Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978 Kristin Guðmundsdóttir: Land og þjóð Efnahagur og atvinnuþróun á íslandi einkennist af sömu til- hneigingu og annarsstaðar á vesturlöndum, aukningu þjóðar- tekna miðað við íbúa, og faerslu atvinnunnar frá frumframleiðslu- greinum til iðnaðar, verzlunar og þjónustugreina. Þessi tilfærsla milli atvinnugreina varð þess valdandi að fólk fluttist til Reykjavíkur til starfa. Nú hefur breyting orðð þar á. Vegna mikill- ar uppbyggingar viða um land og aukningar atvinnu, hefur fólki verið gert kleift að flytjast til æskustöðva og starfa þar og búa. Öllum til farsældar. Hér á landi hafa allir nóg að gera og búa við góð lífskjör. Þessvegna getum við baðað vængj- unum, ferðast mikið til annarra landa, byggjum okkur stór og falleg heimili og við þekkjum ekki fátækt á borð við það sem forfeður okkar þekktu og sem milljónir manna búa við í heiminum í dag. Samt er fólk ekki ánægt og lætur ljót orð falla til þeirra manna sem nú sitja Alþingi Islendinga og einnig fyrrverandi borgarstjórnar Reykjavíkur, sem mikill skaði var að missa, ófyrir- sjáanlegur skaði, og sem gæti tekið langan tíma að vinna upp. Þjóðviljinn segir í leiðara blaðs- ins 7. júní að versta stjórn sé samstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, en sem betur fer eru margir á öðru máli, samvinna þessara flokka hefur gengið vel og ég vona að þeim auðnist að vinna saman lengur. En alltaf er verið að kljást um völdin, hvernig á að skipta sem i réttlátast, en hverju er að skipta þegar miskunnarlaust lífsþæg- indakapphlaup ríkir og hefur gert um langan tíma, og ríkiskerfið fer að orka á einstaklinginn sem ótæmandi bákn. Æskilegast væri að við fyndum öll að okkur bæri að taka þátt í þeim vanda sem nú steðjar að þjóðinni, með því að draga úr eyðslu, þó ekki væri nema um stundar sakir. A einhvern hátt verðum við að komast út úr þeim skuidum sem eru að sliga þjóðina. Islendingar hafa ekki enn gert sér ljóst að gæði jarðarinnar eru ekki óþrotleg. Nú rétt fyrir alþingiskosningar, lýsa stjórnmálaforingjar viðhorf- um sinum og leggja mat sitt á það sem gert hefur verið, og fjalla um það sem framundan sýnist vera. Og allir þeir sem til forsjár hafa verið valdir umfram aðra menn og mestur trúnaður veittur, gera upp reikninga við liðinn tíma og brýna samtíð sinni, hvað úrskeiðis hefur farið, hvað varast ber og við hvað verður að takast á. Það sem okkur skortir mest í dag er að fólk láti sér annt um þjóð sína, staldri við og hægi aðeins á þessari símalandi kröfu- kvörn, vitandi vits að það er ekki hægt að gera meiri kröfur að sinni. Það þarf að rétta við skuldabagg- ann, gera okkur ljóst að ekkert er óþrotlegt. Ég gæti svo mjög unnað öllum íslendingum að búa við allsnægtir, þó er ég ekki viss um að við hefðum gott af því og þá sérstak- lega unga fólkið, sem gerir nægar kröfur nú þegar, bæði til þjóðar- innar og foreldra. En ég er heldur ekki viss um að við séum á réttri leið með sívaxandi kröfum um elliheimili fyrir aldraða og barna- heimili fyrir börnin. Af hverju er verið að aðskilja þetta fólk, haldið þið ekki að bæði börnum og öldruðum þætti lífið kærleiksrík- ara ef það mætti vera saman á heimilum sinna nánustu? Hafið þið komið inn á elliheimili og séð þar stappað saman öldruðu fólki sem ekkert á sameiginlegt nema að vera aldrað. Heimilin eru stór það er ekki það sem veldur, það er hugarfarsbreyting sem þarf að koma til svo fjölskyldur finni, um leið og þær njóta þess að vera- saman, að allt hefur þetta fólk skyldur hvert við annað. Mikilvægi þessa máls, sem hér hefur að litlu verið getið, er svo yfirþyrmandi, að