Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978 63 Ný lðggjðf: Lýðræði í hlutafélögum Skuldabréfalán sem breyta má í hlutabréfaeign Ný lög um hlutafélög voru samþykkt á Alþingi skömmu fyrir þinglausnir. Lög þessi fela í sér margar athyglisverð- ar nýjungar, sem hafa munu mikil áhrif er fram í sækir. Meðal þeirra erui • 1) Nú er ekki hægt að setja hömlur á viðskipti með almenn hlutabréf milli aðila í hluta- félögum, þar sem hluthafar eru 200 eða fleiri. Þetta þýðir að stjórnir hlutafélaga í almanna- eign geta ekki hindrað hluthaf- ana, eigendurna, í meðferð réttinda sinna, og opnar leið til almennra viðskipta með hluta- bréf. • 2) Lýðræði er aukið í hluta- félögum með margfeldiskosn- ingu, er tryggir að minnihluti geti frekar náð rétti sínum. Þetta þýðir að tæp 17% hlut- hafa geta náð einum manni í 5 manna stjórnir hlutafélaga. Fjórðungur hl. hluthafa geta krafizt slíkrar hlutfalls- eða margfeldiskosningar. • 3) 10% hluthafa getur krafizt þess að helmingur hagnaðar sé greiddur út sem arður, með vissum skilyrðum, en nokkuð hefur borið á því að félög haldi hluthöfum án arðs, þótt um hagnað af rekstri hafi verið að ræða. • 4) Þá er ekki lengur heimilt að stjórn hlutafélaga noti at- kvæðisrétt fvrir hlutabréf, sem félagið sjálft á. Hluthafar hafa og skýlausan rétt til aögangs að hluthafaskrá. Framanrituð ákvæði öll horfa til aukins lýðræðis í hlutafélögum en fráhvarfs fráfámennisstjórnun þeirra. • 5) Þá er í hinum nýju lögum ákvæði þess efnis að hlutafélag getur boðið út skuldabréfalán, sem unnt er að breyta síðar í hlutabréf. Þann veg að fólk getur nú keypt fulltryggð skuldabréf en jafnframt öðlast rétt til þátttöku í félaginu síðar. Flogið yfir Norðurpólinn ÚTIVIST mun standa fyrir flug- ferð yfir Norðurpólinn föstudags- kvöldið 14. júlí n.k. Fiogið verður norður með austurströnd- Græn- lands og yfir pólinn. en millilent á Svalbarða á heimlcið. Öll ferðin tekur 9 klukkustundir. Á austurströnd Grænlands er hrikalegt landslag, fjöll og heljar- miklir skriðjöklar. Það er varla um annan ferðahátt en flug að. ræða um þetta svæði. Á sjálfum pólnum eru endalausar ísbreiður, og þar verður veitt kampavín þeim sem það vilja. Allir fá skírteini um það að hafa komið á Norðurpólinn. Flogið verður með þotu Arnar- flugs hf, sem tekur 149 farþega. Farðseðlar verða seldir á skrif- stofu Útivistar í Reykjavík. Kappreiðar Sindra í Pétursey Hestamannafélagið Sindri í Mýrdal og undir Eyjafjöllum heldur sínar árlegu kappreiðar við Pétursey, laugardaginn 24. júní n.k. Ilestaþingið hefst kl. 2 e.h. með hópreið félagsmanna. Síðan fer fram gæðingakeppni mcð spjalda- dómum og valinn verður sérstak- lega fegursti gæðingurinn af áhorfendum. í kappreiðunum verður keppt í 250 m skeiði, fyrstu verðlaun kr. 10.000, 800 m stökki, fyrstu verðlaun kr. 10.000, 300 m stökki, fyrstu verðlaun kr. 6.000, 250 m folahlaupi, fyrstu verðlaun kr. 5.000, og 800 m brokki þar sem fyrsti hestur fær verðlaunapening, — en að auki fá þrír fljótustu hestar annarra keppnisgreina verðlaunapeninga. Þá koma fram börn úr reiðskóla Sindra og væntanlega verður sérstök sýning kynbótahrossa af félagssvæðinu. Þeir sem hyggjast taka þátt í kappreiðum Sindra þurfa að til- kynna þátttöku til Hermanns Árnasonar í Vík fyrir fimmtu- dagskvöld 22. júní. Lokaskráning allra hrossa sem koma fram hjá féiagsmönnum verður á Sindra- velli á fimmtudagskveldi. Eftir kappreiðarnar heldur féiagið dansleik í Leikskálum í Vík, sem hefst kl. 9. Hljómsveitin Kaktus frá Selfossi leikur fyrir dansinum. Nýtt orlofs- heimili Borg- firðinga- félagsins Borgfirðingafélagið í Reykjavík hefur nú komið upp sumarhúsi að Svignaskarði í iandi félagsins, sem kaliað er Borgarsel. Um næstu helgi verður húsið tekið i notkun. Laugardaginn 17. júní mun stjórn félagsins taka þar á móti gestum. Félagið hefur haft öfiugt félags- starf í vetur. Fyrir mikinn dugnað fólksins og rausnarlegar gjafir tókst að byggja húsið í vetur og að koma því í heimahérað fyrir sumarið. Leiðrétting- A.B. VILLA kom fram í frétt í blaðinu í gær varðandi útgáfu á bók Per Olof Sundmans, „Beretteisen om Sám“ í íslenzkri þýðingu, en það er Almenna bókafélagið sem hyggur á útgáfu hennar. Nú er það gróft tweed sem gildir. Tweed efnið snýr aftur og er nú sjóðheitt á tískumörkuðum Evrópu, þar sem hlutirnir gerast. Adamson sá fyrir þróunina, og hefur því hafið framleiðslu á þessum gróflega glæsilega fatnaði, fyrstir á íslenskum markaði. Adamson býður þér í heimsbyltingu í fötum fyrir unga menn sem fylgjast með. LAUGAVEGI47

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.