Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 15
47 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978 An lcelandicArtist mínum dómi þarf að beita sér- stöku hugmyndaflugi til að komast í samband við verk Erros, og það tekst Matthíasi furðu vel, enda maðurinn skáld, eins og sagt var um Einar heitinn Benediktsson, er hann var að lýsa hæð Dettifoss fyrir þeim í Noregi. Texti Matt- híasar er lifandi og skemmtilegur, gefur góða hugmynd um Erro á köflum sem lifandi og iðandi af áhuga á öllu miili himins og jarðar. En ég hefði persónulega viljað fá aðeins meira að vita um daglegt líf Erros, vinnubrögð og annað sem hlýtpr að hafa við borið á jafn litríkri ævi og hann hefur átt. En Matthías stillir þessu skrifi mjög í hóf, og ef til vill er það rétt hjá honum. Eg held, að hér sé meira höfðað til erlendra lesenda en íslenskra. Við hér á ísiandi erum ætið meira spenntir fyrir persónusögu en portrettum í fáum dráttum, ef svo mætti skilgreina þetta skrif. En mér finnst Matthías komast mjög vel frá jafn erfiðu verkefni og hér er á ferð. Bragi Ásgeirsson tekur nokkuð öðruvísi á sínu verkefni. Hann er hnitmiðaður í texta sínun og segir frá námi Guðmundar Guðmunds- sonar og hvernig nafnið Erro varð til. Ennfremur gerir hann nokkra grein fyrir stöðu Erros í heimslist- inni og Erro sem listamanni. Þetta er ekki langt mál, en gerir samt sitt gagn. Erro mun sjálfur hafa valið verkin til birtingar í þessari bók. Öll þau listaverk, sem bókina prýða, eru prentuð í lit, og hefur það tekist með ágætum, eftir því sem ég fæ best séð. Öll vinna við þessa útgáfu er sérlega vönduð og er útgefendum til sóma. Enda mun það ósvinna ein að gefa út lélega gerðar listaverkabækur, því að einfaldlega vill þær enginn eiga, sem á annað borð gerir kröfur í listum. Hönnun hefur öll farið fram hérlendis, og verður ekki að henni fundið, en prentun bókar- innar var gerð í Bergamo á Ítalíu. Nokkrar ljósmyndir eru í bókinni af Erro og konum hans og umhverfi. Þær eru prentaðar í svart-hvítu og eru teknar af erlendum ljósmyndurum utan ein, er Sigurgeir Sigurjónsson hefur tekið. I stuttu máli sagt er þetta falleg og ágæt bók. Hún er eiguleg og ekki síður fyrir útlendinga en okkur hér á íslandi, af þeirri einföldu ástæðu, að Erro er alþjóðlegur listamaður, sem er hluti af hinum svokallaða Parísar- skóia 1978, og er það meiri frami en aðrir Islendingar hafa náð á undanförnum áratugum. Eitt vil ég aðeins minnast á enn í sambandi við þessa útgáfu: Erro eða Guðmundur Guðmundsson er alinn upp austur á Kirkjubæjar- klaustri, og fóstri hans var þar Sigurgeir Lárusson á Klaustri. Þessi fallega bók er tileinkuð honum af listamanninum og segir það sína sögu. Það er fengur að þessari bók bæði á íslandi og erlendis. Söguævi SÖGUFÉLAGIÐ heldur upp á sextugsafmæii fyrrverandi forseta síns með útgáfu þessa rits honum til heiðurs. Á fornum slóðum og nýjum flytur sýnishorn þess sem Björn Þorsteinsson hefur skrifað um ævina. Fyrst eru sagnfræðiþættir, síðan Um bæk- ur. þá Söfn og sagnfræðingar og loks afmælis- og minningargrein- ar. Bókin hefst á hugleiðingum um Jón Gerreksson, Glæpur án refs- ingar. Þeir, sem lært hafa það eitt um nefndan biskup í íslandssög- unni að honum hafi verið steypt í poka og síðan drekkt í Brúará, hyllast til að álíta að þar hafi farið pokaprestur í orðsins fyllsta skiln- ingi, misheppnaður maður á biskupsstóli svo ekki sé meira sagt. Björn Þorsteinsson lítur á atburðinn frá öðru sjónarhorni. Hann segir að »Jón Gerreksson virðist alls ekki hafa verið óvin- sæll af alþýðu manna í nærliggj- andi sveitum Skálholts.* Sam- kvæmt niðurstöðum Björns hefur bæði hingaðkoma Jóns biskups og aftaka hans hér verið liður í pólitísku tafli síns tíma: »Aðförin að Jóni Gerrekssyni í Skálholti í maí 1433 hefur verið pólitísk aðgerð runnin undan rifjum Eng- lendinga og sama eðlis og hernað- ur þeirra á íslandi 1425, er þeir smöluðu helstu umboðsmönnum konungs um borð í skip sín og fluttu utan.« Hér er sagnfræðing- urinn heima því enska öldin er gengin í garð eða svo enn sé vitnað til þáttarins: »Um 1415 breyttist Norður-Atlantshaf úr norsku yfir- ráðasvæði í enskt.