Morgunblaðið - 16.06.1978, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.06.1978, Qupperneq 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JUNI 1978 Einn kærkomnasti gesturinn á listahátíð að þessu sinni var sellósnillingurinn og hljómsveit- arstjórinn Mstislav Rostropo- vits. Ferill hans er fyrir fleira merkilegur en snilligáfuna, en hann hefur löngum átt við ramman reip að draga þar sem hafa verið sovézk stjórnvöld. Barátta hans fyrir mannréttind- um, leiddi til þess að honum var ekki lengur vært í Sovétríkjun- um en fluttist úr landi fyrir fjórum árum, og fyrir þremur mánuðum skelltu sovézk stjórn- völd á hann síðustu hurðinni, þegar þau sviptu hann sovézkum ríkisborgararétti. Fyrstu afskipti af stjórnmál- um hafði Rostropovits fyrir þrjátíu árum, þó með óbeinum hætti væri. Þá var hann nem- andi við tónlistarháskólann í Moskvu og naut þar tilsagnar tónskáldsins Sjostakovits. í febrúar 1948 fordæmdi Sovét- stjórnin Sjostakovits og Prokoff- jeff fyrir „kreddubundið óeðli og andlýðræðislegar tilhneigingar, sem eru sovézku þjóðinni fram- andi og samræmast ekki Iist- rænu mati hennar", en raun- veruleg merking þessa dómsorðs var sú, að stjórnvöld gátu hvorki liðið né viðurkennt tónlist, sem þau skildu ekki sjálf. Sjostako- vits var rekinn frá tónlistarhá- skólanum, en Rostropovits fór ekki að dæmi annarra nemenda og skipti einfaldlega um kenn- ara. Hann hætti námi við skólann, bjó um tíma hjá Prokoffjeff og naut tilsagnar beggja þessara miklu tónskálda. Um þrítugt hafi Slava Rostropovits getið sér mikið frægðarorð fyrir sellóleik í Sovétríkjunum og víðar í Evrópu. Hann hafði unnið til tónlistarverðlauna í Prag og Búdapest og í föðurlandinu var hann kominn til æðstu metorða á tónlistarsviðinu. A afreka- skránni voru Leníns-verðlaunin, tvenn verðlaun, sem kennd voru við Stalín, og þar að auki hafði hann fengið sæmdarheitið „listamaður Sovétríkjanna", en það er mesta viðurkenning, sem veitt er þar í landi. Lífið lék við Slava og Galínu Rostropovits. Þau voru bæði afburðalistamenn. Slava lék á sellóið og stjórnaði hljómsveit- um heima og heiman, en Galína var í fremstu röð söngvara við Bolshoi-óperuna og fór þar með hvert aðalhlutverkið á fætur öðru. Þau fóru saman í hljóm- leikaferðir innanlands, þar sem Galína söng og Slava annaðist undirleik. Þau voru elskuð og dáð af almenningi og böðuðu sig í geislum náðarsólarinnar í Kreml. I Moskvu höfðu þau til umráða glæsilega íbúð og í bænum Zjukovka, þar sem þæg- ar og fylgispakar stórstjörnur á sovézku menningarsviði búa við fágætan munað, áttu þau dýr- indis sumarhús — eða dacha. Sem dæmi um veldið, sem á þeim var á þessum árum, má nefna að þau létu bæta þriðju hæðinni ofan á bústaðinn, byggðu bílskúr og gestahús, og létu búa til sundlaug í garðinum, auk þess sem þau áttu þrjá bíla, þar af einn Mercedes Benz. Tvær efnilegar dætur prýddu þennan Rostropovits unaðsreit, Olga, sem leikur á selló, og Elín, píanóleikari. Arið 1968 kom upp mál sem gerði strik í reikninginn. Rit- höfundurinn Alexander Soizhen- itsyn var meðal vina Rostropo- vits, en þegar þeir kynntust höfðu stjórnvöld velþóknun á Solzhenitsyn og Izvestia og Pravda hylltu hann til skiptis og kepptust um að kalla hann „nýjan Tolstoy". Þegar tvö verka hans, „Krabbadeildin" og „í innsta hring“, komu út á Vestur- löndum skipuðust veður í lofti, og hann var snarlega stimplaður sem „verkfæri afturhaldssinn- aðra áróðursafla á Vesturlönd- um“ í sovézkum fjölmiðlum. Honum var synjað um leyfi til að flytjast búferlum frá Ryazan til Moskvu, og í vandræðum sínum sneri hann sér til vinar síns, Slava. Solzhenitsyn dvald- ist í sumarbústaðnum næstu fjögur árin, en það var langt í frá að þetta væri sældartími. í hvert skipti sem Solzhenitsyn var getið í vestrænum fjölmiðl- um herti Kreml-stjórnin tökin á dacha-búum og beindi því árang- urslaust til Rostropovits, að hann vísaði gesti sínum á dyr. í október 1970 voru Solzhenit- syn veitt bókmenntaverðlaun Nóbels, en við það magnaðist ofsóknarherferð Sovétstjórnar- innar stórlega. Brátt kom að því að Rostropovits var nóg boðið. Hann skrifaði stjórnvöldum opið bréf til varnar Solzhenitsyn. Um þennan atburð segir Rostropo- vits nú, að þetta hafi verið sitt mesta örlagaspor á lífsleiðinni. Bréfið sendi hann fjórum so- vézkum blöðum. Öll neituðu að birta bréfið, en vestrænir frétta- ritarar fengu afrit af því. Aður en langt um leið var Solzhenitsyn rekinn í útlegð, en Rostropovits og konu hans var refsað með öðrum hætti. Tón- leikum þeirra var aflýst jafnóð- um og þeir voru auglýstir, um leið og tækifærum til að koma fram opinberlega fækkaði. Þá sjaldan Galína söng í Rostropovits og Alexander Solzhenitsyn í Lincoln-safninu í Washington.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.