Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978 39 Myndllst Á LISTAHÁTÍÐ eftir BRAGA ÁSGEIRSSON þeir „sérvitringar" og utangarðs- menn. Að vísu hefur Kristján jafnan málað undir áhrifum er- lendra nýlistarstrauma, en hann hefur að öllum jafnaði verið sér á báti hérlendis — og sá myndlistar- maður er einna fundvísastur hefur verið á óvenjuleg listbrögð og blæbrigði í litaskalanum og getur því öðrum fremur nefnst „kolor- isti“. Hér er hann náttúrubarn, sem hefur þjálfað litaskyn sitt með árunum til þróttmikilla til- þrifa í frjálslegum, umbúðalausum vinnubrögðum — og lengst nær hann er hann ieikur sér óþvingað- ur og upprunalegur líkt og barnið. Einmitt þetta atriði finnst mér ganga sem rauður þráður gegnum feril hans allan, svo sem kemur fram í verkum hans „Pípugeymsl- unni“ (52) ásamt máluðum þrí- víddarmyndum, kommóðum hans, Tvö andlit" 1931 (18). Fyrstu sporin" 1919 (2). „Ari og ég" 1973 (10). stólum og t.d. andliti undirritaðs sem er hrein „improvisation“. Að því er andlitsmyndagerðina áhrærir nær hann á eftirtektar- verðan hátt svipmóti fyrirmynda sinna þótt hann þræði hvergi nákvæmt útlínur, smáatriði né litaraft, og þykir mér þetta einmitt koma vel fram í nefndri mynd en þar finnst mér ég þekkja einkenni sjálfs mín og mína innri kviku. Kristján vill auðsæilega túlka einhver ákveðin hughrif með slíkum myndum og þetta tekst honum einnig vel í myndum líkt og „Ari og ég“ og ýmsum undirfurðu- legum og „skrítnum" andlitum er blasa við á sýningunni. Af „kommóðuseríu" hans eru hér einungis tvær myndir, önnur máluð á sl. ári og mun ein af yngstu myndunum á sýningunni „Kommóða með spegli" (50), sem er fersk og sterk mynd, og ef lakkmyndum hans er hér einungis ein mynd „Lakk á masonit" (5) frá 1957. Og af hinum nafntoguðu andlits- og fígúrumyndum frá fyrstu „septembersýningum“ eru einungis fáeinar. Þetta tek ég sérstaklega fram til að árétta og undirstrika að hér er ekki um beina yfirlitssýningu að ræöa og til þess að gestir sýningarinnar er þetta lesa skoði hana í réttu samhengi, því það er alltof algengt að þær sýningar séu nefndar „yfirlitssýningar“ tíni viðkomandi listamennyitthvað annað til þeirra en hið nýjasta er þeir hafa gert, hvað þá er þeir tefla til sýnis einu pg öðru allt frá upphafi ferils þeirra. Sem heild þykir mér þessi sýning Kristjáns Davíðssonar fjörleg og fjölbreytileg jafnframt því sem hún er gilt framlag til listahátíðar og FÍM til sóma. Salarkynni sýningarinnar reynast vera ágæt þótt ennþá séu nokkrir hnökrar þar á, svo sem að skilrúm mættu henta betur og svo er það til baga að sólarljós skín inn um gluggana er á daginn líður og hefur það truflandi áhrif sem fyrirbyggja þarf. Það hefur komið á daginn, sem margir og þ.