Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978 Bjöm Haraldsson: Undanbrögð og yfirklór Veiína mánaöar fjarveru frá heimaslóðum of? heimildum hefur drejjist fyrir mér að svara „Tveim- ur yfirlýsingum," sem birtust í Tímanum 14. apríl s.l. en í Morfjunhlaðinu nokkrum döfium áður að sögn. Af tilviljun bar þessar yfirlýsingar fyrir augu mér í Reykjavík. Báðar eru þær hinn furðulegasti samsetningur og láta- læti og er helzt að skilja, að samning þeirra hafi staðið yfir í fulla sex mánuði, þó dagsetningar bendi til styttri meðgöngutíma. Tilefni yfirlýsinganna er Opið bréf til byggingarnefndar dvalar- heimilis aldraðra á Húsavík undir- ritaö Steypustöðin Bjarg h/f Húsavík, sem birtist samdægurs í Tímanum og Morgunblaðinu 30. sept. 1977. ■ Höfundar „Tveggja yfirlýsinga" eru, hinnar fyrri Stefán Oskarsson þáverandi formaður Steypustöðv- arinnar Bjarg h/f, en síðari yfirlýsinguna undirrita formaður byggingarnefndar áðurnefnds dvalarheimilis, Egill Olgeirsson og framkvæmdastjóri byggingarinn- ar Jón Ármann Árnason. Það eru sem sagt höfundur opna bréfsins annars vegar og viðtakendur hinsvegar, sem eru höfuðpersónur leiksins. I orði kveðnu sættast þeir á málin, hæla hvorir öðrum fyrir drengskap og vöndugheit en eru þó með óþægilegar grunsemdir þrátt fyrir það, hvorir í annars garð. Á bak við ritsmíðar þessar er flókinn feluleikur, sem ekki verður komist hjá að upplýsa, því skal nú segja söguna eins og hún gerðist. Föstudaginn 15. júlí 1977 bar að garði hjá mér tvo menn, mér að góðu einu kunna Stefán Oskarsson áðurnefndan formann Bjargs h/f og Aðalstein Jónasson trésmíða- meistara. Auðfundið var, að þeim var nokkuð niðri fyrir. Þeir báðu mig um viðtal og það var fúslega veitt. Umræðuefni þeirra var höfnun byggingarnefndar dvalar- heimilisins á tilboði Bjargs h/f í steypugerð fyrir dvalarheimilið við fyrirhugaðan fyrsta áfanga þess og hinsvegar samþykkt nefndarinnar á tilboði steypu- stöðvarinnar Varða h/f á Húsavík, en bæði þessi fyrirtæki, Bjarg og Varði höfðu samkvæmt útboði nefndarinnar gert tilboð í umrætt verk. Var tilboð Bjargs h/f að upphæð kr. 12.985.000 en Varða h/f kr. 13.675.400, mismunur kr. 690.400 Bjargi h/f í vil. Auk þess hafði verkfræðiskrifstofa Norður- lands, ráðgjafaraðili byggingar- nefndar, að athuguðum tilboðum beggja aðila og ástæðum þeirra til að standa við þau, mælt með tilboði Bjargs h/f. Byggingarnefndin hafði hins- vegar þann háttinn á að hafna báðum tilboðunum, en ganga fáum dögum síðar að tilboði Varða h/f óbreyttu. Þetta gramdist þeim Bjargs-mönnum, sem vonlegt var. Rétt er að taka fram, að báðar þessar steypustöðvar voru vel þekktar, höfðu tekið að sér og skilað með sóma stórum verkefn- um. Röksemdir byggingarnefndar fyrir því tvennu að taka hærra tilboðinu og ganga á snið við fyrirmæli þess ráðgjafaraðila, sem nefndinni hafði verið settur og í þriðja lagi að grípa til frávísunar sem skálkaskjóls, voru næsta veigalitlar sem sé þær, að múrara- meistari byggingarinnar full- treysti þeim starfsmnnum Varða, sem hagræddu steypu i mótum. Hann var fyrrum samstarfsmaður þeirra, en þá, sem verkið ynnu hjá Bjargi h/f, þekkti hann ekki og gæti því ekki treyst þeim. Var þetta nánast barnaleg viðbára. Stefán