Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978 Tæptá ýmsum atriðum Um sýningu Kristjáns Davíðssonar Kristján Davíðsson. sem sýndi um langt skeið á tveggja eða þriggja ára fresti, en hefur ekki haldið sýningu opinberlega undan- farin sjö ár, treður nú upp með glæsilega sýnignu í tilefni iista- hátíðar. Er þetta raunar framlag Félags íslenzkra myndlistarmanna til listahátíðar sem bauð þessum nafnkennda iistamanni að sýna í húsnæði félagsins að Laugarnes- vegi 112. Framtakið er af beggja hálfu hið ágætasta og væntanlega tekur félagið einnig þátt í lista- hátíðum framtíðarinnar með ein- hverjum hætti. Kristján hefur valið að „tæpa á ýmsum atriðum“ frá listferli sínum allt frá fyrstu tilraunum er hann var 17 ára áð aldri og fram á þennan dag. Þetta er þó langt frá því að vera yfirlitssýning af tæmandi gerð, enda þyrfti Kristján þá vafalítið Kjarvalsstaði alla, því að hann hefur verið frjór og afkastamikill myndlistarmaður um dagana. Eins og kunnugt er, þá var Kristján einn af septembersýning- armönnunum svo nefndu og þar í fremstu víglínu — þótti einna djarftækastur og „afkárlegastur" þeirra svo sem þá var kveðið að ..Pípugeymsla" 1957 (52). Listamcnnirnir Kristján Davíðsson og Erró ræðast við á sýningu Kristjáns. sem er í FÍM salnum að Laugarnesvegi 112. orði. Þótt nú séu þrír áratugir liðnir síðan þeir komu fyrst fram og ollu gífurlegri hneykslan, þykir sú tegund myndlistár er Kristján iðkar í dag næsta fornleg í augum ýmissa fulltrúa ungu kynslóðar- innar, en hins vegar nútímaleg fyrir sjónum hinna eldri, og er það vafalítið í ljósi mælistiku tímans. Ég minnist þess að hafa lesið í listdómi fyrir löngu, er einn starfsbróðir hans og samherji reit í Þjóðviljann, að Kristján teldist „vandræðabarnið" í íslenzkri nútíma myndlist. — Var hér vafalítið átt við að hann færi sínar eigin götur og beygði sig ekki undir sámeiginlegt myndmál, er hér var iðkað á þeim árum. En það er vart hægt að hugsa sér hærra lof til handa myndlistarmanni frá þeim þröngu og óbilgjörnu tímum er kalda stríðið geisaði, ekki einungis milli heimsveldanna heldur einnig í listheiminum — og því eðlilegt að menn tækju einarð- lega afstöðu til mála, ella töldust Hákon Bjarnason: Skógrækt Gróðurskilyrði Uppruni íslenzku flórunnar Fyrir 16 árum kom út bók á ensku eftir Steindór Steindórsson frá Hlöðum, sem fjallaði um uppruna og aldur íslensku fiór- unnar. Bókin vakti ekki mikla athygli almennings, en hins vegar varð hún náttúrufræðingum góður lestur. Höfundur færði sterk rök fyrir því, að mikill hluti hinna íslensku plöntutegunda hefði lifað ísaldirnar af í landinu, svo og að allmargar tegundir hafi slæðst hingað með mönnum og húsdýrum þeirra. Kenningar Steindórs um að ýmsar plöntur hafi getað lifað ísaldirnar af eru hliðstæðar skoð- unum norskra plöntufræðinga, en með athugun á útbreiðslu margra tegunda hér á landi gat Steindór fært rök fyrir því, að hér hefðu verið jökullaus svæði á nokkrum stöðum, þar sem harðgerar plönt- ur hafi dregið fram lífið. Aður en Steindór setti þessa kenningu fram voru flestir náttúrufræðingar á þeirri skoðun, að jöklar hefðu þakið allt landið á jökultímunum með síbreða eða íshellu, þar sem engri lífveru var vært. Því var talið að allar plöntur hefðu numið hér land eftir að ísöld lauk fyrir um