Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 19
51 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978 BLÖM VIKUNNAR UMSJÓN: ÁB. 159 ajj Lew. rediviva — Iluldublaðka. FJALLABLAÐKA iii Lewisia Engjablaðka (Lew. nevadensis) og Fingrablaðka (Lew. brachycalyx) eru líkar enn all mikið frábrugðnar þeim tegund- um sem nefndar voru í síðasta þætti. Báðar bera þykk og safamikil blöð og fannhvít frekar stór blóm á Stuttumstönglum svo að öll plantan verður ekki nema 3—5 sm á hæð. Báðar hafa þær reynst all harðgerar og hafa lifað hér úti marga vetur. Dvergblaðka (Lew. pygmæa) er lík síðastnefndu tegundum í vexti. Hún ber þó mjórri blöð sem visna að mestu niður við blómgun og blómin eru bleik- rauð á lit. Hún virðist einnig allharðger. Huldublaðka (Lew. rediviva) sem ég ætla að láta reka hér lestina er þó mesti furðufuglinn í þessum systkinahópi. Upp úr toppi þéttra blaða sem aðeins er um 5 sm hár birtast afarstórir blómknúppar sem ekki virðast vera í réttu hlutfalli við þessa smávöxnu jurt. Og einn góðan 'vordag opnast þeir í stærðar rósrauð stjörnulaga blóm (þau geta verið yfir 10 sm í þvermál) sem virðast í enn meira ósam- ræmi við þennan litla blaðtopp sem fyrir var og sem reyndar gefst nú alveg upp og visnar með öllu meðan blómgun stendur sem hæst. Margur byrjandinn í ræktunarstarfinu hefur þá orðið alvarlega skelkaður og haldið að nú væri gripurinn að gefa upp öndina því eftir að blómin eru fallin er ekkert lífsmark að sjá með plöntunni. Nei — ekki aldeilis! Þegar haustar birtist græni blaðtoppurinn að nýju og bíður næsta vors. Inniræktun i pottum sem geymast þurrir yfir veturinn er víst eina leiðin til að gera þessari skemmtilegu jurt til hæfis hér — en hún borgar líka fyrirhöfnina. Huldublaðkan var sú tegund sem Lewis fann og lýsti og var því fyrsta tegundin sem þekkt varð. Indíánarnir sem hann komst í kynni við á ferð sinni grófu upp hinar sveru rætur og notuðu til matar. Leiðangurs- menn voru þó víst ekki alltof hrifnir af þeim matföngum — þótti bragðið nokkuð biturt og nefndu jurtina „bitterroot" (biturrót) og því nafni heldur hún enn í vesturheimi. Ó.B.G. KRAKKARNIR á myndinni efndu fyrir nokkru til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra. að Skipasundi 66 hér í bænum. Þau siifnuðu rúmlega 13.500 krónum. Krakkarnir heitai Ólöf Agústa Jónsdóttir. Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir og framan við þa*r Arnþór Jónsson og Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir. Ný bíla- leiga Bryndís Víglundsdóttir skólastjóri afhendir nýútskrifuðum þroska þjálfa prófskírteini. 14 þroskaþjálfar brautskrádir í ár Bílasalan Braut, sem varð tveggja ára á dögunum, hefur nú fært út starfssvið sitt, því nú rekur fyrirtækið jafnhliða bílasölunni bílaleigu. Hjá bíla- leigu Brautar eru nú 15 bílar, allir nýir og eru þeir af gerðinni Lada Topas, Ford Fiesta, Mazda 818, Blazer og Renault-sendibílar. Bílaleigan er opin alla daga frá kl. 8—19 nema sunnudaga. Sú þjónusta hefur verið tekin upp á bílaleigu Brautar, að fólk utan af landi getur hringt og pantað bíl og er bíllinn þá sendur annaðhvort út á flugvöll, að Umferðarmið- stöðinni eða á eitthvert af hótelum borgarinnar. Eigend- ur