Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 23
55 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978 Sumar, sól og ferðalög Tókstu eftir yfirskriftinni? Sumar og sól! Er það alveg rétt? Nei, það er það víst ekki alveg rétt, þetta tvennt fylgist ekki alltaf að, því miður. Engu að síður fær fólk sumarfrí, fer í ferðalög og reynir að njóta sumarsins á ýmsa vegu. Margir eiga í erfiðleikum með að ákveða, hvað þeir eiga að gera, hvert þeir eiga að fara, hvort börnin eigi að vera með o.s.frv. A Islandi er sífellt allra veðra von eða því sem næst. Það er því oft vandasamt að ferðast, ef menn gera það ekki þeim mun oftar. Þó má tvímælalaust segja, að mikill munur er nú frá því sem áður var, eftir að Eddu-hótel komu svo víða um landið, og fólk getur fengið gistingu oft með tiltölulega stuttum fyrirvara og fyrir sanngjarnt verð. Barna- og fjölskyldusíðan óskar ykkur góðrar ferðar á þessu sumri sem endranærr, hvert sem þið farið. Gleymið ekki að njóta náttúrunnar! Hlustið á tónfall rigningardropanna! Heyrið, hvað fossarnir hafa að segja eftir veturinn! Reynið að þekkja fuglasönginn! Hlustið eftir ykkar eigin fótataki! Hlustið eftir hinni djúpu kyrrð, sem getur fyllt ykkur unaðslegum friði. Komið endurnærð heim eftir góða daga! „Hún seldi Vestermann hana fyrir tíu krónur." Malín brosir aðeins. Síðan segir hún hægt: „Ég held ekki, að Skellu hafi líkað hjá Vestermann, því að hún kom heim fyrir tíu mínútum. Þið sjáið hana þarna!" Og mikið rétt! Skella sat á stól bak við hurðina og brosti með öllu andlitinu. Palli verður svo glaður, að hann hleypur til Skellu og þrýstir henni að sér, og Stína hrópar fagnandi. Skotta flýtir sér að setja smekk að Skellu. Og nú er allt orðið gott aftur. Daginn eftir kemur Pétur til Krákueyjar. Loks hefur hann fengið sumarleyfi og ætlar að dveljast á eyjunni í þrjár vikur. Skella fagnar pabba sínum, og Malín virð- ist einnig fagna komu hans. Hún kyssir mann sinn bæði seint og snemma. Nú er mitt sumar og sólin skín á heiðum himni. Melker flatmargar í grasinu fyrir utan húsið, en hann fær ekki frið til þess ad sofna fyrir Skellu. Hún kemur askvað- andi og klípur í nefið á honum. „En hvað þú ert óþekk,“ segir Melker. „Klípurðu í nefið á afa? Bíddu bara, ég skal láta birta grein í Morg- unblaðinu um þennan óþekktarorm." En Skellu stendur alveg á sama. Melker flatmagar í gras- inu, en fær ekki frið fyrir Skellu, sem klípur meira að segja í nefið á honum! „Jæja, fyrst ég fæ ekki að leggja mig, get ég alveg eins gert eitthvað að gagni,“ segir Melker. „Ég minnist þess nú, að ég þyrfti að lagfæra þakið yfir svölunum. Pétur, viltu hjálpa mér við viðgerðina?" „Já, velkomið," svarar Pét- ur. „Þú verður þá að gæta Skellu, Malín." Skömmu síðar eru þeir Melker komnir upp á þakið. Malín og Palli virða karl- mennina tvo fyrir sér. „Dettur ykkur í hug, að þið kunnið eitthvað í þakgerð?“ segir Malín hlæjandi. „Ójá,“ segir Melker, „þetta getur ekki verið svo snúið. „Ég er búinn að kaupa töluvert af tígulsteinum, og það er allt og sumt, sem til þarf.“ * HROLLAUGSEYJAVITI heitir þetta mannvirki, sem stendur á þeim eyðieyjum við suðausturströndina. Vit- ann þarí þó að fóðra með gasi, sem vísar sjófarendum leið. Það er hlutverk Land- helgisgæzlunnar að birgja vitann upp af gasi og var myndin tekin nú nýlega við slíkt tækifæri. „Bráðum kemur betri tíð“ Sólstólar í miklu úrvali á Vörumarkaðsveröi. Akranes — Akranes Kosningaskemmtun D-listans föstudaginn 16. júní 1978 heldur Sjálfstæðisflokkurinn kosningaskemmtun í Hótel Akranes kl. 21—2. Ávörp flytja: Geir Hallgrímsson forsætisráöherra, Friöjón Þóröarson, Jósef H. Þorgeirs- son og Anton Ottesen Kynnir: Valdimar Indriöason. Jörundur sér um skemmtiatriöi. Hljómsveitin Stuðlar leikur fyrir dansi. Forsala aögöngumiða í Sjálfstæðishúsinu. Verö miöa kr. 1000.- Stuðningsfólk D-listans er hvatt til að fjölmenna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.