Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 5
37 Bolshoi-óperunni var nafni hennar sleppt í prentaðri efnis- skrá og hún var ekki nefnd með nafni þegar söng hennar var útvarpað. Áþekkum aðferðum var beitt gegn Slava. Óskum um að hann kæmi fram á tónleikum erlendis svaraði sovézka menntamálaráðuneytið jafnan á einn veg: „Rostropovits veikur“, og fyrirspurnum innanlands um ástæðuna fyrir því að tónleikum hans var aflýst svöruðu stjórn- völd á þá leið, að Rostropovits væri ekki nógu góður — hann væri fremur lélegur sellóleikari. Ofsóknirnar náðu hámarki sumarið 1973 þegar hjónin sigldu niður Volgu og hugðust halda tónleika í bæjunum með- fram fljótinu. Alls staðar var sama sagan. Alls staðar var búið að aflýsa tónleikunum þegar þau bar að garði, ellegar þá að nöfn þeirra vantaði á auglýsinga- spjöld, sem enn héngu uppi. Slava skrifaði Leónid Brezhnev flokksleiðtoga í örvæntingu sinni, en var ekki virtur svars. í reiði sinni lýsti Rostropovits því yfir á árinu 1974 þegar yfirvöld höfðu synjað honum um leyfi til að koma fram í sjón- varpsþætti BBC um Sjostako- vits, að þau hjónin væru komin í „listræna sóttkví". Bandaríski hljómsveitarstjórinn Leonard Bernstein skildi þetta sem neyð- aróp og fór þess á leit við Edward Kennedy, sem þá var á förum til Sovétríkjanna, að hann beitti áhrifum sínum í þágu Rostropovits. Kennedy fór þess á leit við Brezhnev í Moskvu-heim- sókninni að Rostropovits fengi leyfi til að halda hljómleika vestan hafs' og árangurinn varð sá að skömmu síðar fékk Rostro- povits-fjölskyldan vegabréf, fór úr.landi og hvarf ekki heim aftur. Síðan Rostropovits hraktist úr landi með fjölskyldu sína eru liðin fjögur ár. Fram að þessu hafa vegabréfin verið endurnýj- uð árlega og samkvæmt bók- stafnum hefur heimild fyrir því að snúa aftur til Sovétríkjanna verið fyrir hendi. En eins og fyrr segir var Rostropovits sviptur ríkisborgararétti um miðjan marz s.l., um sama leyti og Grígorenko hershöfðingi var á sama hátt tilkynnt að hann skyldi ekki ómaka sig aftur heim til Sovétríkjanna, en hann var þá staddur í Bandaríkjunum til að leita sér lækninga. Ofsóknir sovézkra stjórnvalda á hendur eins'taklingum, sem orðaðir hafa verið við andóf gegn hinni opinberu stefnu Kreml-stjórnar- innar, hafa færzt í aukana á undanförnum mánuðum, ekki sízt eftir að Belgrad-fundum Öryggisráðstefnu Evrópu lauk, en viðfangsefni þar var að gera úttekt á efndum Helsinki-sátt- málans, meðal annars og ekki sízt hvað mannréttindi varðar. Segj a má að vegabréfssvipt- ingin breyti í rauninni ekki miklu um hagi Rostropovits, sem á liðnum árum hefur hvað eftir annað lýst því yfir að hann muni ekki snúa heim aftur fyrr en tryggt sé að hann njóti þar sama tjáningarfrelsis og á Vesturlönd- um. En þessi ráðstöfun Sovét- stjórnarinnar sýnir og sannar að hún er enn við sama heygarðs- hornið, hvað sem líður slökunar- stefnu og mannréttindasamn- ingum milli ríkja. Líka sannast það hér sem fyrr að kommún- ismi og önnur einræðiskerfi grundvallast á því að útiloka einstaklinga og útrýma skoðun- um og hugmyndum, sem brjóta í bága við opinberar kennisetn- ingar og yfirlýsta stefnu vald- hafa. (Byggt á Time) MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNI 1978 „Danir kunna betur að meta fantasíumar mínar heldur en íslendingar,, Segir Svpínn Bjömsison listmálari sem sýndi í K-höfn fyrir stuttu SVEINN Björnsson listmálari hélt í maímánuði s.l. sýningu á 150 málverkum sfnum í hinum þekkta sýningarsal „den frie udstilling" í Kaupmannahöfn. Af þessu tilefni hafði Mbl. samband við Svein og spurði hann um tildrögin að þessari sýningu og viðtökur þær sem hún hefði hlotið. — „Ég hef nokkrum sinnum áður sýnt í Danmörku og það eru þrjú ár síðan ég sótti um að fá þennan þekkta sýningarsal. Nú í vetur fékk ég síðan að vita að af því gæti orðið nú í maí og þá hóf ég náttúrulega að undir- búa þessa sýningu, en það var mjög mikil vinna. Ég fyllti heilan gám af málverkum og það fór reyndar svo að allir fjórir salirnir í „Den frie“ dugðu mér ekki alveg. Þetta var rétt um það bil sem útflutningsbannið var að koma til framkvæmda, en það tókst að koma þessu af stað á síðustu stundu.“ — Hvernig voru svo við- tökurnar í Höfn? — „Þær voru mjög góðar. Það komu um þrjú þúsund og fimm hundruð manns að skoða sýn- inguna og ég seldi tíu myndir, sem mér þótti mjög gott þar sem mér virtist mikið áhuga- leysi á myndlist ríkja meðal almennings í Danmörku og á sýningum sem ég skoðaði var afskaplega fátt fólk. Fyrirtækið Hans Just keypti af mér fjórar myndir og Handelbankens kunstforening keypti eina, aðrar voru keyptar af einkaaðilum. Það var skrifað vel um mig í blöðunum ytra og danski málar- inn Herrup kom á sýninguna og var hrifinn af henni.“ — Hvernig myndir voru það sem þú sýndir þarna, voru það mest sjávarmyndir? — „Nei, það voru lang mest fantasíur. Danir kunna mun betur að meta fantasíurnar mínar heldur en íslendingar, sem kunna best við sjávarmynd- irnar. Þessar myndir eru allar frá síðustu tíu árum og ég sýndi þarna til dæmis margar myndir úr myndaröð sem ég kalla „Látið tunglið vera“ sem vöktu mikia athygli." — Fékkstu styrk héðan til fararinnar? — „Tja, ég sótti um styrk til Menntamálaráðs, því þetta er fyrirtæki upp á þrjár til fjórar milljónir að halda svona sýn- ingu en ég fékk nú ekki nema hundrað þúsund, sem dugðu fyrir frímerkjum. En mér tókst sem sagt að selja myndir fyrir kostnaði eða þar um bil svo þetta slapp allt saman. Svo stunda ég nú líka aðra vinnu, þannig að ég þarf ekki sífellt að hugsa um það að selja sem mest, enda færi ég algerlega yfir um ef ég seldi heila sýningu, eins og hendir suma. Mér þykir vænt Framhald á bís. 62. Sveinn Bjiirnsson við eitt vcrkanna í myndaröðinni „Látið tunglið vera". (Ljósm. Mbl. Kristján). -■ FALKINN Suðuriandsbraut 8 S, 84670 Vesturveri S. 12110 Ttf iJII jL# & 1 ) J i & | 1 n i 1 Kl V ill \ > i1*ij il íi d

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.