Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 1
Föstudagur 16. júní 1978 nr^mtiMaM^ Bls. 33—64 Nýlega kom út á vegum Almenna bókafélagsins bók eftir Ólaf Björnsson, prófessor, sem nefnist Frjálshyggja og alræðishyggja. Á kápusíöu bókarinnar segir: að bókid sé „hlutlæg skilgreining á tveimur meginstefnum stjórnmálanna fyrr og síöar — annars vegar hvort einstaklingurinn eigi ad ákveöa sjálfur markmiö sín, orö og athafnir, eöa hvort ríkisvald og stjórnendur eigi aö ákveða baö fyrir hann." Með leyfi höfundar og útgefenda birtir Morgunblaðið hér nokkra kafla úr bók Ólafs Björnssonar, prófessors. Tvenns konar lífsskoðanir Allt frá dögum Forn-Grikkja, eöa svo langt aftur í tímann sem sögur herma, hafa átt sér stað átök milli tvenns konar lífsskoöana eða viðhorfa til þess, hvaða tilgangi Hf einstaklinga og félagsleg samskipti þeirra þjónuðu. Að vísu er ekki ágreiningur milli formælenda þessara mjög andstæðu lífsskoðana um það, að markmiðið eigi að vera að byggja upp þjóðfélag hamingjusamra borgara. En leiðirnar að því takmarki eru ólíkar. Annars vegar er frjálshyggjan, sem allt frá því Sókrates og Perikles fluttu boðskap hennar hefir lagt áherzlu á frjálsræði einstaklingsins til þess að setja sér sín markmið og vinna að framgangi þeirra, innan þeirra tak- marka, sem slíku frelsi verður að setja vegna tillits til annarra borgara þjóðfélagsins. Einstaklingurinn, athafn- ir hans og leit að hamingju á eigin spýtur verður það, sem mestu máli skiptir. Hins vegar er sú lífsskoðun, sem hér er nefnd alræðishyggja og telja má Plató fremsta hugmyndafræðing fyrir meðal Forn-Grikkja. Fyrirmyndarríki Platós var þjóðfélag, sem í stóru og smáu skyldi stjórnað af fámennum hópi útvalinna vitringa eða öldunga. Þeir einir voru dómbærir á, hvað þjónaði hagsmunum bæði einstaklinga og þjóð- arheildar og æðsta skylda hvers óbreytts borgara var að hlýða fyrirmæl- um þeirra. Hér að framan hefir verið gerð grein fyrir þessum mismunandi lífsskoðunum á grundvelli kenninga helztu höfunda þeirra eins og þær eru túlkaðar. Hér á eftir verður rætt um gildi þessara kenningafyrir lausn vandamála nútíðar og framtíðar og greint þar á milli höfuðþátta mannlegra samskipta svo sem efnahagsmála, stjórnmála, menn- ingarmála o.s.frv. En áður en lengra er haldið er rétt að ræða nokkuð sögulega þýðingu þessara stefna, ekki eins og hingað til á hugmyndafræðilegum grundvelli heldur á grundvelli sögulegra staðreynda. Þjóðfélag á grundvelli frjálshyggju eða alræðishyggju Af frarnansögðu ætti að vera ljóst, að spurningunni um, hvaða þjóðfélag færi þegnunum mesta hamingju verður ekki svarað öðruvísi en á grundvelli huglægs gildismats. Hvort þjóðfélag byggt á grundvelli hugsjóna Platós, Hegels og Marx annars vegar, eða Sókratesar, Adams Smiths og Hayeks hins vegar, sé líklegra til þess að verða samfélag hamingjusamra þegna, því verður áldrei svarað með rökum, sem alla megi sannfæra. En hvað sem því iíður, getur varla verið ágreiningur um mikilvægi spurn- ingarinnar og þess svars, sem við henni er gefið. Á þjóðfélagið að byggjast á grundvelli alræðis, þar sem stjórnvöldin ákveða ein, hvaða markmiðum skuli keppt að á öllum sviðum þjóðmála, og einstaklingurinn gegnir aðeins því hlutverki að hlýða fyrirmælum, til þess að framfylgt verði þessum markmiðum? Eða á adeins að láta nægja að setja þegnunum ákveðnar leikreglur, er fylgja skuli í samskiptum við aðra, og að öðru leyti sé einstaklingunum frjálst að setja sér eigin markmið og fram- fylgja þeim innan marka hinna settu leikreglna? í þessu efni verður hver einstaklingur að taka afstöðu samkvæmt eigin mati. En þótt alræðishyggjan hafi nær alls staðar verið ríkjandi, þar til fyrir um það bil 200 árum, og nálægt helmingur jarðarbúa séu á okkar dögum þegnar alræðisríkja, er ekki vafi á því, að meðal allra þeirra þjóða, sem búa við þjóðfé- lagshætti svipaða og íslendingar, á frjálshyggjan miklu meira fylgi að fagna en alræðishyggjan. Og fyrst svo er, hlýtur það að vera mjög mikilvæg spurning, hvaða skilyrðum þurfi að vera fullnægt, til þess að um starfhæft þjóðfélag á þeim grundvelli geti verið að ræða. Önnur mikilvæg spurning er sú, hvort hugsanlegt sé að ræða eitthvert millistig milli alræðis- og frjálshyggju, sem geti orðið varanlegt. Þá vaknar einnig sú spurning, að hve miklu leyti það, seni hér hefir verið um fjallað, snerti Islendinga, og hvaða lærdóma ÓLAFUR BJÖRNSSON Frjálshyggja alræðishyggja þeir geti af þessu dregið, bæði í innanríkis- og utanríkismálum. Þessum spurningum verður leitazt við að gera skil síðari hluta