hverjar þær stundir sem þjóðfélagsþegn hugs- ar þetta mál og lætur sig það varða, getur leitt til mótunar þeirrar framtíðar sem við búum þessu fólki. Gert í Garðabæ 12. júní 1978. Kristín Guðmundsdóttir Espilundi 1, Garðabæ. Kristján Loftsson; Er íslenzk gest- risni á undanhaldi? í janúar s.l. skrifa belgískir sjónvarpsmenn frá Radiodiff- usion-Télévision Belge, hr. stór- kaupmanni Gunnari Ásgeirssyni og lýsa áhuga á að kvikmynda hvalveiðar o.fl. , Gunnar ráðleggur Belgum að skrifa hr. skipstjóra Agnari Guð- mundssyni, en Agnar var skip- stjóri og skytta hjá Hval h.f. á fyrstu starfsárum félagsins. I bréfi til Agnars lýsa Belgarnir yfir sama áhuga þ.e. að kvikmynda hvalveiðar á hafi úti og segjast munu verða hér á eigin skipi. Agnar sýndi mér bréf Belganna og það varð að ráði að ég svaraði þeim. I svari mínu dags. 21. marz s.l., ráðlegg ég Belgunum eindregið að hætta við allar áætlanir um að reyna kvikmyndun hvalveiða frá öðru skipi á hafi úti, af ýmsum ástæðum. Veiðarnar eru stundað- ar djúpt undan landi og það oft í misjöfnu veðri, hér er um mjög sérhæfðan veiðiskap að ræða og stórvirk skotvopn notuð, þannig að ef eitthvað út af bæri gætu slys auðveldlega skeð. Aftur á móti bauðst ég til að sýna þeim og útskýra vinnslu hvalsins í verk- smiðju vorri í Hvalfirði. Belgarnir svara síðan 30. marz s.l. og segja að þeir hafi í hyggju að kvikmynda hvalskurð og fá útskýringar þar um og nýtingu aflans. Síðan koma þeir nú í byrjun júní með flugvél frá Belgíu til að hefja kvikmyndatöku frá írsku skútunni „The Spirit of Labrador" sem þeir höfðu leigt. Er ég ræddi við Belgana ásamt hr. Gylfa Guðmundssyni, í fundar- sal Landssambands ísl. útvegs- manna þ. 6. júní s.l., sögðust Belgarnir aldrei hafa horfið frá þeirri hugmynd að reyna kvik- myndun hvalveiðanna á hafi úti, — Kambodia árið 1978 Framhald af bls. 4 Sums staðar hafa verkamenn við skógarhögg fengið nægilegan mat, til þess að þeir þjáist ekki af hungri, eins og allir aðrir. En í þorpunum þjáist fólk enn af hungri: 15 dósir af hrísgrjónum fyrir 500 manns í Battambang, 10 dósir fyrir 70 — 80 manns í Baray, 1 hrísgrjónadós fyrir 8 manns í Prek Kjop o.s.frv. Rauðu kmerarn- ir gefa þessa skýringu á matar- skortinum: „Við verðum að spara til að geta flutt út hrísgrjón, og notað peningana til að kaupa vélar og plöntur." Ástandið í heilbrigðis- málum er líka gerólíkt því sem gefið er upp opinberlega. Vafa- laust hafa „sjúkrahús" verið byggð, en þau eru hús dauðans fremur en lækningamiðstöðvar. Þarna er veikum smalað saman, svo að fjölskyldur þeirra eyði ekki tíma í þá frá dýrmætum vinnu- stundum. Og iðulega deyja sjúk- lingarnir og eru grafnir án þess að ættingjum sé tilkynnt um það. Enn eru öll meðul náttúrulækn- ingalyf skv. þjóðtrúnni, en með lítinn lækningamátt. Samt hafa nú sést lyf „made in China", svo sem kínín, C-vítamín og Bl. vítamín. Og þó opinberlega sé tilkynnt að ekki sé stefna að fækka þjóðinni, heldur að fjölga henni aftur, þá er sannleikurinn sá, að nær ekkert af börnum fæðist. Það kemur öllum flóttamönnum saman um. Eftir allar aftökurnar á árunum 1975, og ekki minni hreinsanir 1977, eru þessar yfir- lýsingar lítt sannfærandi. Skortur á fæðu og læknaþjónustu svo og sífelldar aflífanir taka þarna stóran toll, svo að enginn getur með nokkurri vissu vitað hve mörgum hefur verið útrýmt eða hve margir hafa horfið, en enginn efi leikur á að komið er fram úr svartsýnustu áætlunartölum um það. Aðeins er hægt að gefa upp nokkrar tölur af handahófi: • 50 — 60 dóu á dag „I samyrkjubúinu í Pheankham voru í upphafi 5017 manns, en í nóvember 1976 voru aðeins eftir 2982. 