ám. þessi myndlistarmaður hefur reynt, að torvelt er sýna samtímis Erró á listahátíð. Hvort tveggja er að syning Erró er stór í broti og nýstárleg fyrir fjöldann, auk þess sem langt er um liðið síðan sá frægi maður sýndi verk sín á heimaslóðum. Grípur sýningin því athygli fólks og nýtur auk þess meiri auglýsingar fjölmiðla en dæmi munu hér til. — En það væri leitt ef fólk vaknaði þá fyrst af dvala er sýning Kristjáns Davíðs- sonar er afstaðin. Á þessu vek ég athygli og hvet fólk eindregið að vera hér með á nótum og fjöl- menna á sýninguna en henni lýkur næstkomandi sunnudagskvöld. lands en íslenskar plöntur? Þessu er vandsvarað nema með rann- sóknum, en það er margt, sem bendir í þá átt. Bæði lerki, greni og fura mynda miklu meiri við á ári hverju en íslenska birkið, en þessi tré eru ekki beint samanburðarhæf, þar sem birkið er lauftré en hin barrviðir. Mér er ekki kunnugt um að samanburður hafi verið gerður á meltegund frá Alaska og ís- lenska melgresinu. Þetta eru skyldar tegundir, en það þarf ekki nema að horfa á þessar tegundir hlið við hlið til að sjá hvað melgresið frá Alaska vex betur við sömu skilyrði. Það virðist fram- leiða miklu meira efnismagn á hverju sumri en hið innlenda. Þá er næsta undravert hvað lúpínu- tegund frá Alaska getur orðið stórvaxin á næringarsnauðum melum, þar sem íslenskur hlaupa- gróður á erfitt með að festa sig. En hér eigum við enga skylda plöntu- tegund til samanburðar, þannig að erfitt er að dæma þetta svo að öruggt sé. Ef því er svo háttað, sem sterkar líkur benda til, að hinn innlendi gróður geti ekki nýtt sér sólarork- una, sem fellur á landið, að fullu og öllu, þannig að eitthvað af henni fari beinlínis forgörðum, ætti að vera mikil ástæða til að kanna þessi mál nánar og komast að því hvernig best sé að hand- sama þessa miklu orku og nýta hana á sem bestan hátt. Ef til vill er auðveldast að safna henni fyrir í stofnum trjáa, en fjöldi annarra plantna kemur einnig til greina. En trén hafa þó yfirburði á fleiri vegu. Þau veita mikið skjól, en skjól verkar í sömu átt og yrði, ef sumarhitinn hækk- aði um hálfa til heila gráðu. Það munar um minna. Mætti því fara að hyggja að þvi, hvort ekki væri rétt að planta skjólbeltum í hæfilegri fjarlægð frá einstökum byggingum meira en gert hefur verið til þessa. Fyrir skjólið verða garðarnir við húsin auðræktaðri og afurðameiri, en að auki er reynsla fyrir því frá öðrum löndum, að hitunarkostnaður húsa, sem skýlt er fyrir tveim aðalvindáttum, getur orðið allt að þriðjungi minni en í húsi, sem einskis skjóls nýtur. Það besta sem völ er á Á sitthvoru sviðinu 3TEREO IHE VERY BEST OE TH£ H lö 3H Æ 'fflí .fc: St iHSKEYINTHEJAR- WRTY OIÐ TOWN ■ THE OLD TRIAN6U . THE llfl ROVER • THE TOWNI IflVED SO VTCli IDRO OF OANCE ANO OTHERS % f: |f iÆf'í ’ ■ / r » flr The Dubliners Kr. 5100.- (2 pl.) Hér eru í boöi öll vinsælustu lög The Dubliners eins og þau leggja sig. Þetta er tækifæri sem enginn ætti aö láta fara framhjá sér enda er veröið næsta hlægilegt. ICtartSeeNobodv SpfekfAndSp»?<fc» SMriBrnntMi isur»«iAk4* "MUUIAN"1. GREATEST HHS toia rve Cotta NfH-Vb* fMt Ewt>- ChdBfianlkmWwtfarf MaftWBShow’fc* C«.unk»wC*rtfe The Bee Gees Kr. 4890.- Ef þú átt ekki Allar Bee Gees plöturnar er þetta gulliö tækifæri til að eignast yfirlit yfir feril vinsælustu hljómsveit heimsins. 20 bestu lögin fyrir aöeins Kr. 4890.- VERSLID ÞAR SEM URVALIÐ ER MEST. FALKINN Suðurlandsbraut 8 Sími 84670 Laugarvegi 24 Sími 18670 Vesturveri Sími 12110

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.