Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 13
45 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNI 1978 Öðrum þjóðum finnst uppbygging hernaðarmáttar Sovétríkjanna óhófleg. Miklu meiri en nauðsynleg geti talizt til varnar þeim og bandamönnum þeirra. I rúm fimmtán ár hafa þeir stöðugt fylgt eftir þessari stefnu að auka hermáttinn og varið nánast fimmtán af hundraði þjóðartekna til hervæðingar. Og enn er enga stefnubreytingu að sjá. Mannréttindabrot í landi þeirra brjóta í bága við samninginn sem var gerður í Helsinki og fyrir það hafa þeir hlotið fordæmingu alls fólks, sem ann frelsi. Þeir hafa sýnt með gerðum sínum að sovézka kerfið þolir ekki hugmyndir sem eru tjáðar opinskátt, hugmyndir um þjóðholla stjórnarandstöðu og ferðafrelsi fólks. Sovétríkin reyna að flytja út einræðis- og kúgunarstjórnarfar, sem leiðir til lokaðs þjóðfélags. Þessi einkenni og markmið valda Sovétríkjunum vand- kvæðum. Utan múlbundinnar valdablokk- ar sinnar eiga Rússar erfið pólitísk samskipti við aðrar þjóðir. Menningar- tengsl þeirra við aðra eru fá og ótraust. Stjórnarform þeirra verður æ ógeðfelld- ara í augum annarra þjóða svo að jafnvel hópar marxlenínista líta ekki lengur á Sovétríkin sem fyrirmynd. Það er orðið mörgum þjóðum áhyggjuefni að Kúba er að grafa undan ríkjahópi hlutlausra ríkja, enda er Kúba augljóslega í nánu bandalagi við Sovétríkin og háð þeim efnahagslega og hefur þörf fyrir pólitíska og hernaðarlega leiðsögn þeirra og stefnumótun. Þótt hagkerfi Sovétríkjanna sé hið annað stærsta í heimi dregur óðum úr hagvexti og lífskjör Rússa standast ekki samjöfnuð við aðrar þjóðir, sem eru álíka langt á veg komnar. Landbúnaðarfram- leiðsla er ennþá alvarlegt vandamál í Sovétríkjunum, svo að þegar uppskeran er aðeins í meðallagi eða hún bregst verða þeir að snúa sér til okkar eða annarra þjóða til þess að fá matvæli. Við erum í miklu betri aðstöðu. Enginn skákar iðnaðarmætti okkar og fram- leiðni. Geta okkar í vísindum og tækni er meiri en allra annarra. Bandalög okkar við aðrar frjálsar þjóðir eru traust og styrkjast og hernaðargeta okkar er meiri en allra annarra. Við erum umkringdir vinveittum nágrönnum og víðáttumiklum úthöfum. Þjóðfélagsbygging okkar er traust og utanríkisstefna okkar nýtur stuðnings almennings án tillits stjórn- málaskoðana og það tryggir henni samhengi. Við erum líka sterkir vegna þess sem þjóð okkar er fulltrúi fyrir: Þess raunhæfa möguleika hvers manns að búa sér betra líf, lög- og hefðbundinnar verndar gegn gerræðislegri valdbeitingu ríkisstjórnar; réttar sérhvers ein- staklings til þess að segja skoðun sína, taka fullan þátt í stjórninni, eiga hlutdeild í pólitísku valdi. Lífsskoðun okkar grundvallast á frelsi einstaklings- ins, sem er voldugust allra hugmynda, og lýðræðislegar lífsvenjur okkar njóta aðdáunar annarra þjóða, sem líkja eftir þeim. Barátta okkar fyrir mannréttind- um gerir það að verkum að straumurinn er með okkur í heiminum. Þessi straumur eflist og við eflumst með því að vera hluti af honum. Vaxandi efnahagsmáttur okkar er annar þáttur, sem líka gæti haft áhrif öðrum til gagns. Þjóðartekjur okkar eru meiri en allra hinna níu aðildarlanda Efnahagsbandalagsins og tvöfalt meiri en Sovétríkjanna. Þar að auki erum við að læra hvernig við getum notað auðlindir okkar af meiri skynsemi og komið af stað nýju samspili milli þjóðarinnar og umhverfisins. Athugun á hernaðarmætti Bandaríkjanna gefur einnig ástæðu til bjartsýni. Við vitum að hvorki Bandarík- in né Sovétríkin geta gert kjarnorkuárás hvor á önnur án þess að verða fyrir tortímingarárás, sem mundi gereyða árásaraðilanum. Þótt Rússar eigi fleiri skotpalla, hafi meiri skotkraft, og öflugri loftvarnir eiga Bandaríkjamenn fleiri kjarnaodda, ráða yfirleitt yfir meiri nákvæmni, fleiri þungum sprengjuflug- vélum, jafnari kjarnorkuliðsafla, betri kjarnorkubátum og meiri getu á sviði hernaðar gegn kafbátum. Annar nýr Salt-samningur verður