2035 höfðu dáið.“ í Koh Cha í Battambang voru aðfluttir nauð- ungarflutningum 6000 manns, íbúar frá Phnom Penh í þeim tilgangi aö ryðja járnbrautartein- um braut gegn um þéttan gróður- inn. I októbermánuði voru aðeins eftir 300, þar sem 50 — 60 manns dóu á dag.“ Af 100 fjölskyldum í Oddar Méan Chhey voru aðeins eftir 60 í janúar 1978. í Phum Koh Puos þorpi voru eftir 90 fjölskyld- ur af 170, í Phum Chhoeun Slap í sama héraði höfðu 50 verið drepn- ar o.s.frv. og voru óhressir er staðsetningar hvalbátanna á miðunum lágu ekki á lausu. Sagðist ég ekkert hafa við þá að tala þar eð þeir virtu að vettugi þær ráðleggingar er þeim væru gefnar og hér væri augsýnilega um æsifréttamennsku að ræða. Ég sagðist ef til vill endurskoða afstöðu mína að ræða við þá, er þeir hefðu sent skútuna til Irlands. Kom það fram í viðræðum okkar við Belgana að þeir væru vanir stríðsfréttaritarar og þótti þeim þetta því súr málalok. Sigldu þeir síðan upp í Hvalfjörð og biðu komu næstú hvalbáta. Föstudagsmorguninn 9. júní komu þrír hvalbátar með sex langreyðar til Hvalfjarðar og höfðu Belgarnir óhindraðan að- gang til myndatöku í Hvalfirði, eins og hverjir aðrir ferðamenn. Ég hef ekki hugsað mér að stuðla að því að þeir sjómenn er starfa á hvalbátum Hvals h.f. séu hundeltir á miðunum af sjón- varpsmönnum frá Belgíu eða mönnum annars staðar frá, og þannig í stöðugum ótta við að geta valdið stórslysi á mönnum eða jafnvel dauða. Framangreint er ritað vegna rammafréttar í Morgunblaðinu 10. júní s.l. bls. 26, „Oánægðir með Af 44 flóttamönnum, sem komu í fangelsiskampinn í Buriam í febrúarmánuði 1978, voru 7 nákvæmlega yfirheyrðir: Ein kona hafði lifað það af, 9 börn hennar og eiginmaðurinn voru látin hverfa. Fyrrum sjúkraliði hafði horft á konu sína og barn deyja úr vosbúð. Einn piltur sá föður sinn drepinn og móður sína deyja úr hungri. Faðir annars hafði verið drepinn. Enn einn hafði lifað það að kona hans og fjögur börn voru drepin. Annar hafði séð föður, móður og fimm systkini drepin. Og þeim síðasta, sem var Múhameðs- trúarmaður og hafði verið leiddur til aftöku ásamt fjölskyldu sinni, tókst að komast undan, en kona hans og 3 börn voru drepin. Fyrirhafnarlaust væri hægt að halda áfram með þennan lista, sagði Ponchaud. — Eftir að hafa tekist að lifa í 2 ár af slíkar skelfingar, þjakað af hungri og sjúkdómum og eftir að hafa sloppið í gegn um skothríð eftirlistsveita byltingarhermanna- nna og yfir jarðsprengjusvæðin við landamæri Thailands, hefur lítill hópur flóttafólks komist inn í Thailand. Til að koma í veg fyrir þennan flóttamannastraum hafa landamæraverðir Thailands iðu- lega skotið á fólkið, og drepið fjölda manna, sagði Ponchaud að lokum. Að mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna skuli hafa neitað að rannsaka Kambódíu- vandamálið er hrein skömm fyrir allar þjóðir, sem enn láta sér lynda að taka þátt í störfum Sameinuðu þjóðanna. — E.Pá. — Lítil saga Framhald af bls. <11 mitt til að bjarga lífinu og seðja hungrið. Þess vegna fór ég þaðan sem ég er upprunninn og hefi alltaf átt heima. Ég hefi alltaf vanist því að vinna mikið og leysa af hendi alls konar óskemmtileg verk, en maður yfirgefur ekki staðinn, sem manni þykir vænt um> fyrir það. Þó ég lifði við bestu skilyrði í ókunnu landi, þá gæti ég aldrei gleymt minningunum um ham- ingjusamt líf heima. — Þess vegna bið ég allar alþjóðastofnanir um að koma Kambódíufólkinu til bjargar. Fólkið grátbiður mannréttinda- stofnanir um að koma sér til bjargar frá þessum skelfingum, sem Rauðu kmerarnir leggja á það alla daga. — E.Pá. viðtökur í Hvalfirði." Ef umkvart- anir af því tagi er um ræðir í þeirri grein mega ekki bíða þar til málavextir hafa verið kannaðir af ritstjórn eða þeim er sýsla með slíkar greinar á blaðinu, þá mega þeir á Mbl. vita að ég hef ekki hugsað mér að fara í neinn skóla hjá þeim um hvað sé kurteisi, og það jafnvel þótt „Rússagrýlan“ sé notuð til samanburðar, þ.e. „Sögðu Belgíumennirnir þegar þeir ræddu við Mbl. að þeir hefðu hvergi kynnst svona viðtökum á Vestur- löndum áður. Þetta minnti þá helzt á austantjaldslöndin og vinnuaðstöðu þar.