Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978 Kambódía or eflaust lokaðasta land í hoimi, innsiglað oins ok niðursuðudós, sagði franski Kambódíusérfræðingurinn Francois Ponchaud m.a. í erindi sínu við Kambódíuróttarhöldin í Norogi í maímánuði. þar sem flóttamonn báru vitni um það hrylliloKa ástand, sem er í land- inu ok fólk Kcnsur í gegn um. Varla vorður Ponchaud sakaður um hlutdra'sni. Ilann bjó f Kambódíu á árunum 1965 til 1974 þar sem hann stjórnaði stúdenta- heimiii ok þýðingamiðstöð og sem vinstri maður var hann stuðningsmaður byltinKarsinna í Kambódíu ok Víet Nam. Ilann er höfundur bókarinnar „Kambódía árið 0“ og hefur si'ðan Rauðu kmerarnir tóku völdin fylgst náið með framvindu mála 1 landinu. Er fréttamaður Mbl. ræddi við hann, sagði hann< — Gegn um ríkisútvarpið í Kambódíu og opinberar skýrslur og ræður, af frásögnum opinberra sendinefnda sem komist hafa til Phnom Penh og nokkurra þúsunda flóttamanna, sem komið hafa til Thailands eða Viet Nam, höfum við í stórum dráttum að minnsta kosti mynd af því sem gerst hefur síðan landið féil í hendur komm- únista 17. apríl 1975, segir hann, og það er þetta: • Allar borgir og stærri kaup- staðir voru á nokkrum fyrstu dögum Rauðu kmeranna tæmd af fólki, sem kom niður á 4 milljónum manna. 0 Öllum yfirmönnum úr her- num, og iðulega fjölskyldum þeirra líka, var útrýmt og síðan hófst útrýming á fjölda óbreyttra hermanna, lægri embættismönn- . um, menntamönnum og jafnvel námsfólki. • Þrælkunarvinnu var komið á alla þjóðina, í því skyni að „skipta öllu landinu í ferhyrnda akra með neti af skurðum og áveitum" til að breyta Kambódíu í „skákborð af hrísgrjónaökrum". • Otrúlega grimmilegar vinnu- aöstæður eru lagðar á fólkið, sem í þessu viötali við blaöamann Mbl. gerir franski vinstri maður- inn og Kambodiusérfræðingur- inn Francois Ponchaud grein fyrir því sem gerðist í Kambodiu á árinu 1977, er byltingartilraun var gerð og hvernig ástandið er nú, eftir að kommúnistar hafa lýst yfir alræði sínu. Francois Ponchaud Hve margir hafa verið drepnir eða horfið veit enginn, segir Ponchaud. En enginn vafi leikur á að komið er fram úr svartsýnustu áætlunartölum. Hér er einn af hermönnum Rauðu kmeranna skömmu eftir að peir tóku völdin. Heimilislaus flóttakona. verður aö búa við hungur, sjúdóma og ógnanir. • Öll þjóðin hefur verið skipu- lögð í vinnuflokka til að framleiða, samfara nær fullkominni útrým- ingu fjölskyldulífs. Hver hefur þróunin orðið í lýðveldinu Kambódíu á árinu 1977 og hvernig er ástandið nú? spyr Ponchaud, og bætir við: Hægt er að staðfesta, að á árinu 1977 urðu alvarleg átök í landinu, þar sem gerð var tilraun til að ná undirtök- unum af valdhöfunum, sem end- uðu með algerum sigri Pol Pots og „hátíðlegri yfirlýsingu um opin- bera stjórn kommúnistaflokksins í Kambódíu". Kmeraþjóðin hefur því stigið enn eitt skref til „algjörs sósíalisma“. Með því að yfirheyra og bera saman framburð flótta- fólks er hægt að gera sér mynd af því sem gerðist, hafandi í huga að einstaklingarnir voru algerlega einangraðir hver á sínum stað, í þorpunum sem flóttamennirnir voru látnir vinna í og ógerlegt að fá vitnisburð þeirra staðfestan. Ég hef sjálfur yfirheyrt persónulega 52 flóttamenn, sem flúðu til Thailands 1977 og 1978, m.a. 7 Rauðir kmerar. Einn var m.a.s. hershöfðingi í byltingarhernum. • Uppreisnar tilraun 1977 Hvað gerðist? Ponchaud dró upp mynd af því með fjölda tilvitnana i menn og staði. Hann segir t.d. að í september 1976 hafi félagi Touch, stjórnandi Norðurhéraðsins og fleiri yfirmenn tekið sig saman og í samráði við Chakroy, yfirmann hersins í Phnom Penh, ákveðið byltirígu 1. janúar 1977. Bardagar byrjuðu í Pnom Penh milli mis- munandi arma í hernum, en yfirvöld komust að því að Chakrey var viðriðinn málið, handtóku hann og drápu. Norðurfrá biðu menn árangurslaust eftir skipun- um frá Chakrey. Félagi Touch var fyrst handtek- inn þar og píndur til að gefa upp nöfn samsærismanna. Fjórum dögum síðar komu flugvélar og sóttu ýmsa félaganna. Félagi Soth var brenndur lifandi á sviði, ásamt félaga Has, yfirmanni Kompong Cham héraðs, félaga Seng, aðal- ritaranum í Kompong Thom og fleiri. Þeir voru sakaðir um að vera að undirbúa byltingu. Og úr því hófust skyndihandtökur, sem fóru sem alda um allt landið. Endurskipulagning fór fram í heilu héruðunum, þar sem yfir- menn voru