Óskarsson fór fram á það við mig, að ég skrifaði blaðagrein um viðskipti byggingarnefndar dvalarheinilisins og Bjargs h/f. Hann hafði meðferðis gögn, sem virtust sanna sögu þeirra. Aðal- steinn studdi eindregið ósk Stefáns. Ég benti þeim á, að þó ég gæti ekki betur séð en þeirra málstaður væri betri en nefndar- innar, mundi grein um viðureign- ina ekki svara neinum tilgangi, því yrði ekki kippt til baka, að Varði h/f væri kominn langt inn í verkið og ég væri ekki spenntur fyrir árangurslausum blaðaskrifum, sem leitt gætu til óvildar. Ég neitaði þó ekki beiðni þeirra að sinni, lofaði að athuga málið í næði og láta fljótlega frá mér heyra. Ástæðan fyrir því, að ég var beðinn að hefna fyrir þennan órétt, vissi ég að var sú, að margir iitu svo á, að ég hefði með endurteknum skrifum um mál dvalarheimilisins í blaðinu Degi nokkru áður, brýningum til bæjar- stjórnar Húsavíkur og þeirra sveitarfélaga, sem eðlilegt gat talizt, að vildu verða fjárhagslega ábyrgir aðilar að Dvalarheimili á Húsavík, hefði ég flýtt fyrir því, að dvalarheimilismálið kom loks niður a jörðina. Þegar gestir mínir urðu að viðurkenna, að þeir hefðu með því að hika fyrir óréttinum, tapað réttinum endanlega, brugðu þeir á annað hjal. Þeir töldu óviðeigandi að framkvæmdastjórinn gerðist sjálfur stærsti verktakinn við bygginguna. Trésmíðaverkstæði hans væri nú falið timburverkið án þess það væri boðið út. ítrckaóar tilraunir hefðu verið gorðar til að fá það upplýst. hvort fyrirfram samningur hefði verið gerður við framkvæmdastjórann eða hvort hann fengi greiðslur eftir reikningi sömdum og sam- þvkktum af honum sjálfum eftirá ásamt formanni byggingarnefnd- ar. Þá gátu þeir um sögusagnir manna millum að fyrirtæki á Húsavík, sem verzlaði með raf- magnsvörur og formaður bygging- arnefndar væri tæknilegur for- svarsmaður fyrir, mundi vera búið að fá loforð fyrir því að selja til byggingarinnar allar rafmagns- vörur, sem til þyrfti einnig án útboðs. Ég gat ekki neitað því að hafa heyrt þessar sögusagnir síðustu mánuðina í ýmsum útgáf- um, sérstaklega á Húsavík, en álitið, að byggt mundi vera á traustum samningum. Ég endur- tók það ioforð að íhuga málið í næði og láta frá mér heyra, með það fóru þeir. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að byggingarnefnd dvalarheimilis- ins hefði mistekist valið milli steypustöðvanna. Hinsvegar væru sögur um það, að fyrirliðar bygg- ingarnefndar hafðu valið hvorr annan sem stórverktaka ósannað- ar og að þó svo væri, kæmi til mála, að ekkert væri ámælisvert. Ég komst einnig að þeirri niður- stöðu að umrædd gagnrýni væri málefninu og þeim mönnum, sem kallaðir hefðu verið til forystu fyrir dvalarheimilið, það meinleg, að þeim væri greiði gerður með því að gefa þeim tækifæri til að koma með sínar skýringar. Ég hafði ekki áhuga fyrir því að blanda mér persónulega inn í málið, en tók það ráð að semja uppkast að grein um málið í anda hjálparbeiðenda. Það atriði, sem þeir Bjargsmenn lögðu þyngsta áherzlu á var þeirra eigið mál, gat naumast talist varða almenning. Kröfur Stefáns Ósk- arssonar byggingameistara og oddvita Reykjahrepps um vitn- eskju um verktakaaðild fram- kvæmdarstjóra og formanns bygg- ingarnefndar komu hinsvegar