Brautar eru bræðurnir Haukur og Hafsteinn Hauks- synir. Myndina hér að neðan tók Ól. K.M af nokkrum bílunum, sem tilheyra bílaleigunni. Þroskaþjálfaskóla íslands var sagt upp í tuttugasta sinn föstu- daginn 26. maí s.l. í Norræna húsinu að viðstöddum fjölda gesta. Að þessu sinni brautskráðust 14 þroskaþjálfar frá skólanum 13 stúlkur og 1 piltur. Við athöfnina ávarpaði Ingimar Sigurðsson formaður skólastjórn- ar gesti en Bryndís Víglundsdóttir skólastjóri afhenti nemendum prófskírteini og flutti síðan skóla- slitaræðu. Af hálfu nýútskrifaðra nemenda talaði Þórdís Guðmundsdóttir og flutti hún kveðjur hópsins og þakkaði samstarfið. Einnig af- henti hún skólanum að gjöf fjárhæð til kaupa á blásturs- og ásláttarhljóðfærum. Fyrir hönd Félags þroskaþjálfa mælti Dadda Ingvadóttir og árn- aði skólanum heilla á tímamótun- um og færði honum gjöf frá félagi sínu. Einnig bárust blóm og kveðjur víða að. Barnakór Garðabæjar söng nokkur lög undir stjórn Dóru Guðfinnu Olafsdóttur við undir- leik Jónínu Gísladóttur. Að lokinni athöfn þágu menn veitingar í kaffistofu Norræna hússins. Frestur til að skila inn umsókn- um fyrir næsta skólaár rann út 1. júní s.l. Margar umsóknir bárust en hægt er að veita viðtöku 20 nemendum. Fram til þessa hefur þroskaþjálfastarfinu nær ein- göngu verið sinnt af konum en karlar sækja nú í æ ríkara mæli inn í skólann. Ályktun Sambandsstjómar Iðnnemasambands íslands IÐNNEMASAMBAND íslands hefur sent Morgunblaðinu álykt- un sem gerð var á sambands- stjórnarfundi félagsins 3. júní s.l. Fer hún hér á eftir óbreytt. Sambandsstjórnarfundur Iðn- nemasambands Islands haldinn 3/6 ‘78. Ályktar eftirfarandi. Iðnnemasamband Islands ávítar harðlega ríkisstjórnina fyrir að koma ekki til móts við verkalýðs- samtökin um að samningarnir síðan í vor skulu koma í gildi, heldur nota löggjafarvaldið til að slá ryki í augu verkafólks með því að láta þá lægstlaunuðu fá óskerta vísitölu á dagvinnu en skerða stórlega eftir- og næturvinnu þannig, að tíminn mun eta upp þann %-mismun sem á milii er dagvinnu og yfirvinnu. Einnig mótmælir sambandið harðlega þessa lagasetningu þar sem hún nær í raun ekki til lægstlaunaðahópsins innan verka- lýðshreyfinarinnar þ.e.a.s. iðn- nema. Samkvæmt þessu mun 1. árs nemi fá aðeins um 25% af vísitöluhækkunum. Sambandið lýsir yfir samstöðu sinni með baráttu verkalýðs- hreyfingarinnar fyrir að fá samn- ingana í gildi. Telur sambandið að verkalýðshreyfingin og hver og einn félagsmaður hennar, verði að gera sér grein fyrir því, að meiri og haröari aðgerðir þurfa að koma til eigi árangur að nást. Iðnnemasamband Islands krefst þess að samningarnir komi þegar í gildi og verkalýðshreyfingin láti ekkert ófreistað til að ná þessum kröfum fram. Iðnnemasamband íslands. VILTU SELJA? VILTU KAUPA? Komdu í Chrysler-salinn. Þar er bílaúrval á boðstólnum. Ef þú vilt ekki notaðan bíl, þá eigum við einnig nýja bíla frá CHRYSL- ER. Við getum einnig selt notaða bílinn fyrir þig í okkar bjarta og glæsilega sýn- ingarsal. Ekkert innigjald. Þvottaaðstaða fyrir viðskiptavini. CHRYSLER 4^ IIIIOMIK iPlymauth SIMCAlOadgo Suðnrlandsbraut 10. Símar 83330 - 83454

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.