til þess að þjóðirnar standa jafnfætis en hámarkstala eldflaugaskotpalla og eld- flauga með mörgum kjarnaoddum verður ákveðin lægri. Við gerum ráð fyrir þriðja Salt-samningnum þar sem kveðið verði á um jafnvel enn frekari gagnkvæman samdrátt kjarnorkuvopna. Þar sem jafnvægi er í aðalatriðum að nást kjarnorkuvopnastyrk er venjulegur her- styrkur farinrr að skipta meira máli. Sannleikurinn er sá að hernaðarmáttur Bandaríkjanna og bandamanna okkar er nógu mikill til þess að mæta allri fyrirsjáanlegri ógnun. Hugsazt getur að hvor aðili um sig ýki hernaðargetu hins. Nákvæm skilgreining er mikilvægur grundvöllur ákvarðana i framtíðinni ef mat á mætti Rússa og vanmat á mætti Bandaríkjanna ýtir undir árangur af áróðurstilraunum Rússa. Tii dæmis var gengið fram hjá þeirri staðreynd í nýlegum æsifréttum um tillögur um útgjöld til bandaríska sjóhersins, að útgjöld til landvarna eru nú meiri en nokkru sinni í sögu okkar og langmestur hluti þeirra fer til sjóhersins. Látum engan vera í vafa um mátt okkar nú og framvegis. Þetta stutta yfirlit sýnir að við þurfum ekki að hafa of miklar áhyggjur af samkeppnishæfni okkar og hæfni okkar til að ná árangri. Vissulega er engin ástæða til að óttast. Heilbrigðri sjálfsgagnrýni og frjálsum umræðum, sem eru nauðsynlegar í lýðræðisríki, ætti aldrei að rugla saman við veikleika, örvæntingu eða óljósan tilgang. Hver eru grundvallaratriðin í stefnu Bandaríkjanna gagnvart Sovétríkjunum? Við viljum viðhalda jafnmiklum kjarn- orkustyrk, því að við teljum að á meðan ekki verður kjarnorkuafvopnun í heimin- um valdi slíkt jafnvægi minnstri hættu og tryggi bezt stöðugt ástand í heiminum. Við höldum áfram að veita fé til hermála innan skynsamlegra marka í því augnamiði að efla NATO, auka hreyfan- legan liðsafla okkar og viðhalda óbreytt- um styrk á Kyrrahafi. Við og bandamenn okkar munum og viljum geta mætt hverri fyrirsjáanlegri ógnun við öryggi okkar af völdum gereyðingarvopna eða venjulegs her- styrks. Bandaríkjamenn eru fullfærir um að hafa í heiðri þessa skuldbindingu án of mikilla fórna þjóðarinnar. Við munum styðja alheimssamtök og samtök ríkja- hópa, sem hafa það á stefnuskrá sinni að auka alþjóðaskilning, svo sem Sameinuðu þjóðirnar, Samtök Afríkuríkja og Eining- arsamtök Afríku. I Afríku viljum við og afrískir vinir okkar að álfan sé laus við utanaðkomandi yfirdrottnun, kynþáttamisrétti, átök, fátækt, hungur og sjúkdóma. Við vitum að bezta leiðin að þþessum markmiðum er að fylgja jákvæðri stefnu, þar sem tekið er tillit til veruleikans í Afríku og óska íbúanna. Stöðug og vaxandi hernað- arleg afskipti Sovétríkjanna og Kúbu í Afríku gætu eyðilagt þessa framtíðarsýn. Við höfum þungar áhyggjur af þessari ógnun við frið í álfunni og sjálfstæði ríkjanna þar sem þessar eriendu her- sveitir virðast staðsettar til frambúðar. Þess vegna mun ég og bandaríska þjóðin styðja tilraunir Afríkumanna til að halda í skefjum innrás eins og þeirri sem var gerð í Zaire fyrir skemmstu. Ég skora aftur á ailar aðrar þjóðir að ganga til liðs við okkur og leggja áherzlu á það í aðstoð sinni við Afríku að vinna að friði í stað þess að senda stríðsvopn. Sovétríkin ættu að taka þátt í því með okkur að reyna að stuðla að friðsamflegri og skjótri myndun meirihlutastjórnar í Rhódesíu og Namibíu. Við skulum styðja tilraunir til friðsamlegrar lausnar átak- anna í Eritreu og Angóla. Við skulum ekki sundra Afríku og reyna að drottna yfir henni. Við skulum heldur hjálpa þessum þjóðum að nýta möguleika sína. Við munum leita eftir friði, betri samskiptum og skilningi, menningarleg- um og vísindalegum samskiptum og aukinni verzlun við Sovétríkin og aðrar þjóðir. Við munum reyna að koma í veg fyrir útbreiðslu kjarnorkuvopna til þjóða, sem nú ráða ékki yfir slíkum voþnum. Við munum halda áfram baráttu okkar fyrir sanngjörnum Salt samningi. Okkur er það ljóst að enginn hugmyndafræðileg- ur sigur næst með notkun kjarnorku- vopna. Okkur langar