« Ýmis straum- hvörf eru að verða hér á norður- slóðum. Þegar norðmenn eru úr sögunni eflast ekki aðeins umsvif englendinga heldur líka dana. Það eru þeir tveir sem takast á um landið. Vettvangur sögunnar hefur færst út af fastalandinu — á haf út eða inn á stjórnarskrifstofur Björn Þorsteinsson erlendis. Þannig hefur sagan fjarlægst íslenska sagnaritara þeirra tíma. Vanir að skrifa um atburði sem gerast í landinu en ekki baktjaldamakk þjóðhöfðingja erlendis segja annálaritarar í stuttu máli frá því sem hér gerist í áheyrn og augsýn manna, biskupi drekkt, svo dæmi sé tekið, punktum og basta. Af því drógu síðari tíma fræðimenn þá ályktun að fátt hefði gerst hér sem í frásögur hefði verið færandi. Eln það var nú öðru nær. Með rann- sóknum sínum á »ensku öldinni« varpaði Björn Þorsteinsson ljósi yfir það sem áður var í skugga falið. Var ekki ófyrirsynju að hann viðaði að sér erlendis drjúgum hluta þeirra heimilda sem síðar urðu uppistaðan í rannsóknum hans. Mig langar líka að nefna þáttinn Stærsti kaupstaður hérlendis á 14. öld. Sá kaupstaður var í Hvalfirði en þar »virðist hafa verið aðalkaupstaður landsins frá því um 1380 og fram um svarta dauða.« í kennslubókum í íslands- sögu hefur Hvalfjarðar verið að fáu getið nema hvað sagt hefur verið að þangað hafi svarti dauði borist erlendis frá. Heim við það kemur að »Skálhyltingar hafa sótt mjög verslun til Hvalfjarðar, og urðu þeir fyrstu fórnarlömb svarta dauða.« I nefndum þætti segir að á fjórtándu öld hafi sú breyting orðið að »sjávarafli varð mörgum jarðeigendum auðsuppspretta, en landbúnaður fjárfesting, og hefur svo haldist fram á þennan dag. íslendingar hafa sótt gull í greipar ægis, eri skrimt af landbúnaði.« Ekki er mikið um vísindalega kappræðu í bókinni en þó gustar af skrifum Björns þar sem hann andmælir kenningum Barða Guð- mundssonar um uppruna íslend- inga. Síðari hluti bókarinnar er eins og áður segir mannaminni, hug- leiöingar um einstaklinga, skrifað- ar af tilefni. Endar bókin á Helluminningum en á Hellu á Rangárvöllum ólst höfundur upp að nokkru leyti. Faðir hans, Þorsteinn Björnsson, fluttist norð- an úr Húnavatnssýslu þangað suður og gerðist fyrsti landnáms- maður á Hellu — fyrsti kaupmað- ur á þeim stað. Faðir Þorsteins, en afi Björns, var svo aftur Björn Eysteinsson sém lét eftir sig einhverja gagnorðustu sjálfsævi- sögu sem skrifuð hefur verið á íslensku. Björn Þorsteinsson sá um útgáfu hennar fyrir röskum tuttugu árum. Hygg ég að útgáfa þeirrar bókar og rannsóknirnar á ensku öldinni séu þörfustu verk sem hann hefur unnið um ævina. Auk áðurnefnds efnis þessarar bókar er þar langur listi með »heillakveðjur«, ennfremur rakinn starfsferill og ritaskrá Björns Þorsteinssonar. Kemur þar fram að hann hefur /lagt gerva hönd á margt, t.d. verið leiðsögumaður ferðamanna en þannig má hann hafa komið söguþekkingu sinni hvað beinasta leið til hins almenna manns — á réttum stöðum og stundum! Umsjón með útgáfu bókarinnar önnuðust nokkrir félagar Björns í Sögufélaginu. Vesturlandskjördæmi Framboösfundir frambjóöenda Vesturlands- kjördæmis vegna Alþingiskosninganna veröa haldnir sem hér segir: Logaland, mánudaginn 19. júní kl. 21.00. Borgarnes, þriöjudaginn 20. júní kl. 21.00. Akranes, fimmtudaginn 22. júní kl. 21.00. Útvarpað veröur frá fundinum í Borgarnesi, á bylgjulengd 198.6 metrum eöa 1510 kH (kílóhead), og frá Akranesi á bylgjulengd 212 metrum, eöa 1412 kH. Frambjóöendur. zz z”jD)zzzz Sjálfboðaliðar á kjördag D-listann vantar fólk til margvíslegra sjálfboöa- starfa á kjördag. Sérstaklega vantar fólk til starfa sem fulltrúar listans í kjördeildum auk margvíslegra annarra starfa. Þeir sem vilja leggja D-listanum lið meö starfskröftum sinum á kjördag, 25. júní næstkomandi, hringi vinsamlegast í síma: 86216—82900. Skráning sjálfboðaliða fer einnig fram á skrifstofum hverfafélaganna. Einstök Þjónusta fyrir Stór-Reykjavík Viö mælum flötinn og gerum fast verötilboö. Þér komiö og veljiö geröina, viö mælum og gefum yður upp endanlegt verö — án nokkurra skuldbindinga. Athugið aö þetta gildir bæöi um smáa og stóra fleti. Þér getiö valiö efni af 70 stórum rúllum eöa úr 200 mismunandi geröum af WESTON teppum. Viö bjóöum mesta teppaúrval landsins í öllum veröflokkum: Stakar mottur í miklu úrvali: Danskar — Enskar — Tékkneskar — Indverskar Hringbraut 121 Sími 10600 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.