Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978 43 „Oftveit fólk ekki hvor er hvorogstund- umerégsjálf- ur ekki viss” — Segir Telly „Kojak” Savalas Nýlega keypti íslenska sjón- varpið sýningarrétt á þrettán sjónvarpsþáttum um lögreglu- garpinn Kojak og eru nú hafnar sýningar á þeim. Þætt- irnir um Kojak hafa notið fádæma vinsælda undanfarin ár í Bandarikjunum, þar sem þeir eru framleiddir og víða um heim og má segja að hálfgert Kojak-æði hafi gripið um sig þar sem þeir hafa verið sýndir og hafa menn unnvörp- um reynt að temja sér siði og háttu aðalhetjunnar, sem hinn svipmikli. sköllótti Telly Saval- as leikur, rakað af sér hárið og hafið sleikipinnaneyslu í stjór um stíl. Þættir þessir hafa verið sýndir á hinum Norður- löndunum við góðar undirtekt- ir og sagt er að Bretadrottning láti þátt um þessa vinsælu hetju ógjarnan framhjá sér fara. Að sögn Björns Baldurssonar hjá sjónvarpinu hafði það lengi verið á döfinni hjá sjónvarpinu að fá þætti um Kojak til sýningar, en sakir þess hve þeir hafa verið dýrir hefur það ekki verið unnt fyrr en nú. Björn sagði ennfremur að ef þættirnir hlytu góðar viðtökur hérlendis yrðu að öllum líkindum keyptir fleiri til viðbótar. Þegar þættirnir um Kojak hófu göngu sína í Bandaríkjun- úm árið 1973 hlutu þeir mikið lof áhorfenda sem og gagnrýn- enda. Voru þættirnir útnefndir til sex Emmy-verðlauna og Telly Savalas hlaut titilinn besti leikari í aðalhlutverki í sjónvarpsþáttum. Framleiðandi þáttanna Jam- I es McAdams segir: „Raunsæi, Lögregluhetjan Theo Kojak. Undir hattinum er einhver verðmætasti skalli f heimi. hvað Varðar bæði persónusköp- un og söguþráð, lögðu að miklu leyti grundvöllinn að vinsæld- um Kojaks. Þess vegna reynum við að auka sífellt kvikmynda- tökur „á staðnum" í New York.“ Þættirnir sem íslenska sjón- varpið sýnir eru úr annarri þáttaröðinni, sem fylgdi strax á eftir þeirri fyrstu. Um þessa röð segir McAdams: „Við ætlum að leggja aukna áherslu á persónu Kojaks í þessum þáttum, án þess þó að upplýsa of mikið um fortíð hans. Við ætlum áhorf- endum sjálfum að geta sér til um hana.“ í komandi Kojak-þáttum munu íslenskir sjónvarpsáhorf- endur m.a. fá að sjá kappann kljást við spillingu innan lög- reglunnar og réttarkerfisins eins og fyrirrennari hans, Serpico, gerði við heldur slæleg- ar undirtektir. Til að efla raunsæislegt yfirbragð þátt- anna hafa framleiðendur þeirra notið sérstakrar tæknilegrar ráðgjafar Brutons nokkurs Armus, sem er starfandi leyni- lögreglumaður í New York. En hvað sem öllu raunsæi H*glClgraf»h}: \th(' íi:n)[1.'1, |[í'Ntr rdoRt, tra H*ftíri>i Mn[11, tO>>, íUiij I’[}ii-1„1 .ir- Hluti af Kojak-æðinu. Almanök, leikföng og teiknimyndir. Telly Savalas með hið nauðrak- aða höfuð sitt. „Ég hætti ekki á það að láta hárið á mér vaxa“. líður þá er það engu að síður ljóst að það er fyrst og fremst túlkun Telly Savalas á hlutverki sínu sem hefur gert þessa þætti vinsæla um allan heim. Hann segir sjálfur að hann og Kojak verði ekki skildir að: „Ef ég væri lögga, þá væri ég svona.“ Raunar er það svo að fólk hrópar oft á eftir honum „Kojak“. „Oft veit fólk ekki hvor er hvor og stundum er ég sjálfur ekki viss.“ Það er sem sagt spurning hvar Telly endar og Kojak byrjar. Það er þó allavega ljóst hvar Telly byrjaði. „Telly" er stytting úr Aristotle, en það heitir Savalas að skírnarnafni. Hann fæddist í New York fyrir rúmum fimmtíu árum (hann heldur ártalinu leyndu), sonur grískra hjóna, Nicholas og Christina Savalas, og hefur Telly lýst föður sínum sem „alveg sérstökum" manni og móðir hans er þekkt lista- kona í Bandaríkjunum. Foreldrar hans hvöttu hann til náms og lauk hann B.S. prófi frá Columbia-háskóla og hóf skömmu síðar vinnu við Upplýs- ingaþjónustu ríkisins og hlaut þar skjótan frama. Eftir nokkur ár hóf Telly síðan störf sem yfirmaður fréttadeildar hjá ABC. Hann hóf leikferil sinn á i fertugsaldri þegar honum mis- tókst að finna leikara til að fara með smáhlutverk í leikriti. Framhald á bls. 62. Kórfélagar ásamt stjórnanda sínum. Bandarískur kór í Bústaðakirkju Bandarískur háskólakór frá Edgewood College í Wisconsin kemur hingað nú um helgina. Kórinn er á heimleið úr þriggja vikna tónleikaferð um Frakkland, sem farin var í tilefni 50 ára afmælis skólans. Sunnudaginn 18. júní heldur kórinn tónleika í Bústaðakirkju sem hefjast kl. 20.30. A efnisskrá eru meðal annars lög úr Jesus Christ Superstar, negrasálmar. Missa Brevis (Lauda Sion) eftir Richard Zgodova verður flutt. í kórnum eru 20 söngvarar en stjórnandi er Vernon Sell. Undir- leikari er Louise Straub. Brúðkaupsgjöf - er matar- og kaffisett frá Glit. GLIT I^OFÐABAKKA 9 SIMI$?41 J. f m \ 1ijj Wæ í IP*™ nF i Ws '' tohm wm * m Iv U jj -;£'ík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.