Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978 61 t í l* f f 5 1 ! % \ a J. '» I _ VELVAKANDI ^ SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10 — 11 FRÁ MÁNUDEGI 2UÚ^SSSLMMJiJí þulur tók uppá því að fara að gefa harðlegar GÖNGU-fyrirskipanir, meira að segja með píanó-undir- leik, og gengið skyldi aðallega til vinstri. Þetta hefði nú verið bara hreint—út—sagt stórhlægilegt. — Nú, en öllu SUSÚ-liðinu mun hafa létt stórlega, þegar einn af þeim gleggri þeirra benti á, að þetta hefði nú bara verið hann VALDI- MAR ÖRNÓLFSSON — og væri ekkert að marka þessar göngu-skipanir hans, enda vitað mál að hann Valdimar væri alveg vitagagnslaus í róttæklingaáróður. — Létti nú öllum stórlega, og var nú fundi frestað, enda áliðið mjög. Ég kveð þig svo að sinni, Velvakandi góður, en hef kannske samband við þig seinna, ef frekari fréttir kynnu að berast af SUSÚ—fundum þeirra Þjóðvilja- manna. Útvarpshlustandi.“ Þessir hringdu . . . • Allar húsmæður eiga rétt á orlofi Steinunn Finnbogadóttir for- maður orlofsnefndar húsmæðra hringdi til Velvakanda og vill fá að koma á framfæri svari til húsmóð- ur sem spyr um það hvort húsmæður eigi ekki rétt á orlofi eins og aðrir. Steinunn sagði: Ég harma að enn skuli finnast einstaklingar sem það hefur getað farið framhjá að orlof húsmæðra er búið að starfa samkvæmt lögum frá 1961. Orlofsnefnd húsmæðra í Reykja- vík hefur rekið orlofsheimili síðan 1965, lengst af að Laugum í Dalasýslu, en nú að Hrafnagili í Eyjafirði. Starfsemin hefur verið mjög vinsæl og vaxandi og sama gildir um allt landið. Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík er með opna skrifstofu í júní, júlí og ágúst og er hún til húsa í Traðarkotssundi 6. Skrif- stofan er opin alla virka daga kl. 3-6. Rétt til orlofs á hver sá sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf. Ég vill því hvetja þær húsmæð- ur sem ekki hafa notið orlofs húsmæðra til að kynna sér starf- semina og koma með. Þetta er þeirra orlof og því þeirra að notfæra sér það. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Búde- pest í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Lukacz, Ungverjalandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Walesbúans Blackstocks. 23. He2! (En alls ekki 23. Hbl? ? _ Dxb2) - Dh6, 24. He6! - g6, 25. De5 (Hvítur hótar nú 26. Hxb6! - axb6, 27. De6+) Rd7, 26. Dxd5 og svartur gafst upp. Röð efstu manna á mótinu varð þessi: 1. Bronstein (Sovétr.) 11 v af 16 mögulegum. 2.-3. Gipslis (Sovétr.) og Sax (Ungverjal.) 10 v. 4.-5. Fiiip (Tékkóslóvakíu) og Ree (Hollandi) 9'/2 v. 6. Castro (Kólumbíu) 9 v. • Hefði þótt hneyksli ef Oscar Peterson hefði átt í hlut Guðný Jónsdóttir frá Akra- nesi vill koma eftirfarandi á framfærii í Laugardalshöllinni voru mara- þontónleikar á laugardaginn. Þar var auglýst að klukkan 6 ættu að koma fram kórar og meðal þeirra barnakór frá Akranesi. Við tókum okkur saman nokkrir foreldrar barnanna í kórnum frá Akranesi og keyptum miða á tónleikana fyrir fleiri þúsund krónur og brunuðum í bæinn til að horfa á börnin okkar syngja. I Laugar- dalshöll vorum við komin þegar klukkan var um það bil 17.50, en viti menn, þá var dagskrá kóranna rúmlega hálfnuð og við sem þarna höfðum gert okkur sérstaka ferð í bæinn frá Akranesi misstum af því sem við raunverulega komum til að sjá. Kynnirinn á tónleikunum virtist vera mjög tímabundinn og þegar barnakórarnir höfðu lokið söng sínum kom hann strax og kynnti næsta atriði þannig að áhorfend- um gafst ekki tími til að fagna kórsöngnum sem skyldi. Börnin í kórnum frá Akranesi voru búin að leggja mikla vinnu í æfingar fyrir þessa tónleika. Mér finnst að framlag þeirra hafi verið mjög lítils metið í þessari dagskrá og er eins og fólk telji að hægt sé að bjóða börnum allt. En börn eru alltaf börn og svona hluti taka þau nærri sér. Ég er alveg viss um það að það hefði ekki þótt viðeigandi ef Oscar Peterson eða einhver annar af þessum stóru hefði byrjað áður en auglýst hefði verið og þannig verið hálfnaður með dagskrána þegar áhorfendur loksins mættu. HÖGNI HREKKVÍSI i fílák^Lfí/ás oo.-'w. úTry h 53? S\G6A V/öGA £ ilLVt^AH Hornskápar, margar gerðir. Efni: Fura og brúnbæsaöir Opið til kl. 8. Vörumarkaðurinnhf. | Ármúla 1A. sími 86112. VtömCsM £/NN k<3Aú \IL W XAL^ OV/ 0VI V/9 4VN0V//V VCAVF/- j ímu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.