þessarar bókar. Sérstaklega verður fjallað sem ítarleg- ast um svar við fyrstu spurningunni - um skilyrðin. Verður því efni skipt í þrennt. I fyrsta lagi verður rætt, hvaða skilyrðum skipan efnahagsmála þarf að fullnægja í þessu efni. í öðru lagi verður á sama hátt rætt um stjórnkerfi og réttarskipan og í þriðja lagi um menningarmál, svo sem vísindi, fræðslu og listir. „Tilgangurinn helgar meðalið" Eins og áður segir greinir það frjálshyggju og alræðishyggju, að frjálshyggjan byggir á þeirri lífsskoðun, að til þess að um samfélag hamingju- samra einstaklinga geti verið að ræða, verði einstaklingarnir að hafa leyfi til þess að setja sér markmið sín sjálfir og framfylgja þeim innan marka þeirra leikreglna, sem þjóðfélagið setur, þar sem alræðishyggjan telur, að stjórn- völdin hljóti að ákveða þau markmið, sem að skuli stefnt, bæði fvrir einstakl- inginn og heildina, og beri hverjum þegni að hegða sér í samræmi við þau settu markmið. Leiðirnar til þess að fá þegnana til þess að virða þessi markmið stjórnvalda eru jöfnum höndum áróður, fortölur og þvingunaraðgerðir. Fyrri leiðin er vissulega frá sjónarmiði stjórnvakia æskilegri, en nægi hún ekki, verður vitaskuld að fara þvingunarleið- ina. Það skiptir í þessu sambandi miklu máli, hvort byggt er á þeirri forsendu, að allir hafi líkar þarfir og líkar skoðanir, eða hinu gagnstæða. Eftir því sem þarfirnar eru líkari, þeim mun auðveldara er að skipulaggja samfélagið á grundvelli alræðishyggju. Nú er ekki vafi á því, að í raunveruieikanum er smekkur manna og þarfir ólíkar, menn þrá tilbreytingu og vilja gjarnan að einhverju leyti skera sig úr umhverfi sínu á þann hátt að aðdáun veki. Frá sjónarmiði frjálshyggju og einstakl- ingshyggju er slíkt talið æskilegt, þar sem það geri lífið í senn litríkara og sé hvati til nýjunga og framfara. Prá sjónarmiði alræðishyggjunnar er þetta hins vegar skaðlegt, þar sem það torveldar framkvæmd þeirra markmiða, sem stjórnvöld hafa sett. Ef menn því eru ólíkir í eðli sínu, þarf að gera þá líka. Þetta er í rauninni það, sem felst í því, þegar bæði hægri og vinstri sinnaðir alræðishyggjumenn tala um nauðsyn þess að skapa „nýja mann- gerð", sem hafi þær skoðanir, smekk og þarfir, sem stjórnvöld telja æskilegar. Leiðir til þess að slíkt megi takast er umfram allt einhliða áróður fyrir stefnu stjórnvalda jafnhliða banni við því, að aðrar skoðanir eða viðhorf séu boðuð almenningi. Orðað á annan veg: Kerfið gerir nauðsynlegt, að afnumin séu með öllu hin lýðræðislegu mannréttindi, svo sem samtakafrelsi, tjáningarfrelsi og fundafrelsi. Það er nauðsynlegt þjóðfé- lagsskipun, sem byggir á efnahagslegu og stjórnarfarslegu alræði, að þegnarnir aðhyllist þau markmið, sem stjórnvöld hafa ákveðið, að framfylgt skuli, en til þess að tryggja það, er afnám ofan- greindra mannréttinda nauðsynlegt. Fyrst þegar tekizt hefur að „heilaþvo" þegnana þannig, að þeir hugsi allir á einn veg og þann sem stjórnvöld óska, svo sem lýst er í verkum skáldanna Aldous Huxleys, Fagra nýja veröld (Brave Nevv World), og George Orwells, 1984, er alræðið orðið fast í sessi. En langan tíma tekur slíkt, eins og andófið í Austur-Evrópuríkjunum sýnir í dag, ef það er þá mögulegt að gera mannfólkið þannig að einlitum múg. Hér er um erfitt og e.t.v. óleysanlegt viðfangsefni að ræða fyrir stjórnvöld alræðisríkja. Arangurs er því aðeins að vænta, að öll tiltæk meðul séu notuð, án tillits til þess hvaða afstöðu menn kunna að hafa til slíkra meðala frá siðgæðislegu sjónarmiði. Hið gamla kjörorð Jesúítanna „Tilgangurinn helg- ar meðalið", verður óhjákvæmileg leikregla stjórnvalda, þar sem alræði ríkir. Menn geta fordæmt þetta frá sjónar- miði réttar og siðgæðis, en hitt er á misskilningi byggt, að það sé eingöngu vegna mannvokzku valdhafanna, að bardagaaðferðir, sem brjóta í bág við siðferðiskennd almennings í hinum vestrænu h'ðræðisríkjum, þykja nauð- synlegar í alræðisríkjunum. Ef þeim er ekki beitt, er tilveru alræðisins stofnað í hættu. I þessu sambandi má nefna sem dæmi innrás Varsjárbandalagsríkjanna í Tékkóslóvakíu sumarið 1965. Kommún- istaflokkar Vestur-Evrópu, sem þó höfðu yfirleitt lagt blessun sína yfir einræðisstjórnarfar Austur-Evrópu- ríkjanna, treystust ekki til þess að styðja innrásina. F]f til vill er hér að nokkru um að ræða „stjórnmála- kænsku", þar sem almenningur á Vesturlöndum fordæmdi innrásina mjög, en telja má þó víst, að skiinings- skortur á því, hvað kerfinu er nauðsyn- legt, hafi þar mestu ráðið. Umbætur Sjá næstu siðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.