ekkert til þess að tengja nýjan Salt samning á milli okkar né þröngva fram sérstökum skilyrðum. í lýðræðisríki, þar sem almenningsálitið er óaðskilnanlegur þáttur i mótun og framkvæmd utanríkisstefnunnar, viður- kennum við að viðsjár, hvass skoðana- ágreiningur eða ógnanir við friðinn muni torvelda leitina að samningi. Þetta er ekki eins og við viljum hafa það en viðurkenning á staðreynd. Sovétríkin geta valið á milli árekstra eða samvinnu. Bandaríkin geta mætt hvoru tveggja. Þó kysum við samvinnu í mynd detente-stefnunnar, sem krefst óneitan- lega aukinnar stillingar af beggja hálfu, gagnkvæms vilja til að leysa deilur með samningum í stað ofbeldis, gagnkvæms vilja til friðsamlegrar samkeppni en ekki hernaðarlegrar. Sé þessu ekki framfylgt verður grafið undan detente og því geri ég mér vonir um að enginn vanmeti þann ugg, sem ég hef látið hér í ljós í dag. Samkeppni án hófstillingar og án sameiginlegra leikreglna mun hafa í för með sér enn alvarlegri spennu og það mun koma niður á samskiptum okkar í heild. Þess óska ég ekki . . . Ekki trúi ég að Brésjnev óski þess heldur... Því vel ég þessa stund til að tala opinskátt og tel að tími sé til kominn að horfast í augu við vandamálið. Ef saman fer nægur máttur Bandaríkj- anna, hljóðlát stilling í beitingu hans, sú afstaða að neita að trúa því að stríð sé óumflýjanlegt, og ef þrotlaust er leitað að friðsamlegri kostum, má vera að við getum að lokum leitt samfélag þjóðanna til tryggari og bjartari framtíðar. Þið og ég farið héðan í dag til að gegna þeirri sameiginlegu skyldu okkar að verja lífshagsmuni þjóðarinnar með friðsam- legum ráðum ef hægt er og með ákveðnum aðgerðum ef nauðsynlegt reynist. Til þess að ná þessu markmiði mun þjóð okkar þarfnast einmitt þeirra eiginleika, sem þið miðskipsmenn hafið tileinkað ykkur svo vel, hugrekkis, fórnarlundar, hugsjóna og sjálfsaga. Þetta er ástæðan fyrir því að þjóðin væntir svo mikils af ykkur og að þið hafið svo margt að gefa. Við förum héðan hljóðir vegna þessarar ábyrgðar, en í trú á styrk okkar. Við göngum fram í þeirri vissu, að markmið þjóðarinnar, friður, öryggi, frelsi sjálfum okkar og öðrum til handa muni sigra að lokum. Ég kveð ykkur með árnaðaróskum og bið þess að bæði þið og ég reynist verðugir þess verkefnis, sem bíður okkur og þjóðarinnar, sem við höfum svarið að þjóna. Flugfélag Austur- lands fær flugvél Etfislstörtuni. 11. júní. FLUGFÉLAG Austurlands fékk í dag Piper Navajo 7 manna flugvél, sem fengin er með kaupleigusamningi frá Svíþjóð. Vélin er 10 ára og er kaupverðið 25 milljónir króna. Þessi vél verður mest notuð í leigu- og sjúkraflug, en hún er hraðfleyg mjög, er til dæmis aðeins röska klukkustund að fljúga milli Eigilsstaða og Reykja- víkur. Islander flugvél félagsins verður áfram notuð, fyrst og fremst í áætlunarferðum innan fjórðungs- ins. Stjórn Flugfélags Austurlands skipa: Einar Helgason, Bergur Sigurbjörnsson, Jóhann D. Jóns- son, Kristinn Jóhannsson og Guð- mundur Sigurðsson, sem er fram- kvæmdastjóri félagsins. Fréttaritari. Bókin Frjálshyggja og alræöishyggja er hlutlæg skilgreining á tveimur megin- stefnum stjórnmálanna fyrr og síöar — annars vegar hvort einstaklingurinn eigi aö ákveöa sjálfur markmiö sín, orö og athafnir, eöa hvort ríkisvald og stjórn- endur eigi aö ákveöa þaö fyrir hann. Gerö er grein fyrir fræöilegum grund- velli þessara andstæöu stefna og hvaöa þjóöfélagslegum forsendum þær hljóta aö byggja á hvor fyrir sig. Aö lokum er gerö nokkur úttekt á íslenzku þjóöfélagi á okkar dögum á grundvelli þeirra niöurstaöna, sem komizt er aö í bókinni. „Bókin er skrifuö í þeirri von“ segir höfundur formála, „aö þau sjónarmiö, sem þar eru sett fram, geti stuölaö aö málefnalegri umræöum um grundvallar- atriöi efnahags- og félagsmála en nú tíökast á vettvangi íslenzkra stjórnmála.“ Almenna bókafélagið Austurstræti 18. Bolholti 6. simi 19707 simi 32620

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.