fram svo afdráttarlausar, að hann var að mínu áliti manna bezt fallinn til að bera þær fram. Formaður steypustöðvarinnar Bjargs h/f var rétti maðurinn. Næst þegar ég átti ferð til Húsavíkur 26. júlí afhenti ég fylgdarmanhi Stefáns Óskarsson- ar, Aðalsteini Jónassyni uppkastið með þeim skilaboðum til Stefáns, að hann mætti nota það að öllu leyti eða að hluta eftir því, sem honum hentaði. Þessari orðsend- ingu kveðst Aðalsteinn hafa skilað greinilega til Stefáns ásamt upp- kastinu. Svo vel hafði mér tekist að ná anda Stefáns Óskarssonar hinn 15. júlí, að uppkastið kom að mér virðist óbreytt fram í Opnu bréfi til byggingarnefndar eins og áður er getið. Mér kom því ekki til hugar, að hér gætu leynst maðkar í mysunni. Það eru bráðum 58 ár liðin síðan mín fysta blaðagrein var prentuð og flest þessi ár hef ég eitthvað skrifað í blöð og tímarit og mörg árin nokkrar greinar. Nafn mitt hef ég sett undir þær allar án tillits til þess, hvort þær mundu verða vinsælar eða ekki. Sú ásökun í síðari yfirlýsingunni að ég feli nafn mitt finnst mér því út í hött. Ég hef eins og flestir menn löngun til að gera bón þeirra, sem til mín leita. Hvað ritmennsku viðkemur hafa ekki verið svo lítil brögð að slíkri hjálp gegnum árin. Ég hef hjálpað fólki bæði við að semja ræður, ritgerðir og fleira og undantekningarlaust hlotið þakk- ir fyrir. Samskonar hjálpar hef ég oft notið hjá öðrum. Þetta eru jákvæð samskipti, sem örva til þroska og dáða. Þeim sem hjálpina veitir ber að þegja yfir henni. Þiggjandinn er sjálfráður um hvað hann gerir. Auðvitað kom mér ekki til hugar, að uppkast handa Stefáni Óskarssyni yrði leyndarmál. Það mundi vísast koma fyrir augu allra félaganna í Bjargi h/f, slíkt var sjálfsagt frá minni hálfu. Yfirlýsing Stefáns Óskarssonar í Morgunblaðinu snemma í apríl s.l. hefst á þessa leið: „í dagblöðum okkar birtist grein þann 30. sept. s.l. með undirskriftinni „Steypu- stöðin Bjarg h/f Húsavík. Þar sem ég er nú í forsvari fyrir félag þetta tel ég mig tilneyddan að bæta ögn við hana og svara henni að nokkru leyti." Hann kinokar sér við að nefna heiti greinarinnar. Ósjálf- rátt dettur manni í hug ær, sem finnur og þekkir undanvillt lamb sitt en vill ekki kannast við það. Hinsvegar áræðir hann að minnast á undirskriftina sem ókunnugt fyrirbæri, þó sjálfur hafi valið og gengið frá henni. Hvað hefur komið fyrir Stefán? Hann talar eins og sú ritsmíð, sem hann bað mig að semja, tók við og undirritaði, komi honum á óvart. Hann sjálfur valdi henni þó fyrirsögn, beindi henni til tveggja fjölmiðla, lét sér ekki minna nægja en stærstu dagblöðin fyrir ritsmíðina. Jú, það kemur í ljós, fyrir hverju hann er að vinna. I yfirlýsingu foringja byggingar- nefndar þakka þeir fyrir þann drengskap Stefáns við sig að snúast við opna bréfinu eins og hann gerir. En það viðhorf eins og þeir segja orðrétt: „undirstrikar það álit okkar, að hann sé ekki höfundur greinarinnar frá 30. september s.l.