það bil 10.000 árum. Talið var, að hingað væru komnar þær plöntur, sem hæfðu veðurfari Islands, og því mætti dæma gróðurskilyrði landsins af þeim plöntum, sem hér yxu á sama hátt og gert er annars staðar. Komið hafði í ljós, að gróðurfélög hér voru svipuð því sem er á nyrstu skögum Noregs, norðan við furu- skógana. Atti þetta meðal annars að sanna, að barrtré gætu ekki þrifist á íslandi. Flnda var þetta almenn trú manna á landi hér kringum 1930, en það ár var Skógræktarfélag íslands stofnað. Síst er að furða þótt útlit íslensku flórunnar beri hánorræn- an svip og að margar plöntur okkar eru bæði litlar og kyrkings- legar þegar þær eiga ættir að telja til plantna, sem voru svo nægju- samar að þær gátu hjarað ís- aldirnar af á íslausum stöðum við strendur landsins. Þá hafa sumur verið bæði skemmri og kaldari en nú á dögum, og því liggur beint við að ætla að hér megi nú rækta ýmsar tegundir plantna, ef þær eru aðeins sóttar til staða, sem hafa svipað veðurfar á sumrum eins og hér er nú. Kenning eða skoðanir Steindórs Steindórssonar segja okkur skýrt, að við getum ekki dæmt um gróðurskilyrði landsins af frum- gróðri þess, og því verðum við að komast að þeim eftir öðrum leiðum. Innflutningur plantna Með því að.flytja inn tré, jurtir og grös frá ýmsum öðrum löndum og fylgjast með þroska þeirra árum saman, eins og gert var áður, fáum við smám saman nokkr^ hugmynd um gróðurskilyrði lands- ins. En slík aðferð tekur langan tíma og er meira og minna handahófskennd. Fyrir því var sá háttur tekinn upp af Skógrækt ríkisins fyrir mörgum árum að leita eftir trjám, runnum og raunar fleiri plöntutegundum á þeim stöðum heims, þar sem ætla mætti að veðurfar væri ekki ósvipað því, sem hér gerist. Síðar hefur svo þessum tegundum veriö dreift víða um land og má nú sums staðar fara að mæla og vega hvernig til hefur tekist. Tré eru einkar vel fallin til að gera mælingar á, því sjá má af árhringjum stofnanna hvað hin ýmsu tré hafa bætt miklu viðar- magni við sig á hverju einasta ári. Þá má og líka nokkuð ráða af hæðarvexti þeirra frá ári til árs. Ennfremur má líka mæla og reikna út viðarauka þann, sem vex á hverjum hektara lands á ári. Og út frá því má svo mæla arðsemina af skógrækt með nákvæmni. Með sérstöku áhaldi má mæla breidd árhringja svo að ekki skeiki nema örlitlu broti úr millimetra, og af henni má svo ráða hvernig sumrin hafa verið og hversu trén hafi nýtt sér sumarhitann. Reynsla af innflutningi trjátegunda 1 elstu skógateigum okkar eru til tré, sem eru komin nokkuð yfir 70 ár, en þessir reitir eru mjög fáir. Hins vegar er til fjöldi reita, sem ér á aldrinum 20 til 35 ára, og samanburður á þeim gæti reynst mjög fróðlegur og gagnlegur. Hingað til lands hafa verið fluttar yfir 40 tegundir barrviða og um 30 tegundir lauftrjáa, og hefur þeim verið safnað á nærri 500 stöðum víðsvegar um heim, aðallega á norðlægum slóðum, en einnig hefur fræsöfnun farið fram hátt til fjalla en á suðlægum stöðum. Slíkt fræ hefur gefist betur til ræktunar um norðaustanvert landið en flest annað. Nú eru ekki allar þessar tegund- ir sfeógartré, hér á meðal eru mörg sem aðeins eru ræktanleg í görð- um og til prýði. Sumar hafa heldur ekki reynst nógu vel svo að sjálfhætt hefur verið við ræktun þeirra. En hér að auki hefur verið flutt