kröfu, sem víðast hvar hefir meira og minna náð fram að ganga. í nánum tengslum við þessa hreyfingu voru stúdentaóeirðirn- ar í Frakklandi vorið 1968, sem urðu það umfangsmiklar og hlutu þann stuðning frá öðrum þjóðfélagshópum, að Frakk- land var þá á barmi stjórnarbyltingar. Ekki er þó ástæða til þess hér að rekja sögu nýju hreyfingarinnar, sem virðist nú vera í hnignun, þótt hún hafi markað spor, sem varla verða afmáð með öllu, en hins vegar skal hér farið fáum orðum um boðskap þessarar stefnu, að því leyti sem hún snertir þau málefni, sem hér eru til umræðu. Nú er hér að vísu ekki um auðvelt verkefni að ræða, því mjög mismunandi hugmyndafræði hefir verið boðuð af höfundum, sem teljast til þessarar stefnu. Sameiginleg öllum áhangendum stefnunnar virðist þó vera neikvæð afstaða bæði til hins kapítalíska hagkerfis og þeirrar framkvæmdar á sósíalisma, sem átt hefir sér stað í Sovétríkjunum og öðrum Aust- ur-Evrópuríkjunum. Það virðist líka vera sameiginleg stefna allra hinna „nýju vinstri" manna, að afnema beri séreignarréttinn, a.m.k. til hinna mikil- vægari framleiðslutækja, en byggja hagkerfið á einhvers konar félagslegum eignarrétti. Hér er því um sósíalíska hreyfingu að ræða, sem hugsar sér þó sósíalismann framkvæmdan á öðrum grundvelli en hingað til hefir verið gert. Eins og flestar aðrar sósíaliskar hreyfingar byggir nýja vinstri stefnan á kenningum Marx, en leggur þó meiri áherzlu á heimspekikenningar þær, er hann setti fram á yngri árum, en hagfræðikenningarnar, sem hann boð- aði í Fjármagninu. Þar sem nýja vinstri stefnan fordæm- ir jöfnum höndum gróðahyggju og markaðsbúskap kapítaíismans og hið alvalda skrifstofubákn sovétkommún- ismans, þá verður spurningin sú, á hvaða grundvelli eigi að byggja hag- kerfið? Hér verða svörin ærið óljós og í þvi liggur veikleiki stefnunnar. Helzt virðist vaka fyrir áhangendum hennar, að byggja beri hagkerfið á félagslegum eignarrétti, þar sem fyrirtækjunum sé stjórnað af frjálsum samtökum þeirra, sem við fyrirtækin vinna. Mundi slíkt efnahagskerfi minna mjög á hagkerfi Júgóslavíu, án þess að það komi þó fram hjá höfundum nýju vinstri stefnunnar, að þeir leiti þar fyrirmyndar. Má, eins og áður er getið, færa rök fyrir því, að sú skipan sé í meira samræmi við hugmyndir Marx um þjóðfélag framtíð- arinnar en skriffinnskuveldi Aust- ur-Evrópu. En að því er snertir samanburð við Júgóslava, þá er sá munur á, að þeirra hagkerfi byggir á markaðsbúskap og hagnaðinum sem leiðarstjörnu fyrir þá, sem valdir hafa verið til þess að stjórna fyrirtækjunum, en þetta tvennt er einmitt fordæmt af nýju vinstri stefn- unni. Um það bil sem öldur nýju vinstri stefnunnar risu sem hæst, og þeirra gætti einnig hér á landi komst kunnur íslenzkur stjórnmálamaður svo að orði, að boðendur þessarar stefnu vissu að visu hverju þeir væru á móti, en aðspurðir um, hverju þeir væru með yrði öllu ógreiðara um svörin. Ef mannkynið á að njóta þeirra framleiðslumöguleika, sem nútíma- tækni hefir skapað og byggist umfram allt á mjög víðtækri verkaskiptingu milli einstaklinga, fyrirtækja og landa, þá verður að finna einhverjar leiðir til þess að samhæfa alla þessa mismunandi starfsemi. Tvennt hefir hingað til verið talið koma til greina í því efni. í fyrsta lagi markaðsbúskapur á grundvelli frjálsra viðskipta, en það er sú leið, sem farin hefir verið í hinum kapítalisku löndum og raunar einnig í sósíaliskum löndum eins og Júgóslavíu, sem byggja á markaðsbúskap. Hins vegar er svo hið miðstýrða hagkerfi, þar sem samhæfing starfanna á sér stað á þann hátt, að hið miðstýrða hagkerfi, þar sem samhæfing starfanna á sér stað á þann hátt, að hin efnahagslega miðstjórn skipuleggur verkaskiptinguna. Aðrar aðferðir eru enn ekki þekktar til þess að samhæfa hin mismunandi störf. Meðan ekki er gerð grein fyrir því, hver hin hugsan- lega þriðja leið sé í þessu efni, verður nýja vinstri stefnan varla tekin alvar- lega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.