“ Þó má hamingjan vita, þeir eru ekki vissir. En Stefán gerir miklu meira fyrir þá heldur en þó hann hefði afneitað opnu bréfi. Hann veitist gegn sínu eigin j félagi Bjargi h/f, þvær hendur [ sínar af allri aðild að tilboði þess í steypuverk dvalarheimilisins. Segist þá ekki hafa verið kominn í stjórn félagsins þegar það var gert. Er ekki ljóst, hvað það kemur málinu við. Honum finnst sitthvað stangast á í sambandi við tilboðið en segist láta öðrum eftir að komast til botns í þeim málum. Ókunnugir eru engu nær. En hann lætur liggja að því, að hefði hann verið í sporum ráðamanna dvalar- heimilisins, þegar þeir urðu að velja um tilboð Bjargs og Varða, þá hefði hann valið eins og þeir gerðu. Er naumast hægt að bregðast greinilegar sínu félagi en Stefán gerir. Hvort samband er á milli yfirlýsingar Stefáns og þess, að eftir stuttan spöl hefur hann verið leystur frá formennsku hjá Bjargi h/f, skal ósagt látið. Óneitanlega hefur Stefán Óskarsson látið undan síga frá því sem var 15. júlí í fyrra sumar. Samt sem áður er hann ekki alveg af baki dottinn. Hann upplýsir í sinni yfirlýsingu, hverjir séu verktakar hjá dvalarheimilinu. Og það stendur heima, timburverkið er á hendi framkvæmdastjóra og rafverktaki er skjólstæðingur for- manns byggingarnefndar. Þetta munu vera stærstu kaflar verks- ins. Á verktökusamninga minnist hann ekki. Það hefði átt fullt eins vel við, að þessi fróðleikur kæmi fram í yfirlýsingu byggingarnefndar, líklega mistök innan yfirlýsingagerðarinnar. Hvað sem því líður, eftir að hafa sagt frá þessu, gaukar Stefán föðurlegri bendingu til fyrirmanna byggingarnefndar svolátandi: „Legg ég samt áherzlu á, að fenginni eigin reynslu, að ekki er æskilegt fyrir framkvæmdastjóra verks sjálfan að hafa mikinn atvinnurekstur á staðnum." Þannig slær Stefán úr og í. Hann smeygir því alveg fram af sér „að bæta ögn við“ og „svarar" eins og hann þó lofaði að gera í upphafi máls síns. Að bæta viðsína fyrri ritsmíð, er þó að sjálfsögðu hægt, en að svara sjálfum sér, held ég hljóti að vera sjaldgæft fyrir- bæri og því afsakanlegt þó ekkert verði úr. Því má gera ráð fyrir að hann svona undir niðri haldi enn tryggð við málflutning og skoðanir Opins bréfs. Samt sem áður, miðað við þann Stefán Óskarsson, sem heimsótti mig þann 15. júlí í fyrra, virðist Stefán í apríl s.l. vera heilaþveginn eins og það er kallað, að því er ráðið verður af yfir- lýsingu hans. Sú breyting hefur orðið á síðastliðnum vetri. I sumum tilfellum er heilaþvottur sjúkdómsfyrirbæri, sem stafar af áhrifum frá öðrum persónum. I öðrum getur hann orsakast af hversdagslegum ástæðum svo sem hagsmunalegum t.d. vistaskiptum milli fyrirtækja, til fyrirtækis, sem er í uppgangi frá öðru, sem gengur miður eða milli stjórn- málaflokka svo eitthvað sé nefnt. Hér verður engum getum leitt að ástæðum fyrir hughvörfum Stefáns, til þess að gera það, skortir mig hvorutveggja kunnug- leika og áhuga. Ég vil aðeins óska þess, að hann megi sem minnstan skaða bíða af þeim sökum. Og ég sé ekki, að kollegar hans í yfirlýsingagerðinni hafi heldur nokkuð áunnið í málinu, því undir niðri berjast þeir við áleitinn grun um aðild Stefáns að Opnu bréfi og skammt er að bíða greinarloka, þegar grunurinn verður að óvefengjanlegri vissu. Þá segir lítið „undirstrikað" álit. Nú hafa spilin verið lögð á borðið í sambandi við tilurð hinnar hógværu blaðagreinar, „Opið bréf til byggingarnefndar dvalarheimilis aldraðra á Húsa- vík.