inn töluvert af víðitegundum og runnum ásamt nokkrum öðrum plöntutegundum, jurtum og grös- um. Af þessum fjölda hafa 15 tegundir barrtrjáa og 17 tegundir lauftrjáa reynst nægilega harðger- ar til að vaxa á ýmsum stöðum hér á landi og enn getur eitthvað bæst við í þennan hóp. Flestar tegund- anna eru í stöðugri ræktun eftir því sem unnt er að afla fræ frá hentugum stöðum. A síðari árum hafa æ fleiri trjátegundir borið þroskað fræ á ýmsum stöðum hér á landi. Hefur því verið safnað eftir föngum og sáð. Elstu blágrenin hafa borið fræ með fárra ára millibili undan- farin 30 ár. Afkvæmi þeirra eru til á ýmsum stöðum. Þá hefur brodd- furan þroskað fræ á hverju ári í tuttugu ár samfleytt. Sitkagreni ber iðulega fræ, og er þess skemmst að minnast að haustið Ilákon Bjarnason 1976 var safnað um 30 kg af því á Austurlandi. Ennfremur hefur orðið vart við einstaka sjálfsána plöntu. Stafafuran hefur líka borið fræ, bæði mikið og vel þroskað. Síberíska lerkið á Hallormsstað sem nú er 40 ára, hefur einnig borið fræ öðru hvoru og sjálfsánar plöntur finnast nú orðið á hverju ári, en þær stærtsu eru meira en mannhæð. Fleiri tegundir mætti telja, þar á meðal allar lauftjrá- tegundirnar nema eina. Þegar tré eru farin að bera fræ á fárra ára fresti, hvað þá þegar þau finnast sjálfsáin á ýmsum stöðum, má fara að telja þau með Innlendum plöntum. Þau hafa öðlast borgararétt í íslensku gróðurríki. En með tilkomu sinni hafa þau líka fært okkur sönnun þess, að gróðurskilyrði landsins eru allmiklu betri en talið var áður fyrr, þegar náttúrufræðingar okk- ar vildu dæma þau eftir alinn- lendu gróðurfari. Nýting sumarhitans. Allir vita, að það er til einskis að flytja hitabeltisgróður norður eða suður fyrir hitabelti jarðar. Sama máli gildir um að flytja plöntur til Islands langt sunnan úr löndum, t.d. frá Danmörku, svo að þær nái sæmilegum þroska. I flestum tilvikum eru slíkir flutn- ingar unnir fyrir gýg. Háfjalla- gróður er þó oft undantekning frá þessu af skiljanlegum ástæðum. Hitt er ekki öllum jafnljóst, að árangurslítið er að flytja plöntur af norðlægum slóðum og langt suður á bóginn. Sú er samt raunin á. t.d. þegar plöntur eru fluttar frá íslandi suður til Danmerkur, svo að dæmi sé nefnt. Þar veslast flestar íslenskar plöntur upp á fáum árum. Þær geta ekki nýtt sér hlýrra veðurfar og lengra sumar. Þessi staðreynd er að vísu ekki án undantekninga fremur en aðrar reglur. Yfirleitt verður samt að fara skilyrðislaust eftir þessari staðreynd þegar plöntutegundir eru fluttar úr einu landi í annað. En hún gefur líka tilefni til annarra hugleiðinga. Þær plöntu- tegundir, sem komust lífs af á ísaldarskeiðum landsins, hljóta að hafa búið við langtum verri lífsskilyrði en þau, sem nú eru hér. Nú njóta þær lengri sumra og meiri hita yfir vaxtartímann, svipað því og að þær hefðu verið fluttar suður á bóginn um nokkrar breiddargráður. En þá vaknar sú spurning hvort okkar innlendi gróður, sém vaxinn er upp af ísaldarplöntum, geti hagnýtt sér að fullu þann mismun, sem er á sumarhitanum nú og þeim sem var á ísaldarskeiðunum. Hafa þær plöntur, sem fluttar eru til landsins úr héruðum með svipað veðurfar og hér er nú, meiri vaxtarþrótt og mynda þær meira þurrefni á hverja flatareiningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.