Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978 57 fclk f fréttum + Þetta andlit munu marg- ir kannast við. — Jú, það er sjálfur Fleksnes, — Rolv Wesenlund leikari. í vor hefur hann leikið í gaman- leiknum „Sumar í Tyrol“ í Álaborg. — Hann er hér að bjástra við gluggablómin í hótelherbergi sínu. — Heima í Osló er garðyrkja það sem hann hefur mesta ánægju af, í frístundum sínum. + Þessi mynd er úr blaðinu „Eiðfaxi“ sem er hestamannablað. — Með myndinni stendur m.a. þettai Þessir snillingar (og er þar ekki átt við mennina heldur hestana) eru titlaðir stærsti og minnsti hestur landsins. Sá stærri heitir Grettir en sá minni Ponsi. Eigandi þeirra er Kristján Jósefsson. Grettir er 159 cm á herðakamb, en Ponsi 104 cm. Nöfn knapanna fylgja ekki myndinni. + Hjá forlagi Gyldendal í Kaupmannahöfn er komin út hókin. Synirnir deyja á undan feðrunum (á dönsku „För fædrene dör sönnerne“). Höf- undurinn er fæddur í Bret- landi. Faðir hans var Gyðingur og mikill andfasisti. Tveimur árum eftir að heimsstyrjöldinni lauk flutti hann með allt sitt hafurtask til Austur-Þýska- lands og ólst hókarhöfundur- inn Thomas Brach upp þar eystra. Árið 1968, þá orðinn kennari, var hann rekinn úr samtökum þeirra og settur í fangelsi fyrir að dreifa frétta- pistlum með gagnrýni á innrás- ina í Tékkóslóvakíu. Bók Brachs fjallar m.a. um það hvernig það er fyrir ungt fólk að lifa í því landi þar sem t.d. er hannað að hafa undir hönd- um Rolling Stones-hljómplötur og annað eftir því. Stúdentar MR 1973. Munið 5 ára fagnaöinn í félagsheimili Hreyfils viö Grensásveg í kvöld kl. 21.30. Q 19 OOO ------salur/^V- Billy Jack í eldlínunni TOM UHIGHLIN Biiiyjack "BORN10SERS" Sérlega spennandi og viöburöarhröð ný bandarísk litmynd. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Aratunga föstudagskvöld 16. júní. Brimkló og sænsk íslenzka hljóm- sveitin Vikivaki. Fjölmennið í Aratungu í kvöld, í Þjóðhátíöarskapi. Sætaferöir frá B.S.Í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.