“ Hvalfirði, 13. júní 1978 Kristján Loftsson. — Danir kunna Framhald af bls. 37. um myndirnar mínar og kæri mig ekkert um að missa þær allar frá mér. Svo vil ég líka mála stórar myndir, en þær seljast nú seint. Þannig þykir mér það fjarska gott að vera ekki háður því að mála myndir sem seljast, enda þótt það þyki ófínt fyrir listamenn að stunda venjulega vinnu." — Hvað er á döfinni hjá þér á næstunni? — „Ég ætla að opna sýningu á þessum myndum mínum, sem ég fór með utan, í Norræna húsinu 24. júní, en ég verð að fá einhvern annan sal líka, vegna þess hve þetta eru margar myndir, en það mál er óleyst ennþá.“ — Oft veit fólk ekki Framhald af bls. 43. Eftir að hann hafði leikið í nokkrum sjónvarpsmyndum hafði Burt Lancaster samband við hann og bauð honum hlut- verk í kvikmyndinni „Birdman of Alcatraz" og fyrir leik sinn í þeirri mynd var Telly útnefndur til Óskarsverðlauna árið 1962. Síðan hefur Telly Savalas leikið í mörgum kvikmyndum og má til dæmis nefna „The Greatest Story Ever Told“, „The Dirty Dozen", „Kelly’s Heroes" og James Bond-myndina „In Her Majesty’s Secret Service". Helstu áhugamál Tellys, sem hann sinnir þegar hann er ekki að leika og laus við ágenga aðdáendur, eru golf og ferðalög og hann tekur virkan þátt í almennum málefnum. — Undanbrögð Framhald af bls. 50. það má benda á að allar fundar- gerðir trúnaðarráðs dvalarheimil- isins eru Sendar öllum oddvitum aðildarhreppa.l) Það er því hæg heimatökin hjá héraðsbúum að fá hjá oddvita sínum eða stjórnar- mönnum allar þær upplýsingar, sem þeir þurfa, áður en þeir hefja blaðaskrif, sem byggjast á getgátum.2) Ársreikningar fyrir 1976 hafa einnig verið sendir öllum eignaraðilum og svo verður einnig með ársreikninga fyrir 1977 þegar þeir hafa verið samþykktir af stjórn og eignaraðilum dvalar- heimilisins á næsta aðalfundi. Þar mun væntanlega koma fram, hvort illa hefur verið á fjármálum haldið og þar með, hvort illa hefur tekizt með framkvæmdina það sem af er3).“ Enn hefur ekki verið upplýst, hvort sjálfkjörnu verktakarnir hafa fyrirfram samninga við bygginguna eða þeir semja reikn- inga eftirá. Hefði ekki verið skynsamlegra fyrir nefndarforingjana að svara málefnalega og af meiri kurteisi en minni þótta? Austurgörðum 20. maí 1978 Björn Haraldsson í samræmi við fullkominn kunnugleika minn skal það fúslega vottað, að frásögnin hér að framan um aðdraganda og tilurð greinar- innar „Opið bréf til byggingar- nefndar dvalarheimilis aldraðra á Húsavík," fyrirsögn hennar, und- irskrift og birtingu er að öllu leyti sannleikanum samkvæm. Húsavík 20. maí 1978 Aðalsteinn Jónasson Við undirritaðir meðstjórnendur Stefáns Óskarssonar formanns Bjargs h/f sumarið 1977 tökum fram, að Aðalsteinn Jónasson fór að okkar ósk með formanni á fund Björns Haraldssonar 15. júlí 1977, þeirra erinda, sem getið er í framanritaðri grein. Húsavík 20. maí 1978 Ilaukur Ákason Sigtryggur Sigurjónsson Reynir Jónasson 1) Ekki nægðu þessar upplýsingar oddvita Reykjahrepps sumarið 1977. 2) I Opnu bréfi er hvergi byggt á getgátum. 3) Á slíkt er hvergi minnst í Opnu bréfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.