handteknir og hermenn afvopnaðir. Eftir að aftökurnar í Kompong Thom voru afstaðnar í marzmánuði brutust út óeirðir víða um landið. Sums staðar komu nýir hermenn þegar í febrúar, klæddir kínverskum fötum og í trukkum frá Kínahjálpinni. Við höfum frásagnir af því hvernig ýmis þorp voru mönnuð aftur með nýjum Rauðum kmerum og fyrri hermenn eða starfsmenn fluttir á brott eða drepnir. Þetta hélt áfram allan júlímánuð og ágúst- mánuð með manndrápum miklum í borgunum Phnom Penh og Battambang. Mikið var um útrým- ingu á fólki, sjálfsagt m.a. til að hræða almenning, svo enginn þyrði að hreyfa sig. Öll umferð í landinu var algerlega bönnuð allan ágústmánuð. Fólk þorði ekki að segja það, sem það kunni að vitá, ef það var yfirheyrt, því að það vissi ekki lengur hvort hermenn- irnir væru hinir réttu eða röngu. I septembermánuði komu her- menn í þorpið Rohalasaung í Khum héraði, tóku hóp af ungum mönnum og konum, drápu 27, manns þar af 18 unga menn, eina unga stúlku og 8 íbúa aðra og sögðu að íbúarnir hefðu verið sakaðir um svik, þeir hefðu viljað „stofna aftur til frelsisstjórnar", að því er ungur flóttamaður þaðan, Thmar Pouk, sagði. — En einmitt í lok september 1977 sprakk sprengjan. Pol Pot gaf í 5 klst ræðu „hátíðlega yfirlýsingu um opinbera stjórnun komm- únistaflokksins á Kambódíu". Nokkrum dögum síðar var tekið með sigurgleði á móti Pol Pot í Peking. Skyndilega voru dyrnar að Kambódíu, sem höfðu verið harð- lokaðar umheiminum, opnaðar svolítið og m.a. tekið á móti þremur sendiherrum frá Norður- löndum og blaðamönnum frá Júgóslavíu. Komin var á „röð og regla“ í Kambódíu, alger yfirráð Pol Pots og kommúnistaflokks hans. — Flóttamenn hafa skýrt frá því, hvernig heimsókn erlendu gestanna var undirbúin í þeirra sveit, stundum skipulögð af Kín- verjum. „Við urðum að standa um 100 m frá veginum," „Við fengum góðan mat,“ „Hátölurum var komið fyrir,“ og „Hermenn, klædd- ir eins og bændur, voru látnir taka við af okkur á ökrunum“. • Kommúnistar einráðir — Það er auðséð að endurkoma Pol Pots, sem áður gekk undir nafninu Salot Sat, fram á sjónar- sviðið, sýnir að þarna er kominn maðurinn sem heldur völdunum í greip sinni og er sterki maðurinn í Kambódíu. Það staðfestir ræðan hans langa 27. september 1977, sem er mesta skilgreining á byltingunni í Kambódíu, sem nokkurn tíma hefur komið fram. Auk þess hittu sendiherrarnir, sem boðið var til Kambódíu, þarna mann með ákvörðunarvald, þar sem aðrir höfðu alltaf þurft að vísa málinu til ótilgreindra æðri yfirvalda. — Síðan 27. september, segir Ponchaud, hefur mátt greina breytingu á orðavali. „Flokkurinn“ kemur í stað „Anka“, en alræðið og innihaldið erþað sama. Þetta hafa flóttamenn, sem hafa sumir verið viðstaddir „flokkshátíðir" staðfest. Hefur Anka þá ekki í fyrstu verið einhvers konar samsteypa með kommúnistaflokknum, sem nú hefur náð algerum yfirráðum? Svo Lrtil saqa af bónda Suon Chhang heitir 25 ára gamail bóndi eða kann.ski öllu heldur landbúnaðarverkamað- ur, sem flúði á sl. ári frá Kamhodiu og komst til Frakk- lands 27. desember 1977, þar sem hann vegna menntunar- leysis og vankunnáttu í tungu- málum fær ekki vinnu og er mjög vansæll. Hann sagði blaðamanni Mbl. hrakninga- sögu sína, eftir að Rauðu kmerarnir tóku vöidin í landi hans. Suon Chhang er sonur bláfá- tæks bónda í Oddar Nean Chhay héraði og þar sem akrarnir voru of litlir, vann hann líka hjá öðrum. — Eftir nokkurra ára harða baráttu náðu Rauðu kmerarnir völdum í landinu, hóf hann frásögn sína. I byrjun töldu þeir okkur trú um að við — bændurnir — ættum að leggja okkur fram við að rækta jörðina og vinna á ökrunum. Það hlutverk okkar skýrðu þeir fyrir öllum, ungum sem öldnum. Og við trúðum þeim. Ég studdi þá. Morguninn sem Rauðu kmer- arnir náðu höfuðborginni var okkur öllum í þorpinu smalað saman í hofinu kl. 6 að morgni og sagt að við mættum fara heim kl. 5.30. Þar völdu her- mennirnir úr alla sem eitthvað áttu undir sér, þó engin ríkur maður fyndist í mínu þorpi og alla fyrri hermenn úr héraðinu, sem þeir komu með, en þeir héldu að nú mættu þeir fara heim í þorpin sín. Eg þekkti suma þeirra sem voru fyrrum þorpsdrengir. Þeir fóru með þá alla brott. Og þeir enduðu æfi sina á árbakkanum við Sreng- ána nálægt kirsuberjatrjánum skammt frá ökrunum okkar og Bóndinn Suon Chhang

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.