“ Sagt hefur verið frá upphafi málsins. Þá frásögn mun enginn hlutlaus lesandi rengja. Gamall málsháttur segir: Sá veldur mestu, sem upphafinu veldur. Ég þóttist gera öðrum greiða með uppkast- inu, bæði þeim Bjargs-mönnum, sem báðust liðveizlu og ég taldi órétti beitta og ekki síður byggingarnefnd dvalarheimilisins, sem orðið hafði fyrir ásökunum, er erfitt var fyrir hana að ná tökum á. Ég sendi Stefáni og félögum hans uppkastið að gjöf og það var þegið. Auk þeirra ástæðna, sem fram hafa verið færðar fyrir gjöfinni, að Bjargs-menn höfðu af eðlilegum ástæðum meiri áhuga fyrir málinu en ég, var mín perónulega afstaða sú, að ég bjó við rénandi starfsþrek og gnægð hugstæðari verkefna. Nú, það er komið sem komið er. Vissulega skal ég með glöðu geði taka á móti afrækta lambinu, þó mér þætti fyrirsögn greinarinnar óþarfiega yfirlætisleg og birtingin umsigsláandi. Stefán Óskarsson virðist hafa brostið þrek til þess að fylgja málstað síns félags, og byggingarnefndinni hrapallega mistekist með að nota sér fram- boðna hjálp. Dylgjum foringjanna um misferli mun ég ekki svara á þessum vettvangi. Um sinn fá þeir að njóta þess heiðurs, sem þeir hafa kosið sér í því sambandi. Niðurlagsorð Opins bréfs hafa ruglað nefndina í ríminu. Vegna sannleiks, sem í þeim fólst er gremja nefndarinnar tilkomin. Þau orð voru á þessa leið: „Um aðra þætti byggingarverks- ins en steinsteypuna er nokkuð á huldu. Vitað er, að verkstæði framkvæmdastjóra Dvalarheimil- isins hefur séð og sér um tréverk- ið, en með hvaða kjörum eða samningum er ekki vitað. Þá er ekki vitað hverjir selja eða sjá um raflagnir í byggingunni en getið er þess til að það sé eða verði fyrirtæki það á Húsavík, sem formaður byggingarnefndar er tæknilégur forsvarsmaður fyrir. Bygging dvalarheimilis aldraðra er mál almennings í fleiri en einum skilningi. Sérhver héraðs- búi hefur gert það að sínu persónulega áhugamáli. Hann leggur í það fé og hann getur búist við að með tíð og tíma verði það hans hinzti griðastaður eða hans nánustu. Það er álit okkar að þeir ágætu menn, sem til þess hafa verið kjörnir að koma á fót hinni vinsælu stofnun geri rétt í því sjálfra sín og málefnisins vegna að veita almenningi nokkra fræðslu um framvindu stofnunarinnar, þar á meðal þau atriði, sem hér hafa verið gerð að umræðuefni. Steypustöðin Bjarg h/f. Húsavík." Við þessum kafla Opins bréfs hefur svar forystumanna byggingarnefndar mistekist. Þeir hafa fengið að sjá hjá Stefáni uppkastið frá mér og bitið sig í það að sanna upp á mig að hafa stolið nafni Bjargs h/f undir Opið bréf og birt það. Þessi von er nú að engu orðin. En meðan vonin villti um fyrir þeim luku þeir sinni yfirlýsingu með svolátandi svari: „Ábyrgðin á skrifunum var hins vegar ótvíræð svo lengi sem þau stóðu athugasemdalaus af hendi stjórnar Bjargs h/f.“ Hvernig duga svo athugasemdir Stefáns? Þeir halda áfram: „Hver tilgangur þessara skrifa hefur verið, er ekki gott að segja með vissu, en ljóst er að þau stuðla ekki að sameiningu og samstöðu héraðsbúa um þessa byggingaframkvæmd, en vekja hins vegar tortryggni í garð þeirra sem að framkvæmdinni standa. Það skal þó upplýst að engin leynd hvílir yfir henni og til marks um Framhald á bls. 62.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.