Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978 MÖRG börn hafa heyrt rætt um flóð og fjöru„ en fá þeirra vita ef til vill um orsakirnar, sem liggja að baki þessara náttúrufyrirbrigða. Þegar fólk er á ferðalögum, er upplagt að nota tækifærið til þess að vekja áhuga barnanna fyrir ýmsum fyrirbrigðum í náttúrunni, ræða við þau og útskýra fyrir þeim, það, sem þau hafa ekki skilið áður. Flóð og fjara orsakast af aðdráttarafli tungls og sólar. Háflæði nefnist það, þegar tungl er fullt og afl sólar og tungls verka saman. Mesti munur flóðs og fjöru er um 20 metrar, við „Funday" flóa í Kanada. Á myndinni er jörðin merkt mað A, tunglið með B, og sólin með C. Frumort Ijóð Þetta er hún Lísa. Hún er svaka skvisa. Hún er svo feit. Hún er verri en geit. Hún borðar fisk á gulum disk. Hún á líka hund. Hún fer með ’ann í sund. Hún á líka mús. Músin á hús. Hún drekkur úr flösku. Hún geymir hana í tösku. Núna er þetta búið og ljóðaskáldið lúið. Sokkar prestsins Einu sinni var prestur, sem var ákaflega greiðvikinn og hjálpfús við fátæka. Hann lét aldrei fátæka tómhenta frá sér fara. Ef hann átti ekki peninga, til þess að gefa þeim, gaf hann þeim eitthvað af fötunum sínum. En konunni hans likaði ekki þessi gjafmildi hans. Hún hafði reyndar aldrei kynnst því, hvað fátækt var. Dag nokkurn sá prestsfrúin fátæklega klæddan verkamann fara inn á skrifstofu prestsins. Eftir stundarkorn kom hann út aftur og virtist þá hinn ánægðasti. Hana grunaði strax, að presturinn hefði gefið honum eitthvað af fötunum sínum. Hún athugaði strax í kommóðunni, hvað vantaði. Síðan sagði hún í ávítunartóni við mann sinn: „Nú hefurðu gefið honum bestu sokkana, sem þú áttir til.“ „Já, góða mín,“ svaraði presturinn. „Hann átti nóg af lélegum sokkum.“ T röllabamið á Krákueyj u Framhaldssagan VI „Týnd?“ endurtekur Palli. Það getur ekki verið. Hún getur ekki verið týnd. Hvar er hún?“ „Jú. Stór og feitur tröllkarl kom og sótti hana og bar hana langt inn í skóginn. Við sjáum hana líklega aldrei framar." „Þú skrökvar," segir Palli. „Nei, þú veist sjálfur, að hún er alvöru tröllabarn. Og þú hefur líka sagt sjálfur, að það væri best að vera laus við hana.“ „Nei, ég hef ekkert sagt það,“ segir Palli reiðilega. „Malín þykir vænt um hana, og mér líka. Segðu strax hvar hún er.“ Og loks verður Stína að segja sannleikann. Palli tekur í hönd Stínu og leiðir hana með sér. Litlu síðar er barið að dyrum hjá sjómanninum Vestermann. Hann situr í eldhúsinu og les dagblað, en Skella er hvergi sýnileg. Hann hlýtur að hafa falið hana einhvers staðar. „Hvað er ykkur á hönd- um?“ spyr Vestermann. „Við ætlum að kaupa Skellu aftur,“ segir Palli til skýringar.„Þú veist vel, Vest- ermann, að það er ekki hægt að kaupa börn annarra." „Er það ekki?“ segir Vest- ermann brosandi. „Jú, ég gat það. Og hún var ódýr. Eg greiddi aðeins tíu krónur fyrir hana!“ „Þá kaupum við hana aft- ur,“ segir Palli. „Stína fær vasapeninga á laugardaginn, og þá færð þú tíu krónurnar aftur.“ „Nei, ég sel hana ekki svo ódýrt,“ segir Vestermann og hrærir í bollanum sínum. „Hún hlýtur að vera miklu dýrari, þar sem hún er ekki venjulegt barn.“ Palli og Stína verða vand- ræðaleg og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Þau eru dauf á dálkinn, er þau lalla heim á leið skömmu síðar. Hvernig eiga þau að út- skýra málin fyrir Malín? Þau koma inn. í eldhúsið. Malín er rétt að ljúka við að gera greut handa Skellu og hellir honum á diskinn. Skotta er komin líka. „Jæja já, þið eruð komin," segir Malín. „Það er ágætt. Þá skulum við setja Skellu í stólinn hennar og hnýta á hana smekkinn. Hún á að borða núna.“ „En Skella er horfin," segir Stína kjökrandi. „Stór, feitur tröllkarl kom og tók hana, og nú er hún einhvers staðar langt inni í skóginum." „Nei, þetta er vitleysa," segir Palli. „Malín, þú ... hún Stína seldi Skellu." „Hverjum?" spyr Malín undrandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.